Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Alterance arkitekta fyrir hönd lóðarhafa Álfhólsvegar 23 þar sem óskað er eftir heimild til að rífa einbýlishús á lóðinni um 160 m2 að flatarmáli byggt 1957 og byggja í staðin 6 íbúða hús með einu bílastæði á hverja íbúð. Lóðin er um 1,050 m2 að flatarmáli. Nýbyggingin yrði um 721 m2 og nýtingarhlutfallið því 0,69 fyrir utan hjólaskýli og sorpgeymslu. Lagt fram ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 28. apríl 2017. Á fundi skipulagsráðs 15. maí 2017 var litið jákvætt á framlögð byggingaráform og að þau verði unnin áfram í samræmi við 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Á fundi skipulagsráðs 21. ágúst 2017 var afgreiðslu erindisins frestað.
Á fundi skipulagsráðs 19. september 2017 var lögð fram tillaga Alterance arkitekta fh. lóðarhafa að breyttu fyrirkomulagi bílastæða á lóð. Í breytingunni felst að bílastæðum er fjölgað um 2 þannig að þau verða 8 í stað 6 eins og fyrri tillaga gerði ráð fyrir þ.e. 1.3 stæði á íbúð. Uppdráttur í mkv. 1:100 dags. í september 2017. Skipulagsráð samþykkti að grenndarkynna ofangreind byggingaráform í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með áorðnum breytingum fyrir lóðarhöfum Álfhólsvegar 6, 6a, 8, 8a, 10, 10a, 12, 12a, 14, 14a, 16, 16a, 18, 18a, 19, 20, 20a, 21, 25 og 27, Löngubrekku 47 og Auðbrekku 12, 14, 16, 18 og 20. Kynningartíma lauk 13. nóvember 2017. Athugasemdir og ábendingar bárust.