Skipulagsráð

94. fundur 15. mars 2021 kl. 15:30 - 17:47 í bæjarstjórnarsal
Fundinn sátu:
  • Helga Hauksdóttir formaður
  • J. Júlíus Hafstein aðalmaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Kristinn D Gissurarson aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Berglind Ósk Kjartansdóttir starfsmaður umhverfissviðs
  • Smári Magnús Smárason arkitekt
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
  • Bjarki Þórir Valberg starfsmaður umhverfissviðs
  • Bergljót Sigríður Einarsdóttir verkefnastjóri
  • Kristjana H Kristjánsdóttir verkefnastjóri
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri skipulags- umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Berglind Ósk Kjartansdóttir ritari
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2102023F - Bæjarráð - 3038. fundur frá 04.03.2021

1907192 - Kleifakór 2-4. Íbúðakjarni fyrir fatlaða.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

2007022 - Sunnubraut 6. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

1901481 - Aðalskipulag Kópavogs 2019-2040. Nýtt aðalskipulag fyrir lögsögu Kópavogsbæjar.Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Glaðheimar - vesturhluti. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.2102021F - Bæjarstjórn - 1233. fundur frá 09.03.2021

1907192 - Kleifakór 2-4. Íbúðakjarni fyrir fatlaða.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

2007022 - Sunnubraut 6. Kynning á byggingarleyfi.Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1901481 - Aðalskipulag Kópavogs 2019-2040. Nýtt aðalskipulag fyrir lögsögu Kópavogsbæjar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 9 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Ragnhildar Reynisdóttur.

1910462 - Glaðheimar - vesturhluti. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að afturkalla ákvörðun bæjarstjórnar frá 23. febrúar s.l. um breytt deiliskipulag Glaðheima vesturhluta og vísar málinu til nýrrar efnismeðferðar skipulagsdeildar.

Almenn erindi

3.2006460 - Lakheiði, Lækjarbotnar. Skógræktaráætlun 2020.

Lögð fram að nýju skógræktaráætlun Kópavogs. Á fundi skipulagsráðs 7. september 2020 kynnti Þórveig Jóhannsdóttir skógfræðingur hjá Skógræktarfélagi Íslands drög að skógræktaráætlun á svæði sem lengi hefur verið skilgreint skógræktar- og uppgræðslusvæði í Aðalskipulagi Kópavogs. Skipulagsráð samþykkti að framlögð skógræktaráætlun verði send hagsmunaaðilum til umsagnar. Á fundi skipulagsráðs 1. febrúar 2021 voru lagðar fram umsagnir frá Minjastofnun Íslands, Skógræktinni, Landgræðslunni, Forsætisráðuneytinu, Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands.
Þá lagt fram minnisblað garðyrkjustjóra dags. 10. mars 2021.
Skipulagsráð samþykkir tillögur að breytingum á skógræktaráætlun Kópavogs sem koma til móts við innsendar athugasemdir.

Gestir

  • Friðrik Baldursson - mæting: 15:30

Almenn erindi

4.2002203 - Hamraborg - miðbær. Fannborgarreitur og Traðarreitur vestur. Tillaga að breyttu aðalskipulagi.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga skipulags- og byggingardeildar að breyttu Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 á miðbæjarsvæði Hamraborgar. Fyrirhugað skipulagssvæði afmarkast af Vallartröð í austur, Digranesvegi í suður, Digranesvegi 1, Hálsatorgi og Hamraborg 8 í vestur og Hamraborg 10 til 38 (sléttar tölur) í norður. Í gildandi aðalskipulagi er landnotkun á umræddu svæði, sem er um 4,3 ha að flatarmáli, skilgreind sem miðbæjarsvæði fyrir íbúðir, verslun og þjónustu. Í fyrirhugaðri aðalskipulagsbreytingu verður landnotkun svæðisins áfram skilgreind sem miðbæjarsvæði auk þess sem það verður skilgreint sem nýtt þróunarsvæði (þéttingarsvæði). Jafnframt er talnagrunni aðalskipulagsins breytt. Í framlagðri tillögu er miðað við að núverandi byggingar á lóðunum Fannborg 2, 4 og 6 (gömlu bæjarskrifstofurnar) á reit B1-1 í rammahluta aðalskipulagsins verði rifnar og nýjar byggingar reistar í þeirra stað fyrir allt að 270 íbúðir ásamt verslun og þjónustu alls um 18.000 m2. Nýtingarhlutfall ofanjarðar er áætlað um 2,04 og með bílastæðakjallara um 3,56. Hámarksfjöldi bílastæða á reitnum er 1 bílastæði fyrir hverja íbúð og fyrir verslunar- og þjónustuhúsnæði er 1 bílstæði fyrir hverja 100 m2 verslunar og þjónustuhúsnæðis á reitnum. Lágmarksfjöldi reiðhjólastæða á reitnum er 2 reiðhjólastæði á íbúð og 1 reiðhjólastæði fyrir hverja 100 m2 verslunar- og þjónustuhúsnæðis. Heimild er fyrir allt að 200 bílastæðum fyrir verslun- og þjónustu og aðliggjandi byggð á skipulagssvæðinu á reitnum í bílakjallara. Í tillögunni er auk þess gert ráð fyrir breytingum á sk. Traðarreit - vestur, reit B4 í rammahluta aðalskipulagsins, þar sem núverandi íbúðarhús við Neðstutröð 2, 4, 6, 8 og Vallartröð 1, 3, 5 og 7 verði rifin og nýtt húsnæði byggð í þeirra stað fyrir allt að 280 íbúðir auk húsnæðis fyrir verslanir og þjónustu alls um 22.000 m2. Nýtingarhlutfall ofanjarðar er áætlað um 2,42 og með bílastæðakjallara um 3,90. Hámarksfjöldi bílastæða á reit B4 er 1.25 bílastæði fyrir hverja íbúð á reitnum. Hámarksfjöldi bílastæði fyrir verslunar- og þjónustuhúsnæði er 1 bílstæði fyrir hverja 75 m2 verslunar og þjónustuhúsnæðis á reitnum. Heimild er fyrir allt að 200 bílastæðum fyrir verslun- og þjónustu og aðliggjandi byggð á skipulagssvæðinu á reitnum í bílakjallara. Lágmarksfjöldi reiðhjólastæða á reitnum er 2 reiðhjólastæði á íbúð og 1 reiðhjólastæði fyrir hverja 75 m2 verslunar- og þjónustuhúsnæðis. Gert er ráð fyrir bílastæðum neðanjarðar. Ekki eru ráðgerðar breytingar við Hamraborg 10 til 38 (sléttar tölur), við Fannborg 1 til 9 (oddatölur) og Digranesvegi 5 og 7 þ.e. á reitum B1-3 og B2 í rammahluta aðalskipulagsins. Tillagan er sett fram í greinargerð þar sem m.a. er fjallað um núgildandi stefnu skipulagsins, tengsl við aðrar skipulagsáætlanir s.s. svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, forsendur og markmið fyrirhugaðra breytinga, umhverfisáhrif, samráð og kynningarferli. Er tillagan dags. Tillagan er sett fram í greinagerð dags. 11. ágúst 2020. Kynningartíma lauk 2. mars 2021. Þá lagðar fram athugasemdir og ábendingar sem bárust á kynningartímanum.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Almenn erindi

5.2002204 - Hamraborg - miðbær. Fannborgarreitur og Traðarreitur vestur. Tillaga að deiliskipulagi.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu deiliskipulagstillaga Pálmars Kristmundssonar, arkitekts dags. í október 2020 að deiliskipulagi fyrir Fannborgarreit og Traðarreit-vestur á miðbæjarsvæði Hamraborgar. Breytingin nær til svæðis sem afmarkast af Vallartröð til austurs, Digranesvegi til suðurs, Fannborg 8 til vestur og Hamraborg 10-38 til norðurs. (Reitir B1-1 og B1-3 og B4 í rammahluta Aðalskipulags Kópavogs 2012-2024). Stærð skipulagssvæðisins er um 4.3 ha að flatarmáli. 1) Á Fannborgarreit (á reit B1-1) standa nú þrjár byggingar fyrir atvinnuhúsnæði á 2, 3 og 4 hæðum (gömlu bæjarskrifstofurnar í Fannborg 2, 4 og 6) alls um 5300 m2 sem byggðar voru á árunum 1973-1979. Í tillögunni er gert ráð fyrir að þessar byggingar verði rifnar og nýtt húsnæði á 1-7 hæðum, með stöku byggingum sem eru 8 og 12 hæðir, rísi á svæðinu fyrir allt að 270 íbúðir ásamt verslun og þjónustu. Á jarðhæðum sem snúa að göngugötu (mannlífsás) sem mun verða milli fyrirhugaðra nýbygginga og núverandi íbúðarhúsa við Hamraborg 30-38 er gert ráð fyrir verslun og þjónustu. Áætlað heildar byggingarmagn verður um 18.000 m2 að samanlögðum gólffleti þar af 2000 m2 fyrir verslun og þjónustu. Hámarksnýtingarhlutfall er áætlað 2.04 án bílakjallara og 3.56 með bílastæðakjallara. Gert er ráð fyrir 1 bílastæði fyrir hverja íbúð og 1 bílastæði fyrir hverja 100 m2 í verslunar- og þjónustuhúsnæðis og að lágmarksfjöldi reiðhjólastæða er 2 reiðhjólastæði á íbúð og 1 reiðhjólastæði fyrir hverja 100 m2 verslunar- og þjónustuhúsnæðis. Heimild er fyrir allt að 200 bílastæðum fyrir verslun- og þjónustu og aðliggjandi byggð á skipulagssvæðinu á reitnum í bílakjallara. Gert er ráð fyrir bílastæðum neðanjarðar. Lóðarmörk og aðkoma breytast. 2) Á Traðarreit-vestur standa nú 8 byggingar á einni til þremur hæðum með samtals 13 íbúðum, þar af 2 atvinnuhúsnæði, sem byggð voru á árunum 1952-1958 alls um 3000 m2. Í tillögunni er gert ráð fyrir að þessar byggingar víki fyrir nýrri byggð á 1-7 hæðum fyrir allt að 280 íbúðir auk verslunar- og þjónustuhúsnæðis alls um 22.000 m2 að samanlögðum gólffleti þar af 1.000 m2 fyrir verslun og þjónustu. Hámarksnýtingarhlutfall er áætlað 2.42 án bílakjallara og 3.90 með bílastæða kjallara. Gert er ráð fyrir 1.25 bílastæði fyrir hverja íbúð og 1 bílstæði fyrir hverja 75 m2 verslunar og þjónustuhúsnæðis. Heimild er fyrir allt að 200 bílastæðum fyrir verslun- og þjónustu og aðliggjandi byggð á skipulagssvæðinu á reitnum í bílakjallara. Lágmarksfjöldi reiðhjólastæða á reitnum er 2 reiðhjólastæði á íbúð og 1 reiðhjólastæði fyrir hverja 75 m2 verslunar- og þjónustuhúsnæðis. Lóðarmörk og aðkoma breytast. 3) Gert er ráð fyrir göngugötu (mannlífsás) allt frá Vallartröð að Hálsatorgi fyrir verslunar- og þjónustuhúsnæði. Tillagan er sett fram á deiliskipulagsuppdrætti ásamt greinargerð, skýringarmyndum og skipulagsskilmálum í mkv. 1:1000 og í mkv. 1:500 dags. í október 2020. Sett fram tafla yfir fyrirhugað byggingarmagna, fjölda fermetra í íbúðum og í verslunar og þjónustu; fjöldi bílastæða og hjólastæða ásamt nýtingarhlutfalli. Jafnframt er lagt fram minnisblað frá Verkfræðistofunni Mannviti dags. 11. nóvember 2019 þar sem nánar er fjallað um möguleg umhverfisáhrif af fyrirhugaðri uppbyggingu ásamt minnisblaði VSÓ-ráðgjöfum dags 23. september 2019 þar sem fjallað er nánar um umferðargreiningu af fyrirhugaðri uppbyggingu. Lagt fram minnisblað frá Árkór varðandi bílstæðabókhald á miðbæjarsvæði dags. 14. október 2020. Lagt fram minnisblað frá Árkór varðandi fyrirkomulag bílastæða á framkvæmdatíma dags. 14.10.2020. Lagt fram minnisblað frá Árkór varðandi bílastæðabókhald á miðsvæði dags. 14.10.2020. Lagt fram minnisblað frá PK arkitektum varðandi bílakjallara dags. 15. október 2020. Lagt fram minnisblað frá PK arkitektum varðandi ramp dags. 15. október 2020. Lagt fram minnisblað frá PK arkitektum varðandi aðgengi á framkvæmdatíma dags. 15. október 2020. Lögð fram umsögn Isavia varðandi tillögu að breyttu aðal- og deiliskipulagi dags. 29. júní 2020. Kynningartíma lauk 2. mars 2021. Þá lagðar fram athugasemdir og ábendingar sem bárust á kynningartímanum.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Almenn erindi

6.2101820 - Viðhorfskönnun til uppbyggingar í Hamraborginni

Sigrún María Kristinsdóttir, verkefnastjóri íbúatengsla, greinir frá stöðu mála á viðhorfskönnun sem fyrirtækið Maskína tók að sér að vinna fyrir Kópavogsbæ.
Greint frá stöðu mála.

Gestir

  • Sigrún María Kristinsdóttir - mæting: 16:10

Almenn erindi

7.2011714 - Vatnsendahvarf. Deiliskipulag.

Með tilvísan í samþykkt skipulagsráðs 21. desember 2020 um að hafin yrði vinna við deiliskipulag í Vatnsendahvarfi eru lögð fram drög að deiliskipulagslýsingu fyrir umrætt svæði. Drögin eru dagsett 9. mars 2021.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

8.2102584 - Vallargerði 22. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Hrólfs Karls Cela arkitekts dags. 3. febrúar 2021 fh. lóðarhafa í Vallargerði 22. Á lóðinni er 113 m2 steinsteypt einbýlishús með sambyggðri 41,6 m2 bílgeymslu, byggt 1965. Óskað er eftir að reisa um 30 m2 viðbyggingu á suðurhlið hússins og koma þar fyrir herbergi ásamt baðherbergi. Uppdráttur í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 3. febrúar 2021. Á fundi skipulagsráðs 1. mars 2021 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Vallargerðis 20, 24, Melgerðis 19, 21, 23 og Kópavogsbrautar 58. Fyrir liggur undirritað samþykki lóðarhafa Vallargerðis 20, 24 og Melgerðis 19, 21, 23 fyrir breytingunni og því er kynningartími styttur.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

9.2103510 - Heiðarhjalli 41. Breytt deiliskipulag. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Sigríðar Arngrímsdóttur arkitekts f.h. lóðarhafa Heiðarhjalla 41 um breytt deiliskipulag á lóðinni. Lóðin er 1214 m2 að flatarmáli og er nýtingarhlutfall 0,14. Í breytingunni felst að lóðinni sem er 1214 m2 að flatarmáli verði skipt í tvær minni lóðir 737 m2 og 477 m2 að flatarmáli. Jafnframt er óskað eftir því að heimilt verði að reisa 182,4 m2 einbýlishús á minni lóðinni. Bílastæðum fjölgar úr þremur í fjögur. Við þetta eykst nýtingarhlutfall í 0,29. Uppdráttur í mkv. 1:500 dags. 2. mars 2021.
Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

10.2103180 - Haukalind 1-5. Breytt aðkoma að bílastæði.

Lagt fram erindi lóðarhafa Haukalindar 1-5 dags. 2. mars 2021 þar sem óskað er eftir að lækka kantsteinn á milli húsanna þriggja. Með breyttu fyrirkomulagi verður aðkoma að bílastæðum betri sbr. skýringarmyndir. Samþykki lóðarhafana í raðhúsalengjunni liggur fyrir.
Skipulagsráð samþykkir erindið enda verði kostnaður greiddur af lóðarhafa. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

11.2103140 - Birkigrund 57. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Hildar Bjarnadóttur arkitekts dags. 14. febrúar 2021 fh. lóðarhafa Birkigrundar 57. Í erindinu er óskað eftir að þegar framkvæmdar breytingar verði samþykktar auk þess að reisa 15,7 m2 viðbyggingu við efri hæð, ofan á sólskála. Það sem hefur þegar verið framkvæmt er sólskáli á suðvesturhorni hússins, aflokið geymsla undir svölum og útihurð komið fyrir á austurhlið þar sem áður var gluggi auk þess sem innra skipulagi hefur verið breytt. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 14. febrúar 2021.
Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

12.2102372 - Melgerði 11. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Hauks Ásgeirssonar byggingarverkfræðings dags. í janúar 2018 fh. lóðarhafa Melgerði 11 að breyttu fyrirkomulagi á lóðinni. Á lóðinni er steinsteypt 160 m2 einbýlishús á tveimur hæðum byggt 1954 auk 40,2 m2 bílgeymslu, byggðri 1972. Í erindinu er óskað eftir reisa viðbyggingu á tveimur hæðum við vesturhlið íbúðarhússins alls 131,3 m2 að stærð. Fyrirhugað er að í viðbyggingunni verði ein íbúð á tveimur hæðum. Jafnframt er bílastæðum á lóðinni fjölgað úr tveimur í fjögur. Byggingarmagn á lóðinni hækkar úr 202,2 m2 í 331,5 m2 við breytinguna og nýtingarhlutfall hækkar úr 0,26 í 0,46. Fjöldi íbúða eykst úr einni í tvær. Greinargerð og uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. í janúar 2018.
Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

13.2103155 - Endurnýjun á Kolviðarhólslínu 1. Tilkynning til ákvörðunar um matsskyldu.

Lagt fram erindi Skipulagsstofnunar dags. 21. janúar 2021 þar sem óskað er eftir umsögn vegna endurnýjunnar á Kolviðarhólslínu 1 milli tengivirkjanna á Kolviðarhól og Geitháls. Framkvæmd við fyrirhugaðar breytingar á Kolviðarhólslínu 1 er tilkynningarskyld til ákvörðunar um matsskyldu til Skipulagsstofnunar skv. flokki B, sbr. tl. 13.02 í 1. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Tillagan er sett fram í greinargerð sem unnin var af verkfræðistofunni Eflu, dags. í janúar 2021.
Lagt fram. Vísað til umsagnar umhverfissvið.

Önnur mál

14.2102875 - Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa Bergljótu Kristinsdóttur varðandi uppbyggingu á reit B1-1.

Lögð fram að nýju fyrirspurn bæjarfulltrúa Bergljótar Kristinsdóttur um tillögu að deiliskipulagi miðbæjar Kópavogs varðandi uppbyggingu á reit B1-1. Þá lagt fram minnisblað skipulagsdeildar dags. 10. mars 2021.


Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 17:47.