Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Grímu arkitekta fh. lóðarhafa að breytingu á húsinu nr. 3 við Furugrund. Núverandi bygging er ein hæð og kjallari fyrir verlsunar- og þjónustu með bröttu mænisþaki. Samanlagður gólfflötur núverandi byggingar er 1,031 m2 og stærð lóðar 2,528 m2 skv. Fasteingaskrá. Nýtingarhlutfall er um 0,4.
Breyting hússins felst í því að hæð er bætt ofan á húsið og útliti þess og innra fyrirkomulagi er breytt svo koma megi fyrir í húsinu 12 íbúðum á 1. og 2. hæð og 8 verslunar- og þjónusturýmum á jarðhæð ásamt geymslum fyrir íbúðirnar. Heildarhæð hússins, þ.e. mænishæðin, breytist ekki en langhliðar hússins hækka um 2,9m frá því sem nú er. Þakhalli minnkar og verður 4,3° eftir breytinguna. Útbygging við austurgafl hússins stækkar einnig að grunnfleti og hækkar um eina hæð eða u.þ.b. 3m. Á allar úthliðar eru settir nýjir gluggar ásamt svölum. Allar íbúðir hafa sérinngang frá verönd eða svalagangi.
Heildarstækkun hússins er 593m2 og verður það samtals 1624 m2 eftir stækkun. Þar af eru um 508 m2 fyrir verslunar- og þjónusturými ásamt öðrum rýmum sem þeim tilheyra og því um 1,115 m2 af rými húsins fyrir íbúðir.
Nýtingarhlutfall á lóðinni verður um 0,6 eftir breytinguna. Stærð einstakra íbúða er á bílinu 77 m2 - 91 m2 að frátöldum tilheyrandi geymslum sem eru á bilinu 2.5 - 3,2 m2. Öllum íbúðunum fylgja sérsvalir á norðurhlið hússins og á efri hæð suðurhliðar er sameiginlegur svalagangur.
Lóðin er tívskipt, neðri og efri hluti. Neðri hlutinn er að mestu leyti malbikaður í dag og er gert ráð fyrir að halda því óbreyttu að mestu leyti. Gert er þó ráð fyrir stéttum framan við innganga í rými. Efri lóðin skiptist í 2 svæði, annars vegar nýtt garðsvæði sunnan við húsið og hins vegar bílstæði austan við húsið. Nýjum stigum verður komið fyrir við sitthvorn gafl hússins til að tengja hæðir vel saman. Hjólageymslur eru bæði í neðri og efri garði og stór útigeymsla fyrir garðáhöld o.fl. í efri garðinum. Gert er ráð fyrir 24 bílastæðum á lóðinni.
Á fundi skipulagsráðs 7. maí 2018 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Furugrund 1, 56, 58, 60, 62, 64, 66, 71, 72, 73, 74, 75, 76, 77, 79, 81 og Víðigrund 2. Athugasemdarfresti lauk 18. júní 2018. Athugasemdir og ábendingar bárust.
Hjördís Ýr Johnson var einróma kosin varaformaður skipulagsráðs.