Skipulagsráð

100. fundur 07. júní 2021 kl. 15:30 - 18:00 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Helga Hauksdóttir formaður
  • J. Júlíus Hafstein aðalmaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Kristinn D Gissurarson aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
  • Auður Dagný Kristinsdóttir arkitekt
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
  • Bergljót Sigríður Einarsdóttir verkefnastjóri
  • Kristjana H Kristjánsdóttir verkefnastjóri
  • Hildur Inga Rós Raffnsöe starfsmaður umhverfissviðs
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri skipulags- umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Karlotta Helgadóttir ritari
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2105002F - Bæjarráð - 3046. fundur frá 20.05.2021

2002203 - Hamraborg - miðbær. Fannborgarreitur og Traðarreitur vestur. Tillaga að breyttu aðalskipulagi.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

2002204 - Hamraborg - miðbær. Fannborgarreitur og Traðarreitur vestur. Tillaga að deiliskipulagi.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

2101785 - Lækjarbotnaland 15. Reyndarteikningar.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

2011200 - Múlalind 3. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

2102585 - Kársnesbraut 59. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

2104681 - Foldarsmári 9. Breytt aðkoma að bílastæði.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

2104747 - Álfhólsvegur 29. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.2105014F - Bæjarstjórn - 1238. fundur frá 25.05.2021

2002203 - Hamraborg - miðbær. Fannborgarreitur og Traðarreitur vestur. Tillaga að breyttu aðalskipulagi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með tíu atkvæðum og hjásetu Péturs H. Sigurðssonar.

2002204 - Hamraborg - miðbær. Fannborgarreitur og Traðarreitur vestur. Tillaga að deiliskipulagi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með níu atkvæðum gegn atkvæðum Péturs H. Sigurðssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.

2101785 - Lækjarbotnaland 15. Reyndarteikningar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

2011200 - Múlalind 3. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

2102585 - Kársnesbraut 59. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

2104681 - Foldarsmári 9. Breytt aðkoma að bílastæði.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum og hafnar erindinu.

2104747 - Álfhólsvegur 29. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum og hafnar erindinu.

Almenn erindi

3.1901481 - Aðalskipulag Kópavogs 2019-2040

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu tillaga að nýju Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040.
Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti 9. mars 2021 að auglýsa tillögu að nýju Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 - dags. 24. nóvember 2021, uppfærð í febrúar 2021 - í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 um auglýsingu aðalskipulagstillögu. Tillagan var uppfærð í febrúar 2021 með vísan til athugasemda Skipulagsstofnunar dags. 8. febrúar 2021.
Í tillögunni kemur m.a. fram stefna sveitarstjórnar um landnotkun, byggðaþróun, byggðamynstur, samgöngu- og þjónustukerfi og umhverfismál innan lögsögu Kópavogs til næstu 20 ára. Enn fremur er kynnt umhverfismat aðalskipulagsins sem sett er fram í umhverfisskýrslu. Matið er unnið í samræmi við lög nr. 105 frá 2006 en markmið laganna er að stuðla að sjálfbærri þróun og draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum og jafnframt stuðla að því að við áætlanagerð sé tekið tillit til umhverfissjónarmiða. Kynningartími var framlengdur um þrjár vikur til 27. maí 2021.
Kynningartíma lauk þann 27. maí 2021. Þá eru lagðar fram athugasemdir, ábendingar og umsagnir sem bárust á kynningartíma ásamt yfirliti.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Almenn erindi

4.2011485 - Arnarnesvegur frá Rjúpnavegi að Breiðholtsbraut. Deiliskipulagslýsing.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga verkfræðistofunnar Eflu fh. Kópavogsbæjar og Reykjavíkurborgar, dags. 19. mars 2021, að deiliskipulagslýsingu fyrir nýtt deiliskipulag Arnarnesvegar 3. áfanga. Fyrirhugað deiliskipulag nær til hluta Arnarnesvegar frá gatnamótum Arnarnesvegar og Rjúpnavegar að fyrirhuguðum gatnamótum Breiðholtsbrautar og Arnarnesvegar og veghelgunarsvæða hans sem nær að jafnaði 30 metra út frá miðlínu vegarins. Hluti veghelgunarsvæðis Arnarnesvegar er innan sveitarfélagsmarka Reykjavíkur, en stærsti hluti vegarins liggur innan sveitarfélagsmarka Kópavogs. Arnarnesvegur sem liggur innan marka skipulagssvæðisins er um 1,9 km að lengd og liggur frá suðausturhluta Leirdals að grænu opnu svæði norðan Breiðholtsbrautar. Á fundi skipulagsráðs 29. mars 2021 var framlögð lýsing samþykkt og að hún verði kynnt í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Kynningartíma lauk 25. maí 2021. Þá lagðar fram athugasemdir, ábendingar og umsagnir sem bárust á kynningartíma.
Lagt fram. Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

5.2003236 - Borgarlínan 1. lota. Vinnslutillaga að rammahluta Aðalskipulags Kópavogs 2019-2040.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu vinnslutillaga að rammahluta Aðalskipulags Kópavogs 2019-2040, Borgarlínan í Kópavogi dags. í janúar 2021. Viðfangsefni tillögunnar er nánari útfærsla fyrir Borgarlínuna í Kópavogi. Þar er lögð fram tillaga að legu, staðsetningu stöðva, áherslum á forgang og skipulag göturýmis. Jafnframt eru kynnt þau viðmið sem líta ber til við útfærslu Borgarlínunnar, hvort sem er í deiliskipulagi göturýmis eða hönnun innviða Borgarlínunnar. Rammahlutinn um 1. lotu Borgarlínunnar er ítarlegri stefna tillögu að Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 til að tryggja framfylgd meginmarkmiða skipulagsins um Borgarlínuna. Viðfangsefni tillögunnar eru liður í því að stuðla að framfylgd samgöngusáttmála ríkis- og sveitarfélaganna og tryggja framfylgd samgönguáætlunar 2020-2034. Kynning á vinnslutillögu að rammahluta er ætlað að tryggja að sjónarmið og ábendingar íbúa og hagaðila nýtist við mótun skipulagstillögu og hönnunarvinnu fyrir Borgarlínuna. Samhliða kynningu á vinnslutillögunni verða kynnt frumdrög 1. lotu Borgarlínunnar, Ártúnshöfði - Hamraborg dags. í janúar 2021. Frumdrögin eru fylgigögn til hliðsjónar vinnslutillögunni. Á fundi skipulagsráðs 18. janúar 2021 var afgreiðslu málsins frestað. Á fundi skipulagsráðs 1. febrúar 2021 var samþykkt að framlögð vinnslutillaga að rammahluta tillögu að Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040, Borgarlínan í Kópavogi, verði kynnt ítarlega fyrir íbúum Kópavogs og í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Kynningartíma lauk 31. maí 2021. Þá lagðar fram athugasemdir, ábendingar og umsagnir sem bárust á kynningartíma.
Lagt fram. Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

6.2011714 - Vatnsendahvarf. Deiliskipulagslýsing.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga skipulagsdeildar að deiliskipulagslýsingu með tilvísan til 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir nýtt deiliskipulag í Vatnsendahvarfi dags. 26. mars 2021. Á fundi skipulagsráðs 29. mars 2021 var framlögð lýsing samþykkt og að hún verði kynnt í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 13. apríl 2021 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest. Kynningartíma lauk 25. maí 2021. Þá lagðar fram athugasemdir, ábendingar og umsagnir sem bárust á kynningartíma.
Skipulagsráð samþykkir að á grundvelli framlagðrar skipulagslýsingar fyrir nýtt deiliskipulag í Vatnsendahvarfi og umsagna, athugasemda og ábendinga er fram komu á kynningartíma verði hafin vinna við gerð tillögu að deiliskipulagi fyrir umrætt svæði.

Almenn erindi

7.2105939 - Breikkun Suðurlandsvegar frá Fossvöllum að Lögbergsbrekku. Umsókn um framkvæmdarleyfi.

Lagt fram erindi Vegagerðarinnar dags. 27. maí 2021 þar sem sótt er um framkvæmdarleyfi fyrir breikkun Suðurlandsvegar frá Fossvöllum að Lögbergsbrekku.
Lagt fram. Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

8.2104325 - Nýbýlavegur 10. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Kristins Ragnarssonar arkitekts dags. 16. apríl 2021 fh. lóðarhafa Nýbýlavegar 10 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að byggingarreitur breytist lítillega og stækkar um 40 cm til suðurs og 60 cm til norðurs. Að öðru leiti er vísað í gildandi deiliskipulag Auðbrekku þróunarsvæðis, Nýbýlavegur 2-12 sem samþykkt var í bæjarstjórn 22. september 2020 og birt í b- deild stjórnartíðinda 4. desember 2020. Uppdráttur í mkv. 1:1000 dags. 19. apríl 2021. Á fundi skipulagsráðs 19. apríl 2021 samþykkti skipulagsráð með tilvísan í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Nýbýlavegar 10, 12, Auðbrekku 25 og Dalbrekku 30/Laufbrekku 30. Kynningartíma lauk 25. maí 2021. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartíma.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

9.21031048 - Þorrasalir 37. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Sigurðar Hallgrímssonar arkitekts dags. 26. mars 2021 fh. lóðarhafa Þorrasala 37. Í breytingunni felst að byggingarreitur þegar samþykktrar viðbyggingar stækkar um 22 m² og á suðurhlið hússins verði reist viðbygging á 1. hæð, samtals 18 m². Að auki er gert ráð fyrir nýju anddyri við hlið þess sem nú er, samtals um 15 m². Byggingarmagn eykst úr 392 m2 í 447 m2, nýtingarhlutfall fer úr 0,53 í 0,60. Uppdráttur í mkv.1:500 og 1:1000 dags. 26. mars 2021. Kynningartíma lauk 26. maí 2021. Ábendingar og athugasemdir bárust á kynningartíma.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Almenn erindi

10.2102309 - Hlaðbrekka 17. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Arnhildar Pálmadóttur arkitekts dags. 2. febrúar 2021 fh. lóðarhafa Hlaðbrekku 17. Á lóðinni stendur 144,9 m2 steinsteypt einbýlishús með áföstum bílskúr, byggt 1960. Óskað er eftir að koma fyrir annarri hæð á austari hluta hússins, samtals um 80 m2 og koma fyrir dvalarsvæði á hluta af núverandi þaki. Auk þess er óskað eftir að koma fyrir sólstofu á suðurhlið hússins þar sem nú er timburverönd. Samþykki aðliggjandi lóðarhafa liggur fyrir. Uppdráttur í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 2. febrúar 2021.
Kynningartíma lauk 1. júní 2021. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartíma.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Almenn erindi

11.2103699 - Fagrihjalli 11. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Jakobs Líndal arkitekts dags. 22. febrúar 2021 f.h. lóðarhafa Fagrahjalla 11 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi. Á lóðinni stendur 261,9 m² steinsteypt einbýlishús ásamt 67,9 m² bílskúr, byggt 1991. Í erindinu er óskað eftir að stækka byggingarreit kjallarans um 3,05 m. til suðurs, samtals um 36 m². Eftir breytingu verður stærð hússins 361,1 m² og nýtingarhlutfallið eykst úr 0,47 í 0,52. Uppdráttur í mkv. 1:250, 1:500 og 1:1000 dags. 22. febrúar 2021. Á fundi skipulagsráðs 29. mars 2021 var samþykkt með tilvísan í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Fagrahjalla 9, 13, Furuhjalla 10 og 12. Kynningartíma lauk 1. júní 2021. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartíma.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

12.2103759 - Hjóla- og göngustígar á sunnanverðu Kársnesi. Deiliskipulag.

Á fundi skipulagsráðs þann 19. apríl 2021 óskaði umhverfissvið heimildar skipulagsráðs til að hefja deiliskipulagsvinnu fyrir aðskilda hjóla- og göngustíg á sunnanverðu Kársnesi með tilvísan til 1.mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og í samræmi við stofnleiðanet hjólreiða á höfuðborgarsvæðinu.
Skipulagsráð samþykkti erindið. Í kjölfarið óskuðu íbúar á Sunnubraut 31, 35, 39 og 41 eftir fundi með fulltrúum frá umhverfissviði um fyrirhugaðar framkvæmdir. Þá lagðar fram athugasemdir ofangreindra íbúa við áformin dags. 1. júní 2021 ásamt fundargerð dags. 1. júní 2021.
Lagt fram.

Almenn erindi

13.2106063 - Lautasmári 8. Breytt Deiliskipulag. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Kára Ársælssonar fyrir hönd lóðarhafa Lautasmára 8. Breytingin felur í sér að breyta tveggja hæða íbúð í fjölbýlishúsi í tvær íbúðir. Skýringarmyndir ásamt fyrirspurn dags. 1. júní 2021.
Skipulagsráð lítur neikvætt á framlagða fyrirspurn.

Bergljót Kristinsdóttir, Einar Örn Þorvarðarson, Sigurbjörg Erla Egilsdóttir sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Almenn erindi

14.2106026 - Sæbólsbraut 34a. Viðbygging. Fyrirspurn

Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa Sæbólsbrautar 34A.
Á lóðinni er í dag steinsteypt einbýlishús byggt 1997 alls 311,1 m². Í fyrirspurninni er óskað eftir að byggja yfir núverandi svalir, alls 18,6 m². Nýtingarhlutfall eykst úr 0,40 í 0,42 við breytinguna. Uppdrættir í mkv. 1:50 dags. í janúar 1997.
Skipulagsráð lítur jákvætt á að framlögð fyrirspurn verði unnin áfram í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Almenn erindi

15.2106143 - Haukalind 6. Breytt aðkoma að bílastæði.

Lagt fram erindi lóðarhafa Haukalindar 6 dags. 2. júní 2021 þar sem óskað er eftir að taka niður kantstein og koma fyrir bílastæði á lóð. Samkvæmt mæliblaði dags. 28. júlí 1995 er gert ráð fyrir tveimur bílastæðum á lóðinni. Samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóðar liggur fyrir. Skýringarmyndir ásamt erindi dags. 1. júní 2021.
Skipulagsráð samþykkir erindið enda verði kostnaður greiddur af lóðarhafa. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

16.2103945 - Hraunbraut 14. Kynning á byggingarleyfi. Ósk um að fá samþykkt dvalarsvæði á þaki bílskúrs.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Luigi Bartolozzi arkitekts dags. 11. mars 2021 fh. lóðarhafa Hraunbrautar 14. Á lóðinni er steinsteypt þriggja hæða hús með þremur íbúðum og sambyggðum bílskúr, byggt 1968. Í erindinu er óskað eftir að breyta þaki bílskúrsins í dvalarsvæði og reisa handrið meðfram þakkanti. Samþykki meðeigenda og lóðarhafa aðliggjandi lóða varðandi breytingu á þaki bílskúrsins liggur fyrir. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 11. mars 2021. Kynningartíma lauk 10. maí sl., athugasemdir og ábendingar bárust. Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 4. júní 2021.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Kristinn D. Gissurarson situr hjá við afgreiðslu málsins.

Almenn erindi

17.2103140 - Birkigrund 57. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Hildar Bjarnadóttur arkitekts dags. 14. febrúar 2021 fh. lóðarhafa Birkigrundar 57. Í erindinu er óskað eftir að þegar framkvæmdar breytingar verði samþykktar auk þess að reisa 15,7 m2 viðbyggingu við efri hæð, ofan á svölum. Það sem hefur þegar verið framkvæmt er sólskáli á suðvesturhorni hússins, aflokuð geymsla undir svölum og útihurð komið fyrir á austurhlið þar sem áður var gluggi auk þess sem innra skipulagi hefur verið breytt. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 14. febrúar 2021. Kynningartíma lauk 7. maí 2021. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartíma. Á fundi skipulagsráðs 17. maí 2021 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar skipulagsdeildar. Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 04. júní 2021.
Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

18.2106157 - Skemmuvegur 2A, skrifstofur Byko. Breytt deiliskipulag

Lögð fram tillaga Jóhanns Sigurðssonar arkitekts dags. 20. maí 2021 fh. lóðarhafa, Byko og Norvik að breyttu deiliskipulagi við Skemmuveg 2-4.
Í breytingunni felst breytt afmörkun byggingarreits og aukning á byggingarmagni skrifstofuhúsnæðisins úr 2.450 m² í 3.450 m².
Byggingarmagn núverandi vöruafgreiðslu og afgreiðslu á 1. hæð verður óbreytt 6.547 m²
Við breytinguna verða bílastæði á svæðinu 627 talsins sem er fækkun um 8 stæði frá gildandi deiliskipulagi. Að öðru leyti er vísað í gildandi deiliskipulagsskilmála. Uppdrættir í mkv. 1:1.000 og 1:500 dags. 20. maí 2021.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

19.1610408 - Breytingar á bæjarmálasamþykkt

Lagt fram að nýju erindi frá fundi forsætisnefndar dags. 8 október 2020 þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsráðs um tillögu að breytingum á bæjarmálasamþykkt. Erindinu fylgja drög að tillögu breyttrar bæjarmálasamþykktar.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við tillögur frá forsætisnefnd um breytingar á bæjarmálasamþykkt.

Almenn erindi

20.2106215 - Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa Sigurbjörgu Erlu Egilsdóttur um girðingu við Fagrahjalla og Fífuhjalla.

Lögð fram fyrirspurn Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur bæjarfulltrúa um girðingu við Fagrahjalla og Fífuhjalla. Þá lagt fram minnisblað deildarstjóra gatnadeildar dags. 4. júní 2021 þar sem skýrt er frá forsendum málsins.
Lagt fram.

Almenn erindi

21.2106216 - Fundarstaður skipulagsráðs.

Lögð fram tillaga að breyttum fundarstað skipulagsráðs og að framvegis verði fastur fundarstaður skipulagsráðs í bæjarstjórnarsalnum við Hábraut 2.
Skipulagsráð samþykkir tillöguna.

Fundi slitið - kl. 18:00.