Skipulagsráð

81. fundur 07. september 2020 kl. 16:30 - 20:01 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Helga Hauksdóttir formaður
  • J. Júlíus Hafstein aðalmaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Kristinn D Gissurarson aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Berglind Ósk Kjartansdóttir starfsmaður umhverfissviðs
  • Smári Magnús Smárason arkitekt
  • Auður Dagný Kristinsdóttir arkitekt
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
  • Bergljót Sigríður Einarsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Berglind Ósk Kjartansdóttir ritari
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2008001F - Bæjarráð - 3011. fundur frá 20.08.2020

2007819 - Naustavör 52-58. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

2007569 - Birkigrund 60. Ósk um stækkun lóðar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

2008277 - Ekrusmári 6. Breytt deiliskipulag.Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.2008005F - Bæjarstjórn - 1219. fundur frá 25.08.2020

2007819 - Naustavör 52-58. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

2007569 - Birkigrund 60. Ósk um stækkun lóðar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

2008277 - Ekrusmári 6. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 9 atkvæðum og hafnar erindinu.

Almenn erindi

3.2006460 - Tillaga Samfylkingar, BF Viðreisnar og Pírata um trjáræktarsvæði fyrir almenning. Lakheiði, Lækjabotnar. Skógræktaráætlun 2020.

Þórveig Jóhannsdóttir skógfræðingur hjá Skógræktarfélagi Íslands kynnir drög að skógræktaráætlun á svæði sem lengi hefur verið skilgreint skógræktar- og uppgræðslusvæði í Aðalskipulagi Kópavogs.
Skipulagsráð samþykkir að framlögð skógræktaráætlun verði send hagsmunaaðilum til umsagnar.

Gestir

  • Þórveig Jóhannsdóttir - mæting: 16:30

Almenn erindi

4.1912312 - Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030. Tillaga að breytingu á Vífilstaðalandi, þróunarsvæði B.

Lagt fram að nýju erindi Sólveigar Helgu Jóhannsdóttur, skipulagsfræðings fh. Garðabæjar dags. 11. júní 2020 og varðar tillögu að breytingu á rammahluta Aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030 fyrir Vífilsstaðaland, þróunarsvæði B. Erindinu fylgja jafnframt þrjár deiliskipulagsáætlanir innan þess svæðis sem aðalskipulagsbreytingin nær til þ.e. fyrir blandaða byggð í Vetrarmýri, norður hluta Hnoðraholts þar sem fyrirhuguð er íbúðarbyggð ásamt verslun og þjónustu svo og fyrir Rjúpnadal þar sem gert er ráð fyrir kirkjugarði og meðferðarstofnun. Þá lögð fram umsögn skipulagsstjóra Kópavogs dags. 2. september 2020 ásamt greinargerð VSÓ dags. 10. ágúst 2020 þar sem farið er yfir áhrif fyrirhugaðra breytinga á byggð og vegakerfi í Kópavogi.
Skipulagsráð samþykkir ofangreinda umsögn skipulagsstjóra dags. 2. september 2020 þar sem fram koma athugasemdir og ábendingar við kynnta tillögu að breyttu Aðalskipulagi Garðabæjar ásamt því að samþykkja einróma eftirfarandi bókun:

Skipulagsráð Kópavogs leggst ekki gegn því að tengingin Vífilsstaðavegur við Reykjanesbraut að Arnarnesvegi í Leirdalsopi verði felld út. Að fella þessa tengingu út verður til þess að hægt verði að stækka golfvöll GKG án þess að hann sé klofinn af vegi í aðalgatnakerfi höfuðborgarsvæðisins. Skipulagsráð bendir jafnframt á að fella út umrædda tengingu leiðir af sér gegnumstreymisumferð í efri byggðum Kópavogs. Sveitarfélögin þurfi því í sameiningu að leita leiða til þess að girða fyrir slíkt eða að Elliðavatnsvegi verði lokað við Austurkór.

Skipulagsráð hafnar tengingu fyrirhugaðs hverfis í Hnoðraholti að Arnarnesvegi í Leirdalsopi. Vegalagning á kynntum stað er ekki framkvæmanleg vegna nálægðar við 13. braut golfvallar GKG og fjölbýlishúsa við Þorrasali og mun hún rýra mjög gæði golfvallarins sem og byggðarinnar við Þorrasali. Tengingin verði með allt að 9 þúsund bíla umferð á sólarhring; 13 brautin verður fyrir vikið ónothæf og þessi mikla umferð veldur jafnframt hávaða-, svifryks- og sjónmengun í fjölbýlishúsunum við Þorrasali.

Skipulagsráð bendir á þann möguleika að umrædd tenging verði sett í niðurgrafinn stokk á þeim stað þar sem tengibrautin fer meðfram fjölbýlishúsum við Þorrasali. En verði stokkalausnin ekki nýtt eða umrædd tenging verði ekki felld út úr kynntri tillögu að skipulagi Hnoðraholts sjá bæjaryfirvöld í Kópavogi sér ekki annað fært en að útiloka vegtenginguna við gatnakerfi Kópavogs.

Skipulagsráð mótmælir jafnframt þeim áformum Garðabæjar að reisa 2-3ja hæða fjölbýlishús sunnan við Þrymsali og leggur til að skipulag á svæðinu verði útfært sem tveggja hæða sérbýlishús sem yrði betri aðlögun að byggð í Kópavogi og dregur úr skerðingu á útsýni til suðurs og austurs frá byggð við Þrymsali.

Hvað varðar fyrirhugaða breytingu á skipulagi í Rjúpnadal (-hæð) þá gerir skipulagsráð ekki athugasemdir við þær breytingar að öðru leyti en því að þær framkvæmdir sem þar eru fyrirhugðar (kirkjugarður og meðferðarstofnun) eru utan sk. vaxtarmarka höfuðborgarsvæðisins og eru því ekki í samræmi við gildandi svæðisskipulag. Vaxtamörkum er ætlað að marka skýr skil á milli þéttbýlis og dreifbýlis á höfuðborgarsvæðinu og þróun þéttbýlis skal vera innan þeirra.

Skipulagsráð mótmælir jafnframt fyrirhuguðu miðsvæði í Vetrarmýri í stað verslunar- og þjónustusvæðis eins og fyrirhugað er í gildandi aðalskipulagi Garðabæjar. Skipulagsráð telur að hér sé um töluverða stefnubreytingu að ræða hjá bæjaryfirvöldum í Garðabæ. Stefnubreytingin fellst í því að skilgreina svæði austan Reykjanesbrautar sem miðsvæði sem er ekki bæjarkjarni eða svæðiskjarni. Slík breyting samræmist ekki markmiðum svæðisskipulagsins um stigskiptingu og staðsetningu miðkjarna á höfuðborgarsvæðinu sem er bindandi stefna. Ekki hefur verið gerð úttekt á því hver áhrifin verða á svæðisvísu að skilgreina nýtt miðsvæði við Reykjanesbraut í Vetrarmýri.

Almenn erindi

5.2005626 - Tillaga frá Pírötum, BF Viðreisn og Samfylkingunni um íbúaknnun og árangursmat. Niðurstöður íbúakönnunar í Glaðheimahverfi.

Þóra Ásgeirsdóttir gerir grein fyrir niðurstöðum úr íbúakönnun fyrir Glaðheima.
Lagt fram og kynnt. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Gestir

  • Þóra Ásgeirsdóttir - mæting: 17:00

Almenn erindi

6.1910462 - Glaðheimar - vesturhluti. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga skipulags- og byggingardeildar að breyttu deiliskipulagi austurhluta Glaðheima (reit 1). Skipulagssvæðið, sem er 8.6 ha að flatarmáli, afmarkast af veghelgunarsvæði Reykjanesbrautar til vesturs, fyrirhugaðri tengibraut sem liggur frá gatnamótum Bæjarlindar og Glaðheimavegar að Reykjanesbraut til norðurs, Álalind 1-3 og athafnasvæði við Askalind og Akralind til austurs og veghelgunarsvæði Arnarnesvegar til suðurs. Í gildandi deiliskipulagi frá 2009 er gert ráð fyrir verslun- og þjónustuhúsnæði á umræddu svæði samtals um 88.000 m2 ofanjarðar. Í breytingunni felst að fyrirhugaðri byggð á austari hluta deiliskipulagssvæðisins er breytt úr atvinnuhúsnæði á 5-8 hæðum í 5 fjölbýlishúsum sem verða 5-12 hæða með um 270 íbúðum, leikskóla og opins svæðis. Auk þess er gert ráð fyrir að lega tengibrautar í framhaldi af núverandi Glaðheimavegi að Arnarnesvegi breytist. Vestan og norðar fyrirhugaðs Glaðheimavegar að Reykjanesbraut er gert ráð fyrir 12 lóðum fyrir verslun og þjónustuhúsnæði á 3, 4 og 5 hæðum en nyrst á svæðinu, næst Bæjarlind er gert ráð fyrir 25 hæða verslunar- og þjónustuhúsnæði í stað 32. hæða byggingu eins og ráðgerð er í gildandi deiliskipulagi. Byggingarreitir, lóðir og lóðastærðir verslunar- þjónustu og athafnahúsa breytast sem og aðkoma og fjöldi bílastæða. Heildarstærð atvinnuhúsnæði með kjallara og bílageymslum er áætluð um 94.000 m2 og heildarstærð íbúðarhúsnæðis með kjallara og bílageymslum er áætluð um 37.000 m2. Heildar byggingarmagn á deiliskipulagssvæðinu er því áætlað um 132.000 m2 þar af um 80.000 m2 ofanjarðar. Nýtingarhlutfall deiliskipulagssvæðisins miðað við heildarbyggingarmagn er áætlað um 1.6 og 1.1 án geymslna og bílakjallara neðanjarðar. Gert er ráð fyrir einu stæði á hverja 35 m2 í verslun og þjónustu, einu stæði á hverja 50-60 m2 í skrifstofu- og atvinnuhúsnæði og einu stæði á hverja 100 m2 í geymslu - og kjallararými. Reikna skal með 1,3 stæði á hverja íbúð. Miðað við 2,7 íbúa á íbúð er áætlað að á svæðinu verði um 730 íbúar. Uppdrættir í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð, skýringarmyndum, skipulagsskilmálum og skýringarhefti B dags. 20. apríl 2020. Með tillögunni fylgir minnisblað verkfræðistofunnar Mannvits um umhverfismat og hljóðskýrsla dags. 20. apríl 2020. Á fundi skipulagsráðs 4. maí 2020 var samþykkt að framlögð tillaga verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 9. júní 2020 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest. Kynningartíma lauk 19. ágúst 2020. Ábendingar og athugasemdir bárust á kynningartímanum.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulags- og byggingadeildar.

Almenn erindi

7.2002329 - Dalvegur 20-28. Breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsráðs 15. júní 2020 var lögð fram og samþykkt tillaga skipulags- og byggingardeildar að breyttu deiliskipulagi við Dalveg 20-28 og tillögu að nýrri legu tengibrautar milli Dalvegar og Reykjanesbrautar. Bæjarstjórn staðfesti afgreiðslu skipulagsráðs 23. júní 2020. Lagt fram bréf skipulagsstjóra dags. 2. júlí 2020 þar sem óskað er eftir því að Skipulagsstofnun afgreiði hjálagða tillögu að breyttu deiliskipulagi við Dalveg 20-28 og tillögu að tengibraut milli Dalvegar og Reykjanesbrautar með tilvísan í 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Þá lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 6. ágúst 2020 þar sem fram kemur að stofnunin geti ekki tekið afstöðu til erindisins og óski eftir rökstuðningi fyrir því að skilmálar deiliskipulagsins séu í samræmi við það ákvæði að yfirbragð byggðar falli að þeim svæðum sem eru í nágrenni þess, þar með talin heimild fyrir skilti ofan á byggingum. Jafnfram bendir stofnunin á áherslur Svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins um vistvæna ferðamáta. Stofnunin telur einnig ástæðu til að settir séu viðeigandi skilmálar varðandi hjólastæði. Þá lagt fram bréf skipulags- og byggingardeildar dags. 17. ágúst 2020 til Skipulagsstofnar með svörum og rökstuðningi sbr. ofangreint ásamt erindi Skipulagsstofnunar dags. 3. september 2020 þar sem m.a kemur fram að stofnunin hafi yfirfarið framlögð gögn og geri ekki athugasemd við að sveitarstjórn birti auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.

Þá lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar dags. 27. febrúar 2020, br. 15. júní 2020 og 25. ágúst 2020 að breyttu deiliskipulagi við Dalveg 20 til 28 og tillögu að nýrri legu tengibrautar milli Dalvegar og Reykjanesbrautar með nýju hringtorgi við Dalveg með ofangreindum breytingu á skilmálum hvað varðar staðsetningu skilta ofan á þökum og staðsetningu hjólastæða á lóð.
Skipulagsráð samþykkir erindið með áorðnum breytingum dags. 25. ágúst 2020 með 5 atkvæðum og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir og Einar Örn Þorvarðarson sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Almenn erindi

8.2002330 - Dalvegur 30. Deiliskipulag.

Á fundi skipulagsráðs 15. júní 2020 var lögð fram og samþykkt tillaga skipulags- og byggingardeildar að deiliskipulagi við Dalveg 30. Bæjarstjórn staðfesti afgreiðslu skipulagsráðs 23. júní 2020.
Lagt fram bréf skipulagsstjóra dags. 2. júlí 2020 þar sem óskað er eftir því að Skipulagsstofnun afgreiði hjálagða tillögu að deiliskipulagi við Dalveg 30 með tilvísan í 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Tillagan er nú lögð fram með breytingum vegna athugasemda frá Skipulagstofnun í bréfi dags. 6. ágúst 2020. Í bréfinu óskar Skipulagsstofnun eftir rökstuðningi fyrir því að skilmálar deiliskipulagsins séu í samræmi við þau markmið að yfirbragð byggðar falli að þeim svæðum sem eru í nágrenni þess, þar með talin heimild fyrir skilti ofan á byggingum. Jafnframt bendir stofnunin á áherslur Svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins um vistvæna ferðamáta. Stofnunin telur einnig ástæðu til að settir séu viðeigandi skilmálar varðandi hjólastæði. Einnig skuli tekið fram að um nýtt deiliskipulag á lóðinni er að ræða.
Þá lagt fram bréf skipulags- og byggingardeildar dags. 17. ágúst 2020 til Skipulagsstofnar með svörum og rökstuðningi. Skilmálum deiliskipulagsins hefur jafnframt verið breytt á þann hátt að ekki er lengur heimilt að koma fyrir skiltum ofan á byggingum og gert er ráð fyrir einu reiðhjólastæði á hverja 100 m2 í atvinnuhúsnæði í skýli á lóð / eða innan bygginga sbr. lið 7 og breyttum deiliskipulagsuppdrætti. Þá lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 3. september 2020 þar sem ekki er gerð athugasemd við því að sveitarstjórn birti auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsins í B- deild Stjórnartíðinda.
Þá lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar dags. 27. febrúar 2020, br. 15. júní 2020 og 25. ágúst 2020 að deiliskipulagi við Dalveg 30 með ofangreindum breytingu á skilmálum hvað varðar staðsetningu skilta ofan á þökum, staðsetningu hjólastæða á lóð og um að nýtt deiliskipulag sé að ræða.
Skipulagsráð samþykkir erindið með áorðnum breytingum dags. 25. ágúst 2020 með 4 atkvæðum og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, Einar Örn Þorvarðarson og Bergljót Kristinsdóttir sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Almenn erindi

9.1901481 - Aðalskipulag Kópavogs 2019-2031 . Vinnslutillaga.

Lögð fram að nýju vinnslutillaga að nýju aðalskipulagi fyrir Kópavogsbæ, Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2031 plús. Í vinnslutillögunni sem er dags. 3. júlí 2020 kemur m.a. fram stefna sveitarstjórnar um landnotkun, byggðaþróun, byggðamynstur, samgöngu- og þjónustukerfi og umhverfismál innan lögsögu Kópavogs til næstu 12 ára. Ennfremur lagt fram umhverfismat aðalskipulagsins unnið af verkfræðistofunni Mannviti, umhverfisskýrsla dags. maí 2020. Matið er unnið í samræmi við lög nr. 105 frá 2006 en markmið laganna er að stuðla að sjálfbærri þróun og draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum og jafnframt stuðla að því að við áætlanagerð sé tekið tillit til umhverfissjónarmiða. Á fundi skipulagsráðs 7. júlí 2020 var samþykkt að framlögð vinnslutillaga verði kynnt í samræmi við 2. mgr. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynningartíma lauk 31. ágúst 2020. Þá lagðar fram ábendingar og umsagnir sem bárust á kynningartímanum.
Skipulagsráð samþykkir að á grundvelli framlagðrar vinnslutillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Kópavogs og umsagna og ábendinga er fram komu er vinnslutillagan var kynnt verði hafin vinna við gerð tillögu að nýju aðalskipulagi Kópavogs fyrir tímabilið 2019-2031 plús.

Almenn erindi

10.1903010 - Traðarreitir. B29. Breytt aðalskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu, ásamt athugasemdum, tillaga skipulags- og byggingardeildar að breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 fyrir Traðarreit - eystri (B29). Breytingin nær til svæðis sem afmarkast af Álftröð í austur, Digranesvegi í suður, skólalóð Kópavogsskóla í vestur og Hávegi í norður. Skólatröð er hluti deiliskipulagssvæðis. Í gildandi aðalskipulagi er umrætt svæði skilgreint sem íbúðarsvæði. Stærð skipulagssvæðisins er um 8.300 m2 og á því standa nú 8 íbúðarhús með samtals 12 íbúðum sem byggð eru á árunum 1952 til 1955.
Í framlagðri tillögu er gert ráð fyrir óbreyttri landnotkun en svæðið verði skilgreint sem þróunarsvæði þar sem byggðar verði allt að 180 íbúðir í tveggja til fjögurra hæða fjölbýlishúsum með kjallara og inndreginni þakhæð. Gert er ráð fyrir allt að 200 m2 atvinnuhúsnæðis á jarðhæð með aðkomu frá Álftröð. Samkvæmt tillögunni er áætlað nýtingarhlutfall svæðisins ofanjarðar 2,45 og með kjallara 3,70. Í tillögunni er miðað við 1,3 bílastæði á íbúð og 1 bílastæði á hverja 50 m2 atvinnuhúsnæðis. Tillagan er sett fram í greinargerð ásamt umhverfisskýrslu dags. í mars 2020 og uppdrætti dags. í mars 2020.Þá eru lagðar fram innsendar athugasemdir frá stofnunum, íbúum og hagsmunaaðilum. Á fundi skipulagsráðs 17. ágúst 2020 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar. Þá lögð fram umsögn um innkomnar athugasemdir dags. 2. september 2020 ásamt fylgiskjölum.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að breyttu aðalskipulagi ásamt umsögnum í greinargerð dags. 2. september 2020. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

11.1901024 - Traðarreitir. Reitur B29. Deiliskipulag.

Lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi Traðarreits - eystri, reits B29, sem unnin er af Tark-arkitektum f.h. lóðarhafa. Nánar tiltekið afmarkast deiliskipulagssvæðið af Álftröð í austur, Digranesvegi í suður, skólalóð Kópavogsskóla í vestur og Hávegi í norður. Skólatröð er hluti deiliskipulagssvæðis. Stærð skipulagssvæðisins er um 8.300 m2 og á því standa nú 8 íbúðarhús með samtals 12 íbúðum sem byggð eru á árunum 1952 til 1955. Í framlagðri tillögu er gert ráð fyrir að byggðar verði allt að 180 íbúðir í tveggja til fjögurra hæða fjölbýlishúsum með kjallara og inndreginni þakhæð. Gert er ráð fyrir allt að 200 m2 atvinnuhúsnæðis á jarðhæð með aðkomu frá Álftröð. Samkvæmt tillögunni er áætlað nýtingarhlutfall svæðisins ofanjarðar 2,45 og með kjallara 3,70. Í tillögunni er miðað við 1,3 bílastæði á íbúð og 1 bílastæði á hverja 50 m2 atvinnuhúsnæðis. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:1000, ásamt greinargerð og skipulagsskilmálum dags. 16. mars 2020. Þá lagt fram minnisblað VSÓ Ráðgjafar, Traðarreitur-eystri, samgöngugreining dags. 16. mars 2020; minnisblað VSÓ Ráðgjafar Traðarreitur-eystri, Hljóðvistarreikningar, dags. 16.03.2020; Traðarreitur-austur, Digranesi Kópavogi, áður Álftröð 1-7 og Skólatróð 2-8, Húsakönnun, dags. í nóvember, 2019 unnin af Tark-arkitektum og Traðarreitur-austur, Digranes Kópavogi, Nágrannabyggð (Digranesvegi og Hávegi), nóvember 2019 unnin af Tark-arkitektum. Einnig lagðar fram innsendar athugasemdir frá stofnunum, íbúum og hagsmunaaðilum. Á fundi skipulagsráðs 17. ágúst 2020 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar. Þá lögð fram umsögn um innkomnar athugasemdir dags. 2. september 2020 ásamt fylgigögnum.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að deiliskipulagi ásamt umsögnum í greinargerð dags. 2. september 2020. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

12.2007801 - Nónhæð. Fyrirspurn um fjölgun íbúða.

Lögð fram að nýju fyrirspurn Hrólfs Karls Cela arkitekts dags.10. júlí 2020 fh. Nónhæðar ehf. þar sem óskað er eftir heimild fyrir auknu byggingarmagni og fjölgun íbúða í Nónsmára 1-9. Óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi á lóðum B og C. Breytingin felur í sér fjölgun íbúða á lóð B úr 45 í 50 og á lóð C úr 55 í 61, samtals fjölgun um 11 íbúðir. Einnig er óskað eftir fjölgun bílastæða í bílakjöllurum á umræddum lóðum. Á lóð B yrði bílastæðum í bílakjallara fjölgað úr 27 í 36 og á lóð C úr 33 í 43 stæði eða 1,5 stæði á íbúð. Uppdrættir í mkv. 1:250 og 1:300 ásamt skýringarmyndum dags. í júlí 2020. Á fundi skipulagsráðs 17. ágúst 2020 var afgreiðslu málsins frestað. Þá lagt fram erindi íbúasamtakanna Betri Nónhæð dags. 4. september 2020.
Skipulagsráð getur ekki fallist á framlagða fyrirspurn að svo stöddu þar sem hún samræmist ekki gildandi aðalskipulagi varðandi íbúðafjölda.

Almenn erindi

13.2008415 - Kársnesbraut 17. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Steinunnar Guðmundsdóttur arkitekts dags. 21. júlí 2020 fh. lóðarhafa Kársnesbrautar 17, rishæðar. Í erindinu er óskað eftir byggja kvist með svalahurð á norðurhlið hússins og koma fyrir svölum framan við kvistinn sem mun einnig þjóna sem skyggni yfir inngangshurðum 1. hæðar og rishæðar. Fyrir liggur samþykki allra lóðarhafa í húsinu. Upprættir í mkv. 1:100 dags. 21. júlí 2020. Á fundi skipulagsráðs 17. ágúst 2020 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Kársnesbrautar 15, 17 og 19. Fyrir liggur undirritað samþykki lóðarhafa Kársnesbrautar 15 og 19 fyrir breytingunni og því er kynningartími styttur.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

14.20081500 - Digranesvegur 60. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Kristins Ragnarssonar arkitekst dags. 14. ágúst 2020 fh. lóðarhafa íbúða 0101 og 0201 að Digranesvegi 60 þar sem óskað er eftir að byggja tvær sambyggðar bílgeymslur á austur hlið lóðarinnar. Gólfflötur hvorar bílgeymslu er 22,7 m2, samtals er byggingin 45,4 m2. Uppdráttur í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 14. ágúst 2020.
Skipulagsráð samþykkir að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Digranesvegar 58, 62, Hrauntungu 67, 75 og 83.

Almenn erindi

15.2007070 - 201 Smári. Lóðir A03 og A04. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga ARKÍS akritekta að breyttu deiliskipulagi á reit 03 og 04 í 201 Smári. Í breytingunni fellst að fjöldi íbúða í húsum A og B (Sunnusmári 10 og 12) eykst úr 48 í 56 íbúðir. Sorp fyrir íbúðir verði í djúpgámum á sameiginlegri lóð húsanna líkt og er fyrir önnur hús á lóð A03 og A04. Að öðru leyti er vísað í gildandi skipulagsskilmála og deiliskipulagsuppdrátt fyrir Smárann vestan Reykjanesbrautar, samþykkt í bæjarstjórn 25. október 2016 og birt í B-deild Stjórnartíðinda 25. nóvember 2016. Á fundi skipulagsráðs 7. júlí 2020 var samþykkt að framlögð tillaga verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarráðs 16. júlí 2020 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest. Kynningartíma lauk 7. september 2020. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartímanum.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

16.2005174 - Auðbrekka 9-11. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Jakobs Líndal arkitekts dags. 7. maí 2020 fh. lóðarhafa Auðbrekku 9-11 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að atvinnuhúsnæði á neðstu hæð hússins verði skráð sem íbúðarhúsnæði. Gert er ráð fyrir að koma fyrir 9 stúdíóíbúðum í rýminu, hver um sig 46 m2 ásamt 17 m2 geymslulofti. íbúðunum fylgja 11 bílastæði. Samþykki lóðarhafa í húsinu liggur fyrir. Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 7. maí 2020. Á fundi skipulagsráðs 15. júní 2020 var samþykkt að framlögð tillaga verði grenndarkynnt í samræmi við 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir lóðarhöfum Auðbrekku 3a, 3-5, 7, 9-11, 13, 15, Dalbrekku 2, 4-6, 8, 10, 12 , 14 og Skeljabrekku 4. Kynningartíma lauk 31. júlí 2020. Ábendingar og athugasemdir bárust á kynningartímanum. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsstjóra, dags. 7. ágúst 2020 var málinu vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 7. september 2020.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með 5 atkvæðum. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Helga Hauksdóttir og Kristinn Dagur Gissurarson sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Almenn erindi

17.2006762 - Þorrasalir 37. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Vilhjálms Hjálmarssonar arkitekts dags. 29. maí 2020 þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi á lóðinni Þorrasalir 37. Í breytingunni felst stækkun lóðarinnar um 145 m2 til vesturs í átt að sveitafélagamörkum Kópavogs og Garðabæjar og 105 m2 viðbygging á einni hæð við núverandi einbýlishús á lóðinni. Þá er gert ráð fyrir þakverönd ofaná fyrirhugaðri viðbyggingu. Við breytinguna eykst byggingarmagn á lóðinni úr 287 m2 í 392 m2 og nýtingarhlutfall úr 0,48 í 0,53 mv. stækkun lóðarinnar. Á fundi skipulagsráðs 15. júní 2020 var samþykkt að auglýsa framlagða tillögu í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 23. júní 2020 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest. Kynningartíma lauk 7. september 2020. Athugasemdir bárust á kynningartímanum.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulags- og byggingadeildar.

Almenn erindi

18.2005168 - Nýbýlavegur 2-12. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi skipulags- og byggingardeildar dags. 18. maí 2020 þar sem ger er ráð fyrir breyttu deiliskipulagi fyrir lóðirnar Nýbýlaveg 2-12 (svæðið afmarkast af Skeljabrekku við Hafnarfjarðarveg til vesturs, íbúðarbyggð Lundar til norðurs og Nýbýlavegar 14 til austurs og Dalbrekku til suðurs). Í breytingunni felst að fallið verði frá sameiginlegri lóð húsanna að Nýbýlavegi 2 til 12 undir niðurgrafna bílageymslu og að lóðarmörk lóða stækki í samræmi við það. Að Nýbýlavegi 4, 6 og 8 er fallið frá að heimila samtals 46 íbúðir og í stað þess gert ráð fyrir 4.600 m2 í nýju atvinnuhúsnæði. Að Nýbýlavegi 6 er gert ráð fyrir einni íbúð. Ekki er gert ráð fyrir breytingu á heildarbyggingarmagni, fjölda bílastæða og hæð húsa á umræddum lóðum miðað við gildandi deiliskipulag. Að Nýbýlaveg 10 verður fallið frá áætlun um atvinnuhúsnæði í suðurhluta byggingarreits og veitt heimild fyrir 33 íbúðum auk bílageymslu og stoðrýma í kjallara. Heildarfjöldi íbúða á lóðinni eftir breytingu verður 80 íbúðir. Heildarflatarmál eykst í 10.615 m2 og hluti byggingarreita hækkar um eina hæð. Nýtingarhlutfall lóðar hækkar úr 2.9 í 3.1 og fjöldi bílastæða eykst úr 92 í 114 stæði, eða 1.3 bílastæði á íbúð. Að Nýbýlavegi 2 og 12 eru ekki ráðgerðar aðrar breytingar en lóðarstækkun. Heildarstækkun lóða á Nýbýlavegi 2-12 verður 4.417 m2. Á fundi skipulagsráðs 18. maí 2020 var samþykkt að framlögð tillaga verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 26. maí 2020 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest. Kynningartíma lauk 19. ágúst 2020. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartímanum.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

19.1911155 - Akrakór 8. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nyju að lokinni kynningu tillaga Páls Poulsen, arkitekts fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar nr. 8 við Akrakór. Í gildandi deiliskipulagi er miðað við að á lóðinni sem er 886 m2 verði byggt einbýlishús á einni hæð auk kjallara, 350 m2 að samanlögðum gólffleti og nýtingarhlutfall því 0,40. Miðað er við að mesta hæð fyrirhugaðs húss skv. gildandi deiliskipulagi sé 4,8 m miðað við aðkomuhæð, hámarkshæð miða við kjallara 7,5 m og vegghæð 6,3 m. Gert er ráð fyrir að þakform sé frjálst og 3 stæðum á lóð. Í framlagðri tillögu að breyttu deiliskipulagi er miðað við að lóðinni verði skipt í tvennt og á henni verði byggt parhús á einni hæð auk kjallara samtals um 420 m2 að samanlögðum gólffleti. Nýtingarhlutfall verði 0,48 og tvö bílastæði á íbúð. Hámarks vegghæð verði 6,7 m í stað 6,3 m sbr. gildandi deiliskipulag. Að öðru leyti gilda áfram sömu skilmálar. Á fundi skipulagsráðs 18. nóvember 2019 var samþykkt að framlögð tillaga verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 26. nóvember 2019 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest. Kynningartíma lauk 11. maí 2020. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartímanum. Á fundi skipulagsráðs 18. maí var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar. Þá lögð fram ný og breytt tillaga þar sem komið er til móts við athugasemdir og umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 7. september 2020.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með 6 atkvæðum. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarsjórnar.

Bergljót Kristinsdóttir greiðir atkvæði gegn tillögunni.

Almenn erindi

20.2002263 - Álfhólsvegur 37. Kynning á byggingarleyfi.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Kristins Ragnarssonar arkitekts fh. lóðarhafa að viðbyggingu vestan núverandi einbýlishús að Álfhólsvegi 37. Áætlað er að fyrirhuguð viðbygging verði ein hæð og kjallari með tveimur íbúðum, 73,1 m2 að grunnfleti og 146,2 m2 að samanlögðum gólffleti. Hámarkshæð viðbyggingar er áætluð í kóta 54,64 mhys. Gert er ráð fyrir þremur nýju stæðum á lóð eða fimm stæðum alls á lóðinni. Tillagan er sett fram á uppdráttum í mkv. 1:1000, 1:500 ásamt skýringarmyndum þar sem m.a. kemur fram skuggavarp, fyrirkomulag á lóð og útlitsmyndir dags. 20. desember 2019. Tillagan var grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Álfhólsvegar 24, 24a, 26, 28, 28a, 30, 30a, 35, 39 og Löngubrekku 33, 35 og 37. Kynningartíma lauk 8. júní 2020. Athugasemdir og ábendingar bárust. Á fundi skipulagsráðs 7. júlí sl. var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar. Þá lögð fram uppfærð umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 7. september 2020.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með 5 atkvæðum. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Einar Örn Þorvarðarson greiðir atkvæði gegn tillögunni.
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins.

Bókun frá Einari Erni Þorvarðarsyni:
"Viðbyggingin sem fyrirhuguð er á Álfhólsvegi 37 sem er í grónu hverfi og með landhalla til norðurs, eykur neikvæð áhrif á lóðir húsa við Löngubrekku 33 og 35 er varðar innsýni, skuggavarp.

Fundi slitið - kl. 20:01.