Skipulagsráð

66. fundur 06. janúar 2020 kl. 16:30 - 19:10 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Helga Hauksdóttir formaður
  • J. Júlíus Hafstein aðalmaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Kristinn D Gissurarson aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Berglind Ósk Kjartansdóttir starfsmaður umhverfissviðs
  • Smári Magnús Smárason arkitekt
  • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Berglind Ósk Kjartansdóttir ritari
Dagskrá

Almenn erindi

1.1912312 - Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030. Tillaga að breytingu á Vífilstaðalandi, þróunarsvæði B. Forkynning.

Lagt fram erindi Sólveigar Helgu Jóhannsdóttur, skipulagsfræðings fh. Garðabæjar dags. 4. desember 2019 og varðar vinnslutillögu að fyrirhugaðri breytingu á rammahluta Aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030 fyrir Vífilsstaðaland, þróunarsvæði B. Erindinu fylgja jafnframt þrjár deiliskipulagsáætlanir innan þess svæðis sem aðalskipulagsbreytingin nær til þ.e. fyrir blandaða byggð í Vetrarmýri, norður hluta Hnoðraholts þar sem fyrirhuguð er íbúðarbyggð ásamt verslun og þjónustu svo og fyrir Rjúpnadal þar sem gert er ráð fyrir kirkjugarði og meðferðarstofnun. Tillögurnar eru til forkynningar sbr. 2. mgr. 30. gr. og 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Arinbjörn Vilhjálmsson, skipulagsstjóri Garðabæjar, Jóhanna Helgadóttir, skipulagsfræðingur og Sigurður Einarsson, arkitekt gera grein fyrir tillögunum.
Afgreiðslu frestað. Bæjaryfirvöldum í Kópavogi hefur borist mikil fjöldi athugasemda og ábendingar frá íbúum við Þorrasali, Þrymsali og Þrúðsali vegna kynntrar tillögu að breytingum á skipulagi Vífilsstaðalands, einkum Hnoðraholts í Garðabæ. Skipulagsráð felur formanni skipulagsráðs og skipulagsstjóra að óska eftir samráðsfundi með skipulagsyfirvöldum í Garðabæ ásamt fulltrúum íbúa við framantaldar götur.

Gestir

  • Arinbjörn Vilhjálmsson - mæting: 16:30
  • Sólveig Helga Jóhannsdóttir - mæting: 16:30
  • Sigurður Einarsson - mæting: 16:30
  • Berglind Hallgrímsdóttir - mæting: 16:30
  • Jóhanna Helgadóttir - mæting: 16:30

Almenn erindi

2.2001022 - Bláfjöll. Skíðasvæði. Framkvæmdaleyfi.

Lögð fram umsókn Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, greinargerð VSÓ; Endurbætur á skíðasvæðinu í Bláfjöllum, umsókn um framkvæmdaleyfi dags. í desember 2019. Þá lögð fram tillaga skipulagsstjóra að leyfi fyrir framkvæmdum á skíðasvæði Bláfjalla. Fyrirhugaðar framkvæmdir felast í landmótun, uppsetningu á lausum lögnum og girðingum og aðrar framkvæmdir sem unnar eru samhliða reisingu á nýjum skíðalyftum Gosa og Drottningu. Skíðalyftur samanstanda af undirstöðum, möstrum, línum, stólum, neðri og efri stjórnhúsum og stólageymslu. Einnig framkvæmdir sem tengjast uppsetningu snjóframleiðslubúnaðar, gerð borplans, miðlunarlóns og uppsetningu á lögnum og snjóbyssum. Framkvæmdirnar eru í samræmi við deiliskipulag skíðasvæðisins í Bláfjöllum samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs 25. september 2018. Í framkvæmdaleyfinu koma fram þau hönnunargögn og önnur gögn sem framkvæmdaleyfið byggir á sem og skilyrði og skilmálar leyfisveitenda.
Skipulagsráð samþykkir tillöguna. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

3.2001015 - Aðal- og deiliskipulag fyrir skíðasvæði Bláfjalla í Ölfusi.

Með tilvísan til 31. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er lagt fram erindi skipulags- og byggingarfulltrúa Ölfuss dags. 20. desember 2019 og varðar auglýsingu á tillögu að breyttu aðalskipulagi og tillögu að deiliskipulagi innan lögsögu Ölfuss vegna stækkunar skíðasvæðisins í Bláfjöllum. Breytingin á aðalskipulaginu felst í því að um 100 ha svæði innan sveitarfélagsins í Bláfjöllum verður skilgreint sem opið svæði til sérstakra nota (íþróttasvæði) í stað þess að vera óbyggt svæði. Innan deiliskipulagsins verða nýjar stólalyftur sem að mestu eru innan lögsögu Kópavogs, jafnfram diskalyfta og nýjar skíðaleiðir ásamt gönguskíðahrings innan deiliskipulagssvæðisins í austurhlíðum Bláfjalla. Tillögurnar, greinargerð, uppdrættir og umhverfismat eru unnar af Landslagi dags. 4. desember 2019.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við framlagðar tillögur.

Almenn erindi

4.1901120 - Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2040. Breytt vaxtamörk á Álfsnesi.

Lagt fram erindi Hrafnkels Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóra dags. 30. desember 2019 og varðar breytingu á svæðisskipulaginu Höfuðborgarsvæðið 2040 þar sem vaxtamörk á Álfsnesi eru færð út. Umrædd tillaga að breytingu á svæðisskipulagi ásamt umhverfisskýrslu var auglýst 30. ágúst 2019. Frestur til athugasemda og ábendinga var til 11. október 2019. Samhliða breytingunni var jafnframt kynnt breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur 2030; nýtt deiliskipulag fyrir Álfsnesvík ásamt frummatsskýrslu vegna nýrrar staðsetningar Björgunar á Álfsnesi. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartíma. Að lokinni kynningu var umrædd breyting á svæðisskipulaginu lögð fyrir að nýju í svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins 29. nóvember 2019 ásamt framkomnum athugasemdum og ábendingu og viðbrögðum svæðisskipulagsnefndar við þeim. Frá auglýstri tillögu hefur verið bætt við fyllri umsögn í umhverfisskýrslu um áhrif á hljóðvist, umfjöllun um þætti sem geta haft áhrif á fok sem og umfjöllun um útivistarsvæði. Þá hefur verið leiðrétt misritun um stækkunarmöguleika lóðar Björgunar í Álfsnesvík. Að öðru leyti kalla umsagnir ekki á breytingu á skipulagstillögum eða umhverfisskýrslu vegna svæðisskipulagsins. Svæðisskipulagsnefnd samþykkti tillöguna og vísaði henni til afgreiðslu aðildarsveitarfélaga SSH.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með tilvísan til 2. mgr. 25. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 9. gr. laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

5.1910605 - Nýbýlavegur 32. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Einars Ólafssonar arkitekts dags. 25. júlí 2019 fh. lóðarhafa Nýbýlavegar 32. Í erindinu er óskað eftir að breyta þriðju hæð hússins úr iðnaðarhúsnæði í íbúðarhúsnæði og koma fyrir fjórum íbúðum á hæðinni. Byggt verður yfir svalir að hluta svo gólfflöturinn stækkar um 39,9 m2 og komið fyrir nýjum stiga á suður hlið hússins, Dalbrekkumegin. Gólfflötur þriðju hæðar er í dag 171,1 m2 en verður 211 m2 eftir breytingu. Íbúðirnar fjórar verða 61 m2, 51 m2, 50 m2 og 49 m2. Á fundi skipulagsráðs 18. nóvember 2019 var samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Nýbýlavegar 30 og Dalbrekku 27, 29, 54, 56 og 58. Kynningartíma lauk 18. desember 2019. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartímanum.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

6.1811314 - Dalaþing 36. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Sigurðar Hallgrímssonar arkitekts dags. 10. október 2018 fh. lóðarhafa Dalaþings 36 þar sem óskað er eftir að byggja opið garðskýli á suðurhluta lóðarinnar og breyta skráningartöflu. Á fundi skipulagsráðs 19. nóvember 2018 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Dalaþings 15, 26 a og b, 27 og 34. Kynningu lauk 18. desember 2019. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartímanum.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

7.1906334 - Skjólbraut 3a. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Sævars Geirssonar tæknifræðings dags. 7. október 2019 fh. lóðarhafa að Skjólbraut 3a. Í erindinu er óskað eftir að reisa 63 m2 stakstæða bílgeymslu með tómstundaherbergi og salernisaðstöðu á suðausturhlið lóðarinnar. Auk þess er óskað eftir reisa 17,5 m2 viðbyggingu á suðurhlið íbúðarhússins sem nýtist sem svalir fyrir efri hæð hússins. Á fundi skipulagsráðs 4. nóvember 2019 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Skjólbrautar 3 og 5 og Meðalbrautar 6, 8 og 10. Kynningartíma lauk 3. janúar 2020. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartímanum.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.

Almenn erindi

8.1910490 - Fífuhvammur 25. Kynning á byggingarleyfi. Sólstofa ofan á bílskúr.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Sævars Geirssonar tæknifræðings dags. 7. október 2019 fh. lóðarhafa Fífuhvamms 25. Í erindinu er óskað eftir að reisa 8,1 m2 sólstofu ofan á bílgeymslu. Á fundi skipulagsráðs 4. nóvember 2019 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Fífuhvamms 23, 27 og Víðihvamms 16, 18 og 20. Kynningartíma lauk 3. janúar 2020. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartímanum.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.

Almenn erindi

9.1910451 - Bakkabraut 7a. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Sigurðar Hafsteinssonar byggingatæknifræðings dags. 9. ágúst 2019 fh. lóðarhafa Bakkabrautar 7a þar sem óskað er eftir leyfi til að breyta skráningu á 121 m2 rými neðri hæðar úr iðnaðarhúsnæði í íbúðarhúsnæði. Á fundi skipulagsráðs 4. nóvember 2019 var samþykkt að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Bakkabrautar 5a til 5e og Bakkabrautar 7b til 7d. Kynningartíma lauk 20. desember 2019. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartímanum.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Kristinn Dagur Gissurarson greiðir atkvæði gegn erindinu.

Almenn erindi

10.2001008 - Sæbólsbraut 40. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Guðrúnar Stefánsdóttur arkitekts dags. í desember 2019 fh. lóðarhafa að Sæbólsbraut 40. Í erindinu er óskað eftir að stækka bílgeymslu um 6 m2 til suðurs og stækka anddyri um 3.6 m2 og með því stækka svalir ofan á anddyri um það sama. Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 26. nóvember 2019. Samþykki aðliggjandi lóðarhafa liggur fyrir.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Sæbólsbrautar 38, 42, 51 og 55.

Almenn erindi

11.1912293 - Borgarholtsbraut 39. Kynning á byggingarleyfi.

Lögð fram að nýju erindi Aðalheiðar Atladóttur arkitekts dags. 10. desember 2019 fh. lóðarhafa Borgarholtsbrautar 39. Óskað er eftir leyfi til að rífa 185,4 m2 timburhús, byggð 1948, og í stað þess reisa nýbyggingu með fjórum íbúðum með sex bílastæðum á lóð. Heildarbyggingarmagn eykst úr 185,4 m2 í 605 m2, nýtingarhlutfall fer úr 0,18 í 0,78. Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:1000 dags. 10. desember 2019. Á fundi skipulagsráðs 16. desember 2019 var afgreiðslu málsins frestað. Ennfremur lögð fram samantekt á breytingum í eldri byggðum síðustu ár.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Borgarholtsbrautar 37, 38, 40, 41, 42, Melgerðis 20, 22, 24 og 26.

Önnur mál

12.2001087 - Dalvegur. Umferðatalningar og tenging við Reykjanesbraut.

Skipulagsstjóri gerir grein fyrir stöðu mála.

Fundi slitið - kl. 19:10.