Lagt fram minnisblað skipulags- og byggingardeildar þar sem fram koma ábendingar, tillögur á sameiginlegum fundi skipulagsráðs og bæjarfulltrúar 18. nóvember 2020 og úrvinnsla þeirra sem færðar hafa verið inn í tillögu að nýju aðalskipulagi bæjarins. Einnig lögð fram fundargerð umhverfis- og samgöngunefndar frá 24. nóvember 2020.
Með tilvísan til samþykktar skipulagsráðs 7. september 2020 er lögð fram tillaga að Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 ásamt umhverfismati. Í tillögunni er sett fram stefna sveitarstjórnar um landnotkun, byggðaþróun, byggðamynstur, samgöngu- og þjónustukerfi og umhverfismál innan lögsögu Kópavogs til ársins 2040. Tillagan er sett fram í greinargerð og á uppdrætti dags. 24. nóvember 2020. Ennfremur er lagt fram umhverfismat aðalskipulagsins unnið af verkfræðistofunni Mannviti, umhverfisskýrsla dags. í nóvember 2020. Matið er unnið í samræmi við lög nr. 105 frá 2006 en markmið laganna er að stuðla að sjálfbærri þróun og draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum og jafnframt stuðla að því að við áætlanagerð sé tekið tillit til umhverfissjónarmiða.
123/2010 að vísa tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar og að
hún verði auglýst í samræmi við 31. gr. ofangreindra laga.