Lagt fram að lokinni kynningu erindi Erlends Birgissonar verkfræðings dags. í september 2020 fh. lóðarhafa Marbakkabrautar 22. Óskað er eftir að hækka þak á stofu á efri hæð hússins til norðurs, setja nýja hurð á norðvestur hluta byggingar á 1. hæð og byggja nýtt anddyri við inngang hússins. Við þetta stækkar húsið um 21,8 m2, fer úr 316 m2 og verður eftir breytingu 337,8 m2. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. í september 2020. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsstjóra 12. október 2020 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagt erindi fyrir lóðarhöfum Marbakkabrautar 12, 14, 16, 18, 20 og 24. Kynningartíma lauk 26. nóvember 2020. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartíma. Á fundi skipulagsráðs 7. desember 2020 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 21. desember 2020.