Skipulagsráð

89. fundur 21. desember 2020 kl. 16:30 - 18:15 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
  • Helga Hauksdóttir formaður
  • J. Júlíus Hafstein aðalmaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Kristinn D Gissurarson aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Berglind Ósk Kjartansdóttir starfsmaður umhverfissviðs
  • Smári Magnús Smárason arkitekt
  • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
  • Auður Dagný Kristinsdóttir arkitekt
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
  • Bergljót Sigríður Einarsdóttir verkefnastjóri
  • Kristjana H Kristjánsdóttir verkefnastjóri
  • Hildur Inga Rós Raffnsöe starfsmaður umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Berglind Ósk Kjartansdóttir ritari
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2011017F - Bæjarstjórn - 1227. fundur frá 08.12.2020

1901481 - Aðalskipulag Kópavogs 2019-2040. Tillaga.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 10 atkvæðum.

2011504 - Nónhæð. Nónsmári 1-7 og 9-15. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 9 atkvæðum og hjásetu Péturs H. Sigurðssonar.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.2012002F - Bæjarráð - 3027. fundur frá 10.12.2020

2007804 - Víðigrund 21. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

2007805 - Víðigrund 35. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

2009017 - Bollasmári 6. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

2009375 - Reynihvammur 5. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

2010120 - Gulaþing 23. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

2012041 - Hraunbraut 14. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Almenn erindi

3.2006230 - Hlíðarvegur 63. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Ólafs Tage Bjarnasonar byggingarfræðings, dags. 7. ágúst 2020, fh. lóðarhafa Hlíðarvegar 63. Óskað er eftir að reisa stakstæða bílgeymslu á austurhlið lóðarinnar, við lóðarmörk. Bílgeymslan er samtals 91,3 m2 og hæð hennar er 4,9 m. Íbúðarhúsið á lóðinni er með innbyggða bílgeymslu. Samþykki lóðarhafa nr. 61 og 65 við Hlíðarveg liggur fyrir sbr. erindi dags. 25. maí 2020. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 7. ágúst 2020. Kynningartíma lauk 23. október 2020. Ábending barst á kynningartímanum. Á fundi skipulagsráðs 2. nóvember 2020 var afgreiðslu málsins frestað og vísað í umsögn skipulags- og byggingardeildar. Þá lagt fram nýtt lóðarblað, dags. í nóvember 2020 og uppfærðar teikningar hönnuðar þar sem komið er til móts við innsenda athugasemd um hæðasetningu byggingar.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

4.2009186 - Brekkuhvarf 1A-1G. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Kristins Ragnarssonar arkitekts, dags. 19. ágúst 2020 fh. lóðarhafa Brekkuhvarfs 1a-1g að breytt deiliskipulagi. Fyrirhugað er að reisa 3 parhús á tveimur hæðum á lóðinni eins og gildandi deiliskipulag segir til um. Í tillögunni er gert ráð fyrir að færa byggingarreiti til norðvesturs þ.e. fjær Fornahvarfi, minnka sameiginleg umferðarsvæði og breyta hæðarsetningu húsa til þess að jafna hæðamun á milli þeirra. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:500 ásamt skýringarmyndum dags. 30. september 2020. Á fundi skipulagsráðs 19. október 2020 var samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Brekkuhvarfs 2,3 og 4. Kynningartíma lauk 2. desember 2020. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartíma frá lóðarhöfum Brekkuhvarfs 3 sbr. erindi dags. 30. nóvember 2020. Á fundi skipulagsráðs 7. desember 2020 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.
Þá lögð fram ný og breytt tillaga að deiliskipulagi Brekkuhvarfs 1a-1g dags. 14. desember 2020. Í tillögunni er tekið tillit til framkominna athugasemda aðliggjandi lóðarhafa að Brekkuhvarfi 3 á þann hátt að hæðasetning fyrirhugaðra húsa hefur verið færð á ný í það horf sem fram kemur í gildandi deiliskipulagi. Þá lagt fram undirritað samþykki lóðarhafa Brekkuhvarfs 3 fyrir ofangreindri breytingu dags. 17. desember 2020.
Skipulagsráð samþykkir erindið með áorðnum breytingum. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

5.2010170 - Marbakkabraut 22. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að lokinni kynningu erindi Erlends Birgissonar verkfræðings dags. í september 2020 fh. lóðarhafa Marbakkabrautar 22. Óskað er eftir að hækka þak á stofu á efri hæð hússins til norðurs, setja nýja hurð á norðvestur hluta byggingar á 1. hæð og byggja nýtt anddyri við inngang hússins. Við þetta stækkar húsið um 21,8 m2, fer úr 316 m2 og verður eftir breytingu 337,8 m2. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. í september 2020. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsstjóra 12. október 2020 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagt erindi fyrir lóðarhöfum Marbakkabrautar 12, 14, 16, 18, 20 og 24. Kynningartíma lauk 26. nóvember 2020. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartíma. Á fundi skipulagsráðs 7. desember 2020 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 21. desember 2020.
Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

6.18061057 - Fífuhvammur 9. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju erindi Svövu Jónsdóttur arkitekts dags. 20. júní 2018 fyrir hönd lóðarhafa Fífuhvamms 9 þar sem óskað er eftir að hækka útveggi til norðurs og suðurs þannig að þakhalli minnkar niður 14° og bæta við gluggum auk breytinga á innra skipulagi. Á fundi skipulagsráðs 16. júlí 2018 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Fífuhvammi 7, 11, Víðihvammi 2, 4, Lindarhvammi 3. Athugasemdafresti lauk 10. september 2018. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Erindið er lagt fram að nýju þar sem byggingarleyfið er útrunnið.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu að nýju fyrir lóðarhöfum Fífuhvamms 7 og 11, Víðihvamms 2 og 4 og Lindarhvamms 3.

Almenn erindi

7.2011397 - Geirland. Beiðni um að reisa vélaskemmu.

Lagt fram erindi Dagnýjar Bjarnadóttur landslagsarkitekts fh. lóðarhafa er varðar breytt fyrirkomulag á lóðinni. Óskað er heimildar til að reisa vélaskemmu í landi Geirlands á núverandi malarplani. Fyrirhuguð bygging er ráðgerð 18m á breitt og 35m á lengd, samtals 630 m2 að flatarmáli. Gert er ráð fyrir að vegghæð verði 5m og mænishæð 8m. Erindinu fylgir uppdráttur í mkv. 1:1000 dags. 10.11.2020 og greinargerð.
Skipulagsráð hafnar erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

8.2012070 - Naustavör 13, 52-58 og 60-68. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar dags. 21. desember 2020 að breyttu deiliskipulagi Naustavarar 13, 52-58 og 60-66. Skipulagsleg rök fyrir breytingunni eru að vegna hæðarlegu húsagötunnar Naustavarar sem liggur frá hringtogi við Vesturvör að lóðarmörkum Naustavarar 52 til 58 er ekki hægt að koma fyrirhuguðum bílastæðum og stoðveggjum fyrir án þess að færa þau til vesturs, fjær veginum.
Tillaga að breyttu deiliskipulagi fyrir Naustavör 13.
Aðkoma og staðsetning bílastæða breytist lítillega.
Tillaga að breyttu deiliskipulagi fyrir Naustavör 52 til 58.
Í breytingunni felst að lóðamörk breytast og stækka til vesturs um 150 m2 en minnka til norðurs um 10 m2. Lóðamörk bílastæða sem tilheyra húsinu stækka úr 325 m2 í 505 m2. Heildarstærð lóðar verður óbreytt 4.365. Aðkoma og staðsetning bílastæða breytist.
Tillaga að breyttu deiliskipulagi fyrir Naustavör 60 til 68.
Í breytingunni felst að lóðamörk breytast og stækka til vesturs um 360 m2 og til austurs og norðurs um 180 m2 en minnka til suðurs um 1.550 m2 og verður stærð lóðar 6.642 m2 eftir breyting. Aðkoma og staðsetning bílastæða breytist.
Byggingarreitur minnkar um 1 m til austurs en minnkar um 1 m til vesturs og færist til norðvestur um 4.6 metra.
Ekki er talið að ofangreindar breytingar hafi áhrif á umhverfið þar sem ekki er verið að fjölga íbúðum eða auka byggingarmagn.
Almennt er vísað er í skilmála og deiliskipulagsuppdrátt, Bryggjuhverfi í Kópavogi, samþykkt í bæjarstjórn 22. mars 2005 m.s.br. birt í B- deild Stjórnartíðinda 5. júní 2019 nr. 537. Breytingin tekur aðeins til lóðanna 13, 52-58 og 60-66 (áður 76 til 84)við Naustavör. Breytingin er í samræmi við Aðalskipulagi Kópavogs 2012- 2024 og markmið sem þar koma fram um íbúðabyggð.
Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:1000 (A2) dags. 21. desember 2020 ásamt greinargerð og skýringarmyndum.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með tilvísan í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

9.2011714 - Vatnsendahvarf. Deiliskipulag.

Lögð fram forsögn að deiliskipulagi í Vatnsendahvarfi.
Skipulagsráð samþykkir að hafin verði vinna við deiliskipulag í Vatnsendahvarfi.

Almenn erindi

10.2009744 - Bakkavör 2-4, Bryggjuvör 1, 2, 3 og Þinghólsbraut 77-79. Reitur-13.

Lögð fram tillaga Atelier arkitekta fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi lóða við Bakkabraut 2-4 og Bryggjuvör 1-3 og Þinghólsbraut 77-79. Svæði 13 á þróunarsvæði á Kársnesi ÞR-1. Í tillögunni er gert ráð fyrir að núverandi atvinnuhúsnæði á lóðunum víki og íbúðarhús rísi í þess stað. Skipulagssvæðið afmarkast af lóðamörkum Þinghólsbrautar í austur, að Borgarholtsbraut í norðri, Bakkabraut til vesturs og göngustíg í suðri. Gert er ráð fyrir að heildarfjöldi íbúða verði 160, á 2-5 hæðum þar sem 5. hæðin verður inndregin. Gert er ráð fyrir 1,35 bílastæðum pr. íbúð og að u.þ.b. 90% þeirra verði í innbyggðum og niðurgröfnum bílageymslum. Fyrirhugað er að heildarbyggingarmagn á svæðinu verði 18.950 m2 ofanjarðar og 2.800 m2 neðanjarðar (A-rými), 24.730 m2 ofanjarðar og 5.700 m2 neðanjarðar (A og B-rými). Fyrirhugað breytt nýtingarhlutfall á svæðinu er ráðgert 1,77 ofanjarðar og 2,18 ofanjarðar og neðanjarðar samanlagt. Uppdrættir í mælikvarða 1:1000 og 1:500 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 27. nóvember 2020.
Greint frá stöðu mála varðandi deiliskipulagsvinnuna og samráð við lóðarhafa á aðliggjandi lóðum.

Önnur mál

11.2012399 - Tillaga að breyttum fundartíma skipulagsáðs.

Lögð fram tillaga að breyttri tímasetningu funda skipulagsráðs árið 2021.
Lagt fram. Umræður.

Fundi slitið - kl. 18:15.