Lögð fram til kynningar tillaga Teiknistofunnar Traðar að deiliskipulagi fyrir reit 12 í skipulagslýsingu fyrir þróunarsvæði Kársness. Nánar tiltekið nær tillagan til götureitar sem afmarkast af Nesvör til norðurs, Kársnesbraut til austurs, Þinghólsbraut til suðurs og Hafnarbraut til vesturs. Í tillögunni felst að núverandi byggingar að Hafnarbraut 4, 6, 8 og 10 verða rifin og nýtt fjögurra hæða íbúðarhúsnæði með kjallara byggt í þeirra stað. Á lóðinni Hafnarbraut 4-8 verða að hámarki 38 íbúðir og áætlað nýtingarhlutfall 1,97 (2,46 með kjallara) og 1,3 bílastæði á íbúð. Á lóð Hafnarbrautar 10 eru ráðgerðar 40 íbúðir áætlað nýtingarhlutfall 1,83 (2,28 með kjallara) og 1,3 bílastæðum á íbúð.
Á lóðunum Kársnesbraut 108-114 er í tillögunni gert ráð fyrir að byggja eina íbúðarhæð ofan á núverandi atvinnuhúsnæði með samtals 34 íbúðum. Uppdráttur í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 5. maí 2017. Þá greint frá samráðsfundi með lóðarhöfum ofangreindra lóða sem haldinn var 9. mái 2017 á skipulags- og byggingardeild. Hans-Olav Andersen arkitekt gerir grein fyrir tillögunni.
Pétur Hrafn Sigurðsson mættur sem varamaður Ásu Richardsdóttur af B-lista.
Guðmundur Geirdal varaformaður stýrði fundi í fjarveru formanns.