Skipulagsráð

59. fundur 07. október 2019 kl. 16:30 - 18:40 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Helga Hauksdóttir formaður
  • J. Júlíus Hafstein aðalmaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Kristinn D Gissurarson aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
  • Hreiðar Oddsson varamaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Berglind Ósk Kjartansdóttir starfsmaður umhverfissviðs
  • Smári Magnús Smárason arkitekt
  • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
  • Hildur Inga Rós Raffnsöe starfsmaður umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Berglind Ósk Kjartansdóttir ritari
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.1908009F - Bæjarráð - 2968. fundur frá 05.09.2019

1904103 - Nónhæð. Arnarsmári 36-40. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1901656 - Vatnsvernd höfuðborgarsvæðisins. Mótvægisaðgerðir vegna Bláfjallavegar og Bláfjallaleiðar.Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1710512 - Álfnesvík Reykjavík. Tillögur að breyttu svæðisskipulagi og breyttu aðalskipulagi og tillaga að deiliskipulagi. Efnisvinnslusvæði.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.1909005F - Bæjarstjórn - 1200. fundur frá 10.09.2019

1904103 - Nónhæð. Arnarsmári 36-40. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 10 atkvæðum gegn atkvæði Guðmundar Geirdal og hafnar erindinu.

1901656 - Vatnsvernd höfuðborgarsvæðisins. Mótvægisaðgerðir vegna Bláfjallavegar og Bláfjallaleiðar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1710512 - Álfnesvík Reykjavík. Tillögur að breyttu svæðisskipulagi og breyttu aðalskipulagi og tillaga að deiliskipulagi. Efnisvinnslusvæði.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Almenn erindi

3.1907234 - Vesturvör 50. Kársneshöfn. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Hjalta Brynjarssonar arkitekts fyrir hönd lóðarhafa Vesturvarar 50 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að stækka byggingarreitinn um 3,7 m. til norðurs og 4,8 m. til austurs. Hámarks byggingarmagn eykst úr 1500 m2 í 2200 m2, hámarksstærð grunnflatar stækkar úr 1000 m2 í 1350 m2 og mesta hæð hússins fer úr 9 m. í 12 m. Gert er ráð fyrir inndreginni 3 hæð, allt að 300 m2. Á fundi skipulagsráðs 15. júlí 2019 var samþykkt að framlögð tillaga verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarráðs 25. júlí var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest. Kynningartíma lauk 18. september 2019. Engar ábendingar eða athugasemdir bárust.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

4.1908477 - Vesturvör 9. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Vífils Magnússonar, arkitekts fh. lóðarhafa Vesturvarar 9 þar sem óskað er heimildar til að reisa geymslu 43 m2 að flatarmáli við austurhlið hússins. Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 4. júlí 2017. Á fundi skipulagsráðs 19. ágúst 2019 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt lóðarhöfum Vesturvara 9 og Kársnesbrautar 84 og 86. Kynningartíma lauk 26. september 2019. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

5.1905126 - Dalaþing 13. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að lokinni kynningu erindi Guðmundar Gunnlaugssonar arkitekts, fh. lóðarhafa Dalaþings 13 dags. 4. maí 2018, þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar. Á fundi skipulagsráðs 20. maí 2019 var afgreiðslu málsins frestað. Í gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir einbýlishúsi á tveimur hæðum, stakstæðum bílskúr og hesthúsi ásamt gerði. Í breytingunni felst að á lóðinni verði komið fyrir tveimur einbýlishúsum á einni hæð ásamt parhúsi á tveimur hæðum auk þess sem aðkoma að húsunum breytist með nýjum akvegi þvert á lóðina. Parhús Dalaþing 13a og 13b er áætlað um 500 m2 að samanlögðum gólffleti á tveimur hæðum (pallaskipt) með innbyggðum bílskúr og 4 bílastæðum á lóð. Einbýlishús Dalaþing 13c er áætlað um 220 m2 að grunnfleti á einni hæð með innbyggðan bílskúr og 3 bílastæði og einbýlishús Dalaþing 13d er áætlað um 220 m2 að grunnfleti á einni hæð og 3 bílastæði á lóð. Lóðin er 3.349 m2 að flatarmáli og nýtingarhlutfall lóðarinnar eftir breytingu er 0,28. Á fundi skipulagsráðs 15. júlí 2019 var samþykkt að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi fyrir Dalaþing 13 verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjaráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarráðs 25. júlí 2019 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest. Kynningartíma lauk 18. september 2019. Ábendingar og athugasemdir bárust á kynningartímanum.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar. Skipulagsráð óskar eftir að boðað verði til samráðsfundar með hlutaðeigandi.

Almenn erindi

6.1904921 - Álfhólsvegur 37. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Kristins Ragnarssonar dags. 7. nóvember 2017 fh. lóðarhafa Álfhólsvegar 37 þar sem óskað er eftir að byggja viðbyggingu við núverandi hús. Á lóðinni stendur einbýlishús ein hæð með kjallara og risi um 180 m2 að samanlögðum gólffleti byggt 1955. Lóðin er 1.021 m2 að flatarmáli og núverandi nýtingarhlutfall er 0,18. Í framlagðri byggingarleyfisumsókn er gert ráð fyrir að lyfta þaki núverandi húss um 1,0 m og byggja við húsið kjallara, hæð og ris samtals 212 m2 með þremur íbúðum. Samtals verða því fjórar íbúðir á lóðinni eftir breytingu, nýtingarhlutfall 0,38 og 6 bílastæði á lóð eða 1,5 stæði á íbúð. Á fundi skipulagsráðs 15. júlí 2019 var samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Álfhólsvegar 24, 24a, 26, 28, 28a, 30, 30a, 35, 39 og Löngubrekku 33, 35 og 37. Kynningartíma lauk 22. ágúst 2019. Athugasemdir og ábendingar bárust. Á fundi skipulagsráðs 2. september 2019 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 7. október 2019.
Skipulagsráð hafnar framlagðri tillögu með tilvísan til umsagnar skipulags- og byggingardeildar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Kristinn Dagur Gissurarson greiðir atkvæði gegn því að hafna tillögunni.

Almenn erindi

7.1902260 - Langabrekka 5. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Verkfræðistofu Ívars Haukssonar f.h. lóðarhafa dags. 27. september 2016 þar sem óskað er eftir að byggja 21,7 m2 bílgeymslu sem verður áföst vesturhlið hússins að Löngubrekku 5 sbr. framlagða uppdrætti í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 27.9.2016. Fyrir liggur samþykki lóðarhafa á aðliggjandi lóð, Löngubrekku 7. Á fundi skipulagsráðs 18. febrúar var afgreiðslu frestað. Þá lögð fram undirrituð yfirlýsing lóðarhafa um að hann standi straum af öllum kostnaði við að færa fráveitulögn sem er staðsett þar sem bílgeymslan á að rísa. Einnig samþykkir hann að starfsmenn umhverfissviðs hafi eftirlit með framkvæmdinni. Á fundi skipulagsráðs 20. maí 2019 var afgreiðslu málsins frestað. Á fundi skipulagsráðs 29. júlí 2019 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt lóðarhöfum Löngubrekku 1-13, Laufbrekku 1 og 3 og Álfhólsvegar 59 og 61. Kynningartíma lauk 30. ágúst 2019. Athugasemdir og ábendingar bárust. Á fundi skipulagsráðs 2. september 2019 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 7. október 2019.
Skipulagsráð hafnar erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Fundarhlé kl. 17:15
Fundi fram haldið kl. 17:22

Almenn erindi

8.1909777 - Kópavogsbraut 69-71. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Sigurðar Hallgrímssonar, arkitekts fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi við Kópavogsbraut 69 og 71. Á lóðinni nr. 69 stendur íbúðarhús og bílskúr úr steypu og timbri, byggt 1950, samtals 164,9 m2. Á lóðinni nr. 71 stendur skúr sem samkvæmt fasteignamati er ekki skráður. Í framlagðri fyrirspurn er gert ráð fyrir að rífa hús, bílskúr og skúr og reisa þriggja íbúða hús á hvorri lóð, samtals 6 íbúðir. Gert er ráð fyrir 5 bílastæðum á lóð, samtals 10 í heildina. Íbúðirnar eru áætlaðar 165 m2, 130 m2, 155 m2 samtals 450 m2 í hvoru húsi. Nýtingarhlutfall á hvorri lóð fyrir sig er áætlað 0,62. Uppdrættir í mkv. 1:200, 1:500 og 1:1000 ásamt skýringarmyndum dags. 2. október 2019.
Með tilvísan til framlagðrar fyrirspurnar samþykkir skipulagsráð að unnin verði tillaga að breyttu deiliskipulagi fyrir Kópavogsbraut 69 og 71.

Almenn erindi

9.1909365 - Akrakór 12. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Ellerts Hreinssonar arkitekts dags. 11. september 2019 fh. lóðarhafa Akrakórs 12 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi þannig að á lóðinni rísi parhús í stað einbýlishúss eins og gildandi deiliskipulag segir til um. Húsið verður á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúrum og tveimur bílastæðum á íbúð. Stærð íbúða er áætluð 200m2 og 207 m2. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:200 dags. í september 2019.
Skipulagsráð samþykkir að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi Akrakórs 12 verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
















































Almenn erindi

10.1907164 - Brattatunga 1. Stækkun lóðar.

Á fundi skipulagsráðs 29. júlí 2019 var lagt fram erindi lóðarhafa Bröttutungu 1 dags. 5. júlí 2019 þar sem óskað er eftir stækkun lóðar til suðurs um 120 m2 sbr. uppdrætti og skýringarmyndir. Skipulagsráð frestaði afgreiðslu málsins og óskað eftir umsögn skipulags- og byggingardeildar. Fimmtudaginn 26. september 2019 var haldin samráðsfundur með lóðarhöfum Bröttutungu 1-9 þar sem rætt var ósamræmi í lóðablöðum og lóðamörkum. Þá lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar að breyttum lóðamörkum Bröttutungu 1-9 dags. 7. október 2019.
Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna framlagða tillögu að breyttum lóðamörkum Bröttutungu 1-9 fyrir lóðarhöfum Bröttutungu 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 9, Digranesvegi 78, 80, Hlíðarvegi 57, 61 og 66.

Almenn erindi

11.1909782 - Laufbrekka 8 / Dalbrekka 52. Ósk um stækkun lóðar.

Lagt fram erindi Árna Friðrikssonar arkitekts dags. 28. ágúst 2019 fh. lóðarhafa Laufbrekku 8 og Dalbrekku 52 (sama hús). Í erindinu er óskað eftir stækkun lóðar á reit sem spennistöð fyrir Orkuveituna stendur á. Auk þess er óskað eftir byggingarrétti fyrir bílgeymslu á umræddum reit samkvæmt þeim skilmálum sem kunna að verða settir. Uppdráttur í mkv. 1:500 dags. í ágúst 2019.
Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

12.1907025 - Hlégerði 21. Kynning á byggingarleyfi. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Stáss arkitekta fh. lóðarhafa vegna fyrirhugaðra breytinga á lóð Hlégerðis 21. Núverandi hús er byggt úr timbri 196, hæð og ris 147,4 m2 að flatarmáli og áfastur bílskúr byggður 1960 53,6 m2 að flatarmáli. Í breytingunum felst að núverandi bílskúr verði hluti af íbúðarhúsinu, byggt verði við anddyri hússins (4,3 m2), sólstofa verði byggð á baklóð (12,4 m2) og byggja staðstæðan bílskúr (38,4 m2) á vestur hluta lóðarinnar. Uppdrættir í mkv. 1:100 ásamt skýringarmyndum og greinargerð dags. 1. júlí 2019. Samþykki lóðarhafa Hlégerðis 23 liggur fyrir.

Skipulagsráð samþykkir að málið verði unnið áfram í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Almenn erindi

13.1909778 - Borgarholtsbraut 19. Kynning á byggingarleyfi. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Elínar Þórisdóttur arkitekts dags. 27. september 2019 fh. lóðarhafa Borgarholtsbrautar 19 vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar fyrir veitingasölu við húsið. Gert er ráð fyrir að viðbyggingin verði 64 m2 að flatarmáli með svölum á þaki. Einnig er gert ráð fyrir fjölgun bílastæða á lóð með aðkomu frá Urðarbraut. Uppdráttur í mkv. 1:100 ásamt skýringarmyndum dags. í september 2019.
Skipulagsráð samþykkir að málið verði unnið áfram í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Almenn erindi

14.1909105 - Desjakór 2. Stækkun lóðar. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi lóðarhafa Desjakórs 2 dags. 14. ágúst 2019 þar sem óskað er eftir stækkun lóðar til austurs og suðurs og reisa skjólgirðingu. Uppdráttur í mkv. 1:200 og 1:2000 dags. 3. september 2019.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Desjakórs 1 og Dofrakórs 1.

Almenn erindi

15.1908427 - Holtagerði 62. Breytt aðkoma að bílastæði.

Lagt fram að nýju erindi lóðarhafa Holtagerði 62, dags. 15. ágúst 2019 þar sem óskað er eftir leyfi til að taka niður kantstein og þar með fjölga bílastæðum á lóð. Lóðarhafi hefur þegar hellulagt svæði framan við húsið í þeim tilgangi að fjölga bílastæðum sbr. skýringarmynd. Á fundi skipulagsráðs 19. ágúst 2019 var erindinu frestað. Ennfremur lagt fram erindi lóðarhafa dags. 29. ágúst 2019.
Skipulagsráð samþykkir erindið enda verði kostnaður af umræddri framkvæmd að fullu greiddur af lóðarhafa.

Almenn erindi

16.1909423 - Ekrusmári 12. Breytt aðkoma að bílastæði.

Lagt fram erindi lóðarhafa Ekrusmára 12 þar sem óskað er eftir að bæta við einu bílastæði framan við húsið og lækka kantstein á 3,5-4 metra kafla sbr. erindi og skýringamyndir.
Skipulagsráð samþykkir erindið enda verði kostnaður af umræddri framkvæmd að fullu greiddur af lóðarhafa.

Almenn erindi

17.1909209 - Hrauntunga 50. Fölgun bílastæða á lóð.

Lagt fram erindi lóðarhafa Hrauntungu 50 þar sem óskað er eftir að koma fyrir bílastæði og taka niður kantstein framan við húsið, vestan megin við aðalinnganginn sbr. erindi og skýringarmyndir.
Skipulagsráð samþykkir erindið enda verði kostnaður af umræddri framkvæmd að fullu greiddur af lóðarhafa.

Almenn erindi

18.1909367 - Akrakór 6. Breytt aðkoma að bílastæði.

Lagt fram erindi Jóns Grétars Ólafssonar arkitekts dags. 2. september 2019 fh. lóðarhafa Akrakórs 6 þar sem óskað er eftir að fjölga bílastæðum á lóðinni úr tveimur í fimm, taka niður kantstein og reisa skjólvegg við enda bílastæðis. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 2. september 2019. Fyrir liggur undirritað samþykki lóðarhafa Akrakórs 1, 3, 4 og 8.
Skipulagsráð samþykkir erindið enda verði kostnaður af umræddri framkvæmd við gerð viðbótar bílastæða á lóð að fullu greiddur af lóðarhafa.

Almenn erindi

19.1909366 - Digranesheiði 31. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Kristins Ragnarssonar arkitekts dags. 23. júlí 2019 fh. lóðarhafa Digranesheiðar 31 þar sem óskað er eftir að byggja viðbyggingu ofan á staðsteyptan bílskúr og jafnframt að breyta núverandi bílskúr í íbúð og fjölga bílastæðum um eitt á lóðinni. Húsið er tvíbýlishús en sami lóðarhafi að báðum íbúðum. Eftir breytingu yrði íbúð á efri hæð 151,8 m2, íbúð á neðri hæð yrði óbreytt 59,4 m2 og íbúð í bílskúr 65,8 m2. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 23. júlí 2019.
Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

20.1909363 - Borgarholtsbraut 42. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Gunnlaugar Jónassonar arkitekts, f.h. lóðarhafa dags. 11.9.2019 vegna fyrirhugaðra breytinga á Borgarholtsbraut 42. Á lóðinni stendur einbýlishús á einni hæð, byggt 1947. Skv. tillögu lóðarhafa verður núverandi hús rifið að mestu og í stað þess reist 566,5 m² tveggja hæða fjölbýlishús með 6 íbúðum í fótspori núverandi byggingar. Íbúðir verða 2-3 herbergja með eigin inngangi. Nýtingarhlutfall lóðar hækkar úr 0,18 í 0,47 eftir breytingu. Uppdráttur í mkv. 1:100 og 1:200 dags. 27. ágúst 2019 ásamt erindi dags. 11. september 2019.
Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

21.1909427 - Vatnsendablettur 19. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Guðmundar Friðjónssonar fh. Jökuls Júlíussonar að breyttu deiliskipulagi fyrir lóðina Vatnsendablett 19 (Sveinsstaði). Á lóðinni er sumarbústaður byggður 1924 og hesthús og hlaða frá 1955. Í fyrirspurninni er óskað eftir að rífa hesthús og hlöðu sem talin eru ónýt og í stað þess reisa einbýlishús á tveimur hæðum að grunnfleti 200 m2, samtals 400 m2. Á neðri hæð hússins er gert ráð fyrir eldhúsi, salerni, innbyggðum bílskúr og geymslu, á efri hæð er gert ráð fyrir þremur svefnherbergjum, salerni og hljóðver. Sumarbústaðurinn fær að standa áfram og er fyrirhugaður sem gestahús. Erindi og skýringarmyndir dags. 13. september 2019.
Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

22.1811071 - Jafnréttisáætlun Kópavogs 2018-2022

Lögð fram drög að jafnréttisáætlun Kópavogsbæjar 2018-2022 ásamt aðgerðalista.
Lagt fram.

Almenn erindi

23.1910079 - Aðalskipulag Ölfuss 2010-2022. Breyting í landi Gljúfurárholts.

Lagt fram erindi Sigmars Árnasonar skipulags- og byggingarfulltrúa Ölfuss með tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Ölfuss 2010-2022. Breytingin er á jörðinni Gljúfurárholti og felst í að breyta notkun úr frístundabyggð í landbúnaðarland og svæði fyrir þjónustustofnanir á 2 ha landi. Uppdráttur í mkv. 1:50.000 dags. 4. júní 2019 ásamt skýrslu Eflu verkfræðistofu dags. sama dag.
Lagt fram og kynnt.

Fundi slitið - kl. 18:40.