Lagt fram erindi Krark arkitektar fh. lóðarhafa Dalvegar 32 að breyttu deiliskipulagi. Í breytingunni felst að lóð stækkar inn á bæjarland í austurhluta skipulagssvæðisins um 1,254 m2/ og verður stærð lóðar efir breytingu 19.872 m2/. Byggingarreitur á miðri lóðinni minnkar og verður eftir breytingu 60x28 metrar. Byggingarreitur á austurhluta lóðar breytist og stækkar til vesturs og austurs en minnkar til norðurs og suðurs og verður 75x40 metrar. Hæð byggingarreitar breytist og verður 5 og 6 hæðir. Hámarks vegghæð og þakhæð verður 22.5 metrar. Þakform er frjálst. Hámarks byggingarmagn með kjöllurum og niðurgrafinni bílageymslu er 15.897 m2/. Aðkoma, fyrirkomulaga bílastæða og bílastæða krafa breytist og verður eitt stæði 100 m2/ í geymslurými, eitt stæði á hverja 50 m2/ í skrifstofurými og eitt stæði á hverja 35 m2/ í verslunarrými. Að öðru leyti er vísað til gildandi deiliskipulags fyrir Dalveg birt í B- deild Stjórnartíðinda 4. október 2007 og samþykkt af bæjarstjórn 13. júlí 2007 m.s.br. birt í B- deild 6. des. 2017 og 8. júní 2018. Á fundi skipulagsráðs 3. desember sl. var afgreiðslu erindisins frestað.