Lögð fram tilaga skipulags-og byggingardeildar dags. 12. febrúar 2020 í samráði við lóðarhafa Dalvegar 30 varðandi breytt deiliskipulag.
Deiliskipulagssvæðið sem er um 2.8 ha að stærð, afmarkast af Dalvegi 32 til austurs, Kópavogsdal ásamt Skógar,- og Lækjarhjalla til norðurs, Dalvegi 22 og 28 og opnu bæjarlandi til vesturs og Reykjanesbrautar til suðurs.
Í minnisblaði frá verkfræðistofunni Mannvit dags. 12. febrúar 2020 er nánar fjallað um möguleg umhverfisáhrif af uppbyggingu á Dalvegi frá 18 til 32 og hvort þörf sé á sértækum mótvægisaðgerðum.
Gert er ráð fyrir að fjarlægja allar núverandi byggingar á lóðinni og reisa í þeirra stað verslunar- og þjónustuhúsnæði á 3-5 hæðum auk niðurgrafinnar bílageymslu. Heildarflatarmál eykst frá núverandi byggingamagni í um 16,500 m2 án bílageymslu en hún er áætluð um 3,500 -4,000 m2 að stærð. Hámarksnýtingarhlutfall er áætlað um 0.8 en um 1.0 með bílageymslu. Aðkoma, fyrirkomulag bílastæð og bílastæða krafa breytist og verður eitt stæði á hverja 100 m2 í geymslurými, eitt stæði á hverja 50 m2 í skrifstofurými og eitt stæði á hverja 35 m2 í verslunarrými. Hámarksfjöldi bílastæða á lóð verður eftir breytingu 470 þar af 140 neðanjarðar en með tilliti til bílastæðakröfu getur fjöldi minnkað ef hlutföll breytast. Sjá nánar í greinargerð með skipulagsskilmálum. Gert er ráð fyrir spennistöð á lóðinni staðsett í norðvestur hluta hennar. Aðkoma að svæðinu breytist með nýrri húsagötu að vesturhluta lóðarinnar og breyttum gatnamótum við Dalveg. Nýir göngu- og hjólastígar verða lagðir samhliða götum. Samfelld akstursleið verður austast á lóðum við Dalveg 6-8 að Dalvegi nr. 32
Nánar er gert ráð fyrir eftirfarandi breytingum:
1)
Á byggingarreit nr. 30 a við Dalveg er gert ráð fyrir verslun- þjónustu og atvinnuhúsnæði á þremur til fimm hæðum. Hámarkshæð er áætluð 24,2 m. og hámarks byggingarmagn er áætlað 10,500 m2
2)
Á byggingarreit nr. 30 b við Dalveg er gert ráð fyrir verslun- þjónustu og atvinnuhúsnæði á þremur hæðum. Hámarkshæð er áætluð 14 metrar og hámarks byggingarmagn er áætlað 3,000 m2.
3)
Á byggingarreit nr. 30 c við Dalveg er gert ráð fyrir verslun- þjónustu og atvinnuhúsnæði á þremur hæðum. Hámarkshæð er áætluð 14 metrar og hámarks byggingarmagn er áætlað 3,000 m2.
Stærð lóðar er 20,688 m2 að flatarmáli.
Uppdrættir dags. 12. febrúar 2020 í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð, skipulagsskilmálum, minnisblaði; Deiliskipulag Dalvegar 20-32 og breytingar á Dalvegi - umhverfismat dags. 12. febrúar 2020 ásamt hljóðskýrslu dags. í janúar 2020