Skipulagsráð

4. fundur 20. mars 2017 kl. 16:30 - 19:05 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Andrés Pétursson aðalmaður
  • Guðmundur Gísli Geirdal varaformaður
  • Sigríður Kristjánsdóttir aðalmaður
  • J. Júlíus Hafstein aðalmaður
  • Ása Richardsdóttir aðalmaður
  • Kristinn D Gissurarson aðalmaður
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Birgir Hlynur Sigurðsson
  • Berglind Ósk Kjartansdóttir
  • Smári Magnús Smárason
  • Steingrímur Hauksson
  • Valdimar Gunnarsson
Fundargerð ritaði: Berglind Ósk Kjartansdóttir ritari
Dagskrá

1.1703551 - Dalaþing 7. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga Sigurðar Hafsteinssonar byggingatæknifræðings, dags. 6. mars 2017 fh. lóðarhafa þar sem óskað er eftir heimild til að breyta deiliskipulagi lóðarinnar við Dalaþing 7 úr einbýlishúsalóð í parhúsalóð. Byggingarreitur yrði færður um 1 m. í suðvestur og 1 m. í norðaustur, reitur húss yrði 16 m. x 17 m. í stað 14 m. x 17 m. Uppdráttur í mkv. 1:1500.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa ofangreinda tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Steingrímur Hauksson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

2.1409395 - Erindisbréf. Stefnumál.

Með tilvísan í erindisbréf skipulagsráðs skal ráðið í samráði við aðrar nefndir umhverfissviðs, móta heildarstefnu í skipulagsmálum og umhverfis- og samgöngumálum. Í stefnu skal sett fram hugmyndafræði um framangreind málefni, framtíðarsýn, gildi og markmið.

Eftirfarandi lagt fram:
1.
Aðgerðaráætlun Aðalskipulags Kópavogsbæjar 2012-2024.
Aðgerðaráætluninni er ætlað að skapa yfirsýn yfir markmið aðalskipulagsins og útfæra nánar leiðir að markmiðum þess.
2.
Samgöngustefna - Nýja línan. Hugmyndafræði.
Markmið samgöngustefnu er að framfylgja framtíðarsýn Kópavogsbæjar um þróun samgangna í sveitarfélaginu. Í samgöngustefnunni "Nýja línan" tengjast saman þættir eins og lýðheilsa, öryggi, byggðamynstur, náttúra og umhverfi.
3.
Umhverfisstefna.
Sjálfbær þróun er höfð að leiðarljósi í umhverfisstefnu Kópavogsbæjar varðandi alla ákvarðanatöku, framkvæmdir, rekstur, innkaup og aðra starfssemi á vegum bæjarins. Í stefnunni eru tengdir saman umhverfisþættir, félagsleg velferð og hagrænir þættir.
4.
Heildrænt skipulag.
Í skipulagi svæða og hönnun mannvirkja sé tekið tillit til lýðheilsu, fagurfræði, hagkvæmni, vistkerfi og þeim arfi sem felst í náttúru, landslagi, sögu og menningu.

Skipulagsráð samþykkir að efna til fundar með umhverfis- og samgöngunefnd mánudaginn 3. apríl 2017 til að yfirfara og móta heildarstefnu í skipulagsmálum og umhverfis- og samgöngumálum.

3.1410344 - Smalaholt, leiksvæði. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga Hermanns Georgs Gunnlaugssonar, landslagsarkitekt, að útfærslu leiksvæðis við Örvasali og Öldusali í Smalaholti nánar tiltekið milli Öldusala 8 og 9 og Örvasala 28.
Ennfremur lagt fram erindi skipulagsstjóra til íbúa í Smalaholti dags. 9. febrúar 2017 þar sem útfærsla leiksvæðisins er kynnt og óskað eftir athugasemdum og ábendingum. Athugasemdir bárust.
Lagt fram og kynnt.

4.1611458 - Nónhæð. Breyting á aðalskipulagi. Tillaga.

Lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar Umhverfissviðs að breyttu aðalskipulagi á kolli Nónhæðar. Nánar tiltekið nær breytingin til svæðis sem afmarkast af Arnarnesvegi í suður, Smárahvammsvegi í austur, lóðamörkum húsa sunnan Foldarsmára í norður og húsagötu að Arnarsmára 32 og og 34. Í tillögunni felst breyting á landnotkun og talnagrunni Nónhæðar sem skv. núgildandi aðalskipulagi er samfélagsþjónusta og opin svæði en breytist í íbúðarbyggð og opin svæði sem munu nýtast almenningi til leikja og útiveru. Áætlað er skv. tillögunni að fjöldi íbúða verði allt að 140.
Tillagan er sett fram í greinargerð dags. í mars 2017.
Frestað.

5.1703848 - Bakkabraut 8. Atvinnuhúsnæði breytt í íbúðir.

Frá byggingarfulltrúa:
Lögð fram tillaga Basalts arkitekta dags. 16. mars 2017 fh. lóðarhafa Bakkabrautar 8. Í tillögunni felst að breyta annari hæð í norðurhluta hússins í tvær íbúðir. Uppdrættir í mkv. 1:100 ásamt skýringarmyndum dags. 16. mars 2017.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna ofangreinda breytingu fyrir lóðarhöfum Bakkabrautar 5a, 5b, 5c, 5d, 5e, 7a, 7b, 7c, 7d, 6, 8, 10 og Hafnarbrautar 9, 11 og 13.

Theódóra Þorsteinsdóttir, Andrés Pétursson, Sigríður Kristjánsdóttir og Ása Richardsdóttir eru samþykk tillögunni. Kristinn Dagur Gissurarson og Guðmundur Geirdal greiddu atkvæði gegn tillögunni. Júlíus Hafstein sat hjá við afgreiðslu málsins.

Bókun frá Kristni Degi Gissurarsyni:
"Kristinn Dagur Gissurarson átelur vinnulag við afgreiðslu þessa máls".

6.1703847 - Þinghólsbraut 55. Kynning á byggingarleyfi.

Frá byggingarfulltrúa:
Lögð fram tillaga Davíðs Kr. Pitt arkítekts dags. 1. júní 2016 fh. lóðarhafa lóðarinnar nr. 55 við Þinghólsbraut um viðbyggingu, endurbótum á bílskúr og stakstæðri vinnustofu neðst í lóð. Í breytingunni felst viðbygging við 1. hæð til suðurs og austurs, alls 52 m2 með svölum ofan á viðbyggingu auk 90 m2 vinnustofu á einni hæð neðst í lóð. Uppdráttur í mkv. 1:1500 ásamt skýringamyndum dags. 1. júní 2016.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna ofangreinda breytingu fyrir lóðarhöfum Þinghólsbrautar 51, 53a, 53b, 54, 56, 57, 58, 59 og Sunnubrautar 54, 56, og 58.

7.1703846 - Melahvarf 3. Breytt deiliskipulag.

Frá byggingarfulltrúa:
Lögð fram tillaga Gunnars Sigurðssonar arkitekts fh. lóðarhafa lóðar nr. 3 við Melahvarf um byggingu einbýlishúss ásamt hljóðveri og gestahúsi. Í tillögunni felst að byggja 127,3 m2 einbýlishús á einni hæð ásamt 246,9 m2 hljóðveri með milligólfi og 54 m2 stakstæðu gestahúsi, í heildina samtals 428,2 m2. Lóðin er 1,569 m2 og með byggingunum yrði nýtingarhlutfall 0,27. Uppdráttur í mkv. 1:100 og 1:1500 ásamt skýringarmyndum dags. 2. janúar 2017.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa ofangreinda breytingu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

8.1703844 - Mánabraut 7. Kynning á byggingarleyfi.

Frá byggingarfulltrúa:
Lagt fram erindi Jakobs Líndal arkítekts dags. 23. febrúar 2017 fh. lóðarhafa lóðar nr. 7 við Mánabraut þar sem sótt er um stækkun á húsi um 49,2 m2. Í breytingunni felst hækkun þaks og gólfs í bílskúr um 50 cm. auk stækkunar til suðurs og norðurs, húsið stækkað til suðurs og verður að hluta til stofa og herbergi, fyrirkomulag innanhúss endurskipulagt og steyptur nýr stigi niður í kjallara auk þess að þakskyggni húss yrði framlengt fram yfir núverandi bílskúr að norðanverðu og að hluta að sunnanverðu yfir nýjan sólpall.
Uppdráttur í mkv. 1:100, 1:1200 og 1:1500 ásamt skýringarmyndum og erindi dags. 23. febrúar 2017.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna ofangreinda breytingu fyrir lóðarhöfum Mánabrautar 5, 6, 8, 9 og Sunnubrautar 6 og 8.

9.1703842 - Hlégerði 17. Kynning á byggingarleyfi.

Frá byggingarfulltrúa:
Lagt fram erindi Emils Þórs Guðmundssonar byggingatæknifræðings fh. lóðarhafa íbúðar 01-01 við Hlégerði 17 þar sem óskað er eftir stækkun íbúðar. Í breytingunni felst viðbygging til vesturs að heildarstærð 58,2 m2. Uppdráttur í mkv. 1:100 og 1:1000 og skýringarmyndum dags. 30. nóvember 2016 ásamt undirrituðu samþykki meðeigenda dags. 6. mars 2017.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna ofangreinda breytingu fyrir lóðarhöfum Hlégerðis 8, 10, 12, 15, 19 og Kópavogsbrautar 84 og 86.

10.1703870 - Faldarhvarf 11-13. Stækkun á stigapalli

Lögð fram tillaga Helga Hjálmarssonar arkítekts dags. 17. mars 2017 fh. lóðarhafa Faldarhvarfs 11-13. Breytingin felur í sér fella út fyrri samþykkt fyrir hringstiga og breyta í pallastiga, stækkun á stigapalli á norðurhlið húsanna yrði 160 cm. x 240 cm. eða í heild 3,84 m2. Uppdráttur í mkv. 1:100 dags. 29. desember 2016.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna ofangreinda breytingu fyrir lóðarhöfum Breiðahvarfi 2, 4, 4a og Faldarhvarfi 1, 3, 5, 7, 9, 15 og 17.

11.1703626 - Austurkór 85. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga Kristins Ragnarssonar, arkitekts f.h. lóðarhafa Austurkórs 85 dags. 28. febrúar 2017 þar sem óskað er eftir að breyta einbýlishúsalóð í lóð fyrir parhús á einni hæð. Jafnframt er óskað eftir því að byggingarreitur stækki til vesturs um 1.5 metra. Uppdráttur í mkv. 1:1000 ásamt skýringarmyndum.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa ofangreinda tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

12.1702023F - Bæjarráð - 2859. fundur - 23. febrúar 2017

1702284 Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2040. Breyting. Verklýsing. Hágæðakerfi almenningasamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Borgarlína.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1702285 Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Breyting. Verklýsing. Borgarlína og auknar byggingarheimildir innan áhrifasvæða.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1611451 Digranesvegur 1. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1610185 Auðbrekka 16. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1610189 Langabrekka 5. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1610270 Grænatunga 3. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1702353 Austurkór 157, 159, 161. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1609771 Álfhólsvegur 52. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarráð vísar málinutil afgreiðslu bæjarstjórnar.

1702400 Naustavör 36-42, 44-50 og 52-58. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1612052 Þverbrekka 2. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjaráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1612047 Skemmuvegur 50. Kynninga á byggingarleyfi.
Bæjaráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

13.1703287 - Austurkór 127. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Kristins Ragnarssonar, arkitekts f.h. lóðarhafa að Austurkór 127, dags. 28. febrúar 2017 þar sem óskað er eftir heimild til að breyta einbýlishúsalóð í parhúsalóð. Jafnfram er óskað eftir að byggingarreitur verði breikkaður um 5 metra.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa ofangreinda tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

14.1703429 - Geislalind 6. Viðbygging.

Lögð fram tillaga Jóns Hrafns Hlöðverssonar byggingatæknifræðings fh. lóðarhafa þar sem óskað er eftir stækkun á einbýlishúsi auk byggingar á stakstæðri vinnustofu og bílskúr á lóðinni nr. 1 við Geislalind. Í breytingunni felst að við einbýlishúsið yrði byggð viðbygging og sólskáli, heildarstærð einbýlishúss eftir stækkun yrði um 145 m2. Stærð stakstæðar byggingar er áætluð um 133 m2, brúttóstærð eftir breytingu er 278 m2. Uppdrættir í mkv. 1:100 ásamt skýringarmyndum og erindi dags. 1. mars 2017.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa ofangreinda tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

15.1607188 - Borgarholtsbraut 67. Grenndarkynning.

Frá byggingarfulltrúa:
Lögð fram að nýju tillaga Kristins Ragnarssonar fyrir hönd þinglýstra lóðarhafa dags. 13. júlí 2016 um heimild til að fjarlægja einbýlishús ásamt bílskúr byggt 1946 samtals 131,1 m2 að flatarmáli og reisa tvílyft fjórbýlishús á lóðinni með 8 bílastæðum. Lóðarstærð er 778 m2, fyrirhugað byggingarmagn er 412 m2. Nýtingarhlutfall lóðar verður 0,53 í stað 0,17 sbr. uppdrætti dags. 23.3.2016. Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Borgarholtsbrautar 63, 63a, 65, 66, 68, 69, 70, 72 og Hlégerði 2, 4. Kynningartíma lauk 5. desember 2016. Athugasemdir og ábendingar bárust frá Helga Gunnari Guðlaugssyni og Ágústu Jóhönnu Sigurjónsdóttur, Borgarholtsbraut 69 sbr. erindi dags. 26. nóvember 2016; frá Þóru Hlín Friðriksdóttur, sbr. erindi dags. 21. nóvember 2016; frá Magnúsi Guðbrandssyni, Borgarholtsbraut 65 sbr. erindi dags. 2. desember 2016; frá Vigni Hreinssyni og Ingibjörgu G. Brynleifsdóttur, Borgarholtsbraut 70 sbr. erindi dags. 5. desember 2016.
Á fundi skipulagsnefndar 5. desember 2016 var málinu vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar. Á fundi skipulagsráðs 1. janúar 2017 var málinu frestað.
Lögð fram umsögn skipulags- og umhverfisdeildar dags. 17. mars 2017.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna að nýju breytta tillögu að nýbyggingu á lóðinni nr. 67 við Borgarholtsbraut fyrir lóðarhöfum Borgarholtsbrautar 63, 63a, 65, 66, 68, 69, 70, 72 og Hlégerði 2, 4.

16.1509910 - Brekkuhvarf 20. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga skipulags- og byggingardeildar að breyttu deiliskipulagi Brekkuhvarfs 20. Í breytingunni felst að lóðinni verður skipt í tvær lóðir, Brekkuhvarf 20 og 20a. Nýja lóðin, Brekkuhvarf 20a, verður 937,7 m2 að stærð. Á lóðinni verður byggingarreitur fyrir einbýlishús á einni til tveimur hæðum með hámarksnýtingarhlutfall 0,3. Heildarbyggingarmagn yrði um 220 m2, hámarksvegghæð og þakhæð byggingarreitar verður 5 m. suðvesturhliðar (að götu) verður 5 m. Staðsetning bílgeymslu verður í suðvesturhluta byggingarreitar. Fyrirhuguð nýbygging rúmast að öllu leyti innan núverandi byggingarreits Brekkuhvarfs 20. Uppdráttur í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 5. desember 2016.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna ofangreinda tillögu og vísaði til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 13. desember 2016 staðfesti bæjarstjórn afgreiðslu skipulagsnefndar. Tillagan var kynnt frá 17. desember 2016 með athugasemdafresti til 6. mars 2017. Ábendingar og athugasemdir bárust frá Magnúsi Alfreðssyni og Þórönnu S. Sverrisdóttur, lóðarhöfum Brekkuhvarfi 22, dags. 5. mars 2017.
Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar um framkomnar athugasemdir og ábendingar. Er umsögnin dags. 17. mars 2017.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með vísan í niðurstöðu ofangreindrar umsagnar skipulags- og byggingardeildar dags. 17. mars 2017. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Kristinn Dagur Gissurarson sat hjá við afgreiðslu málsins.

17.1610283 - Kópavogsbraut 9-11. Nýbygging. Deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga skipulags- og byggingardeildar dags. 21. nóvember 2016 að breyttu deiliskipulagi Kópavogsbrautar 9 og 11. Í breytingunni felst að í stað núverandi íbúðarhúsa á lóðunum að Kópavogsbraut 9 og 11 komi tvö fjölbýlishús á 4 og 5 hæðum auk kjallara þar sem 5. hæðin er inndregin að hluta. Lóðirnar verða sameinaðar og verður stærð lóðar eftir breytingu 2.900 m2. Fjöldi íbúða á hinni nýju lóð Kópavogsbraut 9-11 verður 40. Miðað er við 1,3 bílastæði á íbúð alls 50 stæði þar af 40 í niðurgrafinni bílgeymslu. Hámarks byggingarmagn á lóðinni er áætlað 5.800 m2 með bílageymslu sem áætluð er 900 m2 að stærð. Hámarks vegghæð byggingarreits talið frá yfirborði botnplötu 1. hæðar verður 15,5 metrar og hámarks þakhæð um 15,6 metrar. Afmörkun þess svæðis sem í gildandi deiliskipulagi Kópavogstúns sem merkt er "SKIPULAGI FRESTAÐ". Að öðru leiti er vísað í ofangreinda gildandi skipulagsuppdrætti og skipulagsskilmála fyrir Kópavogstún sem samþykkt var í bæjarstjórn 8. nóvember 2005 m.s.br. Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna ofangreinda tillögu. Á fundi bæjarstjórnar 13. desember 2016 var framgreind afgreiðsla skipulagsnefndar staðfest. Tillagan var kynnt 17. desember 2016 með athugasemdafresti til 6. mars 2017. Ábendingar og athugasemdir bárust frá íbúum og öðrum hagsmunaaðilum.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar Umhverfissviðs.

18.1703541 - Kársnesskóli við Skólagerði. Færanlegar kennslustofur

Frá byggingarfulltrúa:
Lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar Umhverfissviðs að staðsetningu færanlegra kennslustofa á lóð Kársnesskóla við Skólatröð. Uppdráttur í mkv. 1:2000 ásamt greinargerð dags. í mars 2017.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Hófgerðis 12, 14, 16 og Skólagerðis 1 og 6.

19.1703542 - Kársnesskóli við Vallargerði. Færanlegar kennslustofur.

Frá byggingarfulltrúa:
Lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar Umhverfissviðs að staðsetningu færanlegra kennslustofa á lóð Kársnesskóla við Vallargerði. Uppdráttur í mkv. 1:2000 ásamt greinargerð dags. í mars 2017.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Vallargerðis 2, 4, 6, 8, 10, 12, 14, 16, 18 og Kópavogsbrautar 41, 43, 45, 47, 49, 51, 55, 57.

20.17011004 - Lækjasmári 11-17, sameining lóða. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju erindi húsfélagsins Lækjasmára 11-17 dags. 23. janúar 2017 þar sem óskað er eftir að sameina lóðir húsanna nr. 11, 13, 15 og 17 við Lækjasmára þannig að um eina lóð sé að ræða í stað fjögurra lóða.
Í lögum um fjöleignarhús, nr. 26/1994, er ekki gert skilyrði um að fjöleignarhús standi á einni lóð svo hægt sé að gera eignaskiptayfirlýsingu. Skipulagsráð hafnar því erindinu.

21.1701009 - Sandskeiðslína 1. Umsókn um framkvæmdarleyfi.

Lagt fram erindi Guðmundar Inga Ásmundssonar f.h. Landsnets hf. dags. 29. desember 2016 þar sem óskað er eftir að fá útgefið framkvæmdaleyfi Kópavogsbæjar fyrir Sandskeiðslínu 1, 220/400 kV háspennulínu.
Afgreiðslu frestað og óskað eftir samantekt um málið.

22.1702025F - Bæjarstjórn - 1152. fundur - 28. febrúar 2017

1702284 Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2040. Breyting. Verklýsing. Hágæðakerfi almenningasamgangna á höfuðborgarsvæðinu, Borgarlína.
Bæjarstjórn staðfesti afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1702285 Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Breyting. Verklýsing. Borgarlína og auknar byggingarheimildir innan áhrifasvæða.
Bæjarstjórn staðfesti afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1611451 Digranesvegur 1. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfesti afgreiðslu skipulagsráðs með 10 atkvæðum.

Auðbrekka 16. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarstjórn staðfesti afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Langabrekka 5. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarstjórn staðfesti afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum og hafnar erindinu.

Grænatunga 3. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarstjórn staðfesti afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1702353 Austurkór 157, 159, 161. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfesti afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1609771 Álfhólsvegur 52. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarstjórn staðfesti afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum og hafnar erindinu.

1702400 Naustavör 36-42, 44-50 og 52-58. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfesti afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1612052 Þverbrekka 2. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarstjórn staðfesti afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1612047 Skemmuvegur 50. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarstjórn staðfesti afgreiðslu skipulagsráðs með 8 atkvæðum.
Önnur mál:
Fyrirspurn frá Kristni Degi Gissurarsyni til formanns skipulagsráðs:
"Hvernig stendur á því að ekki er búið að deiliskipuleggja eða hefja vinnu við að deiliskipulag á reit 1 og 3 á Glaðheimasvæðinu þar sem engar lóðir eru til úthlutunar að hálfu Kópavogsbæjar. Ljóst er að vöntun á lóðum hækkar íbúðaverð."

Fyrirspurn frá Margréti Júlíu Rafnsdóttur, sem óskar eftir formlegu svari:
"Í ljósi umræðu undanfarið um að í byggingarreglugerð séu ekki kvaðir um hleðsu fyrir rafbíla við nýbyggingar þá óska ég eftir upplýsingum um hvort í því íbúðarhúsnæði sem er í byggingu í Kópavogi og verður reist á næstunni sé gert ráð fyrir hleðslu fyrir rafbíla."

Fundarhlé kl. 18:55
Fundi fram haldið kl. 19:01

Svar við fyrirspurn Kristins Dags Gissurarsonar, svar meirihlutans:
"Nú þegar eru í byggingu yfir 300 íbúðir í Glaðheimum og hafinn er undirbúningur á reit 1 og 3. Frá 2008-2016 hafa verið fullbyggðar 2104 íbúðir í Kópavogi en 2379 í Reykjavík á sama tímabili, hlutfallslega langmest í Kópavogi. Núna eru í byggingu í Kópavogi 624 íbúðir og 1178 íbúðir er að fara af stað samkvæmt samþykktu deiliskipulagi. Síðan er í vinnslu að deiliskipuleggja 750 íbúðir, allt hér í Kópavogi. Einnig eru hafnar viðræður við ríkið um kaup á Vatnsendahlíð."

Bókun frá Kristni Degi Gissurarsyni:
"Það er eins og alltaf, meirihlutinn reynir að drekkja málinu í málæði og talnaleik. Mergur málsins er sá að nú eru nánast engar lóðir til úthlutunar í Kópavogi."

Bókun frá Ásu Richardsdóttur:
"Svona karp hjálpar ekki fólki sem vantar hús yfir höfuð."

Fundi slitið - kl. 19:05.