Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Jóns Hrafns Hlöðverssonar byggingafræðings dags. 22. október 2018 fh. lóðarhafa Hlíðarvegar 31 þar sem óskað er eftir að skipta upp lóðinni og koma fyrir nýju einbýlishúsi á nýrri lóð. Ný lóð, Hlíðarvegur 31a, verður 450 m2 og nýbyggingin 128 m2 timburhús án bílgeymslu. Gert er ráð fyrir tveimur bílastæðum á lóð. Á fundi skipulagsráðs 7. janúar 2019 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Hlíðarvegs 28, 29, 30, 31, 32, 33, 34, 35, 36, 37, 38, 39, 40 og 72, lóðarhöfum Hrauntungu 48, 50 og 52 og Grænutungu 8. Athugasemdafresti lauk 8. mars 2019. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartímanum. Á fundi skipulagsráðs 18. mars 2019 var afgreiðslu frestað og vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 4. apríl 2019.