Skipulagsráð

11. fundur 10. júlí 2017 kl. 16:30 - 18:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Andrés Pétursson aðalmaður
  • Guðmundur Gísli Geirdal varaformaður
  • Sigríður Kristjánsdóttir aðalmaður
  • J. Júlíus Hafstein aðalmaður
  • Ása Richardsdóttir aðalmaður
  • Kristinn D Gissurarson aðalmaður
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Hreiðar Oddsson varamaður
Starfsmenn
  • Berglind Ósk Kjartansdóttir
  • Smári Magnús Smárason
  • Valdimar Gunnarsson
  • Auður Dagný Kristinsdóttir
Fundargerð ritaði: Berglind Ósk Kjartansdóttir ritari
Dagskrá

Almenn erindi

1.1706015F - Bæjarráð - 2875. fundur frá 22.06.2017

1608168 Kársnesbraut 19. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

1703551 Dalaþing 7. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

1702353 Austurkór 157, 159, 161. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

1503337 Kríunes. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

1706447 Vallakór 6. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

Almenn erindi

2.1706017F - Bæjarstjórn - 1160. fundur frá 27.06.2017

1608168 Kársnesbraut 19. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1703551 Dalaþing 7. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1702353 Austurkór 157, 159, 161. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1503337 Kríunes. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1706447 Vallakór 6. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Almenn erindi

3.1707049 - Glósalir 6. Breytt aðkoma að bílastæði.

Lagt fram erindi lóðarhafa Glósala 6 dags. 4. júlí 2017 þar sem farið er fram á heimild til að taka niður kant og gangstétt svo hægt sé að útbúa nýtt bílastæði fyrir framan húsið á lóðinni sbr. meðfylgjandi ljósmynd.
Skipulagsráð samþykkir erindið enda verði framkvæmdin að fullu kostuð af lóðarhafa.

Almenn erindi

4.1707052 - Hamraborg 10. Svalalokun.

Lagt fram erindi eiganda 5. hæðar Hamraborgar 10, dags. 30. júní 2017 þar sem óskað er eftir heimild til að glerja altan á efstu hæð hússins vegna viðvarandi leka frá þaki. Þá lagðar fram myndir af skemmdum.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsráð lítur jákvætt á erindið og að það verði unnið áfram í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

Almenn erindi

5.1705523 - Aflakór 4. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi lóðarhafa Aflakórs 4 að breyttu deiliskipulagi. Í breytingunni felst að hámarkshæð þaks lækkar úr 7,5 m. í 7,3 m. Gert er ráð fyrir einhalla þaki sem fer upp fyrir byggingarreit að hluta í suðurenda hússins. Uppdráttur ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 23. apríl 2017. Skipulagsráð samþykkti með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagað tillögu fyrir lóðarhöfum Aflakórs 1, 2, 3, 5, 7 og 6. Athugasemdafresti lauk 10. júlí 2017. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

6.1607188 - Borgarholtsbraut 67. Grenndarkynning.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu breytt tillaga Kristins Ragnarssonar fyrir hönd þinglýstra lóðarhafa um heimild til að fjarlægja einbýlishús ásamt bílskúr byggt 1946 samtals 131,1 m2 að flatarmáli og reisa tvílyft fjórbýlishús á lóðinni með 6 bílastæðum. Lóðarstærð er 778 m2, fyrirhugað byggingarmagn er 362 m2. Nýtingarhlutfall lóðar verður 0,47 í stað 0,16 sbr. uppdrætti dags. 16.3.2017.
Skipulagsráð samþykkti með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna að nýju breytta tillögu að nýbyggingu á lóðinni nr. 67 við Borgarholtsbraut fyrir lóðarhöfum Borgarholtsbrautar 63, 63a, 65, 66, 68, 69, 70, 72 og Hlégerði 2, 4. Athugasemdafresti lauk 21. júní 2017. Athugasemdir og ábendingar bárust. Þá lögð fram umsögn um athugasemdir og ábendingar sem bárust á kynningartímanum, dags. 7. júlí 2017.
Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

7.1703626 - Austurkór 85. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Kristins Ragnarssonar, arkitekts f.h. lóðarhafa Austurkórs 85 dags. 28. febrúar 2017 þar sem óskað er eftir að breyta einbýlishúsalóð í lóð fyrir parhús á einni hæð. Jafnframt er óskað eftir því að byggingarreitur stækki til vesturs um 1.5 metra. Uppdráttur í mkv. 1:1000 ásamt skýringarmyndum. Skipulagsráð samþykkti með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa ofangreinda tillögu og vísaði til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarstjórn staðfesti afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum. Athugasemdafresti lauk 16. júní 2017. Athugasemdir og ábendingar bárust frá lóðarhöfum Austurkórs 83 sbr. erindi dags. 14. júní 2017. Þá lögð fram umsögn um athugasemdir og ábendingar sem bárust á kynningartíma, dags. 7. júlí 2017 og breytt tillaga hönnuðar þar sem komið er til móts við athugasemdir.
Skipulagsráð samþykkir erindið með áorðnum breytingum og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bókun frá Margréti Júlíu Rafnsdóttur:
"Ég er ekki samþykk því að breyta deiliskipulagi lóðarinnar".

Almenn erindi

8.1611451 - Digranesvegur 1. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga skipulags- og byggingardeildar að viðbyggingu við Digranesveg 1. Skipulagsráð hafði áður samþykkt að framlögð tillaga yrði kynnt í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði henni til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarstjórn staðfesti afgreiðslu skipulagsráðs með 10 atkvæðum. Athugasemdafresti lauk 2. júní 2017. Athugasemdir og ábendingar bárust. Á fundi skipulagsnefndar 19. júní 2017 var erindið lagt fram að nýju og frestað og skipulags- og byggingardeild falið að taka saman umsögn um innsendar athugasemdir.
Í tillögunni felst að byggt er við húsið til austurs og suðurs 1-3 hæða bygging samtals 1.800 m2. Fyrirkomulag bílastæða breytist. Í tillögunni er gert ráð fyrir samnýtingu bílastæða. Uppdráttur í mkv. 1:1000 og 1:2000 og greinargerð ásamt skýringarmyndum dags. 18. nóvember 2016. Þá lögð fram umsögn skiplags- og byggingardeildar dags. 7. júlí 2017.
Lagt fram og kynnt. Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

9.1707037 - Þorrasalir 21. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Emils Þórs Guðmundssonar byggingatæknifræðings, dags. 4. júlí 2017 f.h. lóðarhafa Þorrasala 21 þar sem óskað er eftir að norðurhlið hússins fari út fyrir byggingarreit. Uppdráttur í mkv. 1:100 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 11.03.2003.
Skipulagsráð samþykkir ofangreinda tillögu með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

10.1707031 - Bjarnhólastígur 3. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Svövu Jónsdóttur arkitekts, dags. 27. júní 2017 fh. lóðarhafa þar sem óskað er eftir heimild til að stækka húsið með 68,4 m2 viðbyggingu til norðurs. Lóðarstærð er 780 m2, nýtingarhlutfall lóðar yrði 0,317 í stað 0,26 sbr. uppdrætti í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 27. júní 2017.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2012 að tillagan verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Álfhólsvegar 38, 40, 42, 44, 46a, 46b, Hátröð 6, 8 og Bjarnhólastígs 1, 4, 6, 8, 9 og 10.

Almenn erindi

11.1706755 - Fífuhjalli 7-9. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Vignis Freys Andersen, lóðarhafa Fífuhjalla 13 vegna lóðanna við Fífuhjalla 7 og 9 um hvort til standi að skipuleggja lóðirnar og auglýsa þær til úthlutunar.
Samkvæmt gildandi aðalskipulagi eru lóðirnar Fífuhjalli 7 og 9 skilgreindar sem opið svæði. Ekki stendur til að byggja á þeim.

Almenn erindi

12.16061110 - Fagrabrekka 26. Aðkoma og bílastæði.

Lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar dags. 7. júlí 2017 að breyttu fyrirkomulagi lóðarinnar við leikskólann að Fögrubrekku 26 þar sem komið er til móts við athugasemdir sem bárust við áður kynnta tillögu. Í breytingunni felst að bílastæðum er fjölgað úr 7 í 17 á suðurhluta lóðarinnar. Leikskólalóðin stækkar til vesturs og staðsetning sparkvallar breytist. Breytt aðkoma verður frá göngustíg austan leikskólans. Skýringarmyndir í 1:500 dags. 7. júlí 2017.
Lagt fram og kynnt. Skipulags- og byggingardeild Umhverfissviðs mun hafa samráð við hagsmunaaðila áður en lengra er haldið. Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

13.1103073 - Kársneshöfn. Athafnasvæði. Breytt deiliskipulag.

Í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 123/2010 og að lokinni seinni afgreiðslu sveitarstjórnar er erindið dags. 3. október 2016 breytt 15. maí 2017 og 10. júlí 2017 lagt fram að nýju eftir að athugasemd barst frá Skipulagsstofnun um birtingu auglýsingar um samþykkt deiliskipulags-breytingarinnar í B- deild Stjórnartíðinda sbr. bréf dags. 12. júní 2017.
Orðið hefur verið við ábendingum Skipulagsstofnunar um form deiliskipulagsins og ósk hennar um nýjar umsögn Isavia, siglingarsviðs Vegagerðarinnar og Samgöngustofu sbr. bréf skipulags- og byggingardeildar dags. 10. júlí 2017.
Í tillögunni er gert ráð fyrir að breyta lóðarmörkum Vesturvarar 38a og stækka lóðina úr 5.000 m2 í 8.900 m2, auka núverandi byggingarmagn úr 3.000 m2 í 12.000 m2 og færa byggingarreit til norðurs. Auk þess er gert ráð fyrir niðurgrafinni bílageymslu 6.800 m2 að stærð. Hámarks grunnflötur er áætlaður 3.600 m2. Mænishæð og hámarks vegghæð hækkar úr 10 metrum í 16 metra. Miðað er við 1 bílastæði á hverja 50 m2 húsnæðis eða um 240 stæði þar af um 200 stæði í niðurgrafinni bílageymslu.
Lóðarmörk Vesturvarar 38b breytast og stækkar lóðin úr 5.000 m2 í 11.300 m2. Gert er ráð fyrir að auka núverandi byggingarmagn úr 3.000 m2 í 12.000 m2 og færa byggingarreit til norðurs. Auk þess er nú gert ráð fyrir niðurgrafinni bílageymslu 6.800 m2 að stærð. Hámarks grunnflötur er áætlaður 4.800 m2. Mænishæð og hámarks vegghæð hækkar úr 10 metrum í 27 metra. Miðað er við 1 bílastæði á hverja 50 m2 húsnæðis eða um 240 stæði þar af um 200 stæði í niðurgrafinni bílageymslu.
Einnig er gert ráð fyrir að breyta lóðarmörkum Vesturvarar 40, minnka hana úr 11.700 m2 í 8.400 m2 með því að færa norðurlóðarmörk til suðurs um 50 metra og breyta heiti lóðarinnar í Vesturvör 40 til 42. Dregið er úr byggingarmagni sem ráðgert var 6.000 m2 í 5.000 m2 og byggingarreitur færður til suðurs. Hámarks grunnflötur er 3.900 m2. Miðað er við 1 bílastæði á hverja 100 m2 húsnæðis eða um 50 stæði.
Í tillögunni er gert ráð fyrir að breyta lóðarmörkum Vesturvarar 42-48, minnka hana úr 11.700 m2 í 9.000 m2 með því að færa norðurlóðarmörk til suðurs um 50 metra og breyta heiti lóðarinnar í Vesturvör 44 til 48. Dregið er úr byggingarmagni sem ráðgert var 6.000 m2 í 4.500 m2 og byggingarreitur færður til suðurs og rúmar hann þrjá innri byggingarreiti með mænisstefnur í austur ? vestur. Hámarks grunnflötur er 3.000 m2. Miðað er við 1 bílastæði á hverja 50 m2 húsnæðis eða um 90 stæði.
Aðkoma að svæðinu er óbreytt en ný gata er lögð í framhaldi af Versturvör vestan við hús nr. 32 til 36 sem aðkoma að lóðunum nr. 40 til 50. Ekki er gert ráð fyrir að Vesturvör milli atvinnuhúsanna nr. 34 og 36 tengist húsagötunni við Vesturvör 38a og 38b.
Skipulagssvæðið er óbyggt landfyllingarsvæði sem að stærsta hluta er búið að verja fyrir ágangi sjávar. Kantur sjóvarnar verður í kóta 5 en meðal hæð núverandi fyllingar er í kóta 4.2. Gert er ráð fyrir að hluta núverandi landfyllingar verði hækkuð í kóta 5.4.
Byggingarreitur og lóðin að Vesturvör 50 er óbreytt.
Heildar aukning fermetra í athafnahúsnæði er um 15.500 m2. Almennt er vísað í samþykkt deiliskipulag fyrir Vesturvör 38 til 50, birt í B- deild Stjórnartíðinda 30. nóvember 2012. Uppdrættir í mkv. 1:2000 og 1:1000 dags. 3. október 2016. Tillagan var kynnt í samræmi við 1. mg. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 7. mars 2017. Auglýsing um breytinguna birtist í Fréttablaðinu 4. mars 2017 og í Lögbirtingablaðinu 7. mars 2017. Tillagan var jafnframt kynnt á almennum fundi í Kársnesskóla 29. nóvember 2016. Frestur til að skila inn athugasemdum og ábendingum var til 25. apríl 2017. Athugasemdir og ábendingar bárust frá Isavia dags. 5. maí og 4. júlí 2017, frá Samgöngustofu dags. 10. júní og 10. júlí 2017 og frá siglingarsviði Vegagerðar 29. júní 2017. Einnig barst erindi frá Reykjavíkurborg dags. 5. maí 2017 þar sem fram kemur að ekki eru gerðar athugasemdir við tillöguna.
Þá lögð fram umsögn dags. 15. maí 2017 og breytt 10. júlí 2017. Í umsögninni kemur m.a. fram að lagt er til að komið sé til móts við innsendar athugasendir og ábendingar Isavia með því að skýra betur á deiliskipulagsuppdrætti að byggingarreitur Vesturvarar 38a og 38b fari ekki uppfyrir hindrunarflöt Reykjavíkurflugvallar.
Tillagan dags. 3. október með áorðnum breytingum 15. maí 2017 og breyttri greinargerð 10. júlí 2017 er lögð fram að nýju ásamt bréfi Skipulagsstofnunar dags. 12. júní 2017, umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 15. maí 2017 og breytt 10. júlí 2017 og nýjum umsögnum Isavia, dags. 4. júlí 2017, siglingarsviðs Vegagerðar dags. 29. júní 2017 og Samgöngustofu dags. 10. júlí 2017
Skipulagsráð samþykkir erindið dags. 3. október, breytt 15. maí og 10. júlí 2017 ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 10. júlí 2017 og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Ása Richardsdóttir greiðir atkvæði gegn tillögunni.

Bókun frá Ásu Richardsdóttur:
"Í umsögn Skipulagstofnunar um þetta mikilvæga svæði við strandlengju Kópavogs segir:
Þar sem um er að ræða mjög umfangsmiklar breytingar á mikilvægum stað innan höfuðborgarsvæðisins, þarf að meta umhverfisáhrif breytingarinnar í víðu samhengi. Bæði þarf að meta áhrif á þá byggð sem fyrir er, sem og á önnur framtíðar í nágrenninu. Hið aukna byggingarmagn, aukin hæð bygginga og samfelldari byggingarmassi kemur til með að breyta ásýnd til og frá svæðinu sem og hafa áhrif á yfirbragð byggðar á Kársnesi. Því þarf að meta sjónræn áhrif breytinganna á mismunandi (s.s. við Fossvog, ströndina Reykjavíkurmegin og fyrir sjála byggðina á Kársnessvæðinu).
Ása Richardsdóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í skipulagsráði, tekur undir sjónarmið Skipulagsstofnunar og leggst gegn afgreiðslu tillögunnar. Hún telur svörin til Skipulagstofunar engan veginn fullnægjandi hvað varðar umhverfisáhrif og ásýnd og hvetur til þess að vandað verði betur til verka".

Almenn erindi

14.1706667 - Ögurhvarf 6. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Önnu Margrétar Hauksdóttur arkitekts, dags. 20. október 2015 f.h. Styrktarfélagsins Ás þar sem óskað er eftir leyfi til að stækka núverandi hús með 107 m2 viðbyggingu. Uppdrættir í mkv. 1:500 1:200 og 1:100 ásamt greinargerð og skýringarmyndum, dags. 20. október 2015. Einnig lagt fram undirskrifað samþykki lóðarhafa Dimmuhvarfs 19 og 21.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Dimmuhvarfi 19, 21, 23 og 25.

Almenn erindi

15.1706372 - Kópavogsgöng. Dalvegur 30.

Bréf frá Reykjavíkurborg dags. 30. júní 2017 úr gerðabók umhverfis- og skipulagsráðs frá 28. júní 2017.
Lagt fram.
Önnur mál:
Margrét Júlía Rafnsdóttir ítrekar fyrirspurn sína varðandi kvaðir um hraðhleðslu fyrir rafbíla við nýbyggingar.

Fundi slitið - kl. 18:30.