Skipulagsráð

10. fundur 19. júní 2017 kl. 16:30 - 19:55 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Guðmundur Gísli Geirdal varaformaður
  • Sigríður Kristjánsdóttir aðalmaður
  • J. Júlíus Hafstein aðalmaður
  • Ása Richardsdóttir aðalmaður
  • Kristinn D Gissurarson aðalmaður
  • Arnþór Sigurðsson vara áheyrnarfulltrúi
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Birgir Hlynur Sigurðsson
  • Berglind Ósk Kjartansdóttir
  • Valdimar Gunnarsson
  • Auður Dagný Kristinsdóttir
Fundargerð ritaði: Berglind Ósk Kjartansdóttir ritari
Dagskrá
Ármann Kr. Ólafsson mættur sem varamaður Andrésar Péturssonar.

Almenn erindi

1.1503337 - Kríunes. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga NEXUS arkitekta að breyttu deiliskipulagi fyrir Kríunes í Vatnsenda. Í breytingunni flest:
1)
að færður er inn á deiliskipulag byggingarreitur fyrir kjallara við suðvestur hlið hússins
2)
færður er inn á deiliskipulag byggingarreitur fyrir hæð og kjallara á norðaustur hlið hússins (til samræmis við samþykktar aðalteikningar frá 11. maí 2017).
3)
sótt er um hækkun á byggingarreit um 50 sm á hluta viðbyggingar (útsýnisstofa og lyftukjarni)
4)
leiðréttir hæðakótar aðkomuhæðar aðalbyggingar færðir inn á deiliskipulagsuppdrátt, er 81.35 m h.y.s. í stað 81,60 m h.y.s.

Uppdráttur í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 14. júní 2017.
Skipulagsráð samþykkir ofangreindar breytingar með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Önnur mál

2.1706498 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa (Margréti J. Rafnsdóttur) um svar til nefndarfulltrúa.

Lagt fram erindi lögfræðideildar við fyrirspurn Margrétar Júlíu Rafnsdóttur dags. 15. júní 2017 um fyrirspurnir nefndarfulltrúa.

Almenn erindi

3.1706434 - Skólatröð, Álftröð og Hávegur. (Traðarreitir). Undirskriftalisti.

Þann 8. júní 2017 var haldinn almennur fundur á vegum Sögufélags Kópavogs þar sem fjallað var um sögu húsa og skipulag við Skólatröð, Álftröð og Háveg. Á fundinum gafst fundargestum kostur á að skrifa undir ályktun til skipulagsyfirvalda. Undirskriftalisti lagður fram.
Lagt fram.

Almenn erindi

4.1501129 - Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030. Tillaga.

Lagðar fram athugasemdir og ábendingar við tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 sbr. erindi skipulagsstjóra Kópavogs dags. 14. júní 2017. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 19. júní 2017.
Skipulagsráð samþykkir erindi skipulagsstjóra.

Almenn erindi

5.1706416 - Kársnes þróunarsvæði. Svæði 5. Byggingaráform.

Lögð fram byggingaráform Tvíhorf arkitekta fh. lóðarhafa að Vesturvör 26 og 28 á svæði 5 á þróunarsvæði Kársness. Nánar tiltekið afmarkast svæði 5 af Vesturvör 16 til 28 (sléttar tölur) í suður, Hafnarbraut 25 og 27 í vestur; strönd Fossvogs og Bryggjuhverfi í norður og austur. Á svæðinu er nú eingöngu atvinnuhúsnæði í misgóðu ástandi alls um 7.000 m2. Ráðgert er að á svæðinu verði blönduð landnotkun, um 145 íbúðir og atvinnuhúsnæðis alls liðlega 25.000 m2 þar af um 18.000 m2 íbúðarhúsnæði. Á lóðunum nr. 26 og 28 er ráðgert að byggja fjölbýlishús með 86 íbúðum. Tvíhorf arkitektar gera grein fyrir málinu.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsráð samþykkir að unnið verði deiliskipulag af svæði 5 á þróunarsvæði Kársness á grundvelli framlagðra byggingaráforma.

Guðmundur Geirdal sat hjá við afgreiðslu málsins.

Almenn erindi

6.1706413 - Vallagerðisvöllur. Okkar Kópavogur. Hugmyndasamkeppni.

Í hugmyndaferli fyrir Okkar Kópavogur komu fram fjölmargar hugmyndir og óskir varðandi framtíðarnýtingu Vallarins. Fremur en að velja úr þeim hugmyndum var ákveðið að leggja til að efnt yrði til hugmyndasamkeppni um framtíð Vallarins og var sú hugmynd kosin áfram til framkvæmdar af íbúum Kópavogs.

Lögð fram til kynningar tillaga skipulags- og byggingardeildar að verklagi vegna hugmyndasamkeppni um skipulag Vallargerðisvallar.
Frestað.

Almenn erindi

7.1703542 - Kársnesskóli við Vallargerði. Kynning á byggingarleyfi.

Á fundi skipulagsráðs 15. maí 2017 var lögð fram að lokinni kynningu tillaga skipulags- og byggingardeildar Umhverfissviðs að staðsetningu 12 færanlegra kennslustofa á lóð Kársnesskóla við Vallargerði. Uppdráttur í mkv. 1:2000 ásamt greinargerð dags. í mars 2017. Tillagan var grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sbr. samþykkt ráðsins 20. mars 2017. Athugasemdafresti lauk 27. apríl 2017. Athugasemdir og ábendingar bárust. Á ofangreindum fundi skipulagsráðs 15. maí var jafnframt lögð fram umsögn um athugasemdir og ábendingar er bárust á kynningartíma. Er umsögnin dags. 15. maí 2017. Skipulagsráð samþykkti framlagða tillögu og vísaði henni ásamt umsögn til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 13. júní 2017 var erindið samþykkt.
Þá lögð fram greinargerð starfshóps um húsnæðismál Kársnesskóla dags. 29. maí 2017 þar sem m.a. er lagt til að bygging Kársnesskóla við Skólagerði verði rifin og nýr skóli yrði byggður. Þá er lagt til að starfsemi skólans verði í færanlegum kennslustofum við Vallargerði á meðan byggingarfamkvæmdir standa yfir.
Lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar Umhverfissviðs að fjölgun færanlegra kennslustofa á lóð Kársnesskóla við Vallargerði (á gamla Vallargerðisvellinum) um 8 miðað við fyrri kynningu og samþykkt bæjaryfirvalda þannig að þær verði alls 20 stofur. Í tillögunni kemur jafnframt fram að "sleppisvæði" fyrir þá nemendur sem keyrðir eru í skólann verður frá núverandi bílastæði austan við Vallargerðisvöll og frá Kópavogsbraut. Uppdráttur í mkv. 1:2000 ásamt greinargerð dags. í júní 2017.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Vallargerðis 2, 4, 6, 8, 10, 12, 14, 16, 18 og Kópavogsbrautar 41, 43, 45, 47, 49, 51, 55, 57.

Almenn erindi

8.1706407 - Hamraborg 1a til 11. Endurskoðun skipulags. Deiliskipulag.

Á fundi skipulagsráðs 20. febrúar 2017 var lagt fram erindi skipulags- og byggingardeildar Umhverfissviðs þar sem óskað er heimildar skipulagsráðs til að hefja skipulagsvinnu við Hamraborg sem gerir ráð fyrir þéttingu byggðar og betri nýtingu á opnum svæðum og lóðum. Nánar tiltekið nær svæðið til Hamraborgar 1, 1a, 3, 5, 7, 9 og 11. Skipulagssvæðið er skilgreint sem það svæði sem nær frá húshliðum Hamrabogar 10 til 24, til norðurs, lóðarmörkum Álfhólsvegar 2 og 15 til austurs, Auðbrekku 2 og 4 til suðurs og Hamraborgar 1a til vesturs.
Lagðar fram hugmyndir Apparat arkitekta dags. í júní 2017 að mögulegri útfærslu skipulags á ofangreindu svæði.
Björgvin Snæbjörnsson, arkitekt gerir grein fyrir málinu.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

9.1611457 - Nónhæð. Breyting á deiliskipulagi.

Lögð fram til kynningar tillaga ARKíS f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi á kolli Nónhæðar. Nánar tiltekið nær breytingin til svæðis sem afmarkast af Arnarnesvegi í suður, Smárahvammsvegi í austur, lóðamörkum húsa sunnan Foldarsmára í norður og húsagötu að Arnarsmára 32 og 34 í vestur. Í gildi er deiliskipulag samþykkt í bæjarstjórn 12. nóvember 1991 og af Skipulagsstjóra ríkisins 13. nóvember 1991. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir allt að 140 íbúður í þremur fjölbýlishúsum 2-5 hæða og opnum svæðum sem nýtast munu almenningi til leikja og útiveru í stað bygginga fyrir samfélagsþjónustu og opnu svæði eins og fram kemur í gildandi deiliskipulagi. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að aðkoma að svæðinu verði frá Arnarsmára og Smárahvammsvegi. Uppdrættir í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum og skipulagsskilmálum dags. 8. júní 2017. Sigurbjörg Gunnbjörnsdóttir, arkitekt ARKÍS gerir grein fyrir málinu.
Lagt fram og kynnt. Afgreiðslu frestað.

Bókun frá Ásu Richardsdóttur:
"Undirrituð er fylgjandi íbúðabyggð á Nónhæð en telur ástæðu til að lækka hæð húsanna líkt og íbúar hafa ítrekað óskað."

Bókun frá Ármanni Kr. Ólafssyni, Júlíusi Hafstein, Theódóru Þorsteinsdóttur, Sigríði Kristjánsdóttur, Guðmundi Geirdal og Kristni Degi Gissurarsyni:
"Eftir langt samráðsferli var mikið lagt upp úr því að hafa grænt svæði nálægt byggðinni og húsin lægst næst núverandi byggð og hækkandi í átt að Arnarnesvegi."

Bókun frá Ásu Richardsdóttur:
"Yfir 50 athugasemdir komu við tillöguna þar sem flestir íbúar óskuðu eftir að hámarkshæð á íbúðarhúsnæði í Nónhæð verði þrjár hæðir."

Arnþór Sigurðsson tekur undir bókanir Ásu Richardsdóttur.

Almenn erindi

10.1706372 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Vinnslutillaga. Kópavogsgöng. Dalvegur 30.

Lögð fram vinnslutillaga að breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024. Í tillögunni felst að Kópavogsgöng eru felld út úr skipulagi ásamt því að hluti af opnu svæði við Dalveg 30, OP-10, er breytt í svæði fyrir verslun og þjónustu og nýtt svæði fyrir verslun og þjónustu við Dalveg 30. Umrædd breyting á aðalskipulagi Kópavogs er unnin samhliða breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 og í samræmi við Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2030 en þar er ekki gert ráð fyrir Kópavogsgöngum. Vinnslutillagan er sett fram í greinargerð, umhverfismati og uppdrætti dags. í júní 2017 unnin af verkfræðistofu VSÓ.
Skipulagsráð samþykkir að framlögð tillaga verði kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Almenn erindi

11.1403199 - Laxalind 15. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju erindi Tómasar Þorvaldsonar hdl. dags. 17. mars 2014 f.h. lóðarhafa Laxalindar 15 að breyttu deiliskipulagi Laxalindar 15. Lagt fram minnisblað lögræðideildar Kópavogsbæjar þar sem tekin er saman ferillinn um breytingar á deiliskipulagi Laxalindar 15 og framkvæmdum á lóðinni, dags. 6. júní 2017.
Afgreiðslu frestað. Skipulagsráð samþykkir að boðað verði til samráðsfundar með málsaðilum.

Almenn erindi

12.1706497 - Dalbrekka. Húsnúmer.

Lagt fram erindi Franz Páls Sigurðssonar fh. eigenda fyrirtækja í Dalbrekku þar sem óskað er eftir að skipulagsráð taki til umfjöllunar beiðni um að húsnæði sem stendur við Dalbrekku fái eigin húsnúmer en séu ekki kennd við aðliggjandi götur.
Skipulagsráð lítur jákvætt á erindið. Vísað til umsagnar byggingarfulltrúa.

Almenn erindi

13.1706447 - Vallakór 6. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Kristins Ragnarssonar, arkitekts f.h. lóðarhafa Vallakórs 6 þar sem óskað er eftir að svalir 9. og 10. hæðar á suðvestur hlið húsins fari 2 m. út úr ytri byggingarreit sbr. uppdrátt í mkv. 1:200 dags. í júní 2017.
Skipulagsráð samþykkir ofangreindar breytingar með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

14.1705019F - Bæjarráð - 2872. fundur frá 01.06.2017

1703844 Mánabraut 7. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

1608511 Jórsalir 12. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

1701362 Hólmaþing 5 og 5b. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

1703870 Faldarhvarf 11-13. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

1610149 Fífuhvammur 11. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

1705661 Hafnarbraut 2-10, Kársnesbraut 108-114. Svæði 12. Deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

1611458 Nónhæð. Breyting á aðalskipulagi. Tillaga.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

Almenn erindi

15.1703847 - Þinghólsbraut 55. Kynning á byggingarleyfi.

Lögð fram að nýju breytt tillaga Davíðs Kr. Pitt arkitekts dags. 1. júní 2016, fh. lóðarhafa Þinghólsbrautar 55. Í breytingunni felst viðbygging við íbúðarhús, eldhús og borðstofu ásamt þakverönd þar ofaná annarsvegar og andyri hinsvegar. Samtals 52 m2. Auk þess er ráðgert að reisa stakstæða vinnustofu á einni hæð, í suðvesturhluta lóðarinnar, alls 90 m2. Ennfremur gerir tillagan ráð fyrir viðbyggingu við og endurbótum á bílskúr alls 36 m2. Þak bílskúrs er hækkað og svölum komið fyrir á suðurhlið bílskúrsins. Samkvæmt tillögunni eykst byggingarmagn á lóðinni um 178 m2 og yrði heildarbyggingarmagn á lóðinni eftir breytingu 590 m2. Nýtingarhlutfall eftir breytingu yrði 0,38.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga að tillagan verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Þinghólsbrautar 53a, 53b, 56, 57 og 58.

Almenn erindi

16.1706351 - Hlíðarvegur 31. Skipting lóðar. Fyrirspurn.

Lagt fram erindi Jóns Hrafns Hlöðverssonar, byggingafræðings dags. 18. maí 2017 fyrir hönd lóðarhafa að Hlíðarvegi 31 þar sem óskað er eftir að heimild til að skipta lóðinni í tvær lóðir, Hlíðarveg 31 og 31a og byggja nýtt einbýlishús á einni hæða á 31a. Nýtingarhlutfall lóðar nr. 31A yrði 0,31 og heildarflatarmál nýbyggingar um 140 m2. Hámarkshæð húss yrði 3,5 m yfir aðkomukóta. Aðkoma yrði frá Grænutungu. Uppdráttur Mansard teiknistofu í kv 1:1000, 1:200 og 1:500, dags. 10. maí 2017.
Skipulagsráð lítur jákvætt á framlögð byggingaráform og að þau verði unnin áfram í samræmi við 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

Almenn erindi

17.1705024 - Reitir í þéttbýli Kópavogs án deiliskipulags.

Á fundi bæjarráðs 4. maí 2017 var lögð fram fyrirspurn frá Ólafi Þór Gunnarssyni bæjarfulltrúa, þar sem óskað er eftir upplýsingum um þá reiti í Kópavogi sem eru án deiliskipulags. Jafnframt er óskað eftir upplýsingum um hvort til standi að gera deiliskipulag fyrir þá reiti og hvaða tímamörk menn hafa sett sér í því efni. Var fyrirspurnunum vísað til umsagnar skipulagsstjóra. Á fundi bæjarráðs 1. júní 2017 var lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 17. maí 2017. Var henni vísað til umfjöllunar skipulagsráðs.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

18.1702353 - Austurkór 157, 159, 161. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að lokinni kynningu erindi Ríkharðs Oddssonar, byggingartæknifræðings, dags. 25. janúar 2017 fh. Gráhyrnu ehf. lóðarhafa Austurkórs 157, 159 og 161 um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að þremur einbýlishúsalóðum er skipt upp í tvær parhúsalóðir. Jafnframt er óskað eftir því að parhúsin verði á einni hæð með innbyggðri bílageymslu og hver eining verði 177 m2 að grunnfleti. Hámarkshæð verði 4,8 m í stað 7,5 m sbr. gildandi skipulagsskilmála og tvö bílastæði á lóð. Skipulagsráð samþykkti með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna framlagða tillögu og vísaði til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Athugasemdafresti lauk 8. júní 2017. Ábendingar og athugasemdir bárust. Þá lögð fram umsögn um athugasemdir og ábendingar sem bárust á kynningartíma, dags. 19. júní 2017.
Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

19.1703626 - Austurkór 85. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga Kristins Ragnarssonar, arkitekts f.h. lóðarhafa Austurkórs 85 dags. 28. febrúar 2017 þar sem óskað er eftir að breyta einbýlishúsalóð í lóð fyrir parhús á einni hæð. Jafnframt er óskað eftir því að byggingarreitur stækki til vesturs um 1.5 metra. Uppdráttur í mkv. 1:1000 ásamt skýringarmyndum. Skipulagsráð samþykkti með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa ofangreinda tillögu og vísaði til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarstjórn staðfesti afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum. Athugasemdafresti lauk 16. júní 2017. Athugasemdir og ábendingar bárust frá lóðarhöfum Austurkórs 83 sbr. erindi dags. 14. júní 2017.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.

Almenn erindi

20.1611451 - Digranesvegur 1. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að lokinni kynningu tillaga skipulags- og byggingardeildar að viðbyggingu við Digranesveg 1. Í tillögunni felst að byggt er við húsið til austurs og suðurs 1-3 hæða bygging samtals 1.800 m2. Fyrirkomulag bílastæða breytist. Í tillögunni er gert ráð fyrir samnýtingu bílastæða. Uppdráttur í mkv. 1:1000 og 1:2000 og greinargerð ásamt skýringarmyndum dags. 18. nóvember 2016. Skipulagsráð samþykkti að framlögð tillaga yrði kynnt í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarstjórn staðfesti afgreiðslu skipulagsráðs með 10 atkvæðum. Athugasemdafresti lauk 2. júní 2017. Athugasemdir og ábendingar bárust. Þá lögð fram umsögn um athugasemdir og ábendingar sem bárust á kynningartímanum, dags. 19. júní 2017.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.

Almenn erindi

21.1703551 - Dalaþing 7. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Sigurðar Hafsteinssonar byggingatæknifræðings, dags. 6. mars 2017 fh. lóðarhafa þar sem óskað er eftir heimild til að breyta deiliskipulagi lóðarinnar við Dalaþing 7 úr einbýlishúsalóð í parhúsalóð. Byggingarreitur yrði færður um 1 m. í suðvestur og 1 m. í norðaustur, reitur húss yrði 16 m. x 17 m. í stað 14 m. x 17 m. Uppdráttur í mkv. 1:1500. Skipulagsráð samþykkti með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa ofangreinda tillögu og vísaði til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarstjórn staðfesti afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum. Athugasemdafresti lauk 16. júní 2017. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

22.1608168 - Kársnesbraut 19. Kynning á byggingarleyfi.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Kristins Ragnarssonar fyrir hönd þinglýstra lóðarhafa dags. 4. ágúst 2016 um heimild til að fjarlægja einbýlishús byggt 1946 ásamt bílskúr byggður 1967 samtals 118,4 m2 að flatarmáli og reisa tvílyft fjórbýlishús á lóðinni með 8 bílastæðum. Lóðarstærð er 898,0 m2, fyrirhugað byggingarmagn er 418 m2. Nýtingarhlutfall lóðar verður 0,47 í stað 0,13 sbr. uppdrætti dags. 4. ágúst 2016.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Kársnesbrautar 15, 17, 21a,b,c,d, Hraunbraut 6, 8, 10, 12, Marbakkabraut 15, 17, 17a og Huldubraut 1. Kynningu lauk 9. desember 2016. Athugasemdir og ábendingar bárust. Á fundi skipulagsráðs 16. janúar 2017 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.
Þá lögð fram ný og breytt tillaga Kristins Ragnarssonar, arkitekts að tvílyftu fjórbýlishúsi á lóðinni. Er tillagan dags. 16. mars 2017. Skipulagsráð samþykkti með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Kársnesbrautar 15, 17, 21a,b,c,d og Hraunbrautar 6, 8, 10, 12. Athugasemdafresti lauk 19. júní 2017. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

23.1706355 - Gnitakór 5. Breytt aðkoma að bílastæði.

Lagt fram erindi lóðarhafa Gnitakórs 5 dags. 29. maí 2017 þar sem farið er fram á heimild til að taka niður kant og gangstétt á tveimur stöðum og útbúa bílastæði skv. meðfylgjandi skýringarmyndum.
Skipulagsráð samþykkir erindið enda verði framkvæmdin að fullu kostuð af lóðarhafa.

Almenn erindi

24.1705637 - Grænihjalli 9 - fjölgun bílastæða á lóð.

Lagt fram erindi lóðarhafa Grænahjalla 9 dags. 10. maí 2017 þar sem óskað er eftir að fjölga bílastæðum á lóð.
Skipulagsráð samþykkir erindið enda verði framkvæmdin að fullu kostuð af lóðarhafa.

Almenn erindi

25.1706004F - Bæjarstjórn - 1159. fundur frá 13.06.2017

1703844 Mánabraut 7. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1608511 Jórsalir 12. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1701362 Hólmaþing 5 og 5b. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1703870 Faldarhvarf 11-13. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1610149 Fífuhvammur 11. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1705661 Hafnarbraut 2-10, Kársnesbraut 108-114. Svæði 12. Deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1611458 Nónhæð. Breyting á aðalskipulagi. Tillaga.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 9 atkvæðum og hjásetu Arnþórs Sigurðssonar og Péturs Hrafns Sigurðssonar.

Fundi slitið - kl. 19:55.