Skipulagsráð

30. fundur 18. júní 2018 kl. 16:30 - 18:05 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • J. Júlíus Hafstein aðalmaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Birkir Jón Jónsson varamaður
  • Baldur Þór Baldvinsson aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Berglind Ósk Kjartansdóttir starfsmaður umhverfissviðs
  • Steingrímur Hauksson sviðsstjóri skipulags- umhverfissviðs
  • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
  • Auður Dagný Kristinsdóttir starfsmaður umhverfissviðs
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Berglind Ósk Kjartansdóttir ritari
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.1806002F - Bæjarráð - 2917. fundur frá 07.06.2018

1802510 - Ögurhvarf 6. Hækkun á viðbyggingu. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1709733 - Digranesvegur 12. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1803970 - Urðarhvarf 16. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

18051288 - Fífuhvammur 47 (Hlíðarvegur 62a). Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1708010 - Umferðaröryggi við Skálaheiði.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.1805021F - Bæjarstjórn - 1178. fundur frá 12.06.2018

1802510 - Ögurhvarf 6. Hækkun á viðbyggingu. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1709733 - Digranesvegur 12. Kynning á byggingarleyfi.
Theódóra Þorsteinsdóttir lagði fram eftirfarandi afgreiðslutillögu ásamt bókun:
"Ég óska eftir því að málinu verði frestað og óska ég eftir minnisblaði frá bæjarlögmanni um lögmæti þessarar afgreiðslu.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum afgreiðslutillöguna og frestar málinu.

1803970 - Urðarhvarf 16. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 10 atkvæðum.

18051288 - Fífuhvammur 47 (Hlíðarvegur 62a). Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 8 atkvæðum. Pétur Hrafn Sigurðsson og Bergljót Kristinsdóttir greiddu ekki atkvæði.

1708010 - Umferðaröryggi við Skálaheiði.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 10 atkvæðum.

Almenn erindi

3.18051285 - Kosningar í skipulagsráð 2018-2022

Frá bæjarstjórn:
Kosning sjö aðalmanna og jafnmargra til vara í skipulagsráð.

Kosningu hlutu:
Af A-lista:
Aðalmenn:
Hjördís Ýr Johnson
Júlíus Hafstein
Helga Hauksdóttir
Baldur Þór Baldvinsson
Varamenn:
Guðmundur G. Geirdal
Sigríður Kristjánsdóttir
Birkir Jón Jónsson
Jónas Skúlason

Af B-lista:
Aðalmenn:
Bergljót Kristinsdóttir
Einar Örn Þorvarðarson
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
Varamenn:
Pétur Hrafn Sigurðsson
Hreiðar Oddson
Hákon Helgi Leifsson
Helga Hauksdóttir var einróma kosin formaður skipulagsráðs.
Hjördís Ýr Johnson var einróma kosin varaformaður skipulagsráðs.

Almenn erindi

4.1610406 - Erindisbréf skipulagsráðs.

Lagt fram og kynnt erindisbréf skipulagsráðs.

Almenn erindi

5.1806751 - Yfirlit yfir verkefni skipulags- og byggingardeildar.

Almenn erindi

6.1804682 - Furugrund 3. Kynning á byggingarleyfi.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Grímu arkitekta fh. lóðarhafa að breytingu á húsinu nr. 3 við Furugrund. Núverandi bygging er ein hæð og kjallari fyrir verlsunar- og þjónustu með bröttu mænisþaki. Samanlagður gólfflötur núverandi byggingar er 1,031 m2 og stærð lóðar 2,528 m2 skv. Fasteingaskrá. Nýtingarhlutfall er um 0,4.
Breyting hússins felst í því að hæð er bætt ofan á húsið og útliti þess og innra fyrirkomulagi er breytt svo koma megi fyrir í húsinu 12 íbúðum á 1. og 2. hæð og 8 verslunar- og þjónusturýmum á jarðhæð ásamt geymslum fyrir íbúðirnar. Heildarhæð hússins, þ.e. mænishæðin, breytist ekki en langhliðar hússins hækka um 2,9m frá því sem nú er. Þakhalli minnkar og verður 4,3° eftir breytinguna. Útbygging við austurgafl hússins stækkar einnig að grunnfleti og hækkar um eina hæð eða u.þ.b. 3m. Á allar úthliðar eru settir nýjir gluggar ásamt svölum. Allar íbúðir hafa sérinngang frá verönd eða svalagangi.
Heildarstækkun hússins er 593m2 og verður það samtals 1624 m2 eftir stækkun. Þar af eru um 508 m2 fyrir verslunar- og þjónusturými ásamt öðrum rýmum sem þeim tilheyra og því um 1,115 m2 af rými húsins fyrir íbúðir.
Nýtingarhlutfall á lóðinni verður um 0,6 eftir breytinguna. Stærð einstakra íbúða er á bílinu 77 m2 - 91 m2 að frátöldum tilheyrandi geymslum sem eru á bilinu 2.5 - 3,2 m2. Öllum íbúðunum fylgja sérsvalir á norðurhlið hússins og á efri hæð suðurhliðar er sameiginlegur svalagangur.
Lóðin er tívskipt, neðri og efri hluti. Neðri hlutinn er að mestu leyti malbikaður í dag og er gert ráð fyrir að halda því óbreyttu að mestu leyti. Gert er þó ráð fyrir stéttum framan við innganga í rými. Efri lóðin skiptist í 2 svæði, annars vegar nýtt garðsvæði sunnan við húsið og hins vegar bílstæði austan við húsið. Nýjum stigum verður komið fyrir við sitthvorn gafl hússins til að tengja hæðir vel saman. Hjólageymslur eru bæði í neðri og efri garði og stór útigeymsla fyrir garðáhöld o.fl. í efri garðinum. Gert er ráð fyrir 24 bílastæðum á lóðinni.
Á fundi skipulagsráðs 7. maí 2018 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Furugrund 1, 56, 58, 60, 62, 64, 66, 71, 72, 73, 74, 75, 76, 77, 79, 81 og Víðigrund 2. Athugasemdarfresti lauk 18. júní 2018. Athugasemdir og ábendingar bárust.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.

Almenn erindi

7.1804088 - Fífuhvammur 21. Endurbætur á sólstofu.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Ragnheiðar Sverrisdóttur innanhússarkitekts fyrir hönd lóðarhafa Fífuhvamms 21 þar sem óskað er eftir að endurgera sólstofu ofan á bílskúr alls 28,7 m2. Áætlað er að sólstofna hækki um 20 sm miðað við núverandi þakhæð. Á fundi skipulagsráðs 16. apríl 2018 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að tillagan verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Fífuhvamms 19, 23 og Víðihvamms 12, 14 og 16. Athugasemdafresti lauk 18. júní 2018. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

8.1804683 - Mánabraut 7. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Jakobs Líndal arkítekts dags. 5. apríl 2018 fh. lóðarhafa lóðar nr. 7 við Mánabraut þar sem sótt er um 15 cm hækkun á þakkanti íbúðarhússins og skorsteinar fjarlægðir. Á fundi skipulagsráðs 7. maí 2018 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Mánabrautar 5, 6, 8, 9 og Sunnubrautar 6 og 8. Athugasemdarfresti lauk 18. júní 2018. Athugasemdir bárust.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.

Almenn erindi

9.1805019 - Marbakkabraut 9. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju uppfært erindi Trípólí arkitekta dags. 12. júní 2018 fyrir hönd lóðarhafa þar sem óskað er eftir leyfi til að rífa 135 m2 einbýlishús, byggt 1948, og byggja í stað þess 553 m2 parhús á fjórum pöllum ásamt kjallara. Heildarhæð hússins frá götu er 9.6 m. Uppdrættir í mkv. 1:500 dags. 12. júní 2018. Á fundi skipulagsráðs 4. júní 2018 var afgreiðslu málsins frestað. Þá lagður fram formáli frá lóðarhafa ásamt skráningu á húsum í nágrenni lóðarinnar.
Jón Davíð Ásgeirsson, arkitekt hjá Trípólí arkitektum, gerir grein fyrir erindinu.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Marbakkabrautar 1, 3, 5, 6, 8, 10, 11, 13, 15, 17, 30, 32, 34 og Kársnesbrautar 9, 11, 13, 15 og 17.

Gestir

  • Jón Davíð Ásgeirsson - mæting: 17:50
  • Andri Gunnar Lyngberg Andrésson - mæting: 17:50

Almenn erindi

10.1802571 - Vogatunga 22-34. Sameignalóð botnlangans.

Lagt fram að nýju erindi húsfélagsins í Vogatungu 22-34, dags. 20. febrúar 2018, þar sem óskað er eftir breyttum mörkum sameignarlóðar húsfélagsins við endurnýjun lóðaleigusamnings frá 1967. Á fundi skipulagsráðs 5. mars 2018 var erindinu frestað og vísað til umsagnar umhverfissviðs Kópavogsbæjar. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar Kópavogsbæjar dags. 15. júní 2018.
Skipulagsráð hafnar erindinu og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

11.1806643 - Tónahvarf 7. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga ASK akritekta fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar nr. 7 við Tónahvarf. Í breytingunni felst að byggt er út úr gildandi byggingarreit í norður og vestur, fyrirhuguð bygging verði á einni hæða án kjallara, nýtingarhlutfall lóðarinnar lækkar úr 0,6 í 0,4 og fyrirkomulagi bílastæða á lóð er breytt. Samþykki lóðarhafa Tónahvarfs 5 dags. 15. júní 2018 liggur fyrir. Uppdráttur í mkv. 1:500 ásmt skýringarmyndum dags. 6. júní 2018.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

12.1806492 - Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Sundahöfn.

Lögð fram með tilvsían í 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga verkefnalýsing umhverfis- og skipulagssviðs dags. í maí 2018 vegna breytinga á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 fyrir Sundahöfn. Í breytingunni felst að stækka hafnarsvæðið (H4) í Sundahöfn með landfyllingum við Klettagarða og Skarfabakka-Kleppsbakka.
Lagt fram og kynnt.

Önnur mál

13.1806842 - Fyrirspurn frá Bergljótu Kristinsdóttur varðandi Kópavogsdal og hverfaskipulag á Kársnesi.

"Hverju líður vinnu við endurskoðað deiliskipulag fyrir Kópavogsdal sem bæjarráð samþykkti að vísa til gerðar fjárhagsáætlunar í mars 2016".

"Hverfisskipulag fyrir Kársnes: hvenær má vænta nýs hverfisskipulags fyrir Kársnes þar sem endanlegt skipulag Kársnestáar verður aðgengilegt?"

Fundi slitið - kl. 18:05.