Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Kristins Ragnarssonar fyrir hönd þinglýstra lóðarhafa dags. 4. ágúst 2016 um heimild til að fjarlægja einbýlishús byggt 1946 ásamt bílskúr byggður 1967 samtals 118,4 m2 að flatarmáli og reisa tvílyft fjórbýlishús á lóðinni með 8 bílastæðum. Lóðarstærð er 898,0 m2, fyrirhugað byggingarmagn er 418 m2. Nýtingarhlutfall lóðar verður 0,47 í stað 0,13 sbr. uppdrætti dags. 4. ágúst 2016.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Kársnesbrautar 15, 17, 21a,b,c,d, Hraunbraut 6, 8, 10, 12, Marbakkabraut 15, 17, 17a og Huldubraut 1. Kynningu lauk 9. desember 2016. Athugasemdir og ábendingar bárust. Á fundi skipulagsráðs 16. janúar 2017 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.
Þá lögð fram ný og breytt tillaga Kristins Ragnarssonar, arkitekts að tvílyftu fjórbýlishúsi á lóðinni. Er tillagan dags. 16. mars 2017. Skipulagsráð samþykkti með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Kársnesbrautar 15, 17, 21a,b,c,d og Hraunbrautar 6, 8, 10, 12. Athugasemdafresti lauk 19. júní 2017. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.