Skipulagsráð

67. fundur 20. janúar 2020 kl. 16:30 - 18:15 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Helga Hauksdóttir formaður
  • J. Júlíus Hafstein aðalmaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Kristinn D Gissurarson aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Smári Magnús Smárason arkitekt
  • Steingrímur Hauksson sviðsstjóri skipulags- umhverfissviðs
  • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
  • Bjarki Þórir Valberg starfsmaður umhverfissviðs
  • Hildur Inga Rós Raffnsöe starfsmaður umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Bjarki Valberg
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.1912013F - Bæjarráð - 2984. fundur frá 09.01.2020

2001022 - Bláfjöll. Skíðasvæði. Framkvæmdaleyfi.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1901120 - Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2040. Breytt vaxtamörk á Álfsnesi.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1910605 - Nýbýlavegur 32. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1811314 - Dalaþing 36. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1910451 - Bakkabraut 7a. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.1912002F - Bæjarstjórn - 1207. fundur frá 14.01.2020

2001022 - Bláfjöll. Skíðasvæði. Framkvæmdaleyfi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1901120 - Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2040. Breytt vaxtamörk á Álfsnesi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1910605 - Nýbýlavegur 32. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1811314 - Dalaþing 36. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1910451 - Bakkabraut 7a. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 9 atkvæðum og hjásetu Karenar E. Halldórsdóttur og mótatkvæði Guðmundar G. Geirdal.

Almenn erindi

3.1911283 - Auðbrekka - þróunarsvæði. Svæði 1 og 2. Deiliskipulag.

Lagt fram erindi skipulags- og byggingardeildar dags. 20. janúar 2020 þar sem gert er ráð fyrir breyttu deiliskipulagi á svæði 1 og 2. Í breytingunni felst að íbúðum á ofangreindum svæðum fjölgar í heildina um 32 og verði eftir breytingu 132 íbúðir. Gert er ráð fyrir að falli verði frá sameiginlegri lóð húsanna að Nýbýlavegi 2 til 12 undir niðurgrafna bílageymslu og að lóðarmörk lóða stækki í samræmi við það. Heildarstækkun lóða verður 4.417 m2. Að Nýbýlavegi 4 og 8 er fallið frá áætlunum um að heimila alls 29 íbúðir og í þeirra stað verður gert ráð fyrir 2.900 2 í nýju athafnahúsnæði. Að Nýbýlavegi 6 er gert ráð fyrir að fallið verði frá að heimila 17 íbúðir og í þeirra stað verði gert ráð fyrir 1.700 m2 í nýju atvinnuhúsnæði. Ekki er gert ráð fyrir breytingu á heildarbyggingarmagni, fjölda bílastæða eða hæð húsa á umræddum lóðum miðað við gildandi deiliskipulag. Að Nýbýlavegi 6 er gert ráð fyrir einni íbúð.
á lóðinni að Nýbýlavegi 10 verður fallið frá áætlun um atvinnuhúsnæði (hótel með 111 herbergjum) í suðurhluta byggingarreits og í þess stað gert ráð fyrir 33 íbúðum auk bílageymslu og stoðrýma í kjallara. Heildarfjöldi íbúða eftir breytingu verður 80 íbúðir. Heildarflatarmál eykst í 10.615 m2 og hluti byggingareitar hækkar um eina hæð. Nýtingarhlutfall lóðar hækkar úr 2.9 í 3.1. Fjöldi bílastæða eykst úr 92 í 117 stæði.
Stofnaðar verða tvær nýjar lóðir Auðbrekka 1 sem verður 2.553 m2 að stærð og Aubrekka 3-5 sem verður 4.918 m2 að stærð.
Að lóðinni að Auðbrekku 3-5, nánar til tekið við staðföngin Auðbrekku 3-5 og Skeljabrekku 4 og 6 verður dregið úr stærð atvinnuhúsnæðis og þess í stað komið fyrir 47 íbúðum í austurhluta byggingarreitsins. Heildarflatarmál eykst um 2.000 m2. Gert er ráð fyrir 1.3 stæði á hverja íbúð og einu stæði á hverja 55 m2 í atvinnuhúsnæði eða í allt 170 stæðum. Aðkoma og byggingarreitir breytast á báðum lóðum breytast.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

4.1907316 - Dalvegur. Heildarskipulag.

Lögð fram og kynnt tillaga skipulags- og byggingardeildar að deiliskipulagi Dalvegar 24-32. Uppdrættir í mkv. 1:2000 ásamt greinargerð og skipulagsskilmálum dags. í janúar 2020.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

5.2001204 - Smárinn vestan Reykjanesbrautar. Bílastæðahús norðan Smáralindar. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram og kynnt tillaga ASK arkitekta að þriggja hæða bílastæðahúsi fyrir 310 bíla norðan Smáralindar að Hagasmára 1. Í tillögunni felst jafnframt að lóðamörk Hagasmára 1 breytist við aðkomugötu frá Fífuhvammsvegi að Smáralind og aðkomugatan hliðrast að hluta til vestur næst Smáralind og fyrikomulag bílastæða og gatnatengingar næst norðurhlið Smáralindar breytist. Uppdrættir í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 14. janúar 2019.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

6.2001183 - Landfylling og brú yfir Fossvog. Umsögn.

Lögð fram greinargerð Alta: Greinargerð með tilkynningu til ákvörðunar um matskyldu - Brú yfir Fossvog unnin fyrir Vegagerðina og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu dags. 17. desember 2019. Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Vegagerðin hafa ákveðið að vinna sameiginlega að undirbúningi brúar yfir Fossvog fyrir gangandi, hjólandi og umferð almenningsvagna. Framkvæmdin felur í sér gerð landfyllinga, byggingu brúar og bráðabirgðavegtengingar. Markmið með gerð brúar yfir Fossvog er að bæta samgöngutengingar milli Reykjavíkur og Kópavogs. Í greinargerðinni kemur fram ósk um ákvörðun Skipulagsstofnunar um það hvort að lýst framkvæmd sé matskyld skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000, sbr. 3 mgr. 6. gr. laganna.

Lagt fram erindi Skipulagsstofnunar dags. 30. desember 2019 sbr. 6. gr. laga nr. 106/200 m.s.b. og 12. gr. reglugerðar nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum þar sem óskað er eftir að Kópavogsbær gefi umsögn um hvort og á hvaða forsendum ofangreind framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 2. viðauka í framangreindum lögum.

Þá lögð fram umsögn sviðsstjóra Umhverfissviðs Kópavogsbæjar dags. 14. janúar 2020 þar sem m.a. kemur fram að gerð sé nægilega grein fyrir framkvæmd, umhverfi og umhverfisáhrifum fyrirhugaðra framkvæmda í matsskyldufyrirspurninni og þar sé sömuleiðis fjallað um
mótvægisaðgerðir og vöktun. Í umsögninni er tekið undir tillögur að mótvægisaðgerðum sem lagðar eru til í deiliskipulagi og matsskyldufyrirspurn.
Niðurstaða umsagnarinnar er að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum út frá þeim atriðum sem falla undir starfssvið sveitarfélagsins. Eins og fram kemur í matsskyldufyrirspurn er gerð landfyllinga, bráðabirgðavegar og brúar háð framkvæmdaleyfi Kópavogsbæjar.
Skipulagsráð samþykkir framlagða umsögn dags. 14. janúar 2020. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

7.1911698 - Landsnet. Kerfisáætlun 2020-2029. Verkefnis- og matslýsing

Lögð fram til kynningar kerfisáætlun Landsnets 2020-2029 unnin af VSÓ - hönnun og ráðgjöf. En Landsnet vinnur að undirbúningi við mótun kerfisáætlunar 2020-2029 samkvæmt raforkulögum nr. 65/2003 og lögum um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 sem og reglugerð um kerfisáætlun fyrir uppbyggingu flutningskerfis raforku nr. 870/2016.
Kerfisáætlun fellur undir lög um umhverfismat áætlana, þar sem hún felur í sér stefnumörkun og áætlun um framkvæmdir sem marka stefnu um leyfisveitingar fyrir framkvæmdum sem tilgreindar eru í lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

8.1907192 - Kleifakór 2 og 4. Þjónustuíbúðir.

Lögð fram drög að breyttu deiliskipulagi AVH ehf. fh. Kópavogsbæjar að sjö þjónustuíbúðum fyrir fatlaða við Kleifakór 2 og 4. Í drögunum eru sýndir tveir kostir (tillaga 1 og 2) að fyrirkomulagi á lóð hvað varðar staðsetningu húss og bílastæða. Uppdrættir í mkv. 1.500 ásamt skýringarmyndum dags. 11. desember 2019.
Frestað. Skipulagsráð óskar eftir því að skipulags- og byggingardeild kynni framlagðar hugmyndir fyrir aðliggjandi byggð.

Almenn erindi

9.1911706 - Hraunbraut 18. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Jóns Davíðs Ásgeirssonar arkitekts dags. 19. nóvember 2019 fh. lóðarhafa Hraunbrautar 18. Í erindinu er óskað eftir að reisa 100,3 m2 viðbyggingu við húsið að norðanverðu, að hluta til ofan á núverandi bílskúr. Auk þess verður komið fyrir nýju anddyri á neðri hæð hússins, tæknirými og lyftu sem tengir bílskúrinn við efri hæðina. Húsið er í dag 211,1 m2 en eftir breytingu verður það 311,4 m2. Á fundi skipulagsráðs 2. desember 2019 var samþykkt með vísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Kársnesbrautar 25, 27, 29, 31 og Hraunbrautar 11, 15, 16, 17, 19, 20 og 22. Kynningartíma lauk 10. janúar 2020. Ein ábending barst á kynningartímanum.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

10.1912190 - Múlalind 10. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Vilborgar Guðjónsdóttur arkitekts, dags. 5. desember 2019 fh. lóðarhafa Múlalindar 10. Óskað er eftir að rífa 77,8 m2 steypt íbúðarhús á lóðinni, byggt 1930, og byggja í stað þess 160 m2 einbýlishús og 30 m2 stakstæða bílgeymslu. Að mestu er stuðst við gildandi deiliskipulag en farið 40 m2 út fyrir innri byggingarreit og þak bílskúrsins er 3,2-3,4 m á hæð en í gildandi deiliskipulagi er hámarkshæð 2,9 m. Á fundi skipulagsráðs 16. desember var erindið lagt fyrir í formi fyrirspurnar og var samþykkt að tillagan yrði unnin áfram með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 5. desember 2019.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 2.mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Múlalindar 8 og Mánalindar 9, 11, 13, 15, 17 og 19.

Almenn erindi

11.1911866 - Grundarhvarf 10. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Þorgeirs Þorgeirssonar arkitekts fh. lóðarhafa að Grundarhvarfi 10. Lóðin er í dag einbýlishúsalóð en óskað er eftir að reisa parhús með kjallara í stað einbýlishúss á einni hæð. Í parhúsinu er gert ráð fyrir tveimur 150,6 m2 íbúðum en auk þess er undir öðru niðurgrafin bílgeymsla og geymsla, 67,9 m2 og undir hinu niðurgrafið opið bílskýli ásamt 16,3 m2 geymslu. Á fundi skipulagsráðs 2. desember 2019 var erindið lagt fram í formi fyrirspurnar og var samþykkt að málið yrði unnið áfram í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 25. nóvember 2019. Þá lagt fram undirritað samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóðar, Grundarhvarfi 10a.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

12.2001088 - Fífuhjalli 11. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Hildar Bjarnadóttur arkitekts dags. 29. nóvember 2019 fh. lóðarhafa Fífuhjalla 11. Í erindinu er óskað eftir að breyta skráningu hússins úr einbýli í tvíbýli auk þess að koma fyrir svölum á efri hæð hússins, sunnanmegin. Íbúð á neðri hæð verður 171,3 m2 eftir breytingu og íbúð á efri hæð veður 166,2 m2. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 29. nóvember 2019.
Frestað.

Almenn erindi

13.2001090 - Kársnesbraut 64. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Jakobs Líndal arkitekts dags. 21. nóvember 2019 fh. lóðarhafa Kársnesbrautar 64. Í erindinu er óskað eftir að breyta nýtingu hússins úr einbýlishúsi í gistiheimili í flokki II, gr. 12 samkv. reglugerð um gististaði 1277/2016. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 21. nóvember 2019.
Frestað.

Almenn erindi

14.2001427 - Kjóavellir - Breytt deiliskipulag

Lögð fram tillaga frá Garðabæ að breytingu á deiliskipulagi Kjóavalla innan sveitarfélagsmarka Garðabæjar. Breytingin nær til fyrirhugaðrar hesthúsabyggðar í Rjúpnahæð, neðan við Elliðavatnsveg og til núverandi hesthúsabyggðar á gamla Andvarasvæðinu.
Helstu breytingar eru eftirfarandi:
1. Milli Hattarvalla og Sunnuvalla kemur afgirt heygeymslusvæði í stað hesthúsalóða.
Félagsheimili breytist í hesthús og bílastæði minnka. Byggingarreitir fyrir yfirbyggðar
heygeymslur eru teknir út.
2. Lega Orravalla færist til norðurs og bílastæði sem áður voru norðan við götuna, færast
suður fyrir götu og verða innan lóða.
3. Lóðir og skilmálar fyrir hesthús í Rjúpnahæðarhverfi breytast (Sunnuvellir, Æsuvellir,
Stjörnuvellir og Tinnuvellir) og eru eftirfarandi:
· Hestagerði færast suður fyrir byggingarreit á öllum lóðum.
· Skilmálar fyrir hesthús breytast og verður leyfilegt að byggja hús á einni hæð með risi á
öllum lóðum innan Rjúpnahæðarhverfis.
· Lóðarstærðir og þar með byggingarreitir, breytast.
4. Gert er ráð fyrir að akfært verði á milli botnlangagatna, svo m.a. verði auðveldara að
flytja hey.
5. Nýr reiðstígur kemur meðfram Markavegi og gangstígar breytast til samræmis. Einnig
er sýndur reiðstígur meðfram Elliðavatnsvegi til samræmis við aðalskipulag
Garðabæjar.
6. Svæðið neðan við hesthúsabyggð og ofan við áhorfendabrekkur Skeifunnar breytist og
þar er nú gert ráð fyrir afgirtu heygeymslusvæði. Reiðgerði og hringgerði flytjast og
settjörn færist.
7. Byggingarreitir og skilmálar eru settir um þegar byggð hús í Andvarahverfi og lóðir
stækkaðar þannig að þær nái út að götu, sem auðveldar endurbyggingu húsa innan
reitsins.
8. í greinargerð eru gerðar breytingur á skilmálum í greinargerð, í greinum 2.8, 2.11, 2.13
og 3.1.3
Lagt fram og kynnt. Ekki eru gerðar athugasemdir við tillöguna.

Fundi slitið - kl. 18:15.