Skipulagsnefnd

1167. fundur 23. júní 2009 kl. 16:30 - 18:30 í fundarherb. 3. hæð
Fundargerð ritaði: Guðmundur G. Gunnarsson
Dagskrá

1.906010 - Bæjarráð - 2508, 11. júní 2009.

09052505 - Kópavogsgerði 1, 3, 5 og 7, breytt deiliskipulag.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
0708071 - Kársnesbraut 95, breytt deiliskipulag.
Bæjarráð staðfestir að erindi sé hafnað.
0902148 - Langabrekka 5, stoðveggur.
Bæjarráð staðfestir að erindi sé hafnað.
0803107 - Hlíðarvegur 58, breytt deiliskipulag.
Bæjarráð staðfestir að erindi sé hafnað.
0801254 - Sandskeið - deiliskipulag.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

2.904166 - Fundargerð bæjarstjórnar 16. júní 2009

Dalvegur 24, breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu að breyttu deiliskipulagi Dalvegar 24 dags. 29. okt. ´08 og umsögn bæjarskipulags dags. 17. feb. ´09.

3.906157 - Fróðaþing 22, lóðarstækkun.

Á fundi skipulagsnefndar 23. júní 2009 er lagt fram erindi lóðarhafa nr. 22 við Fróðaþing dags. 15. júní 2009. Erindið varðar beiðni um stækkun lóðarinnar til vesturs um 2 til 3 metra.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur í mkv. 1:100 og 1:500

Frestað. Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs um erindið. Sé umsögnin jákvæð verði erindið kynnt Frostaþing 15, Fróðaþingi 16, 18 og 24.

4.906196 - Kjóavellir í lögsögu Garðabæjar, Spennistöð.

Á fundi skipulagsnefndar 23. júní 2009 er lagt fram erindi Garðabæjar dags. 19. júní 2009. Í erindinu felst tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Kjóavalla vegna spennistöðvar innan lögsögu Garðabæjar.Meðfylgjandi: Deiliskipulagsuppdráttur í mkv. 1:2000 dags. 8. júní 2009.

Skipulagsnefnd samþykkir heimild til Garðabæjar að auglýsa tillöguna og vísar erindinu til afgreiðslu bæjarráðs.

Önnur mál:
Glaðheimar - breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd samþykkir að fela bæjarskipulagi að halda kynningarfund um tillögu að breyttu deiliskipulagi Glaðheima.

Fundi slitið - kl. 18:30.