Lagt fram að nýju erindi Sigurðar Hafsteinssonar byggingartæknifræðings dags. 14. desember 2020 fh. lóðarhafa þar sem óskað er eftir að gera breytingu á samþykktum teikningum byggingarfulltrúa frá 27. september 2019 sem gera ráð fyrir að komið verði fyrir fjölbýlishúsi á lóðinni með sex íbúðum á þremur hæðum. Í framlögðum byggingaráformum felst að anddyri fyrstu hæðar stækkar og aðkoma breytist, hvor íbúð á fyrstu hæð mun stækka úr 120,7 m2 í 126,7 m2. Á annarri hæð hússins eru gerðar breytingar á innra skipulagi þannig að hvor íbúð stækkar úr 110,8 m2 í 115 m2. Á þriðju hæð er einnig breyting á innra skipulagi sem verður til þess að hvor íbúð um sig minnkar lítillega, var 111,8 m2 en verður 109 m2. Útveggir eru lítillega breyttir, komið fyrir innskoti á suðurhlið þar sem anddyri verður komið fyrir og gluggar breytast í samræmi við breytt innra skipulag auk þess sem fyrirkomulagi svala er breytt. Fyrirhuguð heildarstærð nýbyggingarinnar verður 690 m2. Uppdrættir í mvk. 1:50 og 1:100 dags. 14. desember 2020. Á fundi skipulagsráðs 15. febrúar 2021 var afgreiðslu málsins frestað.
Á fundi skipulagsráðs 1. mars 2021 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Álfhólsvegar 6, 6a, 8, 8a, 10, 10a, 12, 12a, 14, 14a, 16, 16a, 18, 18a, 19, 20, 20a, 21, 25 og 27, Löngubrekku 47 og Auðbrekku 12, 14, 16, 18 og 20. Kynningartíma lauk 30. apríl 2021. Engar ábendingar eða athugasemdir bárust á kynningartíma.
Einar Örn Þorvarðarson situr hjá við afgreiðslu málsins.