Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Batterísins - arkitekta að deiliskipulagi fyrir nýbyggingu Kársnesskóla við Skólagerðis. Deiliskipulagssvæðið afmarkast af húsagötunni Skólagerði og lóðarmörkum Skólagerðis 6 til suðurs, lóðarmörkum Skólagerðis 10 og Holtagerði 33 til vesturs, húsagötunni Holtagerði til norðurs og lóðarmörkum Holtagerðis 15, Hófgerðis 12, 14, 16 til austurs. Áætlað er að fyrirhuguð nýbygging verði um 5.500 m2 að flatarmáli og að meginbyggingin verði á tveimur hæðum en þrjár hæðir að hluta. Í skólabyggingunni verður samrekinn leik- og grunnskóli ásamt frístund fyrir um 400 nemendur. Miðað er við að aðkoma verði frá Skólagerði og Holtagerði.
Tillagan er sett frá á uppdrætti í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð, skýringarmyndum og umhverfismati dags. maí 2019. Á fundi skipulagsráðs 3. júní 2019 var samþykkt að framlögð tillaga verði auglýst með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 11. júní 2019 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest. Athugasemdafresti lauk 26. júlí 2019. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.