Skipulagsráð

78. fundur 15. júní 2020 kl. 16:30 - 21:02 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Helga Hauksdóttir formaður
  • J. Júlíus Hafstein aðalmaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Kristinn D Gissurarson aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Berglind Ósk Kjartansdóttir starfsmaður umhverfissviðs
  • Smári Magnús Smárason arkitekt
  • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
  • Auður Dagný Kristinsdóttir arkitekt
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
  • Bjarki Þórir Valberg starfsmaður umhverfissviðs
  • Bergljót Sigríður Einarsdóttir verkefnastjóri
  • Kristjana H Kristjánsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Berglind Ósk Kjartansdóttir ritari
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2005019F - Bæjarráð - 3005. fundur frá 04.06.2020

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.2005016F - Bæjarstjórn - 1217. fundur frá 09.06.2020

1910462 - Glaðheimar - vesturhluti. Breytt deiliskipulag.
Breytingartillaga við tillögu skipulags- og byggingardeildar að breyttu deiliskipulagi austurhluta Glaðheima (reit 1).

"Á eftir þriðju setningunni í tillögunni sem hljóðar svo: Í breytingunni felst að fyrirhugaðri byggð á austari hluta deiliskipulagsvæðisins er breytt úr atvinnuhúsnæði á 5-8 hæðum í 5 fjölbýlishúsum sem verða 5-12 hæða með um 270 íbúðum, leikskóla og opins svæðis.
Við bætist: Einni fjölbýlishúsalóð verður úthlutað til óhagnaðardrifinna byggingafélaga eða byggingasamvinnufélaga sem hafa það að markmiði að byggja fyrir þá hópa sem skipa þrjá lægstu tekjufimmtunga á Íslandi.

Pétur Hrafn Sigurðsson bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar
Bergljót Kristinsdóttir bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar."

Bæjarstjórn hafnar breytingatillögunni með 8 atkvæðum gegn atkvæðum Bergljótar Kristinsdóttur, Péturs Hrafns Sigurðssonar og Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 9 atkvæðum og hjásetu Bergljótar Kristinsdóttur og Péturs Hrafns Sigurðssonar.

Almenn erindi

3.1912312 - Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030. Tillaga að breytingu á Vífilstaðalandi, þróunarsvæði B.

Lagt fram að nýju erindi Sólveigar Helgu Jóhannsdóttur, skipulagsfræðings fh. Garðabæjar dags. 11. júní 2020 og varðar vinnslutillögu að fyrirhugaðri breytingu á rammahluta Aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030 fyrir Vífilsstaðaland, þróunarsvæði B. Erindinu fylgja jafnframt þrjár deiliskipulagsáætlanir innan þess svæðis sem aðalskipulagsbreytingin nær til þ.e. fyrir blandaða byggð í Vetrarmýri, norður hluta Hnoðraholts þar sem fyrirhuguð er íbúðarbyggð ásamt verslun og þjónustu svo og fyrir Rjúpnadal þar sem gert er ráð fyrir kirkjugarði og meðferðarstofnun. Arinbjörn Vilhjálmsson, skipulagsstjóri Garðabæjar gerir grein fyrir stöðu mála.
Lagt fram og kynnt. Afgreiðslu frestað.

Gestir

  • Arinbjörn Vilhjálmsson - mæting: 16:30
  • Sigurður Einarsson - mæting: 16:30

Almenn erindi

4.2005626 - Tillaga frá Pírötum, BF Viðreisn og Samfylkingunni um íbúakönnun og árangursmat.

Lagt fram að nýju minnisblað Sigrúnar Maríu Kristinsdóttur, verkefnastjóra íbúatengsla: Íbúakönnun um ný hverfi í Kópavogs. Í minnisblaðinu sem dags. er 14. maí 2020 kemur m.a. fram mögulega útfærsla á íbúakönnun meðal íbúa í nýjum hverfum bæjarins þar sem reynt verður að vega og meta nýju hverfin út frá viðhorfi íbúanna sjálfra sem nýta má við áframhaldandi skipulagsgerð og framkvæmdir í Kópavogi. Sigrún María gerir grein fyrir málinu.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði íbúakönnun í Glaðheimahverfi í samræmi við framlagt erindi. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

5.1901481 - Aðalskipulag Kópavogs 2019-2031 plús

Lögð fram vinnslutillögu að nýju aðalskipulagi fyrir Kópavogsbæ, Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2031 plús. Í vinnslutillögunni sem er dags. 12. júní 2020 kemur m.a. fram stefna sveitarstjórnar um landnotkun, byggðaþróun, byggðamynstur, samgöngu- og þjónustukerfi og umhverfismál innan lögsögu Kópavogs til næstu 12 ára.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

6.2002329 - Dalvegur 20-28. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga skipulags-og byggingardeildar dags. 27. febrúar 2020 að breytt deiliskipulagi við Dalveg 20 til 28 og tillögu að nýrri legu tengibrautar milli Dalvegar og Reykjanesbrautar með nýju hringtorgi við Dalveg. Deiliskipulagssvæðið sem er um 4.5 ha að stærð, afmarkast af Dalvegi 30 til austurs, Kópavogsdal til norðurs, Dalvegi 18 til vesturs og Reykjanesbraut til suðurs. Nánar tiltekið er gert ráð fyrir að: 1) Á lóð nr. 20 við Dalveg er núverandi atvinnuhúsnæði á einni hæð, 158 m2 að stærð og er ekki gert ráð fyrir auknu byggingarmagni á lóð. Hámarksnýtingarhlutfall er áætlað um 0.04. Bílastæði á lóð verða 5. Lóðamörk og aðkoma breytist og stækkar lóð um 150 m2 og verður 3.420 m2.Lóðarmörk og aðkoma breytist og stækkar lóð um 150 m2. 2) Á lóð nr. 22 við Dalveg er núverandi atvinnuhúsnæði á einni hæð 1.100 m2 að stærð og er ekki gert ráð fyrir auknu byggingarmagni á lóð. Hámarksnýtingarhlutfall er áætlað um 0.19. Bílastæði á lóð verða 65 þar af 35 stæði fyrir stærri bíla. Lóðamörk og aðkoma breytist og stækkar lóð um 9 m2 og verður 6.376 m2. 3) Á lóð nr. 24 við Dalveg er núverandi atvinnuhúsnæði að hluta til á tveimur hæðum, 2.721 m2 að stærð og er gert ráð fyrir í gildandi deiliskipulagi að fjarlægja allar núverandi byggingar á lóðinni og reisa í þeirra stað verslunar- og þjónustuhús á 4 hæðum auk inndreginnar þakhæðar og niðurgrafinnar bílageymslu á tveimur hæðum. Grunnflötur byggingar er inndreginn á sama hátt og þakhæð um tvo metra. Heildarflatarmál eykst frá núverandi byggingarmagni sem er skráð 2.721 m2 í um 9,800 m2 án bílageymslu en hún er áætlað 5.000 m2 að stærð. Hámarksnýtingarhlutfall er áætlað um 1,6 án bílageymslu en 2.38 með bílageymslu. Bílastæði verða 270 stæði þar af 180 neðanjarðar. Lóðarstærð er áætluð 6.198 m2. Lóðamörk og aðkoma breytist. Lóð minnkar um 1.338 m2. Vegna breyttra lóðamarka færist byggingarreitur færist til vesturs. 4) Á lóð nr. 26 við Dalveg er núverandi atvinnuhúsnæði á einni og tveimur hæðum, 2.423 m2 að stærð. Ekki er gert ráð fyrir auknu byggingarmagni á lóðinni en gert ráð fyrir endurnýjun húsnæðis að hluta til. Hámarksnýtingarhlutfall er áætlað um 0.5. Bílastæði á lóð verða 25. Lóðarstærð er áætluð 4.420 m2. Lóðamörk og aðkoma breytist. Lóðin minnkar um 285 m2. 5) Á lóð nr. 28 við Dalveg er núverandi atvinnuhúsnæði að hluta til á tveimur hæðum, 844 m2 að stærð. Ekki er gert ráð fyrir auknu byggingarmagni á lóð en gert ráð fyrir endurnýjun húsnæðis að hluta til. Hámarksnýtingarhlutfall er áætlað um 0.26. Bílastæði á lóð verða 27. Lóðarstærð er áætluð 3.280 m2. Lóðamörk og aðkoma breytist og minnkar lóð um 285 m2. Uppdrættir dags. 27. febrúar 2020 í mkv. 1:2000 ásamt greinargerð, skipulagsskilmálum, minnisblaði; Deiliskipulag Dalvegar 20-32 og breytingar á Dalvegi - umhverfismat dags. 12. febrúar 2020 ásamt hljóðskýrslu dags. í janúar 2020. Á fundi skipulagsráðs 2. mars 2020 var samþykkt að framlögð tillaga verði kynnt í samræmi 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 10. mars 2020 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest. Kynningartíma lauk 11. maí 2020. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartímanum.
Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 15. júní 2020. Eftirfarandi breytingar dags. 15. júní 2020 eru lagðar fram og koma til móts við hluta innsendra athugasemda:
A)Ekki verða gerðar breytingar á núverandi aðkomu frá Dalvegi inná lóðirnar að Dalvegi 16 og 18.
B)Kvöð er sett um gegnumakstur á lóðinni að Dalvegi 24.
C)Aðkoma að bílastæðum Dalvegar 22 breytist.
D)Smáspennistöð færist frá lóð Dalvegar 30 inn á opið svæði bæjarins.
E)Sett inn kvöð um rykbindingu á framkvæmdartíma.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með áorðnum breytingum. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Einar Örn Þorvarðarson og Sigurbjörg Erla Egilsdóttirt sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Almenn erindi

7.2002331 - Dalvegur 32 a, b og c. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga skipulags- og byggingardeildar dags. 12. febrúar 2020 að breyttu deiliskipulagi Dalvegar 32a, b og c. Deiliskipulagssvæðið sem er um 3.0 ha að stærð, afmarkast af Dalvegi 30 til vesturs, Kópavogsdal ásamt Skógar,- og Lækjarhjalla til norðurs, Reykjanesbrautar til suðurs og Nýbýlavegar til austurs. Í tillögunni er gert ráð fyrir að: 1) Byggingarreitur Dalvegar 32a er óbreyttur. 2) Byggingarreitur Dalvegar 32b verður eftir breytingu 60x28 metrar. 3) Byggingarreitur Dalvegar 32c á austurhluta lóðar breytist, stækkar til vesturs og verður 72,1 metrar að lengd og 46,4 metrar á breiddina. Gert ráð fyrir að byggingarreitur á annarri og þriðju hæð í norðaustur hluta lóðar verði á súlum yfir niðurgrafinni bílageymslu. Hæð verslunar- og skrifstofu hússins að Dalvegi 32c verður að hluta til 3 hæðir eða 11,8 metrar auk kjallara og 5 hæðir auk kjallara í austurhluta byggingarreits. Hámarks hæð byggingarreitar verður 19 metrar. Þakform er flatt þak. Hámarks byggingarmagn á lóðinni með kjöllurum og niðurgrafinni bílageymslu verður 14.265 m2 þar af er gert ráð fyrir 2.000 m2 í bílageymslu og kjallara Dalvegar 32c. Aðkoma, fyrirkomulag bílastæða og bílastæðakrafa breytist og verður eitt stæði á hverja 100 m2 í geymslurými, eitt stæði á hverja 50 m2 í skrifstofurými og eitt stæði á hverja 35 m2 í verslun. Að öðru leyti er vísað í gildandi deiliskipulag fyrir Dalveg 32 birt í B- deild Stjórnartíðinda 4. október 2007 m.s.br. sem birtar voru í B- deild Stjórnartíðinda 6. desember 2017 og 8. júní 2018. Uppdrættir dags. 27. febrúar 2020 í mkv. 1:2000 ásamt greinargerð, skipulagsskilmálum, minnisblaði; Deiliskipulag Dalvegar 20-32 og breytingar á Dalvegi - umhverfismat dags. 12. febrúar 2020 ásamt hljóðskýrslu dags. í janúar 2020. Á fundi skipulagsráðs 2. mars 2020 var samþykkt að framlögð tillaga verði kynnt í samræmi 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 10. mars 2020 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest. Kynningartíma lauk 11. maí 2020. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartímanum.
Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 15. júní 2020. Eftirfarandi breytingar dags. 15. júní 2020 eru lagðar fram og koma til móts við hluta innsendra athugasemda.
A) Vegstæði sunnan Dalvegar 32a og 32b er fært til suðurs.
B) Sett inn kvöð um rykbindingu á framkvæmdartíma.
Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

8.2002330 - Dalvegur 30. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga skipulags-og byggingardeildar dags. 27. febrúar 2020 að deiliskipulagi lóðarinnar nr. 30 við Dalveg. Deiliskipulagssvæðið sem er um 3 ha að stærð og afmarkast af Dalvegi 32 til austurs, Kópavogsdal ásamt Skógar,- og Lækjarhjalla til norðurs, Dalvegi 22 og 28 og opnu bæjarlandi til vesturs og Reykjanesbrautar til suðurs. Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir að fjarlægja núverandi byggingar á lóðinni (gróðurhús) og reisa í þeirra stað þrjár byggingar fyrir verslun og þjónustu á 3-5 hæðum auk niðurgrafinnar bílageymslu. Heildarflatarmál fyrirhugaðra bygginga er áætlað um 16,500 m2 án bílageymslu en hún er áætluð um 3,500 til 4,000 m2 að flatarmáli. Hámarksnýtingarhlutfall lóðarinnar er áætlað um 0.8 en um 1.0 með bílageymslu. Gert er ráð fyrir 1 bílastæða í hverja 35 m2 í verslunarrými, 1 stæði á hverja 50 m2 í skrifstofurými og 1 stæði á hverja 100 m2 í geymslurými. Samkvæmt tillögunni verða um 470 bílastæði á lóðinni þar af um 140 neðanjarðar. Gert er ráð fyrir spennistöð á lóðinni á norðvestur hluta hennar. Aðkoma að lóðinni verður frá Dalvegi annars vegar og hins vegar frá nýrri húsagötu sem verður milli lóða við Dalvega 22 og 28. Nýir göngu- og hjólastígar verða lagðir samhliða götum. Samfelld akstursleið verður austast á lóðum við Dalveg 6-8 að Dalvegi nr. 32 Í minnisblaði frá verkfræðistofunni Mannvit dags. 27. febrúar 2020 er nánar fjallað um möguleg umhverfisáhrif af uppbyggingu á Dalvegi frá 18 til 32 m.a. um umferð, umferðarhávaða og loftgæði Nánar er gert ráð fyrir eftirfarandi breytingum: 1) Á byggingarreit nr. 30 a við Dalveg er gert ráð fyrir verslun- þjónustu og atvinnuhúsnæði á þremur til fimm hæðum. Hámarkshæð er áætluð 21,2 m. og hámarks byggingarmagn er áætlað 10,500 m2 2) Á byggingarreit nr. 30 b við Dalveg er gert ráð fyrir verslun- þjónustu og atvinnuhúsnæði á þremur hæðum. Hámarkshæð er áætluð 14 metrar og hámarks byggingarmagn er áætlað 3,000 m2. 3) Á byggingarreit nr. 30 c við Dalveg er gert ráð fyrir verslun- þjónustu og atvinnuhúsnæði á þremur hæðum. Hámarkshæð er áætluð 14 metrar og hámarks byggingarmagn er áætlað 3,000 m2. Stærð lóðar er 20,688 m2 að flatarmáli. Uppdrættir dags. 27. febrúar 2020 í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð, skipulagsskilmálum, minnisblaði; Deiliskipulag Dalvegar 20-32 og breytingar á Dalvegi - umhverfismat dags. 27. febrúar 2020 ásamt hljóðskýrslu dags. í janúar 2020. Á fundi skipulagsráðs 2. mars 2020 var samþykkt að framlögð tillaga verði kynnt í samræmi 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 10. mars 2020 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest. Kynningartíma lauk 11. maí 2020. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartímanum.
Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 15. júní 2020. Eftirfarandi breytingar dags. 15. júní 2020 eru lagðar fram og koma til móts við innsendar athugasemdir.
A) Smáspennistöð færist frá lóð Dalvegar 30 inn á opið svæði bæjarins.
B) Sett inn kvöð um rykbindingu á framkvæmdartíma.
C) Vegstæði sunnan Dalvegar 30c færist til suðurs.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með áorðnum breytingum. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Helga Hauksdóttir, Hjördís Ýr Johnson, Júlíus Hafstein og Kristinn Dagur Gissurarson samþykkja erindið.

Bergljót Kristinsdóttir, Einar Örn Þorvarðarson, Sigurbjörg Erla Egilsdóttir sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Almenn erindi

9.2006230 - Hlíðarvegur 63. Bílskúr. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa Hlíðarvegar 63 þar sem óskað er eftir að reisa bílskúr 87 m2 að flatarmáli á lóðinni sbr. uppdrátt Ólafs Tage Bjarnasonar, byggingarfræðings í mkv. 1.500 dags. 29. apríl 2020. Samþykki lóðarhafa nr. 61 og 65 við Hlíðarveg liggur fyrir sbr. efindi dags. 25. mái 2020.
Skipulagsráð samþykkir að tillagan verði unnin áfram í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Almenn erindi

10.2005174 - Auðbrekka 9-11. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju erindi Jakobs Líndal arkitekts dags. 7. maí 2020 fh. lóðarhafa Auðbrekku 9-11 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að atvinnuhúsnæði á neðstu hæð hússins verði skráð sem íbúðarhúsnæði. Gert er ráð fyrir að koma fyrir 9 stúdíóíbúðum í rýminu, hver um sig 46 m2 ásamt 17 m2 geymslulofti. íbúðunum fylgja 11 bílastæði. Samþykki lóðarhafa í húsinu liggur fyrir. Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 7. maí 2020.
Skipulagsráð samþykkir að framlögð tillaga verði grenndarkynnt í samræmi við 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir lóðarhöfum Auðbrekku 3a, 3-5, 7, 9-11, 13, 15, Dalbrekku 2, 4-6, 8, 10, 12 , 14 og Skeljabrekku 4.

Almenn erindi

11.1911362 - Langabrekka 5. Niðurstaða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

Hinn 30. apríl 2020 kvað úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála upp úrskurð í máli nr. 116/2019. Málið varðar synjun á umsókn um byggingarleyfi fyrir bílgeymslu við vesturhlið hússins að Lögnubrekku 5. Var niðurstaða úrskurðarnefndarinnar sú að fella hina kærðu ákvörðun úr gildi þar sem ekki var ljóst af bókun skipulagsráðs hvaða rök lágu að baki þeirrar ákvörðunar að synja greindri byggingarleyfisumsókn.
Lagt fram.

Almenn erindi

12.1902260 - Langabrekka 5. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju erindi Verkfræðistofu Ívars Haukssonar f.h. lóðarhafa dags. 27. september 2016 þar sem óskað er eftir að byggja 21,7 m2 bílgeymslu sem verður áföst vesturhlið hússins að Löngubrekku 5 sbr. framlagða uppdrætti í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 27.9.2016. Fyrir liggur samþykki lóðarhafa á aðliggjandi lóð, Löngubrekku 7. Þá lögð fram undirrituð yfirlýsing lóðarhafa um að hann standi straum af öllum kostnaði við að færa fráveitulögn sem er staðsett þar sem bílgeymslan á að rísa. Einnig samþykkir hann að starfsmenn umhverfissviðs hafi eftirlit með framkvæmdinni.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt lóðarhöfum Löngubrekku 1-13, Laufbrekku 1 og 3, Álfhólsvegar 59 og 61.

Helga Hauksdóttir og Júlíus Hafstein samþykkja erindið.

Hjördís ýr Johnson, Kristinn Dagur Gissurarson, Bergljót Kristinsdóttir, Einar Örn Þorvarðarson og Sigurbjörg Erla Egilsdóttir sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Almenn erindi

13.2006376 - Kórsalir 1. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Aðalsteins Guðmundssonar eins lóðarhafa Kórsala 1 þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi á lóðinni. Í breytingunni felst að 40,7 m2 rými í kjallara hússins sem nú er skráð sem föndur- og vinnurými verði skráð sem íbúð með sér fastanúmer. Íbúðum í húsinu verði þannig fjölgað um eina og heildarfjöldi íbúða eftir breytingu verði alls 23. Þá er gert ráð fyrir breytingum á útliti norðvesturhliðar hússins þar fyrirhugað er að koma fyrir hurð og verönd. Sjá nánar á teikningum dags. 10. maí 2020. Þá lagt fram samþykki meðeigenda.
Skipulagsráð samþykkir erindið með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Kristinn Dagur Gissurarson situr hjá við afgreiðslu málsins.

Almenn erindi

14.2006557 - Jörfalind 25. Fjölgun bílastæða á lóð.

Lagt fram erindi lóðarhafa Jörfalindar 25 þar sem óskað er eftir heimild til að breikka innkeyrslu að húsinu um 3,3 m til suðurs og fjölga bílastæðum á lóðinni úr tveimur í þrjú.
Skipulagsráð samþykkir erindið enda verði kostnaður af umræddri framkvæmd að fullu greiddur af lóðarhafa.

Bergljót Kristinsdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins.

Almenn erindi

15.2006762 - Þorrasalir 37. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi lóðarhafa þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi á lóðinni. Í breytingunni felst stækkun lóðarinnar um 145 m2 til vesturs í átt að sveitafélagamörkum Kópavogs og Garðabæjar og 105 m2 viðbygging á einni hæð við núverandi einbýlishús á lóðinni. Þá er gert ráð fyrir þakverönd ofaná fyrirhugaðri viðbyggingu. Við breytinguna eykst byggingarmagn á lóðinni úr 287 m2 í 392 m2 og nýtingarhlutfall úr 0,48 í 0,53 mv. stækkun lóðarinnar.
Skipulagsráð samþykkir að auglýsa framlagða tillögu í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

16.2004266 - Megin hjóla- og göngustígakerfi í Kópavogi. Áætlun.

Lagt fram að nýju minnisblað dags. 15. apríl 2020 varðandi flokkun stígakerfis, heildrænt skipulag stofnstígakerfis og kortlagningu á flokkuðu stígakerfi og stofnstígum fyrir hjólreiðar í Kópavogi. 1)Flokkun stígakerfis í Kópavogi er í samræmi við Hönnunarleiðbeiningar fyrir reiðhjól sem gefnar voru út í fyrstu útgáfu af sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu, Vegagerðinni og Samtaka sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu árið 2019. Flokkun stígakerfis fyrir reiðhjól var sett fram í Nýju línunni. 2.Stofnstígakerfi fyrir reiðhjól í Kópavogi miðast við vinnu samráðshóps sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu undir leiðsögn Vegagerðarinnar í samstarfi við Samtök sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um samkomulag um uppbyggingu á vistvænum samgöngum á höfuðborgarsvæðinu útaf hágæða almenningssamgöngum þar sem kortlagt var hvaða stígar teldust til þess að vera stofnstígar fyrir hjólreiðar á höfuðborgarsvæðinu. 3.Kortlagning á flokkuðu stígakerfi byggir á flokkun stígakerfis sem gerð var fyrir Nýju línunna og ákvörðun um hvaða stígar teljist til þess að vera stofnstígar innan sveitarfélagsins og sýnir einnig aðra tengistíga og útivistarstíga innan sveitarfélagsins.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

17.2006259 - Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030. Elliðaárvogur - smábátahöfn.

Lagt fram erindi Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 10. júní 2020 þar sem kynnt er vinnslutillaga að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Áformuð breyting felur í sér lítislháttar breytingar á hafnargarði við smábátahöfn Snarfara.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

18.2006258 - Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030. Stefna um íbúðarbyggð - stakir reitir.

Lagt fram erindi Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 10. júní 2020 þar sem kynnt er vinnslutillaga að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Áformuð breyting felur í sér skilgreiningar nýrra reita fyrir íbúðarbyggð:
1. Arnarbakki. Stækkun núverandi hverfiskjarna og skilgreining sem reits fyrir íbúðarbyggð (nr. 66).
2. Eddufell-Völvufell. Stækkun verslunar- og þjónustusvæði, skilgreining hverfiskjarna og reits fyrir íbúðarbyggð (nr. 67).
3. Rangársel. Stækkun verslunar- og þjónustusvæðis, skilgreining hverfiskjarna og reits fyrir íbúðarbyggð.
4. Háaleitisbraut-Miklabraut. Reitur fyrir íbúðarbyggð (nr. 64).
5. Furugerði-Bústaðavegur. Reitur fyrir íbúðarbyggð (nr. 65).
6. Vindás-Brekknaás. Fjölgun íbúða á áður skilgreindum reit fyrir íbúðarbyggð (nr. 51).
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

19.2006264 - Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030. Nýi Skerjafjörður.

Lagt fram erindi Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 10. júní 2020 þar sem kynnt er vinnslutillaga að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Áformuð breyting felur í sér breytta landnotkun og fjölgun íbúða í Skerjafirði.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

20.2006260 - Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030. Sértæk búsetuúrræði.

Lagt fram erindi Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 10. júní 2020 þar sem kynnt er vinnslutillaga að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í áformaðri breytingu er skerpt á heimildum er varða sérstök búsetuúrræði innan mismunandi landnotkunarsvæða aðalskipulagsins, m.a. varðandi húsnæðislausnir fyrir heimilislausa.
Lagt fram og kynnt.

Fundi slitið - kl. 21:02.