Skipulagsráð

85. fundur 02. nóvember 2020 kl. 16:30 - 19:27 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
  • Helga Hauksdóttir formaður
  • J. Júlíus Hafstein aðalmaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Kristinn D Gissurarson aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Berglind Ósk Kjartansdóttir starfsmaður umhverfissviðs
  • Smári Magnús Smárason arkitekt
  • Auður Dagný Kristinsdóttir arkitekt
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
  • Bergljót Sigríður Einarsdóttir verkefnastjóri
  • Hildur Inga Rós Raffnsöe starfsmaður umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Berglind Ósk Kjartansdóttir ritari
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2010014F - Bæjarráð - 3020. fundur frá 22.10.2020

2009380 - Hjallabrekka 32. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

2002203 - Hamraborg - miðbær. Fannborgarreitur og Traðarreitur vestur. Tillaga að breyttu aðalskipulagi.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

2002204 - Hamraborg - miðbær. Fannborgarreitur og Traðarreitur vestur. Tillaga að deiliskipulagi.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1910462 - Glaðheimar - vesturhluti. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

2002331 - Dalvegur 32 a, b og c. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1909366 - Digranesheiði 31. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.2010004F - Bæjarstjórn - 1224. fundur frá 27.10.2020

2009380 - Hjallabrekka 32. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

2002203 - Hamraborg - miðbær. Fannborgarreitur og Traðarreitur vestur. Tillaga að breyttu aðalskipulagi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

2002204 - Hamraborg - miðbær. Fannborgarreitur og Traðarreitur vestur. Tillaga að deiliskipulagi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1910462 - Glaðheimar - vesturhluti. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

2002331 - Dalvegur 32 a, b og c. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn visar málinu aftur til skipulagsráðs.

1909366 - Digranesheiði 31. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Almenn erindi

3.1901481 - Aðalskipulag Kópavogs 2019-2040

Með tilvísan til samþykktar skipulagsráðs 7. september 2020 er lögð fram tillaga að Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 ásamt umhverfismati. Í tillögunni er sett fram stefna sveitarstjórnar um landnotkun, byggðaþróun, byggðamynstur, samgöngu- og þjónustukerfi og umhverfismál innan lögsögu Kópavogs til ársins 2040. Tillagan er sett fram í greinargerð og á uppdrætti dags. 30. október 2020. Ennfremur er lagt fram umhverfismat aðalskipulagsins unnið af verkfræðistofunni Mannviti, umhverfisskýrsla dags. október 2020. Matið er unnið í samræmi við lög nr. 105 frá 2006 en markmið laganna er að stuðla að sjálfbærri þróun og draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum og jafnframt stuðla að því að við áætlanagerð sé tekið tillit til umhverfissjónarmiða.
Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

4.2010691 - Skógarlind 1. Fyrirspurn.

Lögð fram og kynnt fyrirspurn Orra Árnasonar, arkitekts f.h. lóðarhafa að útfærslu deiliskipulags að Skógarlind 1. Í útfærslunni er gert ráð fyrir að á lóðinni rísi fjögurra hæða verslunar- og þjónustubygging auk bílastæðakjallara samtals um 10.500 m2. Áætlað nýtingarhlutfall lóðar er 0.93. Miðað er við um 300 bílastæði á lóð þar af um 185 stæði í kjallara. Miðað er við 35 m2 húsnæðis á hvert bílastæði. Fyrirspurnin er sett fram á uppdráttum í mkv. 1:200 ásamt skýringarmyndum dags. 30. október 2020.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við stækkun bílageymslu, breytt fyrirkomulag bílastæða á lóð og að fyrirhuguð bygging á lóð verði fjórar hæðir í stað þriggja þar sem ekki er gerð breyting á hámarkshæð byggingarreits. Skipulagsráð lítur jákvætt á að unnin verði áfram tillaga að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar.

Almenn erindi

5.2010120 - Gulaþing 23. Breytt deiliskipulag. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Einars Ólafssonar arkitekts, dags. 21. september 2020 fh. lóðarhafa Gulaþings 23 þar sem óskað eftir breytingu á deiliskipulagi. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er heimilt að byggja einbýlishús á tveimur hæðum á lóðinni, heildarbyggingarmagn samtals 400 m2. Í framlagðri fyrirspurn er óskað eftir að breyta einbýlishúsi í parhús á tveimur hæðum sem væri að grunnfleti 224 m2, heildarbyggingarmagn 448 m2. Bílastæðum fjölgar úr þremur í fjögur. Drög að uppdrætti í mkv. 1:100, dags. 21. september 2020.
Skipulagsráð lítur jákvætt á að unnin verði áfram tillaga að breyttu deiliskipulagi og hún kynnt samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Almenn erindi

6.2006230 - Hlíðarvegur 63. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Ólafs Tage Bjarnasonar byggingarfræðings, dags. 7. ágúst 2020, fh. lóðarhafa Hlíðarvegar 63. Óskað er eftir að reisa stakstæða bílgeymslu á austurhlið lóðarinnar, við lóðarmörk. Bílgeymslan er samtals 91,3 m2 og hæð hennar er 4,9 m. Íbúðarhúsið á lóðinni er með innbyggða bílgeymslu. Samþykki lóðarhafa nr. 61 og 65 við Hlíðarveg liggur fyrir sbr. erindi dags. 25. maí 2020. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 7. ágúst 2020. Kynningartíma lauk 23. október 2020. Ábending barst á kynningartímanum.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.

Almenn erindi

7.2005566 - Hljóðalind 9. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Auðuns Elíssonar byggingafræðings dags. 20. apríl 2020 fh. lóðarhafa Hljóðulindar 9 með ósk um breytt deiliskipulag. Í breytingunni felst að reisa 12 m2 viðbyggingu á vesturgafl hússins. Uppdráttur í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 20. apríl 2020. Á fundi skipulagsráðs 18. maí 2020 var samþykkt að framlögð tillaga verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Hljóðalindar 7, 8, 10, 11, 12, 13 Heimalindar 8 og 10. Kynningartíma lauk 7. október 2020. Ábendingar og athugasemdir bárust á kynningartíma. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsstjóra 12. október 2020 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 2. nóvember 2020.
Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

8.2009017 - Bollasmári 6. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Emils Þórs Guðmundssonar byggingatæknifræðings dags. 30. ágúst 2020 fh. lóðarhafa Bollasmára 6 með ósk um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að reisa sólstofu á vesturhlið hússins með útgengi frá efri hæð. Fyrirhuguð stækkun er 21,8 m2. Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 30. ágúst 2020.
Skipulagsráð samþykkir að framlögð tillaga verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum í Bollasmára 1-9 og Brekkusmára 1, 3, 5, 7 og 9.

Fundi slitið - kl. 19:27.