Skipulagsráð

41. fundur 17. desember 2018 kl. 16:30 - 18:30 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Helga Hauksdóttir formaður
  • J. Júlíus Hafstein aðalmaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Kristinn D Gissurarson aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Berglind Ósk Kjartansdóttir starfsmaður umhverfissviðs
  • Smári Magnús Smárason starfsmaður umhverfissviðs
  • Steingrímur Hauksson sviðsstjóri skipulags- umhverfissviðs
  • Auður Dagný Kristinsdóttir starfsmaður umhverfissviðs
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Berglind Ósk Kjartansdóttir ritari
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.1812001F - Bæjarráð - 2937. fundur frá 06.12.2018

1804680 - Álfhólsvegur 73. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1809232 - Urðarhvarf 8. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1811007 - Vesturvör. Deiliskipulag göturýmis.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1811696 - Kársnesbraut 76-84 og Vesturvör 7. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1811695 - Naustavör 1 og 3. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.1811027F - Bæjarstjórn - 1186. fundur frá 11.12.2018

1804680 - Álfhólsvegur 73. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1809232 - Urðarhvarf 8. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1811007 - Vesturvör. Deiliskipulag göturýmis.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1811696 - Kársnesbraut 76-84 og Vesturvör 7. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1811695 - Naustavör 1 og 3. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Almenn erindi

3.1804094 - Markavegur 3-5. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi lóðarhafa að Markavegi 5, dags. 27. mars 2017 um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að byggð er reiðskemma 28,0 x 12,3 m á lóðinni sem tengd verður núverandi hesthúsi að markavegi 3-4 (sami lóðarhafi). Gólfkóti skemmunar yrði sami og í núverandi hesthúsi 101,6 m í stað 102,5 m h.y.s. Einnig er sótt um að hækka mænishæð reiðskemmunar úr 4,5 m í 5,1 m miðað við aðkomuhæð. Á fundi skipulagsráðs 16. apríl 2018 var samþykkt með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu og vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Athugasemdafresti lauk 26. nóvember 2018. Athugasemd barst.
Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

4.1809725 - Kópavogsvöllur. Dalsmári 7. Flóðlýsing.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga VSÓ ráðgjöf fh. Kópavogsbæjar að breyttu deiliskipulagi Kópavogsvallar, Dalsmára 7. Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir upphituðu gervigrasi á Kópavogsvelli og uppsetningu ljósamastra og ljósabúnaðar til flóðlýsingar við völlinn. Uppdrættir í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 25. september 2018. Tillagan var kynnt í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Frestur til athugasemda var til 27. nóvember 2018. Athugasemdir og ábendingar bárust.
Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar um athugasemdir og ábendingar er bárust á kynningartíma. Er umsögnin dags. 3. desember 2018.
Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 18:30.