Lagt fram að nýju ð lokinni kynningu erindi Ingunnar Hafstað arkitekts, dags. 25. september 2020, fh. lóðarhafa Víðigrundar 35 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi. Í gildandi deiliskipulagi lóðarinnar frá október 2017 er gert ráð fyrir að reisa bílgeymslu og tengibyggingu við húsið, samtals 57 m2. Í breytingunni felst að undir bílgeymsluna verður komið fyrir kjallararými sem tengist núverandi kjallara hússins. Auk þess verður komið fyrir anddyri sem tengir íbúðarhúsið við bílgeymsluna svo rýmið verður innangengt bæði frá kjallara og aðalhæð, heildar fermetrafjöldi bílgeymslu og kjallararýmis verður 95 m2. Gert er ráð fyrir útidyrahurð frá kjallara á suðurhlið hússins og tröppum upp, tröppurnar liggja 2,5 m. frá lóðarmörkum. Íbúðarhúsið að Víðigrund 35 er skráð 280,1 m2 og eftir breytingu verður íbúðarhúsið ásamt bílskúr, anddyri og kjallara 371, m2. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:200 dags. 25. september 2020. Á fundi skipulagsráðs 5. október 2020 var samþykkt með tilvísan í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Víðigrundar 19, 21, 31, 33, 35, 37 og 39. Kynningartíma lauk 2. desember 2020 Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartímanum.