Skipulagsráð

19. fundur 04. desember 2017 kl. 16:30 - 19:50 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Andrés Pétursson aðalmaður
  • Guðmundur Gísli Geirdal varaformaður
  • Sigríður Kristjánsdóttir aðalmaður
  • J. Júlíus Hafstein aðalmaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson varamaður
  • Kristinn D Gissurarson aðalmaður
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Birgir Hlynur Sigurðsson
  • Smári Magnús Smárason
  • Steingrímur Hauksson
  • Auður Dagný Kristinsdóttir
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir
Fundargerð ritaði: Auður Dagný Kristinsdóttir arkitekt
Dagskrá

Almenn erindi

1.1711555 - Dalaþing 12. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga GP arkitekta fyrir hönd lóðarhafa Dalaþings 12 dags. 13. nóvember 2017 að breyttu deiliskipulagi á lóðinni.
Í breytingunni felst að 23 m2 sólstofa er reist á þaki bifreiðageymslu á suðausturhluta hússins. Nýtingarhlutfall a lóðinni hækkar úr 0,26 í 0,28 við fyrirhugaða breytingu. Uppdrættir í mkv. 1:2000 og 1:500.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan til 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Dalaþings 8, 9, 10, 11, 13, 14, 15, 16, 17, 18, 20, 22 og 24.

Almenn erindi

2.1711553 - Aðalskipulag Mosfellsbæjar 2011-2030, athafnasvæði við Sólheimakot á Hólmsheiði.

Lýsing verkefnis og matslýsing skipulagsáætlunarskv. 30. gr. skipulagslaga fyrir væntanlega breytingu á aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030. Breytingin felst í að afmarka og móta stefnu um nýtt athafnasvæði við Sólheimakot á Hólmsheiði.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

3.1711549 - Skerjafjörður Þ5

Lögð fram forsögn fyrir rammaskipulag fyrir þjóunarsvæði 5 Nýja Skerjafjörð dags. í nóvember 2017.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

4.1711545 - Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Gufunes.

Lögð fram drög að tillögu umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborga, dags. í október 2017, að breytngu á aðalskipulagi sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felur í sér breytta landnotkun atvinnusvæðis að Gufunesi.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

5.1711735 - Brekkuhvarf 1-5. Breytt deiliskipulag

Lögð fram tillaga Rafales Pinho arkitekts dags. 29. nóvember 2017, fyrir hönd lóðarhafa Brekkuhvarfs 1-5 að breyttu deiliskipulagi á lóðunum. Í breytingunni felst að á hluta lóðanna Brekkuhvarf 1a, 1b, 3 og 5 verði reist raðhúsabyggð með 20 húsum. Uppdrættir í mkv. 1:500 ásamt kynningarefni.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

6.1711716 - Álfhólsvegur 37. Kynning á byggingarleyfi.

Lögð fram tillaga Kristins Ragnarssonar dags. 7. nóvember 2017, fyrir hönd lóðarhafa Álfhólsvegar 37 að breyttu skipulagi á lóðinni. Breytingin felst í því að bílageymslu ásamt geymslu á tveimur hæðum er komið fyrir á norðurhluta lóðarinnar alls 160 m2 að stærð. Nýtingarhlutfall á lóðinni hækkar úr 0,25 í 0,41 við breytinguna. Uppdrættir í mvk. 1:500 og 1:100.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Álfhólsvegar 35, 39, Löngubrekku 31, 33, 35 og 37.

Almenn erindi

7.1711722 - Askalind 5. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga umhverfissviðs Kópavogsbæjar dags. 29. nóvember 2017 að breyttu deiliskipulagi á lóðinni við Askalind 5. Í breytingunni felst að byggingarreitur er stækkar um 27 m2 til norðurs til að koma fyrir stiga- og lyftuhúsi.
Byggingarreitur hækkar einnig um 0,7 m á tilgreindum stað ásamt því að fara 2,5 m inn á núverandi þak. Hámarkshæð viðbyggingarinnar er 9,7 m.
Bílastæði eru færð nær götu og eru þá 0,8 m frá lóðamörkum.
Einnig er gert ráð fyrir tveimur rýmum í lokunarflokki B (bygging eða hluti hennar sem er lokuð að ofan en opin á hliðum að hluta eða öllu leyti) á austur- og vesturhlið byggingarinnar og svölum þar ofaná.
Uppdrættir í mkv. 1:1000 og 1:500.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan til 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Askalindar 2, 3, 4, 6, 7, 8 og Akralindar 4, 6 og 8.

Almenn erindi

8.1707278 - Vesturvör 16-28 og Hafnarbraut 20. Deiliskipulag. Svæði 5.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga skipulags- og byggingardeildar og Tvíhorfs arkitekta, dags, 31. júlí 2017 að deiliskipulagi svæði 5 sem samanstendur af lóðunum Vesturvör 16-20, 22-24, 26-28 og Hafnarbrautar 20. Nánar til tekið nær tillagan til svæðis sem er um 35.000 m2 að flatarmáli og afmarkast af lóðarmörkum Hafnarbrautar 12 og Vesturvarar 96 til 104 til suðurs, lóðarmörkum Hafnarbrautar 25 og 27 til vesturs , Fossvogi til norðurs og lóðarmörkum Vesturvarar 14 og Bryggjuhverfi Kópavogs til austurs.

Í tillögunni felst að sameina lóðirnar að Vesturvör 22 og 24 og byggja fjölbýlishús á 2-4 hæðum auk inndreginnar þakhæðar og kjallara í stað 1.530 m2 atvinnuhúsnæðis sem fyrir er á lóðunum. Hámarksflatarmál hússins verður eftir breytingu 8.400 m2 þar af 600 m2 í kjallara og 1.800 m2 í niðurgrafinni bílageymslu. Lóðarmörk breytast og stækkar lóð til norðurs og verður eftir breytingu 5.135 m2. Gert er ráð fyrir 59 íbúðum á lóðinni. Að jafnaði er gert ráð fyrir 1.3 bílastæðum á íbúð í allt 79 stæði þar af 59 stæði í niðurgrafinni bílageymslu. Aðkoma að lóðinni verður frá Hafnarbraut.
Tillaga er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð, skýringarmyndum, skipulagsskilmálum, skýringarhefti B dags. 31. júlí 2017. Með tillögunni fylgir minnisblað frá verkfræðistofunni Mannviti dags. 31. júlí 2017 sem fjallar um umhverfismál og möguleg áhrif uppbyggingar á svæðinu á nærliggjandi byggð.

Í tillögunni felst einnig að sameina lóðirnar að Vesturvör 26 og 28 og byggja fjölbýlishús á 2-4 hæðum auk inndreginnar þakhæðar og kjallara í stað 1.870 m2 atvinnuhúsnæðis sem fyrir er á lóðunum. Hámarksflatarmál hússins verður eftir breytingu 12.350 m2 þar af 900 m2 í kjallara og 2.750 m2 í niðurgrafinni bílageymslu. Lóðarmörk breytast og stækkar lóð til norðurs og verður eftir breytingu 4.784 m2. Gert er ráð fyrir 86 íbúðum á lóðinni. Að jafnaði er gert ráð fyrir 1.3 bílastæðum á íbúð í allt 112 stæði þar af 86 stæði í niðurgrafinni bílageymslu. Aðkoma að lóðinni verður frá Hafnarbraut.
Tillaga er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð, skýringarmyndum, skipulagsskilmálum, skýringarhefti B dags. 31. júlí 2017. Með tillögunni fylgir minnisblað frá verkfræðistofunni Mannviti dags. 31. júlí 2017 sem fjallar um umhverfismál og möguleg áhrif uppbyggingar á svæðinu á nærliggjandi byggð.

Landnotkun á lóðunum við Hafnarbraut 20 og Vesturvör 16-20 er óbreytt.

Tillagan er sett fram á uppdrætti í mk. 1:1000 ásamt greinargerð, skýringarmyndum, skýringarhefti B, dags. 31. júlí 2017. Með tillögunni fylgir minnisblað frá verkfræðistofunni Mannviti dags. 31. júlí 2017 sem fjallar um umhveffismál og möguleg áhrif uppbyggingar á svæðinu á nærliggjandi byggð.

Tillagan var auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Frestur til að skila inn athugasemdum var til 20. nóvember 2017. Þá einnig lagðar fram athugasemdir og ábendingar sem bárust á kynningartíma.
Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 1. desember 2017 og minnisblað hönnuða um mótvægisaðgerðir dags. 30. nóvember 2017.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

9.1711632 - Vatnsendablettir 730-739. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Sigurbjarnar Þorbergssonar hrl., fyrir hönd lóðarhafa Vatnsendabletta 730-739, þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi á lóðunum.
Í breytingunni felst fjölgun íbúða og tilfærslu á byggingarreitum á lóðum. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir einni íbúð á hverri lóð en breytingartillagan gerir ráð fyrir fjórum íbúðum á tveimur lóðanna og tveimur íbúðum á hinum sjö. Alls er það fjölgum um 13 íbúðir á skipulagssvæðinu. Uppdrættir í mkv. 1:2000 og 1:1000.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

10.1711015F - Bæjarstjórn - 1166. fundur frá 28.11.2017

17091076 Vesturvör 40-48. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með sjö atkvæðum, þremur mótatkvæðum Péturs Hrafns Sigurðssonar, Kristínar Sævarsdóttur og Margrétar Júlíu Rafnsdóttur og hjásetu Birkis Jóns Jónssonar.

917031265 Arakór 5. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1416061110 Fagrabrekka 26. Aðkoma og bílastæði.
Niðurstaða
Pétur Hrafn Sigurðsson vék af fundi vegna vanhæfis kl. 18.23.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 10 atkvæðum.
Pétur Hrafn Sigurðsson tók aftur sæti kl.18:25.

Almenn erindi

11.1705480 - Hlíðarvegur 37. Kynning á byggingarleyfi.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Guðmundar Gunnarssonar byggingarverkfræðings fyrir hönd lóðarhafa að Hlíðarvegi 37 þar sem óskað er eftir heimild til að byggja tvo samliggjandi bílskúra við hlið bílskúrs sem stendur á lóðinni. Hvor bílskúr verður 35,9 m2, samtals 71,8 m2. Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 4. apríl 2017. Athugasemdir bárust á kynningartíma.
Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 1. desember 2017 ásamt yfirlýsingu frá lóðarhafa dags. 29. nóvember 2017.
Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

12.1711297 - Arakór 5. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju tillaga Svövu Bjarkar Jónsdóttur arkitekts f.h. lóðarhafa Arakórs 5 að breyttu deiliskipulagi á lóðinni.
Í breytingunni felst að íbúðum á lóðinni er fjölgað úr einni í tvær. Nánar til tekið að 101,4 m2 rými í kjallara verði innréttað sem íbúð og að hún fái sér fastanúmer. Inngangur í íbúðina í kjallara verður frá norðausturhlið hússins. Jafnframt er gert ráð fyrir að fjölga bílastæðum í samræmi við viðmið í deiliskipulagi.
Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 12. nóvember 2017.
Þá lögð fram greinargerð skipulags- og byggingardeildar dags. 23. nóvember 2017 um fjölgun íbúða á lóðum á skipulagssvæðinu.
Skipulagsráð samþykkir með tivísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjaráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

13.1708830 - Borgarholtsbraut 48. Kynning á byggingarleyfi.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Jóns Hrafns Hlöðverssonar, byggingafræðings fh. lóðarhafa að nýbyggingu á lóðinni nr. 48 við Borgarholtsbraut. Í tillögunni felst að einbýlishús á einni hæð byggt úr timbri 1950 ásamt bílskúr byggður sama ár, samtals 109 m2 að flatarmáli eru rifin. Lóðin er 907 m2 og núverandi nýtingarhlutfall því 0,12. Í þeirra stað er byggt fjórbýlishús á tveimur hæðum samtals 457,0 m2 að samanlögðum gólffleti og er nýtingarhlutfall áætlað 0,5. Á fundi skipulagsráðs 21. ágúst 2017 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna ofangreinda byggingarleyfisumsókn fyrir lóðarhöfum Borgarholtsbrautar 43, 44, 45, 46, 47, 49, 50, 51, 52 og Skólagerðis 9, 11, 13, 15, 17, 19, 21 og 23. Athugasemdafresti lauk 27. október 2017. Athugasemdir bárust.
Þá lögð fram drög að umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 17. nóvember 2017 og breytt 1. desember 2017 ásamt breyttri tillögu dags. 4. desember 2017 þar sem komið er til móts við framkomnar athugasemdir og ábendingar.
Skipulagsráð samþykkir erindið dags. 21. ágúst 2017 með áorðnum breytingum dags. 20. nóvember 2017 og 4. desember 2017 með tilvísan í niðurstöðu skipulags- og byggingardeildar og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Steingrímur Hauksson vék af fundi vegna vanhæfis við afgreiðslu málsins.

Almenn erindi

14.1705482 - Álfhólsvegur 23. Kynning á byggingarleyfi.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Alterance arkitekta fyrir hönd lóðarhafa Álfhólsvegar 23 þar sem óskað er eftir heimild til að rífa einbýlishús á lóðinni um 160 m2 að flatarmáli byggt 1957 og byggja í staðin 6 íbúða hús með einu bílastæði á hverja íbúð. Lóðin er um 1,050 m2 að flatarmáli. Nýbyggingin yrði um 721 m2 og nýtingarhlutfallið því 0,69 fyrir utan hjólaskýli og sorpgeymslu. Lagt fram ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 28. apríl 2017. Á fundi skipulagsráðs 15. maí 2017 var litið jákvætt á framlögð byggingaráform og að þau verði unnin áfram í samræmi við 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Á fundi skipulagsráðs 21. ágúst 2017 var afgreiðslu erindisins frestað.
Á fundi skipulagsráðs 19. september 2017 var lögð fram tillaga Alterance arkitekta fh. lóðarhafa að breyttu fyrirkomulagi bílastæða á lóð. Í breytingunni felst að bílastæðum er fjölgað um 2 þannig að þau verða 8 í stað 6 eins og fyrri tillaga gerði ráð fyrir þ.e. 1.3 stæði á íbúð. Uppdráttur í mkv. 1:100 dags. í september 2017. Skipulagsráð samþykkti að grenndarkynna ofangreind byggingaráform í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með áorðnum breytingum fyrir lóðarhöfum Álfhólsvegar 6, 6a, 8, 8a, 10, 10a, 12, 12a, 14, 14a, 16, 16a, 18, 18a, 19, 20, 20a, 21, 25 og 27, Löngubrekku 47 og Auðbrekku 12, 14, 16, 18 og 20. Kynningartíma lauk 13. nóvember 2017. Athugasemdir og ábendingar bárust.
Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 30. nóvember 2017 og yfirlýsing frá hönnuði dags. 29. nóvember 2017.
Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

15.1611457 - Nónhæð. Breyting á deiliskipulagi.

Lögð fram að nýju að lokinni auglýsingu tillaga ARKÍS, arkitekta að breyttu deiliskipulagi Nónhæðar. Nánar tiltekið nær tillagan til svæðis sem er um 31.000 m2 að flatarmáli og afmarkast af Arnarnesvegi til suðurs, Smárahvammsvegi til austurs, suðurmörkum lóða við Foldarsmára 2-22 (sléttartölur) til norðurs og Arnarsmára 32 og 34 til vesturs. Í gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir samfélagsþjónustu og opnu svæði á svæðinu en í tillögu að breyttu deiliskipulagi er ráðgerð íbúðarbyggð á svæðinu og opnu svæði, sem mun nýtast almenningi til leikja og útiveru. Í tillöguni eru ráðgerðar 3 lóðir A, B og C fyrir fjölbýlishús á 2-5 hæðum með allt að 140 íbúðum. Áætlað byggingarmagn ofanjarðar er allt að 15.600 m2 og nh. deiliskipulagssvæðisins því um 0,5. Að jafnaði eru ráðgerð 1,2 bílastæði á íbúð bæði ofanjarðar og í bílgeymslum neðanjarðar. Aðkoma að húsi A verður frá Arnarsmára og að húsum B og C frá Smárahvammsvegi. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð, skýringarmyndum, skipulagsskilmálum og skýringarhefti dags. 14. júlí 2017. Þá lögð fram greinargerð VSÓ ráðgjöf: Breyting á deiliskipulagi Nónhæðar. Umhverfismat skv. 12. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 dags. í júlí 2017 og greinargerð VERKÍS: Nónhæð - deiliskipulag minnisblað varðandi hljóðvist dags. 7: júlí 2017.

Skipulagsráð samþykkti 31. júlí 2017 með tilvísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi Nónhæðar og vísaði tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarráðs 10. ágúst 2017 var framangreind afreiðsla skipulagsráðs samþykkt. Tillagan var auglýst samhliða ofangreindri aðalskipulagsbreytingu í Nónhæð frá 16. ágúst 2017 með athugasemdafrest til 29. september 2017. Greint frá opnu húsi á skipulags- og byggingardeild 21. september 2017 þar sem tillagan var kynnt sérstaklega þeim sem þess óskuðu. Alls mættu 12 íbúar á kynninguna.
Tillagan var jafnframt send til umsagnar Minjastofnunar Íslands, Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis,Vegagerðinni og bæjaryfirvöldum í Garðabæ. Erindi bárust frá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis dags. 28. ágúst 2017, Garðabæ dags. 18. september 2017 og Minjastofnun Íslands dags. 7. september 2017. Þá lögð fram Fornleifakönnun vegna deiliskipulags á Nónhæð í Kópavogi, skýrsla Fornleifastofunnar dags. 18. september 2017. Lagt fram erindi Minjaverndar dags. 29. september 2017.

Tillaga að breyttu deiliskipulagi á kolli Nónhæðar lögð fram að nýju ásamt þeim athugasemdum og ábendingum og umsögnum er bárust á auglýsingartíma. Þá lögð fram greinargerð skipulagslags- og byggingardeildar með tillögum að breyttu aðalskipulagi og breyttu deiliskipulag, ferli málsins, athugasemdum og ábendingum er bárust ásamt umsögnum og fylgiskjölum. Er greinargerðin dags. 17. nóvember 2017. Enn fremur lagðar fram sniðmyndir af fyrirhugaðri byggð merkt (90)1.3 -1.05 og myndir sem sýnir mögulegt skuggavarp frá fyrirhugaðri byggð á kolli Nónhæðar dags. 3. nóvember 2017.

Á fundi skipulagsráðs 20. nóvember 2017 var afgreiðslu tillögunnar frestað.

Þá lögð fram tillaga ARKÍS fh. lóðarhafa að breytingum á auglýstri tillögu að breyttu deiliskipulagi Nónhæðar dags. 14. júlí 2017 til að koma til móts við framkomnar athugasemdir og ábendingar á eftirfarandi hátt:
1.
Aðkomuhæð (GK) á húsi A er lækkuð úr 52.0 miðað við auglýsta tillögu í 51.0 m.h.y.s
2.
Fyrirhuguð fimmtahæð húsa A, B og C er felld út þannig að hús A verður 3 og 4 hæðir auk kjallara; hús B og C verða 2 og 4 hæðir auk kjallara.
3.
Salarhæð íbúða í fyrirhuguðum húsum A, B og C er lækkuð úr 3.0 m í 2.8 m nema efsta hæð í hverju húsi sem verðu áfram 4.0 m. Salarhæð kjallar og í bílgeymslum verður jafnframt óbreytt þ.e. 3.0 m
4.
Áætluð hámarkshæð fyrirhugaðra húsa mun því lækka sbr. eftirfarandi:
hús A. úr 68,0 m í 63,4 m h.y.s þ.e. lækkar um 4,6 m
hús B. úr 69,3 m í 65,7 m h.y.s þ.e. lækkar um 3,6 m
hús C. úr 70,5 m í 66,9 m h.y.s þ.e. lækkar um 3,6 m


Tillaga, að breyttu deiliskipulagi á kolli Nónhæðar lögð fram að nýju með ofangreindum breytingum. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:1000 ásamt, skýringarmyndum, skipulagsskilmálum og skýringarhefti dags. 14. júlí 2017 og breytt 29. nóvember 2017. Þá lögð fram að nýju greinargerð VSÓ ráðgjöf: Breyting á deiliskipulagi Nónhæðar. Umhverfismat skv. 12. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 dags. í júlí 2017; greinargerð VERKÍS: Nónhæð - deiliskipulag minnisblað varðandi hljóðvist dags. 7. júlí 2017, ásamt þeim athugasemdum og ábendingum og umsögnum er bárust á auglýsingartíma. Þá lögð fram að nýju greinargerð skipulagslags- og byggingardeildar með tillögum að breyttu aðalskipulagi og breyttu deiliskipulagi, ferli málsins, athugasemdum og ábendingum er bárust ásamt umsögnum og fylgiskjölum. Er greinargerðin dags. 17. nóvember 2017. Enn fremur lagðar fram að nýju sniðmyndir af fyrirhugaðri byggð merkt (90)1.3 -1.05 og myndir sem sýnir mögulegt skuggavarp frá fyrirhugaðri byggð á kolli Nónhæðar dags. 29. nóvember 2017.
Skipulagsráð samþykkir framgreinda tillögu að breyttu deiliskipulagi á kolli Nónhæðar dags. 14. júlí 2017 og breytt 29. nóvember 2017 ásamt umsögnum í greinargerð dags. 17. nóvember 2017 og breytt 4. desember 2017. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Pétur Hrafn Sigurðsson sat hjá við afgreiðslu málsins.

Almenn erindi

16.1611458 - Nónhæð. Breyting á aðalskipulagi.

Lögð fram að nýju að lokinni auglýsingu tillaga skipulags- og byggingardeildar Umhverfissviðs að breyttu aðalskipulagi á kolli Nónhæðar. Tillagan fjallar um breytingu á landnotkun og talnagrunni fyrir Nónhæð. Nánar tiltekið nær breytingin til svæðis sem afmarkast af Arnarnesvegi í suður, Smárahvammsvegi í austur, lóðamörkum húsa sunnan Foldarsmára í norður og húsagötu að Arnarsmára 32 og og 34 í vestur. Í gildandi aðalskipulagi er landnotkun á svæðinu samfélagsþjónusta og opin svæði en breytist samkvæmt tillögunni í íbúðarbyggð og opin svæði sem mun nýtast almenningi til leikja og útiveru. Áætlað er að fjöldi íbúða verði allt að 140. Skipulagslýsing verkefnisins var afgreidd af skipulagsnefnd og samþykkt í bæjarstjórn nóvember 2016 til janúar 2017. Lýsingin var kynnt frá 21. janúar til 20. febrúar 2017. Með auglýsingu sem birtist í Fréttablaðinu 21. janúar 2017 var vakin athygli á því að kynning lýsingarinnar stæði yfir og að efni hennar mætti nálgast á heimasíðu bæjarins og í afgreiðslu skipulags- og byggingardeildar umhverfissviðs. Lýsingin var kynnt á almennum fundi í Smáraskóla 9. febrúar 2017. Lýsingin var jafnframt send umsagnaraðilum til umsagnar. Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun sbr. bréf dags. 2. febrúar 2017; frá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis sbr. bréf dags. 1. febrúar 2017; frá Mosfellsbæ sbr. bréf dags. 1. febrúarar 2017; frá Samtökum sveitarfélags á höfuðborgarsvæðinu sbr. bréf dags. 7. febrúar 2017. Auk þess bárust athugasemdir og ábendingar frá íbúum og öðrum hagsmunaaðilum.
Á fundi skipulagsráðs 20. febrúar 2017 var samþykkt að hefja gerð aðalskipulagsbreytingar fyrir koll Nónhæðar. Á fundi skipulagsráðs 18. apríl 2017 var samþykkt að kynna framlögð drög að breyttu aðalskipulagi (tillögu á vinnslustigi) í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Auglýsing birtist í Fréttablaðinu 29. apríl 2017 þar sem vakin er athygli á því að vinnslutillaga vegna fyrirhugaðrar breytinga á aðalskipulagi væri til kynningar á heimasíðu Kópavogsbæjar og í afgreiðslu skipulags- og byggingardeildar Umhverfissviðs. Jafnframt var auglýst opið hús 4. maí og 8. maí 2017 í Fannborg 6 2h frá kl. 17 - 18 þar sem drögin voru kynnt sérstaklega þeim sem þess óskuðu. Alls mættu fimm íbúar 4. maí og 8. maí mættu þrír. Þá var lagt fram minnisblað lögfræðideildar dags. 8. maí 2017: Kæruleiðir er varðar skipulagsmál. Þá lagt fram erindi Guðrúnar Benediktsdóttur, Brekkusmára 2 og Ásmundar Hilmarssonar, Eyktarsmára 1 dags. 10. maí 2017 og varðar breytingu á skipulagi Nónhæðar. Enn fremur lagt fram erindi lögfræðideildar dags. 29. maí 2017: Svar við erindi vegna Nónhæðar.

Skipulagsráð samþykkti 29. maí 2017 með tilvísan til 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að vísa tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar og að hún verði auglýst í samræmi við 31. gr. ofangreindra laga. Á fundi bæjarstjórnar 19. júní 2017 var ofangreind afgreiðsla skipulagsráðs samþykkt. Í bréfi Skipulagstofnunar dags. 29. júní 2017 kemur m.a. fram að stofnunin hafi farið yfir framlögð gögn og geri ekki athugasemd við að skipulagstillagan verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga. Tillagan var auglýst frá 16. ágúst 2017 með athugasemdafrest til 29. september 2017. Greint frá opnu húsi á skipulags- og byggingardeild 21. september 2017 þar sem tillagan var kynnt sérstaklega þeim sem þess óskuðu. Alls mættu 12 íbúar á kynninguna.
Tillagan var jafnframt send til umsagnar Minjastofnunar Íslands, Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis,Vegagerðinni, Mosfellsbæ, Sveitarfélaginu Ölfus, Garðabæ, Umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur og Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins. Erindi bárust frá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis dags. 28. ágúst 2017, Mosfellsbæ dags. 1. september 2017, Garðabæ dags. 18. september 2017 og Minjastofnun Íslands dags. 7. september 2017. Tillaga að breyttu aðalskipulagi á kolli Nónhæðar, dags. í maí 2017 var lögð fram á fundi skipulagsráðs 20. nóvember 2017. Var afgreiðslu tillögunnar frestað
Tillaga að breyttu aðalskipulagi á kolli Nónhæðar, dags. í maí 2017 lögð fram að nýju ásamt þeim athugasemdum og ábendingum og umsögnum er bárust á auglýsingartíma. Þá lögð fram greinargerð skipulagslags- og byggingardeildar með tillögum að breyttu aðalskipulagi og breyttu deiliskipulag, ferli málsins, athugasemdum og ábendingum er bárust ásamt umsögnum og fylgiskjölum. Er greinargerðin dags. 17. nóvember 2017.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu ásamt umsögnum í greinargerð dags. 17. nóvember 2017 ásamt breytingum dags. 4. desember 2017. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Pétur Hrafn Sigurðsson sat hjá við afgreiðslu málsins.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

17.1711013F - Bæjarráð - 2892. fundur frá 23.11.2017

17091076 Vesturvör 40-48. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

917031265 Arakór 5. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

1416061110 Fagrabrekka 26. Aðkoma og bílastæði.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 19:50.