Skipulagsráð

29. fundur 04. júní 2018 kl. 16:30 - 17:30 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Guðmundur Gísli Geirdal varaformaður
  • Andrés Pétursson aðalmaður
  • Sigríður Kristjánsdóttir aðalmaður
  • J. Júlíus Hafstein aðalmaður
  • Ása Richardsdóttir aðalmaður
  • Kristinn D Gissurarson aðalmaður
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Berglind Ósk Kjartansdóttir starfsmaður umhverfissviðs
  • Steingrímur Hauksson sviðsstjóri skipulags- umhverfissviðs
  • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
  • Auður Dagný Kristinsdóttir starfsmaður umhverfissviðs
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Berglind Ósk Kjartansdóttir ritari
Dagskrá

Almenn erindi

1.18051288 - Fífuhvammur 47 (Hlíðarvegur 62a). Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga Jakobs Líndals arkitekts dags. 29. maí 2018 fyrir hönd lóðarhafa Fífuhvamms 47, áður Hlíðarvegur 62a, að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar. Á lóðinni stendur íbúðarhús byggt 1932, 50 m2 að stærð. Óskað eftir að byggja við húsið 25 m2 til norðurs svo hægt sé að koma fyrir nýju salerni og stiga. Auk þess er óskað eftir að byggja nýtt íbúðarhús vestan við núverandi hús, alls 230 m2. Uppdrættir í mkv. 1:100, 1:1000 og 1:2000 dags.
Skipulagsráð samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 1. mgr 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Ása Richardsdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins.

Almenn erindi

2.1805657 - Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Sjómannaskólareitur og Veðurstofuhæð.

Lögð fram með tilvísan í1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 verkefnalýsing umhverfis- og skipulagssviðs dags. í apríl 2018 vegna breytinga á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 fyrir Sjómannaskólareit og Veðurstofuhæð. Í breytingunni felst breytt landnotkun og fjölgun íbúða.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

3.1805658 - Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, KR- svæði.

Lögð fram með tilvsían í 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga verkefnalýsing umhverfis- og skipulagssviðs dags. í apríl 2018 vegna breytinga á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 fyrir KR-svæðið. Í breytingunni felst breytt landnotkun, nýjum kjarna í Vesturbæ og fjölgun íbúða.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

4.1708010 - Umferðaröryggi við Skálaheiði.

Lagt fram erindi Vals Arnarsonar fh. íbúa við Hlíðarhjalla 41 og varðar umferðaröryggi yfir Skálaheiði neðan við íþróttahúsið Digranes og gönguleið milli húsa við Hlíðarhjalla 41c og 41d. Þá lagt fram erindi Atla Más Guðmundsonar fh. íbúa og húsfélags Hlíðarhjalla 41, dags. 30. apríl 2018 þar sem m.a. kemur fram samþykki íbúa Hlíðarhjalla 41 um að sett verði kvöð á lóðina um göngustíg.
Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

5.1805718 - Urðarbraut 9. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa Urðarbrautar 9 dags. í maí 2018 þar sem óskað er eftir áliti skipulagsráðs á að skipta lóðinni, sem er liðlega 1000 m2 að flatarmáli, í tvær lóðir og byggja nýtt einbýlishús á austurhluta hennar sem hefði aðkomu frá Borgarholtsbraut. Erindinu fylgir greinagerð með uppdráttum og skýringarmyndum.
Frestað.

Almenn erindi

6.18051108 - Álmakór 18. Fjölgun bílastæða á lóð.

Lagt fram erindi lóðarhafa Álmakórs 18, dags. 24. maí 2018, þar sem óskað er eftir að fjölga bílastæðum á lóð, úr þremur í fimm. Uppdráttur í mkv. 1:100 dags. 28. maí 2015. Þá lagt fram undirritað samþykki lóðarhafa Álmakórs 15, 16, 19 og 20.
Skipulagsráð samþykkir erindið enda verði framkvæmdin að fullu kostuð af lóðarhafa.

Almenn erindi

7.1805374 - Hófgerði 22. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Kristins Ragnarssonar arkitekts dags. 3. maí 2018 fyrir hönd lóðarhafa þar sém óskað er eftir leyfi til að reisa 60 m2 stakstæða bílgeymslu á suðaustur hluta lóðarinnar. Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 3. maí 2018. Þá lagðar fram undirrituð samþykki lóðarhafa Hófgerðis 11, 13, 15, 20, 24 og Borgarholtsbrautar 26, 28 og 30. Þá lagt fram bréf lóðarhafa dags. 4. júní 2018 þar sem óskað er eftir að fresta verkinu.
Frestað.

Almenn erindi

8.1805019 - Marbakkabraut 9. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Trípólí arkitekta dags. 23. apríl 2018 fyrir hönd lóðarhafa þar sem óskað er eftir leyfi til að rífa 135 m2 einbýlishús, byggt 1948, og byggja í stað þess 553 m2 parhús á fjórum pöllum ásamt kjallara. Heildarhæð hússins frá götu er 9.6 m. Uppdrættir í mkv. 1:500 dags. 23. apríl 2018.
Frestað.

Almenn erindi

9.18051169 - Kópavogsbraut 62. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Ólafs Jónssonar arkitekts dags. 18. maí 2018 fyrir hönd lóðarhafa Kópavogsbrautar 62 þar sem óskað er eftir leyfi til að reisa stakstæða 60 m2 bílgeymslu á norðaustur hluta lóðarinnar. Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 18. maí 2018.
Skipulagsráð samþykkir að framlögð tillaga verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Kópavogsbrautar 64 og Vallargerðis 25 og 27.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

10.1805002F - Bæjarstjórn - 1176. fundur frá 08.05.2018

1804314 - 201 Smári. Reitir A03 og A04 (Sunnusmári 2-14). Byggingaráform.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með tíu samhljóða atkvæðum. Margrét Júlía Rafnsdóttir greiddi ekki atkvæði.

1804367 - Smáralind. Flutningur á sjálfvirkum eldsneytisdælum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með sjö atkvæðum þeirra Margrétar Friðriksdóttur, Ármanns Kr. Ólafssonar, Theódóru Þorsteinsdóttur, Jóns Finnbogasonar, Hjördísar Johnson, Guðmundar Geirdal og Kristins Dags Gissurarsonar. Sverrir Óskarsson, Margrét Júlía Rafnsdóttir, Pétur Hrafn Sigurðsson og Kristín Sævarsdóttir greiddu ekki atkvæði.

1710174 - Fossvogsbrún, íbúðakjarni fyrir fatlaða. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1711735 - Brekkuhvarf 1-7. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum og hafnar erindinu.

1804366 - Hrauntunga 62. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 10 atkvæðum.

1802241 - Dalvegur 32. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 8 atkvæðum þeirra Margrétar Friðriksdóttur, Sverris Óskarssonar, Ármanns Kr. Ólafssonar, Theódóru Þorsteinsdóttur, Jóns Finnbogasonar, Hjördísar Johnson, Guðmundar Geirdal og Kristins Dags Gissurarsonar. Margrét Júlía Rafnsdóttir, Pétur Hrafn Sigurðsson og Kristín Sævarsdóttir greiddu atkvæði gegn tillögunni.

1804094 - Markavegur 5. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Almenn erindi

11.1805352 - Mánabraut 17. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Kristjáns Leifssonar byggingafræðings dags. 10. apríl 2018 fyrir hönd lóðarhafa að Mánabraut 17 þar sem óskað er eftir að rífa bílgeymslu á lóðinni og endurbyggja nýja og hærri á fyrirliggjandi sökkli, samtals 24 m2. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:35 dags. 10 apríl 2018.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Mánabrautar 14, 15, 16, 18, 19 og Sunnubrautar 16, 18 og 20.

Almenn erindi

12.1802766 - Kópavogsbraut 69 og 71. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Noland arkitekta, dags. 28. febrúar 2018, fh. lóðarhafa Kópavogsbrautar 69 og 71 um breytingu á deiliskipulagi lóðanna. Í tillögunni felst heimild til að rífa núverandi íbúðarhús á lóðunum og reisa tvö 4 íbúða fjölbýli á 2 hæðum auk kjallara að hluta. Á báðum lóðum yrði hámarks grunnflötur húss 220 m2 á lóðum sem eru 660 m2. Samanlagður gólfflötur hvors húss er 462 m2, nýtingarhlutfall ofanjarðar er 0,60 og heildarnýtingarhlutfall á hvorri lóð er 0,70. Gert er ráð fyrir 6 bílastæðum við hvort hús, 1,3 stæði á íbúð. Hámarkshæð húsa er 6,2 miðað við aðkomuhæð. á fundi skipulagsráðs 5. mars 2018 var samþykkt með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu og vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Athugasemdafresti lauk 4. júní 2018. Athugasemdir og ábendingar bárust.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.

Almenn erindi

13.1803970 - Urðarhvarf 16. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu umsókn Kristins Ragnarssonar arkitekts, fh. lóðarhafa, um breytt deiliskipulag á lóðinni við Urðarhvarf 16.
Í breytingunni felst að byggingarmagn er aukið úr 6.048 m2 í 8.000 m2. Við það eykst nýtingarhlutfall ofanjarðar úr 1,26 í 1,7. Jafnframt er byggingarreitur hækkaður um 3,5 m að hluta til á norðvesturhluta lóðarinnar. Gert er ráð fyrir einu stæði á hverja 50 m2 í atvinnuhúsnæði þar af helmingur í niðurgrafinni bílageymslu. Á fundi skipulagsráðs 19. mars 2018 var samþykkt að framlögð tillaga verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Athugasemdafresti lauk 4. júní 2018. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

14.1712884 - Melgerði 11. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Hauks Ásgeirssonar verkfræðings fh. lóðarhafa Melgerðis 11 að breyttu fyrirkomulagi á lóðinni. Í breytingunni felst viðbygging á tveimur hæðum við vesturhlið íbúðarhússins alls 150 m2 að stærð. Fyrirhugað er að í viðbyggingunni verði ein íbúð á tveimur hæðum. Jafnframt er bílastæðum á lóðinni fjölgað úr tveimur í fjögur. Byggingarmagn á lóðinni hækkar úr 202,2 m2 í 350.2 m2 við breytinguna og nýtingarhlutfall hækkar úr 0,26 í 0,46. Fjöldi íbúða eykst úr einni í tvær. Greinargerð og uppdrættir í mkv. 1:200 og 1:500 dags. í janúar 2018. Á fundi skipulagsráðs 5. mars 2018 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Melgerðis 9, 10, 12, 13, 14, Vallargerðis 10, 12 og 14. Athugasemdarfresti lauk 25. maí 2018. Athugasemdir og ábendingar bárust.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.

Almenn erindi

15.1709733 - Digranesvegur 12. Kynning á byggingarleyfi.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Móheiðar HH. Obel, arkitekts fh. lóðarhafa að breyttri notkun húsnæðis við Digranesvegi 12. Í breytingunni felst að atvinnuhúsnæði er beytt í 45 m2 íbúð. Uppdrætti í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 22. ágúst 2017. Á fundi skipulagsráðs 16. október 2017 var málinu hafnað. Lóðarhafi óskaði eftir endurupptöku byggingarleyfis vegna synjunar með bréfi, dags. 20. desember 2017. Bæjarráð samþykkti að endurupptaka málið og vísaði því til skipulagsráðs. Á fundi skipulagsráðs 5. mars 2018 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Digranesvegar 7, 8, 10, 12, 14, 16 og 16a, Vogatungu 22, 24, 26, 28, 30, 32 og 34, Vallartröð 1 og Neðstutröð 2. Athugasemdafresti lauk 7. maí 2018. Athugasemdir bárust. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 29. maí 2018.
Skipulagsráð hafnar tillögunni og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

16.1802510 - Ögurhvarf 6. Hækkun á viðbyggingu. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Önnu Margrétar Hauksdóttur arkitekts, dags. 20. október 2015 f.h. Styrktarfélagsins Ás þar sem óskað er eftir leyfi til að hækka nýlega samþykkta viðbyggingu við húsið. Í breytingunni felst að viðbygging á húsnæðinu til suðurs er hækkuð í sömu hæð og núverandi hús, snyrting í viðbyggingu stækkuð og hvíldarherbergi bætt við. Á fundi skipulagsráðs 5. mars 2018 var samþykkt í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Dimmuhvarfs 19, 21, 23 og 25. Athugasemdafresti lauk 7. maí 2018. Athugasemdir og ábendingar bárust. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 4. júní 2018.
Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

17.1805012F - Bæjarstjórn - 1177. fundur frá 22.05.2018

0812063 - Skíðasvæðið í Bláfjöllum, breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1803193 - Brú yfir Fossvog. Deiliskipulag. Tillaga á vinnslustigi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 10 samhljóða atkvæðum. Margrét Júlía Rafnsdóttir greiddi ekki atkvæði.

1805021 - Nýbýlavegur 10. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1706497 - Húsnúmer í Dalbrekku. Tillaga að breytingu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1804613 - Hvammsvegur 2. Gæsluvallarhús.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1801305 - Aflakór 6. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1803626 - Dalaþing 12. Einbýlishús í tvíbýli. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 9 atkvæðum

1803103 - Kórsalir 1. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum og hafnar erindinu.

18031127 - Urðarbraut 5. Breyting á skráningu í Kastalagerði 2.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1804464 - Álalind 4-8. Fjölgun íbúða. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1805102 - Dimmuhvarf 11b og 11c. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

18.1805004F - Bæjarráð - 2914. fundur frá 17.05.2018

0812063 - Skíðasvæðið í Bláfjöllum, breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

1803193 - Brú yfir Fossvog. Deiliskipulag. Tillaga á vinnslustigi.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

1706497 - Húsnúmer í Dalbrekku. Tillaga að breytingu.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

1804613 - Hvammsvegur 2. Gæsluvallarhús.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

1801305 - Aflakór 6. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

1803626 - Dalaþing 12. Einbýlishús í tvíbýli. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

1803103 - Kórsalir 1. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

18031127 - Urðarbraut 5. Breyting á skráningu í Kastalagerði 2.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

1804464 - Álalind 4-8. Fjölgun íbúða. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

1805102 - Dimmuhvarf 11b og 11c. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 17:30.