Lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi Traðarreits - eystri, reits B29, sem unnin er af Tark-arkitektum f.h. lóðarhafa. Nánar tiltekið afmarkast deiliskipulagssvæðið af Álftröð í austur, Digranesvegi í suður, skólalóð Kópavogsskóla í vestur og Hávegi í norður. Skólatröð er hluti deiliskipulagssvæðis. Stærð skipulagssvæðisins er um 8.300 m2 og á því standa nú 8 íbúðarhús með samtals 12 íbúðum sem byggð eru á árunum 1952 til 1955. Í framlagðri tillögu er gert ráð fyrir að byggðar verði allt að 180 íbúðir í tveggja til fjögurra hæða fjölbýlishúsum með kjallara og inndreginni þakhæð. Gert er ráð fyrir allt að 200 m2 atvinnuhúsnæðis á jarðhæð með aðkomu frá Álftröð. Samkvæmt tillögunni er áætlað nýtingarhlutfall svæðisins ofanjarðar 2,45 og með kjallara 3,70. Í tillögunni er miðað við 1,3 bílastæði á íbúð og 1 bílastæði á hverja 50 m2 atvinnuhúsnæðis. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:1000, ásamt greinargerð og skipulagsskilmálum dags. 16. mars 2020. Þá lagt fram minnisblað VSÓ Ráðgjafar, Traðarreitur-eystri, samgöngugreining dags. 16. mars 2020; minnisblað VSÓ Ráðgjafar Traðarreitur-eystri, Hljóðvistarreikningar, dags. 16.03.2020; Traðarreitur-austur, Digranesi Kópavogi, áður Álftröð 1-7 og Skólatróð 2-8, Húsakönnun, dags. í nóvember, 2019 unnin af Tark-arkitektum og Traðarreitur-austur, Digranes Kópavogi, Nágrannabyggð (Digranesvegi og Hávegi), nóvember 2019 unnin af Tark-arkitektum. Einnig lagðar fram innsendar athugasemdir frá stofnunum, íbúum og hagsmunaaðilum. Á fundi skipulagsráðs 17. ágúst 2020 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar. Þá lögð fram umsögn um innkomnar athugasemdir dags. 2. september 2020 ásamt fylgigögnum.