Lögð fram umsókn Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, greinargerð VSÓ; Endurbætur á skíðasvæðinu í Bláfjöllum, umsókn um framkvæmdaleyfi dags. í desember 2019. Þá lögð fram tillaga skipulagsstjóra að leyfi fyrir framkvæmdum á skíðasvæði Bláfjalla. Fyrirhugaðar framkvæmdir felast í landmótun, uppsetningu á lausum lögnum og girðingum og aðrar framkvæmdir sem unnar eru samhliða reisingu á nýjum skíðalyftum Gosa og Drottningu. Skíðalyftur samanstanda af undirstöðum, möstrum, línum, stólum, neðri og efri stjórnhúsum og stólageymslu. Einnig framkvæmdir sem tengjast uppsetningu snjóframleiðslubúnaðar, gerð borplans, miðlunarlóns og uppsetningu á lögnum og snjóbyssum. Framkvæmdirnar eru í samræmi við deiliskipulag skíðasvæðisins í Bláfjöllum samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs 25. september 2018. Í framkvæmdaleyfinu koma fram þau hönnunargögn og önnur gögn sem framkvæmdaleyfið byggir á sem og skilyrði og skilmálar leyfisveitenda.