Skipulagsráð

43. fundur 21. janúar 2019 kl. 16:30 - 19:20 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Helga Hauksdóttir formaður
  • J. Júlíus Hafstein aðalmaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Kristinn D Gissurarson aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Berglind Ósk Kjartansdóttir starfsmaður umhverfissviðs
  • Smári Magnús Smárason starfsmaður umhverfissviðs
  • Steingrímur Hauksson sviðsstjóri skipulags- umhverfissviðs
  • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
  • Auður Dagný Kristinsdóttir starfsmaður umhverfissviðs
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Berglind Ósk Kjartansdóttir ritari
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.1901010F - Bæjarstjórn - 1187. fundur frá 08.01.2019

1804094 - Markavegur 3-5. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1809725 - Kópavogsvöllur. Dalsmári 7. Flóðlýsing.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.1901018F - Bæjarráð - 2941. fundur frá 10.01.2019

1811317 - Langabrekka 1. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

18081615 - Bakkabraut 5D. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1802241 - Dalvegur 32. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1901120 - Samþykkt tillaga að breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins við Álfsnes. Óskað eftir afgreiðslu aðildarsveitarfélaga.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Almenn erindi

3.1901323 - Smárinn. Helstu hjóla- og gönguleiðir.

Lögð fram samantekt VSÓ ráðgjöf dags. 18. janúar 2019 þar sem farið er yfir helstu hjóla- og gönguleiðir í Smáranum og tengingar við aðliggjandi svæði.
Svanhildur Jónsdóttir umferðar- og samgönguverkfræðingur gerir grein fyrir erindinu.
Lagt fram og kynnt. Vísað til umfjöllunar umhverfis- og samgöngunefndar.

Gestir

  • Svanhildur Jónsdóttir - mæting: 16:30

Almenn erindi

4.1901024 - Traðarreitir. Reitur B29. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn T.ark arkitekta varðandi nýtt deiliskipulag á götureitnum Skólatröð 2-8 og Álftröð 1-7. Ásgeir Ásgeirsson arktitekt gerir grein fyrir erindinu.
Lagt fram og kynnt.

Gestir

  • Ásgeir Ásgeirsson - mæting: 17:05

Almenn erindi

5.1803193 - Brú yfir Fossvog. Deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga að deiliskipulagi brúar yfir Fossvog. Tillagan, dags. 1. október 2018, er unnin af Alta fh. Kópavogsbæjar og Reykjavíkurborgar og í samvinnu við Vegagerðina. Í tillögunni er gert ráð fyrir um 270 m langri brú yfir voginn frá Kársnesi, nánar tiltekið frá norðurenda Bakkabrautar að flugbrautarenda Reykjavíkurflugvallar. Markmið tillögunar er að bæta samgöngutengingar milli Reykjavíkur og Kópavogs og styðja við vistvæna samgöngukosti. Brúin verður fyrir umferð gangandi, hjólandi og almenningssamgöngur. Á fundi skipulagsráðs 1. október 2018 var samþykkt að tillagan yrði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 9. október 2018 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest. Athugasemdafresti lauk 8. janúar 2019. Athugasemdir og ábendingar bárust. Þá lögð fram umsögn Alta f.h. skipulags- og byggingardeildar, um athugasemdir sem bárust á kynningartíma, dags. 21. janúar 2019.
Þóra Kjarval frá Alta gerir grein fyrir erindinu.
Skipulagsráð samþykkir erindið ásamt áorðnum breytingum dags. 21. janúar 2019 með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Gestir

  • Þóra Kjarval - mæting: 17:30

Almenn erindi

6.1901016 - Dalvegur 30. Breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsráðs 7. janúar 2019 var lögð fram fyrirspurn Ask arkitekta fh. lóðarhafa að Dalvegi 30 um breytt deiliskipulag á lóðinni. Breytingin er í samræmi við breytt Aðalskipulag Kópavogs sem staðfest var 3. september 2018. Í tillögunni felst að í stað gróðrarstöðvar verður lóðin nýtt fyrir verslun og þjónustu. Gert er ráð fyrir þremur byggingarreitum á lóðinni fyrir 3-5 hæða atvinnuhúsnæði auk kjallara. Nýtingarhlutfall er 0,8. Uppdráttur og greinargerð í mkv. 1:1000 dags. 27. desember 2018.

Tillagan lögð fram að nýju með þeim breytingum að ein aðkoma verður inn á lóðina í stað tveggja ásamt kvöð um trjágóður meðfram Dalvegi. Heildarfjöldi bílastæða að hámarki 378 (miðað við 1 stæði á 35 m²) þar af bílgeymsla neðanjarðar sem rúmar 100 bíla. Gert er ráð fyrir gönguleiðum milli bygginga og skilti sýnileg frá Reykanesbraut. Byggingarreitur austan lóðar breytt m.t.t. Kópavogslækjar á lóðamörkum og sýnd möguleg tenging yfir á lóð nr. 30 frá Dalvegi 28.
Páll Gunnlaugsson arkitekt gerir grein fyrir tillögunni.
Afgreiðslu frestað.

Gestir

  • Páll Gunnlaugsson - mæting: 17:40

Almenn erindi

7.1901414 - Hverfisáætlun Fífuhvamms 2019. Drög að greinargerð.

Lögð fram og kynnt drög að Hverfisáætlun fyrir Fífuhvamm 2019.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

8.1809231 - Tónahvarf 3. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga KRark fh. lóðarhafa að 160 m2 viðbyggingu við Tónahvarf 3. Á fundi skipulagsráðs 17. september 2018 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Tónahvarfs 4, 5, 6 og 8. Athugasemdafresti lauk 14. janúar 2019. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Skipulagsráð samþykkir erindið með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

9.1809686 - Þinghólsbraut 27. Kynning á byggingarleyfi.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Sturlu Þórs Jónssonar, arkitekts fh. lóðarhafa Þinghólsbrautar 27 um að breyta einbýli í tvíbýli sbr. teikningar í mkv. 1:100 og 1:500 dags. Á fundi skipulagsráðs 1. október 2018 var málinu frestað þar sem ekki var gert grein fyrir fjölgun bílastæða á lóð. Þá lögð fram ný tillaga þar sem gert er grein fyrir fjölgun bílastæða á lóð. Í breytingunni felst að íbúð á efri hæð hússins og hluta neðri hæðar verði 223 m2 og íbúð á neðri hæð verði 94 m2, sameign verði 35 m2. Jafnframt er gert ráð fyrir þremur bílastæðum á lóð.
Á fundi skipulagsráðs 3. desember 2018 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Þinghólsbrautar 19, 22, 23, 24, 25, 26, 27, 28, 29, 30, 31, 32, 33, 34, 35, 36, 37 og 38. Athugasemdafresti lauk 10. janúar 2019. Engar ábendingar eða athugasemdir bárust.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

10.1810455 - Digranesheiði 39. Kynning á byggingaleyfi.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Andrésar Narfa Andréssonar arkitekts f.h. lóðarhafa Digranesheiðar 39 um breytingar á núverandi íbúðarhúsi á lóðinni. Í breytingunni felst að núverandi anddyri er fjarlægt og viðbygging til suðurs reist við húsið. Byggingarmagn á lóðinni eykst úr 202 m2 í 219,4 m2 við breytinguna eða um 17,4 m2. Nýtingarhlutfall á lóðinni eftir breytingu verður 0,33. Á fundi skipulagsráðs 15. október 2018 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að tillagan yrði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Digranesheiði 26, 28, 30, 37, 41, Lyngheiði 18 og 20. Athugasemdafresti lauk 11. janúar 2019. Engar ábendingar eða athugasemdir bárust.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

11.1804615 - Hlíðarvegur 40. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Hildar Bjarnadóttur arkitekts ásamt nýjum teikningum dags. 16. október 2018 fh. lóðarhafa Hlíðarvegs 40 þar sem óskað er eftir að fá skráningu á einbýli breytt í tvíbýli. Í breytingunni felst að íbúðum á lóðinni er fjölgað úr einni í tvær (ein íbúð sé á hvorri hæð hússins). Íbúð á efri hæð verður 150,5 m2 og íbúðkjallaraverður 76.8 m2. Jafnframt er gert ráð fyrir einu bílastæði á lóðinni. Uppdráttur í mkv. 1:100 dags. 16. október 2018. Á fundi skipulagsráðs 19. nóvember 2018 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að tillagan yrði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Hlíðarvegs 33, 35, 36, 37, 38, 39 42 og Reynihvamms 25, 27. Kynningartíma lauk 7. janúar 2019, athugasemdir bárust. Þá er lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 18. janúar 2019.
Skipulagsráð hafnar erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

12.1901510 - Tónahvarf 5. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi KRark arkitekta dags. 16. janúar 2019 fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Tónahvarfs 5.
Í breytingunni felst að auka byggingarmagn á lóðinni úr 3.349 m2 í 5.407 m2. Byggingarreitur kjallara stækkar til suðvesturs um 9,7 metra og um 1.5 metra til suðausturs og norðvesturs. Hámarks þak,- og vegghæð lækkar og verður 14 metrar. Fjöldi bílastæða breytist og er gert ráð fyrir einu stæði á hverja 35 m2 skrifstofu,- og verslunarhúsnæðis, einu stæði á hverja 50 m2 atvinnuhúsnæðis og einu stæði á hverja 150 m2 atvinnuhúsnæðis nýttu sem geymslur. Bílastæðum fjölgar og verða 97 stæði á lóð eftir breytingu.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Tónahvarfs 2-12 og Víkurhvarfs 1, 3, 5 og 7.

Almenn erindi

13.1812297 - Austurkór 104. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Margrétar Önnu Einarsdóttur, lögmanns fh. lóðarhafa þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi á lóðinni. Í breytingunni felst að komið verði fyrir aðstöðu fyrir heita pott ásamt búnings og sturtuaðstöðu við lóðarmörk á norðurhluta lóðarinnar. Heildarstærð mannvirkisins er 25 m2 þar af eru 2,2 m2 innandyra og 22,8 m2 utandyra. Uppdráttur í mkv. 1:100 dags 6. júní 2012 með breytingum dags. 27. september 2018. Ásamt greinargerð og þrívíddarmyndum.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Austurkórs 102.

Almenn erindi

14.1901406 - Auðbrekka 9-11. Byggingaráform.

Lagt fram erindi Jóns M. Halldórssonar byggingafræðings dags. 22. september 2018 fh. lóðarhafa Auðbrekku 9-11 þar sem óskað er eftir að breyta innra skipulagi á 1 hæð byggingar í gistiheimili í flokki 2. Um er að ræða 9 útleigueiningar / leiguíbúðir fyrir allt að 20 manns, án þjónustu. Hver eining er með sér baðherbergi, eldhúsi og alrými með léttu millilofti með geymslurými auk geymslu í sameign. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 22. september 2018.
Lagt fram og kynnt.

Fundi slitið - kl. 19:20.