Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 18. desember 2020 þar sem fram kemur að stofnunin gerir athugasemd við að sveitarstjórn birti auglýsingu í B- deild Stjórnartíðinda um samþykktar deiliskipulagsbreytingar Glaðheima vesturhluta dags. 20. apríl 2020 og breytt 19. október 2020.
Tillagan sem samþykkt var á fundi bæjarstjórnar 27. október 2020 gerði ráð fyrir skipulagssvæði, 8.6 ha að flatarmáli sem afmarkaðist af veghelgunarsvæði Reykjanesbrautar til vesturs, fyrirhugaðri tengibraut sem liggur frá gatnamótum Bæjarlindar og Glaðheimavegar að Reykjanesbraut til norðurs, Álalind 1-3 og athafnasvæði við Askalind og Akralind til austurs og veghelgunarsvæði Arnarnesvegar til suðurs. Í gildandi deiliskipulagi frá 2009 er gert ráð fyrir verslun- og þjónustuhúsnæði á umræddu svæði samtals um 88.000 m2 ofanjarðar.
Á fundi skipulagsráðs 4. maí 2020 var samþykkt að framlögð tillaga verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 9. júní 2020 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest. Kynningartíma lauk 19. ágúst 2020. Ábendingar og athugasemdir bárust á kynningartímanum.
Á fundi skipulagsráðs 7. september 2020 var erindinu frestað og vísað til umsagnar skipulags-og byggingardeildar.
Komið var til móts við athugasemdir og ábendingar sem bárust á kynningartíma og tillagan lögð fram að nýju með þeirri breytingu að turn á norðvestur hluta deiliskipulagssvæðisins er lækkaður úr 25 hæðum sbr. kynnt tillaga í 15 hæðir og dregið er úr byggingarmagni atvinnuhúsnæðis á svæðinu sem því nemur. Jafnframt er byggingarreitur við húsagötu B nr. 7 færður lítillega til suðurs vegna athugasemdar frá Veitum. Hin breytta tillaga er dagsett 19. október 2020.
Nánar felst því í tillögunni að breyttu deiliskipulagi fyrir vesturhluta Glaðheima (reit 1) að fyrirhugaðri byggð á hluta deiliskipulagssvæðisins er breytt úr atvinnuhúsnæði á 5-8 hæðum í 5 fjölbýlishús, 5-12 hæðir með um 270 íbúðum, leikskóla og opins svæðis. Auk þess er gert ráð fyrir að lega tengibrautar í framhaldi af núverandi Glaðheimavegi að Arnarnesvegi breytist. Vestan og norðar fyrirhugaðs Glaðheimavegar að Reykjanesbraut er gert ráð fyrir 12 lóðum fyrir verslun og þjónustuhúsnæði á 3, 4 og 5 hæðum en nyrst á svæðinu, næst Bæjarlind er gert ráð fyrir 15 hæða verslunar- og þjónustuhúsnæði í stað 32 hæða byggingar eins og ráðgerð er í gildandi deiliskipulagi. Byggingarreitir, lóðir og lóðastærðir verslunar- þjónustu og athafnahúsa breytast sem og aðkoma og fjöldi bílastæða. Heildarstærð atvinnuhúsnæði með kjallara og bílageymslum breytist frá auglýstri tillögu dags. 20. apríl 2020 og er áætluð um 85.000 m2 og heildarstærð íbúðarhúsnæðis með kjallara og bílageymslum er áætluð um 37.000 m2. Stærð leikskóla er áætluð 1.500 m2. Heildar byggingarmagn á deiliskipulagssvæðinu er því áætlað um 123.000 m2 þar af um 75.000 m2 ofanjarðar. Nýtingarhlutfall deiliskipulagssvæðisins miðað við heildarbyggingarmagn er áætlað um 1.45 og 0.9 án geymslna og bílakjallara neðanjarðar. Gert er ráð fyrir einu stæði á hverja 35 m2 í verslun og þjónustu, einu stæði á hverja 50-60 m2 í skrifstofu- og atvinnuhúsnæði og einu stæði á hverja 100 m2 í geymslu - og kjallararými. Reikna skal með 1,3 stæði á hverja íbúð. Miðað við 2,7 íbúa á íbúð er áætlað að á svæðinu verði um 730 íbúar.
Í framangreindu bréfi Skipulagsstofnunar dags. 18. desember 2020 er talið að tillaga að breyttu deiliskipulagi Glaðheima vesturhluta sé ekki í samræmi við gildandi Aðalskipulags Kópavogs 2012 til 2024 hvað varðar fjölda íbúða.
Þá lögð fram að nýju breytt tilaga skipulagsdeildar dags. 20. apríl 2020 og breytt 19. október 2020 og 15. febrúar 2021 þar sem fjöldi íbúða fer úr 270 í 242 og heildarfjöldi íbúa fer úr 730 í 654. Þar með dregur úr umferðarþunga og sólarhrings umferð fer úr 17.000 bílum í 16.675
Uppdrættir í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð, skýringarmyndum, skipulagsskilmálum dags. 20. apríl 2020 og breytt 19. október 2020 og breytt 15. febrúar 2021 ásamt skýringarhefti B dags. 20. apríl 2020. Með tillögunni fylgir minnisblað verkfræðistofunnar Mannvits um umhverfismat og hljóðskýrsla dags. 20. apríl 2020 sem og uppfært minnisblað Mannvits dags. 17. október 2020 þar sem rakin eru áhrif ofangreindra breytinga á tillögunni á nágrennið. Þá lög fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags 17. október 2020 og breytt 15. febrúar 2021.