Lagt fram að nýju að lokinni kynningu breytt erindi Guðjóns Magnússonar arkitekts, dags. 22. maí 2019, breytt 7. september 2020, f.h. sælgætisverksmiðjunnar Freyju þar sem komið er til móts við innsendar athugasemdir að hluta með því að draga úr byggingarmagni og lækka vegghæð fyrirhugaðrar viðbyggingar. Í erindinu dags. 22. maí og breytt 7. september 2020 er óskað eftir að reisa tvær viðbyggingar við húsið. Önnur viðbyggingin verður á suðurhlið hússins og snýr að Kársnesbraut, samtals 80 m2. Hin viðbyggingin verður við norður hlið hússins og snýr að Vesturvör, hún verður þrjár hæðir með lyftu í stigahúsi samtals 1,060 m2. Stækkun í heild verður 1,140 m2 og húsið eftir breytingu verður 3,845 m2 og nýtingahlutfallið 1,09.
Á fundi skipulagsráðs 2. september 2019 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Kársnesbraut 102A, Kársnesbraut 106, Hafnarbraut 12, Vesturvör 22, 24 og 26-28. Kynningartíma lauk 3. febrúar 2020. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartímanum.
Á fundi skipulagsráðs 3. febrúar 2020 var afgreiðslu frestað og erindinu vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.
Ásamt erindinu með áorðnum breytingum er lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 3. febrúar 2020 og uppfærð 21. september 2020 m.t.t. uppfærðra teikninga vegna athugasemda. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 22. maí 2019 og breytt 7. september 2020.