Skipulagsráð

55. fundur 29. júlí 2019 kl. 16:30 - 18:10 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Helga Hauksdóttir formaður
  • J. Júlíus Hafstein aðalmaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Jónas Skúlason varamaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Berglind Ósk Kjartansdóttir starfsmaður umhverfissviðs
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
  • Bergljót Sigríður Einarsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Berglind Ósk Kjartansdóttir ritari
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.1907003F - Bæjarráð - 2965. fundur frá 25.07.2019

1904534 - Grundarhvarf 8. Breytt deiliskipulag.Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.

1906329 - Vesturvör 44-48. Kársneshöfn. Byggingaráform.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fjórum atkvæðum. Pétur Hrafn Sigurðsson greiddi ekki atkvæði.

1810762 - Brekkuhvarf 1a og 1b. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.

1905181 - Kársnesbraut 123. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með þremur atkvæðum. Helga Hauksdóttir og Pétur Hrafn Sigurðsson greiddu ekki atkvæði.

1812297 - Austurkór 104. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.

1905126 - Dalaþing 13. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.

1901656 - Vatnsvernd höfuðborgarsvæðisins. Mótvægisaðgerðir vegna Bláfjallavegar og Bláfjallaleiðar.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.

1902721 - Huldubraut 7. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.

1905869 - Háalind 1. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fjórum atkvæðum og hafnar erindinu. Pétur Hrafn Sigurðsson greiddi ekki atkvæði.

1907234 Vesturvör 50. Kársneshöfn. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.

Almenn erindi

2.1904536 - Kársnesskóli. Deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Batterísins - arkitekta að deiliskipulagi fyrir nýbyggingu Kársnesskóla við Skólagerðis. Deiliskipulagssvæðið afmarkast af húsagötunni Skólagerði og lóðarmörkum Skólagerðis 6 til suðurs, lóðarmörkum Skólagerðis 10 og Holtagerði 33 til vesturs, húsagötunni Holtagerði til norðurs og lóðarmörkum Holtagerðis 15, Hófgerðis 12, 14, 16 til austurs. Áætlað er að fyrirhuguð nýbygging verði um 5.500 m2 að flatarmáli og að meginbyggingin verði á tveimur hæðum en þrjár hæðir að hluta. Í skólabyggingunni verður samrekinn leik- og grunnskóli ásamt frístund fyrir um 400 nemendur. Miðað er við að aðkoma verði frá Skólagerði og Holtagerði.
Tillagan er sett frá á uppdrætti í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð, skýringarmyndum og umhverfismati dags. maí 2019. Á fundi skipulagsráðs 3. júní 2019 var samþykkt að framlögð tillaga verði auglýst með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 11. júní 2019 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest. Athugasemdafresti lauk 26. júlí 2019. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Skipulagsráð samþykkir tillöguna. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

3.1902262 - Smárinn vestan Reykjanesbrautar. Reitir A05 og A06. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Basalt-arkitekta að breyttu deiliskipulagi á svæðum A05 og A06 í Smáranum vestan Reykjanesbrautar. Deiliskipulagsuppdráttur í mkv. 1:1000 ásamt, skipulagsskilmálum og greinargerð dag. 26. apríl 2019. Á fundi skipulagsráðs 29. apríl 2019 var samþykkt með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi reita A05 og A06 í Smáranum vestan Reykjanesbrautar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 14. maí 2019 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest. Athugasemdafresti lauk 9. júlí 2019. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Skipulagsráð samþykkir tillöguna. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

4.1906472 - Kópavogsbraut 59. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Arkþings / Nordic dags. í júní 2019 fh. lóðarhafa Kópavogsbrautar 59 að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar. Á lóðinni stendur einbýlishús ein hæð og ris um 120 m2 að samanlögðum gólffleti byggt úr holsteini 1949 ásamt um 38 m2 stakstæðum bílskúr byggður 1953. Lóðin er 1.015 m2. Í gildandi deiliskipulagi frá 2010 gert ráð fyrir að á lóðinni verði byggt tveggja hæða parhús samanlagt um 440 m2 að samanlögðum gólffleti með innbyggðum bílgeymslum.

Í framlagðri fyrirspurn dags. 24. júlí 2019 felst að reist verði tveggja hæða parhús á lóðinni og tvö tveggja hæða einbýli þ.e. fjórar íbúðir samtals um 500 m2 að samanlögðum gólffleti. Áætlað nýtingarhlutfall er 0,47. gert er ráð fyrir tveimur bílastæðum á íbúð eða samtals átta stæðum.
Skipulagsráð samþykkir að unnin verði tillaga að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar á grundvelli framlagðar fyrirspurnar dags. 24. júlí 2019.

Almenn erindi

5.1902260 - Langabrekka 5. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju erindi Verkfræðistofu Ívars Haukssonar f.h. lóðarhafa dags. 27. september 2016 þar sem óskað er eftir að byggja 21,7 m2 bílgeymslu sem verður áföst vesturhlið hússins að Löngubrekku 5 sbr. framlagða uppdrætti í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 27.9.2016. Fyrir liggur samþykki lóðarhafa á aðliggjandi lóð, Löngubrekku 7. Á fundi skipulagsráðs 18. febrúar var afgreiðslu frestað. Þá lögð fram undirrituð yfirlýsing lóðarhafa um að hann standi straum af öllum kostnaði við að færa fráveitulögn sem er staðsett þar sem bílgeymslan á að rísa. Einnig samþykkir hann að starfsmenn umhverfissviðs hafi eftirlit með framkvæmdinni. Á fundi skipulagsráðs 20. maí 2019 var afgreiðslu málsins frestað.

Lagt fram að nýju.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt lóðarhöfum Löngubrekku 1-13, Laufbrekku 1 og 3, Álfhólsvegar 59 og 61.

Almenn erindi

6.1803757 - Hundagerði í Kópavogi

Á fundi Umhverfis- og samgöngunefndar nr. 114 dags. 8. apríl 2019 var kynnt tillaga að hundasvæði í Kópavogi, staðsett á svæði við göngustíga neðan Álfatúns. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkti tillöguna og vísaði til umsagnar skipulagsráðs. Á fundi skipulagsráðs 6. maí 2019 var samþykkt að unnin verði tillaga að breyttu deiliskipulagi austurhluta Fossvogsdals sbr. ofangreint. Tillagan verði kynnt með tilvísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 14. maí var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest. Kynningartíma lauk 25. júlí 2019. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartímanum.

Lagt fram að nýju.
Með tilvísan í innsendar athugasemdir og ábendingar fellur Skipulagsráð frá kynntri tillögu að staðsetningu hundagerðis í Fossvogsdal og felur skipulags- og byggingardeilda að leggja fram nýja tillögu að staðsetningu hundagerðis í dalnum í samráði við Umhverfis- og samgöngunefnd.

Almenn erindi

7.1907399 - Leiksvæði við Austurkór og Auðnukór.

Lögð fram til kynningar tillaga Hermanns Georgs Gunnlaugssonar, landslagsarkitekts fh. Kópavogsbæjar að útfærslu opins svæðis milli Austurkórs og Auðnukórs. Í tillögunni koma m.a. fram leiksvæði, áningarstaðir, skógræktarsvæði og stígar. Uppdrættir í mkv. 1:500 dags. 23. júlí 2019.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

8.1902721 - Huldubraut 7. Byggingaráform.

Á fundi skipulagsráðs 15. júlí 2019 var samþykkt erindi Aðalheiðar Atladóttur, arkitekts fh. lóðarhafa Huldubrautar 7 um að rífa einbýlishús byggt 1969 og byggja þess í stað fjórbýlishús á þremur hæðum enda verði byggingaráform lögð fyrir skipulagsráð áður en aðalteikningar fara fyrir byggingarfulltrúa. Á fundi bæjarráðs 25. júlí 2019 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest.

Lagðar fram aðalteikningum fyrirhugaðs húss að Huldubraut 7 þar sem fram koma umrædd byggingaráform.
Samþykkt. Skipulagsráð veitir lóðarhafa heimild til að skila inn aðalteikningum til byggingarfulltrúa.

Almenn erindi

9.1905800 - Hafnarbraut 9. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi teiknistofunnar Tröð dags. 27. maí 2019 fh. lóðarhafa Hafnarbrautar 9 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar. Í samþykktu deiliskipulagi fyrir lóðina er gert ráð fyrir að atvinnuhúsnæði sé 460 m2 og íbúðir 2640 m2, 1,3 bílastæði á íbúð og 1 bílastæði fyrir hverja 50 m2 atvinnurýmis. Nú er óskað eftir því að deiliskipulagi verði breytt á þann hátt að heimilað verði að breyta þremur atvinnurýmum í 5 íbúðir; eina stúdíó íbúð, eina tveggja herbergja íbúð og þrjár þriggja herbergja íbúðir. Fyrir liggur samþykki allra eigenda íbúða í húsinu. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:200 dags. 11. febrúar 2019.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.

Almenn erindi

10.1907317 - Fagraþing 3. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga Kristins Ragnarssonar, arkitekts fh. lóðarhafa Fagraþings 3 um að reisa garðskála yfir svalir á vesturhlið hússins samtals um 50 m2 sbr. uppdrætti og skýringarmyndir dags. 14. júní 2019.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Fagraþings 1, 2a, 2b, 4, 5, 6, 8, 10a, 10b, 12 og 14.

Almenn erindi

11.1907164 - Brattatunga 1. Stækkun lóðar.

Lagt fram erindi lóðarhafa Bröttutungu 1 dags. 5. júlí 2019 þar sem óskað er eftir stækkun lóðar til suðurs um 120 m2 sbr. uppdrætti og skýringarmyndir.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.

Almenn erindi

12.1907412 - Álmakór 9b. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga Ríkharðs Oddsonar, byggingafræðings fh. lóðahafa að breyttu deiliskipulagi Álmakórs 9b. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir viðbyggingu til suður um 34 m2. Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 dags. í júlí 2019.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísa til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/210 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Álmakórs 7a, 7b, 9a, 17a og 17b.

Almenn erindi

13.1901504 - Auðbrekka - þróunarsvæði 1, 2 og 3. Breytt deiliskipulag svæði 2.

Lagt fram að nýju erindi Grétars Hannessonar f.h. Lundar fasteignafélags dags. 6. júní 2019 þar sem kynnt er hugmynd að breyttu deiliskipulagi á svæði sem afmarkast af Auðbrekku, Skeljabrekku og Dalbrekku (Krókslóðin). Í hugmyndinni felst m.a. sú breyting frá gildandi deiliskipulagi, sem gerir ráð fyrir atvinnuhúsnæði (hóteli)um 10.000 m2 að flatarmáli á umræddu svæði, verði gert ráð fyrir að um helmingur af áætluðu byggingarmagni verði nýtt fyrir atvinnuhúsnæði (hótel) og hinn hlutinn fyrir allt að 47 íbúðir sem verði færðar frá Nýbýlavegi 4, 6 og 8. Hugmyndinni fylgja uppdrættir og skýringarmyndir ASK arkitekta dags. 1. júní 2019.
Skipulagsráð samþykkir að hafinn verði undirbúningur að breyttu deiliskipulagi á þróunarsvæði Auðbrekku sbr. ofangreint.

Almenn erindi

14.1901481 - Endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs 2012-2024 - nýtt tímabil 2018-2030

Greint frá stöðu mála.
Bergljót S. Einarsdóttir verkefnastjóri aðalskipulags gerði grein fyrir stöðu málsins.

Almenn erindi

15.1907279 - Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013-2025. Breytt aðalskipulag - þjóðlenda, breytt mörk sveitafélagsins. Nýtt deiliskipulag fyrir Leiðarenda. Skipulagsslýsing.

Lagt fram erindi Berglindar Guðmundsdóttur, landslagsarkitekts fh. Hafnarfjarðarbæjar dags. 28. júní 2019 ásamt skipulagslýsingu fyrir breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar - þjóðlenda, þar sem koma fram breytt mörk sveitarfélagsins og skipulagslýsingu fyrirhugaðs deiliskipulags við hellinn Leiðarenda. Skipulagslýsingin er dags. 28. maí 2019.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

16.1907221 - Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030 - íbúabyggð og blönduð byggð 2010-2030/2040. Verklýsing skipulagsgerðar og umhverfismats.

Lögð fram til kynningar með tilvísan í 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana, tillaga Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar, dags. í maí 2019 þar sem kynnt er verkefnislýsing skipulagsgerðar og umhverfismats vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi reykjavíkur 2010-2030. Mær lýsingin til endurmats á forgangsröðun og þéttleika byggðar á grundvelli markmiða um breyttar ferðavenjur, uppbyggingu Borgarlínu og stefnu í loftslagsmálum.
Lagt fram og kynnt.

Fundi slitið - kl. 18:10.