Skipulagsráð

45. fundur 18. febrúar 2019 kl. 16:30 - 19:00 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Helga Hauksdóttir formaður
  • J. Júlíus Hafstein aðalmaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Kristinn D Gissurarson aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Berglind Ósk Kjartansdóttir starfsmaður umhverfissviðs
  • Smári Magnús Smárason starfsmaður umhverfissviðs
  • Steingrímur Hauksson sviðsstjóri skipulags- umhverfissviðs
  • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
  • Auður Dagný Kristinsdóttir starfsmaður umhverfissviðs
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
  • Bergljót Sigríður Einarsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Berglind Ósk Kjartansdóttir ritari
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.1902003F - Bæjarráð - 2945. fundur frá 07.02.2019

1811007 - Vesturvör. Gatnaskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1811696 - Kársnesbraut 76-84 og Vesturvör 7. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1811695 - Naustavör 1, 3 og 5. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1901696 - Breytingar á Vesturvör. Matskylda fyrirhugaðra framkvæmda.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

18061056 - Grenigrund 1. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1901587 - Austurkór, sparkvöllur og stígur. Framkvæmdaleyfi.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1901910 - Urðarhvarf 8. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.1901041F - Bæjarstjórn - 1190. fundur frá 12.02.2019

1803193 - Brú yfir Fossvog. Deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1809231 - Tónahvarf 3. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1809686 - Þinghólsbraut 27. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1810455 - Digranesheiði 39. Kynning á byggingaleyfi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1804615 - Hlíðarvegur 40. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum og hafnar erindinu.

1811007 - Vesturvör. Gatnaskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1811696 - Kársnesbraut 76-84 og Vesturvör 7. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1811695 - Naustavör 1, 3 og 5. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1901696 - Breytingar á Vesturvör. Matskylda fyrirhugaðra framkvæmda.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

18061056 - Grenigrund 1. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1901587 - Austurkór, sparkvöllur og stígur. Framkvæmdaleyfi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1901910 - Urðarhvarf 8. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Almenn erindi

3.1902259 - Digranesheiði 23. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Þorgeirs Jónssonar arkitekts, ódagssett, fh. lóðarhafa Digranesheiðar 23 þar sem óskað er eftir að breyta einbýlishúsi, byggðu 1967, í tvær eignir. Á neðri hæð hússins verður 93,5 m2 íbúð ásamt 49,9 m2 innbyggðum bílskúr og 6,9 m2 sameign. Á efri hæð hússins verður 158,2 m2 íbúð ásamt 53,6 m2 svölum. Uppdráttur í mkv. 1:100 og 1:500.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Digranesheiðar 12, 14, 16, 19, 21, 25, 27 og Lyngheiðar 1-2.

Almenn erindi

4.1902260 - Langabrekka 5. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Verkfræðistofu Ívars Haukssonar f.h. lóðarhafa dags. 27.9.2016 þar sem óskað er eftir að byggja 21,7 m2 bílgeymslu sem verður áföst vesturhlið hússins að Löngubrekku 5 sbr. framlagða uppdrætti í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 27.9.2016. Fyrir liggur samþykki lóðarhafa á aðliggjandi lóð, Löngubrekku 7.
Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

5.1902044 - Austurgerði 7. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Helga Ólafssonar byggingarverkfræðings, dags. 10. janúar 2019, fh. lóðarhafa að Austurgerði 7 þar sem óskað er eftir að reisa áfasta 46,7 m2 bílgeymslu við húsið. Byggingarmagn á lóðinni eykst í 178,9 m2 við breytinguna og nýtingarhlutfall hækkar úr 0,17 í 0,23.
Fyrir liggur samþykki aðliggjandi lóðarhafa þar sem viðbyggingin liggur að lóðarmörkum Austurgerðis 9 og Kársnesbrautar 45 og 47. Uppdráttur í mkv. 1:50 og 1:500 dags. 10. janúar 2019.

Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Austurgerðis 5, 9, Kársnesbrautar 45, 47 og 49.

Almenn erindi

6.18051169 - Kópavogsbraut 62. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Ólafs Jónssonar arkitekts dags. 18. maí 2018 fyrir hönd lóðarhafa Kópavogsbrautar 62 þar sem óskað er eftir leyfi til að reisa stakstæða 60 m2 bílgeymslu á norðaustur hluta lóðarinnar. Á fundi skipulagsráðs 4. júní 2018 var samþykkt framlögð tillaga verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Kópavogsbrautar 64 og Vallargerðis 25 og 27. Kynningartíma lauk 4. febrúar 2019. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartíma. Fyrir liggur samþykki lóðarhafa Vallargerðis 25.
Skipulagsráð samþykkir erindið að því tilskyldu að framkvæmdin fari að öllu leiti fram innan lóðarmarka Kópavogsbrautar 62 og að ekki hljótist af henni röskun á göngustíg austan lóðarinnar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

7.1902337 - Naustavör 13-15, 52-58 og 60-68. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Archus arkitekta fh. lóðarhafa tillaga að breyttu deiliskipulagi Naustarvarar 13-66 (áður 13-84)

Tillaga að breyttu deiliskipulagi fyrir Naustavör 13 og 15.
Í gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir 4 hæða fjölbýlishúsi auk kjallara á lóðinni Naustavör 13 með alls 12 íbúðum. Í deiliskipulaginu er jafnframt gert ráð fyrir leikskóla á lóð Naustavarar 15.
Í breytingunni felst að lóðirnar Naustavör 13 og 15 eru sameinaðar og þar ráð gerður byggingarreitur fyrir fjögurra deilda leikskóla á 4.600 m2 lóð, en byggingarreitur fyrir fjölbýlishúsið að Naustavör 13 er felldur niður. Aðkoma, bílastæði og byggingarreitur breytist. Leikskólinn mun þjóna Bryggjuhverfi sem og vesturhluta Kársnes.
Tillaga að breyttu deiliskipulagi fyrir Naustavör 52 til 58.
Í breytingunni felst að aðkoma að Naustavör 52 til 58 breytist á þann hátt að vesturhluti Naustavarar liggur nú beint norður af gatnamótum Vesturvarar og Naustavarar. Bílastæði færast til vesturs og lóðarmörk breytast.
Tillaga að breyttu deiliskipulagi fyrir Naustavör 60 til 68 (áður 70-84).
Í gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir tveimur 4 hæða fjölbýlishúsum auk kjallara á lóðinni Naustavör 60-66 (áður 76-84) með alls 33 íbúðum.
Í breytingunni felst að koma fyrir á lóðinni byggingarreit á 3 og 4 hæðum með kjallara. Gert er ráð fyrir 54 íbúðum. Lóðarmörk og aðkoma að Naustavör 60-66 breytist á þann hátt að vesturhluti Naustavarar liggur nú beint norður af gatnamótum Vesturvarar og Naustavarar. Bílastæðum á lóð og í kjallara fjölgar. Bílastæðakrafa helst óbreytt. Fallið er frá kennileyti á byggingarreit. Heildarbyggingarmagn eykst um 4.230 m2 og verður 7.020 m2 eftir breytingu.
Opið svæði.
Göngu og hjólaleið norðan Vesturvarar nr. 12-20 breytist sem og kvöð um skógrækt.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

8.1901481 - Endurskoðun aðalskipulags Kópavogs. Skipulagslýsing. Drög.

Greint frá stöðu mála.
Lögð fram verklýsing að skipulagslýsingu fyrir endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs 2012-2024 sbr. 1. mgr. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsráð samþykkir framlagða skipulagslýsingu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

9.1901414 - Hverfisáætlun Fífuhvamms 2019.

Lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar að hverfisáætlun Fífuhvamms 2019.
Lagt fram.

Almenn erindi

10.1804314 - 201 Smári. Sunnusmári 2-14. Reitur A03 og A04. Byggingaráform.

Með tilvísan í skipulagsskilmála fyrir Smárann vestan Reykjanesbrautar frá 25. nóvember 2016 kafla 5 um "Sérstöðu svæðisins og byggingaráform" er lögð fram að nýju tillaga Arkís og Tark arkitekta fh. lóðarhafa að byggingaráformum á reitum A03 og A04 (Sunnusmára 2-14) í 201 Smára. Samkvæmt framlögðum byggingaráformum er ráðgert að byggja á reitunum um 33.000 m2, 269 íbúðir og þjónustuhúsnæði auk bílageymslna í kjallara.
Skipulagsráð telur framlögð byggingaráform vera í samræmi við þau viðmið sem sett eru fram í skipulagsskilmálum fyrir reiti A03 og A04 í deiliskipulagi Smárans vestan Reykjanesbrautar og veitir lóðarhafa heimild til að skila gögnum til byggingarfulltrúa. Skipulagsráð samþykkir framlögð áform með vísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

11.1810762 - Brekkuhvarf 1a og 1b. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu ný og breytt tillaga Rafael Campos De Pinho, arkitekts að breyttu deiliskipulagi Brekkuhvarfs 1a og b dags. 1. október 2018. Í gildandi deiliskipulagi frá 2009 er gert ráð fyrir einu einbýlishúsi og hvorrri lóð á 1-2 hæðum með nýtingarhlutfall 0,38. Í tillögu að breyttu deiliskipulagi er gert ráð fyrir að á lóðunum verði byggð 8 raðhús á 2 hæðum auk riss og opinni bílgeymslu. Hámarks flatarmál íbúða er áætlað 140 - 155 m2 og hámarkshæð 8 m. Nýtingarhlutfall er áætlað 0,64. Uppdrættir í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 1. október 2018.
Í þessari nýju tillögu felst sú breyting að fyrirhuguð hús á lóðunum hafa verið lækkuð um eina hæð miðað við þá tillögu sem kynnt var í skipulagsráði 1. október 2018. Á fundi skipulagsráðs 5. nóvember 2018 var samþykkt að framlögð tillaga verði kynnt í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 13. nóvember 2018 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest. Kynningartíma lauk 11. febrúar 2019. Á kynningartíma voru haldnir tveir íbúafundir fyrir íbúa Brekkuhvarfs, Breiðahvarfs og Fornahvarfs, sjá fundargerðir frá íbúafundum. Ábendingar og athugasemdir bárust á kynningartímanum.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.

Almenn erindi

12.1901050 - Auðbrekka 25-27. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Orra Árnasonar arkitekts dags. 5. desember 2018 fh. lóðarhafa Auðbrekku 25-27. Í erindinu er óskað eftir breytingu á innra skipulagi hússins og koma fyrir 11 gistirýmum á 3. hæð hússins í samræmi við reglugerð nr. 1277/2016 8. gr. um stærri gistiheimili. Lóðamörk breytast og stækkar lóð til suðurs um 5 metra og verður eftir breytingu 2.110 m2. Bílastæðum fjölgar um 16 stæði. Á fundi skipulagsráðs 7. janúar 2019 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Auðbrekku 16, 17, 18, 19, 20, 22, 23, 24, 26, 28, 30, 32, 34, 36 og 38, Laufbrekku 23, 24, 25, 26, 27, 28 og 30, Dalbrekku 29, 30, 32, 34 og 36 og Nýbýlavegs 8 og 10. Kynningartíma lauk 12. febrúar 2019. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartíma.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.

Almenn erindi

13.1902195 - Erindi frá Hjólreiðadeild Breiðabliks. Fjallahjólabraut.

Lagt fram erindi frá Hjólreiðadeild Breiðabliks og Hjólreiðasambandi Íslands (HRÍ) þar sem óskað er eftir samstarfi við þróun á svæði fyrir BMX/fjallahjólabraut í Kópavogi.
Lagt fram. Vísað til umhverfis- og samgöngunefndar.

Almenn erindi

14.1809116 - Hamraborg - miðbæjarskipulag. Deiliskipulagslýsing.

Umræður.
Umræður.

Gestir

  • Hans Tryggvason - mæting: 18:30
  • Pálmar Kristmundsson - mæting: 18:30

Fundi slitið - kl. 19:00.