Skipulagsnefnd

1228. fundur 23. júlí 2013 kl. 16:30 - 18:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Kristinn D Gissurarson aðalfulltrúi
  • Jóhann Ísberg aðalfulltrúi
  • Vilhjálmur Einarsson aðalfulltrúi
  • Hreggviður Norðdahl aðalfulltrúi
  • Einar Ingvarsson aðalfulltrúi
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Smári Magnús Smárason starfsmaður nefndar
  • Helga Elínborg Jónsdóttir varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Þóra Kjarval
Dagskrá

1.1307004 - Bæjarráð - 2694. Fundur haldinn 11. júlí 2013.

1306017F - Skipulagsnefnd, 2. júlí
1227. fundargerð í 28 liðum.
Lagt fram

1305014 - Víðihvammur 38. Kynning á byggingarleyfi.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

1305579 - Breiðahvarf 6. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

1303299 - Hlaðbrekka 4. Kynning á byggingarleyfi.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

1205197 - Öldusalir/Örvasalir. Stígar. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu að breyttu fyrirkomulagi stígtenginga frá Öldusölum og Örvasölum við aðalstíg milli byggðarinnar og golfvallarins.
Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt með tilvísan í kynnta tillögu að breyttu deiliskipulagi að gefa viðkomandi lóðarhöfum kost á stækkun lóða, enda verði greitt fyrir stækkunina sbr. gjaldskrá. Málinu vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

1304187 - Gnitaheiði 4-6. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi við Gnitaheiði 4 og 6 og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð frestar afgreiðslu skipulagsnefndar.

1002159 - Útikennslusvæði í Kópavogi
Skipulagsnefnd hefur samþykkt tillögu umhverfis- og samgöngunefndar að útikennslusvæði við Lindaskóla, Dimmu og í Hádegismóum. Erindinu hefur verið vísað til afgreiðslu bæjarráðs. Staðsetning að útikennslusvæði í Fossvogsdal austur verður endurunnin.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

1305507 - Selbrekka 25. Lóðarstækkun.
Skipulagsnefnd telur umrædda breytingu ekki hafa grenndaráhrif og samþykkir hana með tilvísan í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

1305239 - Café Dix. Skilti á gangstétt.
Skipulagsnefnd samþykkir að heimila rekstaraðila Café Dix að settir verði upp tveir skjólveggir til reynslu á gangstétt bæjarins sunnan við kaffihúsið til áramóta 2014-2015. Staðsetning og útfærsla þeirra skal vera unnin í samráði við Skipulags- og byggingardeild og má ekki skerða aðgengi að húsinu Hamraborg 10 eða almennar gönguleiðir við húsið. Allur kostnaður við gerð, uppsetningu og viðhald skiltanna skal vera bænum að kostnaðarlausu og á ábyrgð rekstraraðila Café Dix. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

2.1305505 - Auðbrekka 9-11. Viðbygging.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi, THG arkitekta, f.h. lóðarhafa varðandi viðbyggingu að Auðbrekku 9-11. Lóðarhafi hyggst rífa viðbyggingu vestanmegin við húsið og koma fyrir brunastiga úr stáli á þeim gafli. Stiginn verður léttur stálstigi með stálvirki og opnum trérimlum í kring, s.s. opið rými sbr. uppdráttum dags. 3.5.2013. Á fundi skipulagsnefndar 27.5.2013 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Auðbrekku 7, 8, og 10 ásamt Dalbrekku 2 og 4. Einnig skal nánari útfærsla á fyrirhuguðum skiltum á húsinu vera gerð í samráði við skipulags- og byggingardeild og byggingarfulltrúa. Kynningu lauk 8. júlí 2013. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða breytingartillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

3.1305517 - Hólmaþing 7. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Sigríðar Sigþórsdóttur, arkitekts, f.h. lóðarhafa. Óskað er eftir breytingum á samþykktu deiliskipulagi fyrir Hólmaþing 7. Í breytingunni felst að bílageymsla verði með aðkomu frá Vatnsendavegi og breytingum á byggingarreit sem samsvara breyttri legu bílageymslu. Hækkun gólfkóta 1. hæðar í 91,15. Heildarbyggingarmagn hækkar úr 340m2 í 398m2 sbr. uppdráttum dags. 21.5.2013. Á fundi skipulagsnefndar 27.5.2013 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Hólmaþings 3, 5, 5a, 9, 11, 13 og 15 ásamt landeiganda Vatnsenda. Birgir H. Sigurðsson vék af fundi undir þessum lið. Kynningu lauk 11. júlí 2013. Athugasemd barst frá Sigurbirni Þorbergssyni, hrl, f.h. Þorsteins Hjaltested dags. 9.7.2013.

Vísað til umsagnar bæjarlögmanns. Birgir Sigurðsson vék af fundi undir þessum lið.

4.1307468 - Kópavogsgerði 1, 3, 5 og 7. Breytt aðkoma/hliðrun byggingarreits.

Lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar um breytta aðkomu við Kópavogstún 1, 3, 5 og 7. Í breytingunni felst að aðkeyrsla á vesturenda Kópavogsgerði 1-3 fellur út. Einnig verður rampur ofan í bílakjallara á austurhlið Kópavogsgerði 5-7 felldur út úr skipulagi. Í stað þeirra verður sameiginleg aðkoma milli lóðanna tveggja. Byggingarreitur húsanna hliðrast lítillega til suðurs til að pláss verði fyrir gangstétt milli bygginga og bílastæða.

Lagt fram og kynnt.

5.1307348 - Landsendi 15-17. Breyting á hesthúsi.

Lögð fram breytingartillaga Sveins Ívarssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa. Í breytingunni felst að fækkað er um eina stíu í hverju húsi og gólf í stíum lækkuð um 85cm. Fóðurgangar eru mjókkaðir, hlaða stækkuð og gerði breytist sbr. teikningum í mkv. 1:100 dags. 1.6.2011.

Frestað.

6.1302745 - Brekkutún 13. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju erindi Árna Friðrikssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa. Í tillögu er gert ráð fyrir 23,5m2 sólskála á vesturhlið hússins, 3,5m x 6,7m að grunnfleti sbr. uppdráttum í mkv. 1:100 dags. 4.4.2013. Sólskáli hefur þannig minnkað um 50cm að breidd en lengst um 1,25m til norðurs frá fyrri tillögu dags. 19.2.2013.

Einnig er byggt við húsið á þremur öðrum stöðum og glerþak kemur ofan á viðbætur sem samtals eru 14,4m2. Heildarstækkun með breytingu á sólskála frá fyrri tillögu er því 37,9m2 og hækkar nýtingarhlutfall úr 0,52 í 0,6 sbr. uppdráttum dags 19.2.2013 og 4.4.2013. Á fundi skipulagsnefndar 5.3.2013 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum við Brekkutún 9, 11, 15, 17, 19, 21 og 23 ásamt Álfatún 37. Kynningu lauk 18.4.2013. Athugasemd barst frá Hallveigu Thordarson og Emil B. Karlssyni, Brekkutúni 11, dags. 15.4.2013. Einnig lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 7. maí 2013.

Hafnað. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

7.1002159 - Útikennslusvæði í Kópavogi

Lögð fram að nýju tillaga umhverfisfulltrúa að útikennslusvæði á Víghólasvæði. Á fundi skipulagsnefndar 16.4.2013 var erindinu frestað og óskað eftir umsögn Umhverfisstofnunar.

Lagt fram bréf frá Umhverfisstofnun þar sem gefið er leyfi fyrir útikennslusvæðinu á friðlýstu svæði.

Skipulagnefnd samþykkir með vísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum við Lyngheiði 1, Melaheiði 1 og 3, Álfhólsveg 62, 64, 66, 68, 70, 72, 74, 76, Digranesheiði 11, 13, 15, 17, 19 og 21 ásamt leikskólanum Kópahvoli.

8.1305011 - Kópavogbraut 1a-c, Kópavogstún 3, 5, 7 og 9. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi ASK arkitekta ehf., f.h. lóðarhafa, að breyttu deiliskipulagi. Á lóðinni Kópavogstún 1a-c er hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð og tvö fjölbýlishús með þjónustuíbúðum fyrir eldri borgara. Í breytingunni felst:
a. Hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð fái heimild til stækkunar um allt að 34 hjúkrunarrými
b. Gert er ráð fyrir nýrri þjónustumiðstöð fyrir aldraða sunnan Kópavogsbrautar 1b (milli fyrirhugaðra húsa við Kópavogstún 5 og 9)þ.e. Kópavogstún 7. Áætlað er að þjónustubyggingin verði ein hæð auk kjallara um 750 m2 að grunnfleti með aðkomu frá Kópavogstúni
c. Íbúðum í fyrirhuguð húsum við Kópavogstún 3 og 5 er fjölgað um samtals 6 íbúðir, fjöldi hæða húsa og áætlað byggingarmagn breytist ekki miðað við gildandi deiliskipulag og verða efstu hæðirnar á báðum húsunum inndregnar sem er breyting frá gildandi deiliskipulagi.
d. Íbúðum í fyrirhuguðu húsi við Kópavogstún 9 er fækkað um 6 íbúðir húsið lækkað um eina hæð miðað við gildandi deiliskipulag og verður efsta hæðin inndregin sem er breyting frá gildandi deiliskipulagi.
e. Fjöldi og fyrirkomulag bílastæða breytist

Tillagan er sett fram á uppdætti í mkv. 1:2000 ásamt skýringarmyndum og greinargerð dags. 7. maí 2013.
Tillagan var auglýst í Fréttablaðinu 1.6.2013 og í Lögbirtingablaðinu 3.6.2013. Kynningu lauk 16.7.2013. Athugasemdir bárust. Enn fremur lögð fram tillaga Skipulags- og byggingardeildar að umsögn við framkomnar athugasemdir og ábendingar. Er umsögnin dags. 19. júlí 2013.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 23.7.2013. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

9.1307382 - Hafraþing 1-3. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Björgvins Snæbjörnssonar, arkitekts, f.h. lóðarahafa að breyttu deiliskipulagi fyrir Hafraþing 1-3. Í breytingunni felst að byggt verði parhús á einni hæð í stað tveggja. Farið er út fyrir byggingarreit sem nemur 59,5m2 á Hafraþingi 1 en 21,5m2 á Hafraþingi 3. Heildarbyggingarmagn Hafraþings 1 verður 206m2 og Hafraþing 3 verður 178m2 sbr. uppdráttum í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 16.7.2013.

Skipulagnefnd samþykkir með vísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum við Hafraþing 2, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10, 11 og 12 ásamt Gulaþingi 4a, 6, 8, 10, 12, 14, 16, 18, 20, 22, 24 og 26.

10.1307353 - Boðaþing 1-3. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga Ragnar Auðunns Birgissonar, arkitekts, f.h. Húsvirki. Sótt er um að að reisa 5 hæða hús með inndreginni þakhæð. Byggingarreitur lengist um 3m á lengdina og hliðrast til um 60cm til vesturs og 1,4m til suðurs. Á suðurhlið er hluti þakhæðar ekki dreginn inn um 2m eins og skilmálar gera ráð fyrir. sbr. uppdráttum í mkv. 1:200 dags. 31.5.2013 og 19.7.2013.

Skipulagsnefnd telur umrædda breytingu ekki hafa grenndaráhrif og samþykkir hana með tilvísan í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

11.1307349 - Nýbýlavegur 20. Viðbygging.

Lögð fram breytingartillaga Hildar Bjarnadóttur, arkitekts, f.h. lóðarhafa. Í breytingunni felst að húsið við Nýbýlavegi 20 stækkar um 157,4m2 til norðurs. Stækkunin verður 3,96m x 20m að grunnfleti og á tveimur hæðum sbr. uppdráttum í mkv. 1:100 dags. 14.7.2013.

Skipulagnefnd samþykkir með vísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum við Nýbýlaveg 18 og 22.

12.1305238 - Kópavogsbrún 2-4. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Kristins Ragnarssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi fyrir Kópavogsbrún 4. Sótt er um stækkun á bílageymslu til austurs um 7,7m eða stækkun uppá 106m2. Einnig er sótt um að bæta við íbúð í kjallara á suð-austur horni hússins. Byggingarmagna hækkar úr 564m2 í 660m2 og nýtingarhlutfall hækkar úr 0,55 í 0,64 sbr. uppdráttum í mkv. 1:1000 dags. 18.7.2013

Hafnað. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

13.1307022 - Stækkun á íþróttahúsnæði Gerplu að Versölum.

Lögð fram drög að stækkun íþróttasalar Gerplu við Versali. Í drögunum felst að byggt verði viðbygging við austurgafl núverandi salar liðlega 600 m2 að grunnfleti, hæð viðbyggingar er áætluð 10m og að þakform og útlit verði eins og á núverandi íþróttahúsi. Lóðamörk breytast og bílastæðum fjölgar sbr. uppdrátt Skipulags- og byggingardeildar í mkv. 1:1000 dags. 23.7.2013.

Skipulagnefnd samþykkir með vísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða breytingartillögu. Einnig er skipulags- og byggingardeild falið að vinna tillögu að úrbótum í bílastæðamálum á lóðinni. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

14.1211206 - Erindi v/ strandblaks aðstöðu

Frá íþróttaráði.
Lögð fram tillaga að strandblaksaðstöðu við Fagralund við Fögrubrekku. Óskað er eftir að setja fjóra velli sem snúa í norður-suður þar sem í dag eru tveir vellir sem snúa í austur-vestur.

Skipulagnefnd telur tillöguna ekki hafa grenndaráhrif og samþykkir breytinguna. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

15.1201100 - Hundaleikvöllur í Kópavogi

Lögð fram hugmynd að útfærslu og drög að kostnaðaráætlun.

Frestað.

16.1202610 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024

Tillaga að Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 var í samþykkt skipulagsnefnd 7. maí og bæjarstjórn 28. maí 2013 skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.

Eftirtalin gögn lögð fram:
a)
Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Tillaga til auglýsingar. Erindi Kópavogsbæjar til Skipulagsstofnunar dags. 29. maí 2013.
b)
Tillaga að Aðaðalskipulagi Kópavogs 2012-2024. Erindi Skipulagsstofnunar til Kópavogsbæjar dags. 5. júlí 2013.
c)
Tillaga að Aðaðalskipulagi Kópavogs 2012-2024. Tillaga að viðbrögðum Kópavogsbæjar við athugasemdum og ábendingum Skipulagsstofnunar dags. 11. júlí 2013.
d)
Aðalskipulag Kópavogsbæjar 2012-2024. Uppfærð greinargerð og uppdrættir með tilvísan í athugasemdir og ábendingar Skipulagsstofnunar dags. 5. júlí 2013.
e)
Aðalskipulag Kópavogsbæjar 2012-2024. Lögsögumörk gagnvart Mosfellsbæ. Erindi Kópavogsbæjar til Umhverfisráðherra dags. 11. júlí 2013.
f)
Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Frestur á skipulagi á landi við Vatnsvík. Erindi Kópavogsbæjar til Umhverfisráðherra dags. 11. júlí 2013.
g)
Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Tillaga að auglýsingu og kynningarferli.

Enn fremur greint frá fundum sem haldnir voru í Umhverfisráðuneytingu 15. júlí 2013 og á Skipulagsstofnun 22. júlí 2013. Þá lögð fram drög að framsetningu greinargerðar aðalskipulagsins.

Með tilvísan í framlögð gögn og afgreiðslu skipulagsnefndar frá 7. maí og bæjarstjórnar 28. maí 2013 samþykkir skipulagsnefnd framlagða tillögu að Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 með áorðnum breytingum: greinargerð, umhverfisskýrslu, þéttbýlisuppdrátt í mkv. 1:10.000 og sveitarfélagsuppdrátt í mkv. 1:50.000. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt að tillagan verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

Jóhann Ísberg bókar eftirfarandi: Ég samþykki gott og afar vel unnið aðalskipulag en geri athugasemd við að felld sé út byggð í Bolabás.

Fundi slitið - kl. 18:30.