Skipulagsráð

86. fundur 16. nóvember 2020 kl. 16:30 - 20:13 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
  • Helga Hauksdóttir formaður
  • J. Júlíus Hafstein aðalmaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Kristinn D Gissurarson aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Berglind Ósk Kjartansdóttir starfsmaður umhverfissviðs
  • Smári Magnús Smárason arkitekt
  • Auður Dagný Kristinsdóttir arkitekt
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
  • Bergljót Sigríður Einarsdóttir verkefnastjóri
  • Hildur Inga Rós Raffnsöe starfsmaður umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Berglind Ósk Kjartansdóttir ritari
Dagskrá

Almenn erindi

1.2011268 - Nónhæð. Nónsmári 1-7 og 9-15. Byggingaráform.

Með tilvísan í deiliskipulagsskilmála á kolli Nónhæðar kafla 4 er lögð fram fh. lóðarhafa tillaga Basalt arkitekta að byggingaráformum við Nónsmára 1-7 og 9-15 (lóðir B og C), uppdrættir ásamt skýringarmyndum dags. í nóvember 2020. Hrólfur Karl Cela, arkitekt gerir grein fyrir tillögunni.
Afgreiðslu frestað.

Gestir

  • Hrólfur Karl Cela - mæting: 16:30

Almenn erindi

2.2010691 - Skógarlind 1. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga Zeppilín arkitekta að breyttu deiliskipulagi við Skógarlind 1. Í breytingunni felst að að byggingarreitur breytist og hann breikkar um 1 m, þ.e. úr 32 m í 33 m. Í stað 3 og 4 hæða byggingar auk kjallara eins og fram kemur í gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir að byggja 4 hæða byggingu auk kjallara. Hámarkshæð fyrirhugaðrar byggingar er óbreytt 41.0 m h.y.s. Heildarbyggingar-magn á lóð er jafnframt óbreytt miðað við gildandi deiliskipulag 12.200 m2. Gert er ráð fyrir um 350 bílastæðum á lóð þar af um 185 stæði í kjallara.Stærð bílakjallarans er áætluð 5.500 m2. Byggingarreitur bílastæðakjallara kemur fram á deiliskipulags-uppdrætti. Miðað er við 35 m2 húsnæðis á hvert bílastæði á lóð. Í tillögunni er gert ráð fyrir 60 hjólastæðum á jarðhæð hússins eða í sérstökum hjólaskýlum á lóð. Að öðru leyti gildir deiliskipulag af svæðinu Skógarlind - Lindir IV frá janúar 2007 með síðari breytingum.
Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 11. nóvember 2020.
Skipulagsráð samþykkir að auglýsa framlagða tillögu í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Gestir

  • Orri Árnason - mæting: 17:20

Almenn erindi

3.2010653 - Melahvarf, Dimmuhvarf. Upphaf framkvæmda við lagningu stíga og að opnu svæði skv. bréfi.

Lagt fram erindi íbúa við Melahvarf og Dimmuhvarf dags. 25. október 2020 varðandi framkvæmdir á opnu svæði milli Dimmuhvarfs og Melahvarfs. Enn fremur lagt fram deiliskipulag svæðisins. Greint frá stöðu mála.
Greint frá stöðu mála.

Gestir

  • Birkir Rútsson - mæting: 18:05

Almenn erindi

4.2007022 - Sunnubraut 6. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Sigurðar Hallgrímssonar, arkitekts Arkþing/Nordic fh. lóðarhafa Sunnubrautar 6 með ósk um að reisa viðbyggingu og steypa svalir. Á lóðinni stendur steinsteypt hús, byggt 1963, samtals 209 m2. Viðbyggingin er fyrirhuguð á vesturhlið hússins, um 11,8 m2 að flatarmáli og byggðar verða 24,9 m2 svalir meðfram suðurhlið hússins með útgengi frá alrými. Uppdrættir í mvk. 1:100 og 1:500 dags. 14. september 2020.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Sunnubrautar 4, 8, Mánabrautar 5 og 7.

Almenn erindi

5.2010274 - Kópavogsbraut 65. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Jakobs Líndals arkitekts dags. 12. október 2020 fh. lóðarhafa Kópavogsbrautar 65 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi. Á lóðinni stendur steinsteypt 236 m2 einbýlishús byggt 1972 auk 112 m2 bílskúrs. Óskað er eftir að fá samþykkta auka íbúð í húsinu á sér fastanúmeri, samtals um 63 m2 að stærð. Fyrirhuguð íbúð er inngrafin til norðurs og hefur gluggahliðar til suðurs og austurs. Eftir breytingu verða tvær íbúðir í húsinu, önnur 175 m2 og hin 63 m2. Gert er ráð fyrir 5 bílastæðum innan lóðar. Ekki er fyrirhugað að stækka hús eða auka nýtingu lóðar. Uppdráttur í mkv. 1:1000 dags. 12. október 2020.
Erindi hafnað. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir og Einar Örn Þorvarðarson sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Almenn erindi

6.2011091 - Vatnsendablettur 1b. Ósk um breytingu á aðalskipulagi.

Lagt fram erindi Jakobssona ehf. dags. 3. nóvember 2020 þar sem óskað er eftir breytingu á landnotkun Vatnsendabletts 1b sem er 7.088 m2 að flatarmáli. Samkvæmt aðalskipulagi Kópavogs er landið skilgreint sem opið óbyggt svæði en óskað er eftir að Kópavogsbær samþykki að breyta landnotkun á svæðinu þannig að þar verði heimilt að byggja 7 íbúðarhús.
Afgreiðslu frestað. Skipulagsráð óskar umsagnar bæjarlögmanns.

Almenn erindi

7.2011131 - Álfhólsvegur 23. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Sigurðar Hallgrímssonar byggingatæknifræðings dags. 4. nóvember 2020 fh. lóðarhafa þar sem óskað er eftir að gera breytingu á samþykktum teikningum byggingarfulltrúa frá 27. september 2019. Í framlögðum byggingaráformum felst að anddyri fyrstu hæðar stækkar og breytir aðkomunni, hvor íbúð mun stækka úr 120,7 m2 í 126,7 m2. Á annarri hæð hússins eru gerðar breytingar á innra skipulagi þannig að hvor íbúð stækkar úr 110,8 m2 í 115 m2. Á þriðju hæð er einnig breyting á innra skipulagi sem verður til þess að hvor íbúð um sig minnkar lítillega, var 111,8 m2 en verður 109 m2. Útveggir haldast óbreyttir fyrir utan innskotið á suðurhlið þar sem anddyri verður komið fyrir. Gluggar breytast í samræmi við breytt innra skipulag. Uppdrættir í mvk. 1:50 og 1:100 dags. 4. nóvember 2020.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Álfhólsvegar 6, 6a, 8, 8a, 10, 10a, 12, 12a, 14, 14a, 16, 16a, 18, 18a, 19, 20, 20a, 21, 25 og 27, Löngubrekku 47 og Auðbrekku 12, 14, 16, 18 og 20.

Almenn erindi

8.2005566 - Hljóðalind 9. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Auðuns Elíssonar byggingafræðings dags. 20. apríl 2020 fh. lóðarhafa Hljóðalind 9 með ósk um breytt deiliskipulag. Í breytingunni felst að reisa 12 m2 viðbyggingu á vesturgafl hússins. Uppdráttur í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 20. apríl 2020. Á fundi skipulagsráðs 18. maí 2020 var samþykkt að framlögð tillaga verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Hljóðalindar 7, 8, 10, 11, 12, 13 Heimalindar 8 og 10. Kynningartíma lauk 7. október 2020. Ábendingar og athugasemdir bárust á kynningartíma. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsstjóra 12. október 2020 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 2. nóvember 2020. Á fundi skipulagsráðs 2. nóvember 2020 var afgreiðslu málsins frestað.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins.

Almenn erindi

9.2011188 - Mánalind 8. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Arnars Þórs Jónssonar arkitekts dags. 28. október 2020 fh. lóðarhafa Mánalindar 8 með ósk um breytingu á deiliskipulagi. Á lóðinni stendur 212,8 m2 steinsteypt einbýlishús, byggt 1999. Í breytingunni felst að reisa viðbyggingu á vesturhlið hússins, samtals 60,3 m2. Stækkunin á við um anddyri og bílskúr ásamt hluta af óútgröfnu rými á jarðhæð. Byggt verður yfir svalir og rýmið sem áður voru svalir verða hluti af stofu á efri hæð hússins. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:200 dags. 28. október 2020.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 2. gr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Mánalindar 6, 9, 10, 11, 12, 13, 15, 17, 19, Laxalindar 5, 7 og 9.

Almenn erindi

10.2011200 - Múlalind 3. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Stefáns Ingólfssonar arkitekts dags. 19. október 2020 fh. lóðarhafa Múlalindar 3 með ósk um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að rými undir svölum á suðurhlið hússins er lokað af og þar komið fyrir 9,5 m2 viðbyggingu. Uppdráttur í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 5. nóvember 2020.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Múlalindar 1 og 4.

Almenn erindi

11.2009780 - Hrauntunga 60. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að lokinni kynningu erindi Hildar Bjarnardóttur arkitekts dags. 10. september 2020 fh. lóðarhafa Hrauntungu 60. Óskað er eftir að fá einbýlishúsinu að Hrauntungu 60 breyttu í tvíbýli. Húsið er byggt 1965 sem tvíbýlishús og ekki gert ráð fyrir stiga á milli hæða. Síðar fékkst það skráð sem einbýlishús en nú er óskað eftir að það verði fært í fyrra horf. Íbúð neðri hæðar verður 91 m2 og íbúð efri hæðar 184,7 m2 auk bílskúrs á tveimur hæðum, alls 56 m2. Þrjú bílastæði eru innan lóðar. Uppdráttur í mkv. 1:100 dags. 10. september 2020. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsstjóra 12. október 2020 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagt erindi fyrir lóðarhöfum Hrauntungu 58, 61, 62, 64, 69, 77 og Hlíðarvegar 39 og 41. Kynningartíma lauk 12. nóvember 2020. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartímanum.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

12.2010273 - Selbrekka, lóðarleigusamningar. Sameiginlegar lóðir.

Lagt fram erindi Steingríms Haukssonar sviðsstjóra umhverfissviðs og varðar sameiginlegar lóðir raðhúsanna við Selbrekku 1-11, 13-25 og 28-42. Í lóðaleigusamningum frá 1968-1971 kemur fram að auk lóðar hvers húss fylgi hluti í sameiginlegri lóð. Skráning lóðanna í Þjóðskrá er þó einungis lóðin, án sameiginlegrar lóðar. Lóðarhafar fengu sent bréf dags. 15. október 2020 þar sem útskýrt var að fyrirhugað væri, í endurnýjuðum lóðaleigusamningum, að skilgreina lóðir án sameiginlegrar lóðar, möo. að sameiginlegar lóðir raðhúsanna verði framvegis bæjarland. Engar athugasemdir eða fyrirspurnir hafa borist vegna bréfsins og er því óskað eftir að skipulagsráð samþykki að sameiginlegar lóðir raðhúsanna við Selbrekku verði ekki lengur hluti lóðanna í endurnýjuðum lóðarleigusamningum. Erindinu fylgir afrit af bréfi til lóðarhafa Selbrekku, mæliblöð raðhúsanna og afrit lóðarleigusamnings Selbrekku 1.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

13.2011107 - Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013-2025. Beiðni um umsögn

Lagt fram erindi Þormóðs Sveinssonar skipulagsfulltrúa fh. Hafnafjarðarbæjar dags. 3. nóvember 2020. Óskað er eftir umsögn sbr. 30. gr. skipulagslaga á skipulagslýsingu vegna endurskoðunar aðalskipulags Hafnafjarðar 2013-2025. Skipulagslýsingin er dags. 5. október 2020 og óskað er eftir að umsögn berist fyrir 7. desember nk. Erindinu fylgir skipulags- og matslýsing dags. 1. október 2020.
Lagt fram.

Almenn erindi

14.2011202 - Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2036. Tillaga að breyttu aðalskipulagi.

Lagt fram erindi Arinbjarnar Vilhjálmssonar skipulagsstjóra Garðabæjar, dags. 28. október 2020. Óskað er eftir umsögn sbr. 30. gr. skipulagslaga vegna skipulagslýsingar fyrir tillögu að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar 2016-2036. Unnið er að breytingu sem nær til alls upplands sveitafélagsins, þ.e. landsvæðis innan sveitafélagsins utan þéttbýlismarka. Unnið er í endurskoðun stíga og reiðvega í upplandi Garðabæjar sem kallar á breytingu á aðalskipulagi auk þess sem fyrirhuguð er friðlýsing á Urriðakotshrauni og deiliskipulagsgerð fyrir golfvöll og útivistarsvæði í Urriðavatnsdölum. Skipulagslýsingin er dags. 1. október 2020, óskað er eftir að umsögn berist fyrir 30. nóvember 2020. Erindinu fylgir skipulags- og matslýsing dags. 1. október 2020.
Lagt fram.

Almenn erindi

15.2011203 - Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2036. Tillaga að breyttu deiliskipulagi fyrir útivistarsvæði í Urriðavatnsdölum.

Lagt fram erindi Arinbjarnar Vilhjálmssonar skipulagsstjóra Garðabæjar, dags. 28. október 2020. Óskað er eftir umsögn vegna skipulagslýsingar fyrir tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir útivistarsvæði í Urriðavatnsdölum. Skipulagslýsingin er dags. 1. október 2020, óskað er eftir að umsögn berist fyrir 30. nóvember 2020. Erindinu fylgir skipulagslýsing dags. 1. október 2020.
Lagt fram.

Almenn erindi

16.1901481 - Aðalskipulag Kópavogs 2019-2040

Greint frá stöðu mála.
Greint frá stöðu mála.

Almenn erindi

17.1610408 - Breytingar á bæjarmálasamþykkt

Lagt fram erindi frá fundi forsætisnefndar dags. 8. október 2020 þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsráðs á tillögu að breytingum á bæjarmálasamþykkt. Erindinu fylgja drög að tillögu breyttrar bæjarmálasamþykktar.
Lagt fram.

Almenn erindi

18.2011328 - Lyklafellslína1 og Ísallína3. Beiðni um umsögn um tillögu að matsáætlun

Lagt fram erindi Skipulagsstofnunar dags. 12. nóvember 2020 þar sem óskað er umsagnar um tillögu að matsáætlun um Lyklafellslínu 1 og Ísallínu 3 ásamt niðurrifi Hamraneslínu 1 og 2 og Ísallínu 1 og 3. Tillagan er sett fram í greinargerð ásamt viðaukum dags. í nóvember 2020.
Lagt fram. Vísað til umsagnar umhverfissviðs.

Önnur mál

19.2011330 - Bréf frá húsfélaginu Þorrasölum 9-11. Erindi frá Sigurbjörgu Erlu Egilsdóttur.

Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur á lögfræðideild Kópavogsbæjar fer yfir framvindu málsins.
Lagt fram og kynnt.

Fundi slitið - kl. 20:13.