Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi lóðarhafa Bröttutungu 1 dags. 5. júlí 2019 þar sem óskað er eftir stækkun lóðar til suðurs um 120 m2 sbr. uppdrætti og skýringarmyndir. Á fundi skipulagsráðs 29. júlí 2019 var afgreiðslu málsins frestaði og óskað eftir umsögn skipulags- og byggingardeildar. Fimmtudaginn 26. september 2019 var haldin samráðsfundur með lóðarhöfum Bröttutungu 1-9 þar sem rætt var ósamræmi í lóðablöðum og lóðamörkum. Þá lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar að breyttum lóðamörkum Bröttutungu 1-9 dags. 7. október 2019. Á fundi skipulagsráðs 7. október 2019 var samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að breyttum lóðamörkum Bröttutungu 1-9 fyrir lóðarhöfum Bröttutungu 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 9, Digranesvegi 78, 80, Hlíðarvegi 57, 61 og 66. Kynningartíma lauk 29. nóvember 2019. Ábendingar bárust á kynningartímanum og búið er að bregðast við þeim.