Skipulagsráð

93. fundur 01. mars 2021 kl. 15:30 - 18:55 í bæjarstjórnarsal
Fundinn sátu:
  • Helga Hauksdóttir formaður
  • J. Júlíus Hafstein aðalmaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Kristinn D Gissurarson aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Berglind Ósk Kjartansdóttir starfsmaður umhverfissviðs
  • Smári Magnús Smárason arkitekt
  • Auður Dagný Kristinsdóttir arkitekt
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
  • Bergljót Sigríður Einarsdóttir verkefnastjóri
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri skipulags- umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Berglind Ósk Kjartansdóttir ritari
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2102008F - Bæjarráð - 3036. fundur frá 18.02.2021

1910462 - Glaðheimar - vesturhluti. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

2007821 - Víðigrund 7. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

2010170 - Marbakkabraut 22. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

2101469 - Víðihvammur 20. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.2102003F - Bæjarstjórn - 1232. fundur frá 23.02.2021

1910462 - Glaðheimar - vesturhluti. Breytt deiliskipulag.Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsrráðs með 6 atkvæðum. Theodóra Þorsteinsdóttir og Einar Örn Þorvarðarson greiða atkvæði á móti. Bergljót Kristjánsdóttir, Pétur Hrafn Sigurðsson og Sigurbjörg Erla Egilsdóttir sátu hjá.

2007821 - Víðigrund 7. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsrráðs með 11 atkvæðum.

2010170 - Marbakkabraut 22. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsrráðs með 11 atkvæðum og hafnar erindinu.

2101469 - Víðihvammur 20. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsrráðs með 8 atkvæðum og hafnar erindinu.Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, Einar Örn Þorvarðarson og Theodóra S. Þorsteinsdóttir sátu hjá.

Almenn erindi

3.2102747 - Smárahvammsvegur. Götuskipulag.

Lögð fram og kynnt tillaga að breyttu skipulagi Smárahvammsvegar. Markmið tillögunnar eru að aðlaga götuna að umferðarmagni, auka umferðaröryggi, koma fyrir stofnstíg hjólreiða og aðlaga götumyndina og umhverfið að nýju skipulagi nálægra reita. Tillagan sem unnin er af VSÓ ráðgjöf er dags. í febrúar 2021.
Svanhildur Jónsdóttir umferðar- og samgönguverkfræðingur gerir grein fyrir tillögunni.
Lagt fram og kynnt.

Gestir

  • Svanhildur Jónsdóttir - mæting: 15:30
  • Orri Gunnarsson - mæting: 15:30

Almenn erindi

4.2102315 - Sunnusmári 1-17. Deiliskipulag, byggingaráform.

Með tilvísan í skipulagsskilmála fyrir Smárann vestan Reykjanesbrautar frá 25. nóvember 2016 kafla 4 um "Sérstöðu svæðisins og byggingaráform" er lögð fram tillaga Arkís arkitekta fh. lóðarhafa að byggingaráformum á reitum A08 og A09 (Sunnusmára 1-17) í 201 Smári. Samkvæmt framlögðum byggingaráformum er ráðgert að byggja á reitunum um 16.135 m2 auk niðurgrafinnar bílgeymslu fyrir 165 íbúðir. Tillagan er dags. í febrúar 2021. Á fundi skipulagsráðs 15. febrúar 2021 var málinu frestað. Tillagan lögð fram að nýju.
Skipulagsráð samþykkir framlögð byggingaráform.

Bergljót Kristinsdóttir, Sigurbjörg Erla Egilsdóttir og Einar Örn Þorvarðarson sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Almenn erindi

5.1907192 - Kleifakór 2-4. Íbúðakjarni fyrir fatlaða.

Lögð fram tillaga að breyttu deiliskipulagi AVH efh. fh. Kópavogsbæjar að sjö þjónustuíbúðum fyrir fatlaða við Kleifakór 2 og 4. Tillagan gerir ráð fyrir 15 bílastæðum og inngangi á austurhlið hússins og sólstofu á vesturhlið. Ofangreind tillaga að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar var forkynnt fyrir lóðarhöfum Kleifakórs 1-25 og þeim gefinn kostur á að koma á framfæri athugasemdum og ábendingum fyrir föstudaginn 18. september 2020. Þá eru framkomnar athugasemdir lagðar fram ásamt minnisblaði skipulagsdeildar dags. 23. febrúar 2021 um ferli málsins, fundargerð frá samráðsfundi dags. 11. febrúar 2020 og umsögn velferðarsviðs um starfsemi íbúðarkjarna dags. 11. ágúst 2020.
Skipulagsráð samþykkir að auglýsa framlagða tillögu í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

6.2102874 - Auðbrekka 9-11. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Jakobs Líndal arkitekts dags. 26. febrúar 2021 fh. lóðarhafa Auðbrekku 9-11 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi á lóðinni. Í breytingunni felst að atvinnuhúsnæði á neðstu hæð hússins verði skráð sem íbúðarhúsnæði. Gert er ráð fyrir að koma fyrir 9 stúdíóíbúðum í rýminu, hver um sig 46 m2 ásamt 17 m2 geymslulofti. Íbúðunum fylgja 11 bílastæði og eru þau öll innan lóðar. Að öðru leiti er vísað til gildandi deiliskipulagsskilmála.
Samþykki lóðarhafa í húsinu liggur fyrir. Uppdrættir í mkv. 1:1000 dags. 1. mars 2021.
Skipulagsráð samþykkir að framlögð tillaga verði grenndarkynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Auðbrekku 3a, 3-5, 7, 9-11, 13, 15, Dalbrekku 2, 4-6, 8, 10, 12 , 14 og Skeljabrekku 4.

Helga Hauksdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins.

Almenn erindi

7.2007022 - Sunnubraut 6. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Sigurðar Hallgrímssonar, arkitekts Arkþing/Nordic fh. lóðarhafa Sunnubrautar 6 með ósk um að reisa viðbyggingu og steypa svalir. Á lóðinni stendur steinsteypt hús, byggt 1963, samtals 209 m2. Viðbyggingin er fyrirhuguð á vesturhlið hússins, um 11,8 m2 að flatarmáli og byggðar verða 24,9 m2 svalir meðfram suðurhlið hússins með útgengi frá alrými. Uppdrættir í mvk. 1:100 og 1:500 dags. 14. september 2020. Á fundi skipulagsráðs 16. nóvember 2020 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Sunnubrautar 4, 8, Mánabrautar 5 og 7. Athugasemdafresti lauk 15. janúar 2021. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartíma. Þá lögð fram breytt tillaga dags. í febrúar 2021 þar sem komið er til móts við athugasemdir. Þá lagt fram minnisblað skipulagsdeildar dags. 25. febrúar 2021.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með áorðnum breytingum. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

8.2101714 - Álfhólsvegur 23. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju erindi Sigurðar Hafsteinssonar byggingartæknifræðings dags. 14. desember 2020 fh. lóðarhafa þar sem óskað er eftir að gera breytingu á samþykktum teikningum byggingarfulltrúa frá 27. september 2019 sem gera ráð fyrir að komið verði fyrir fjölbýlishúsi á lóðinni með sex íbúðum á þremur hæðum. Í framlögðum byggingaráformum felst að anddyri fyrstu hæðar stækkar og aðkoma breytist, hvor íbúð á fyrstu hæð mun stækka úr 120,7 m2 í 126,7 m2. Á annarri hæð hússins eru gerðar breytingar á innra skipulagi þannig að hvor íbúð stækkar úr 110,8 m2 í 115 m2. Á þriðju hæð er einnig breyting á innra skipulagi sem verður til þess að hvor íbúð um sig minnkar lítillega, var 111,8 m2 en verður 109 m2. Útveggir eru lítillega breyttir, komið fyrir innskoti á suðurhlið þar sem anddyri verður komið fyrir og gluggar breytast í samræmi við breytt innra skipulag auk þess sem fyrirkomulagi svala er breytt. Fyrirhuguð heildarstærð nýbyggingarinnar verður 690 m2. Uppdrættir í mvk. 1:50 og 1:100 dags. 14. desember 2020. Á fundi skipulagsráðs 15. febrúar 2021 var afgreiðslu málsins frestað.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Álfhólsvegar 6, 6a, 8, 8a, 10, 10a, 12, 12a, 14, 14a, 16, 16a, 18, 18a, 19, 20, 20a, 21, 25 og 27, Löngubrekku 47 og Auðbrekku 12, 14, 16, 18 og 20.

Bergljót Kristinsdóttir, Sigurbjörg Erla Egilsdóttir og Einar Örn Þorvarðarson sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Almenn erindi

9.2101741 - Álfhólsvegur 53. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Birgis Teitssonar arkitekts dags. 16. desember 2020 fh. lóðarhafa Álfhólsvegar 53. Óskað er eftir rífa skúr sem stendur á lóðinni og reisa samliggjandi bílgeymslu og vinnustofu, samtals 69,8 m2, við lóðarmörk Álfhólsvegar 51 og Löngubrekku 15. Undirritað samþykki lóðarhafa Álfhólsvegar 51, Löngubrekku 15, 15a og 17 liggur fyrir. Uppdráttur í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 16. desember 2020.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Álfhólsvegar 51, Löngubrekku 15, 15a, og 17.

Almenn erindi

10.2102585 - Kársnesbraut 59. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Sveins Ívarssonar arkitekts dags. 1. febrúar 2021 fh. lóðarhafa Kársnesbrautar 59. Á lóðinni stendur 133 m2 timburhús byggt 1962 auk 100 m2 bílskúrs sem byggður var síðar. Óskað er eftir að reisa 20,1 m2 garðstofu á suðurhlið hússins með útgengi út á pall við vesturhlið þess. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 1. febrúar 2021.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Kársnesbrautar 57, 61, Holtagerðis 6, 8 og 10.

Almenn erindi

11.2102370 - Kársnesbraut 106. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Sigurðar Hallgrímssonar arkitekts dags. 23. júní 2015 fh. lóðarhafa að Kársnesbraut 106. Í gildandi deiliskipulagi er leyfi fyrir 3 íbúðum á 1. hæð og 7 íbúðum á 2. hæð, samtals 10 íbúðir. Í erindinu er óskað eftir að breyta verslunarhúsnæði á 2. hæð í suðvestur enda hússins í tvær íbúðir, önnur íbúðin er um 60 m2 og hin 85 m2 og gengið inn frá Kársnesbraut í götuhæð. Gert er ráð fyrir þremur bílastæðum. Á sömu hæð eru þegar 7 íbúðir sem deila ekki sama inngangi og þær sem óskað er eftir núna. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 23. júní 2015.
Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

12.2102584 - Vallargerði 22. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Hrólfs Karls Cela arkitekts dags. 3. febrúar 2021 fh. lóðarhafa í Vallargerði 22. Á lóðinni er 113 m2 steinsteypt einbýlishús með sambyggðri 41,6 m2 bílgeymslu, byggt 1965. Óskað er eftir að reisa um 30 m2 viðbyggingu á suðurhlið hússins og koma þar fyrir herbergi ásamt baðherbergi. Uppdráttur í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 3. febrúar 2021.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Vallargerðis 20, 24, Melgerðis 19, 21, 23 og Kópavogsbrautar 58.

Almenn erindi

13.1901481 - Aðalskipulag Kópavogs 2019-2040. Nýtt aðalskipulag fyrir lögsögu Kópavogsbæjar.

Með tilvísan til samþykktar skipulagsráðs 30. nóvember 2020 er lögð fram að nýju tillaga að Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 ásamt umhverfismati. Í tillögunni er sett fram stefna sveitarstjórnar um landnotkun, byggðaþróun, byggðamynstur, samgöngu- og þjónustukerfi og umhverfismál innan lögsögu Kópavogs til ársins 2040. Tillagan er sett fram í greinargerð og á uppdrætti dags. 24. nóvember 2020 og uppfærð 26. febrúar 2021. Þá lögð fram umsögn Skipulagsstofnunar dags. 8. febrúar 2021 og minnisblað verkefnisstjóra Aðalskipulags dags. 26. febrúar 2021.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan til 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að vísa uppfærðri tillögu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar og að hún verði auglýst í samræmi við 31. gr. ofangreindra laga.

Almenn erindi

14.2006260 - Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030. Sérstök búsetuúrræði.

Lögð fram útskrift úr gerðabók skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur frá 3. febrúar 2021 varðandi Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, sértæk búsetuúrræði. Erindið var samþykkt með þeim breytingum sem koma fram í umsögn umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur dags. 1. febrúar 2021, sbr. 1. og 2. mgr. 32 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þá lögð fram Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur dags. 1. febrúar 2021.
Lagt fram.

Önnur mál

15.2102875 - Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa Bergljótu Kristinsdóttur varðandi uppbyggingu á reit B1-1.

Lögð fram fyrirspurn bæjarfulltrúa Bergljótar Kristinsdóttur um tillögu að deiliskipulagi miðbæjar Kópavogs varðandi uppbyggingu á reit B1-1.
Lagt fram. Vísað til umhverfissviðs til úrvinnslu.

Fundi slitið - kl. 18:55.