Skipulagsnefnd

1258. fundur 04. maí 2015 kl. 16:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Sverrir Óskarsson aðalfulltrúi
  • Anna María Bjarnadóttir aðalfulltrúi
  • Sigríður Kristjánsdóttir aðalfulltrúi
  • Kristinn D Gissurarson aðalfulltrúi
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir aðalfulltrúi
  • Andrés Pétursson varafulltrúi
  • Helga Elínborg Jónsdóttir varafulltrúi
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Smári Magnús Smárason starfsmaður umhverfissviðs
  • Þóra Jóhannesdóttir Kjarval starfsmaður nefndar
  • Gísli Norðdahl byggingarfulltrúi
  • Salvör Þórisdóttir lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Þóra Kjarval arkitekt
Dagskrá
Helga Elínborg Jónsdóttir sat fundinn í stað Sigríðar Ásu Richardsdóttur.
Andrés Pétursson sat fundinn í stað Guðmundar Geirdal.

1.1502119 - Hafnarbraut 12. Breytt deiliskipulag

Lögð fram tillaga Atelier arkitekta, f.h. lóðarhafa, dags. í apríl 2015 að breyttu deiliskipulagi Hafnarbrautar 12. Heildarfjöldi íbúða helst óbreyttur miðað við gildandi deiliskipulag þ.e. 130 íbúðir. Heildarbyggingarmagn er áætlað um 24.000m2 sem er 2000m2 minna en gildandi deiliskipulag heimilar og nýtingarhlutfall verður 3,1 í stað 3,5 sbr. uppdráttum dags. í apríl 2015. Í gildandi deiliskipulagi er miðað við að á svæðinu rísi tveggja til fimm hæða fjölbýlishús með inndregna sjöttu hæð sem snýr að Vesturvör og með bílageymslu að hluta á tveimur hæðum neðanjarðar. Í tillögu að breyttu deiliskipulagi er miðað við að á svæðinu rísi fjölbýlishús á einni til fjórum hæðum með inndreginni fimmtu hæð að hluta. Hluti þakforms fer yfir hámarkshæð í gildandi deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

2.1412507 - Þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2015-2018.

Frá svæðisskipulagsnefnd SSH, dags. 21. apríl 2015. Lögð fram til afgreiðslu Þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins fyrir árin 2015-2018 samþykkt í svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins 17. apríl 2015.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða áætlun. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

3.1311250 - Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040.

Lögð fram tillaga að Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2015 - 2040 í samræmi við við 2. mgr. 25. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 9. gr. laga nr. 105/2006 dags. 22. ágúst 2014 ásamt erindi Hrafnkels Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóra dags. 13. apríl 2015. Þá lögð fram fylgiskjölin: Skjal 1b Umhverfisskýrsla með auglýstri tillögu; Skjal 1c Breytingaskjal með auglýstri svæðisskipulagstillögu; Skjal 2 Innkomnar athugasendir og Skjal 3 Umsögn svæðisskipulagsnefndar um innkomnar athugasemdir.

Einnig lagt fram minnisblað skipulagsstjóra dags. 4.5.2015.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu að Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2015-2040 með áorðnum breytingum ásamt ofangreindum fylgiskjölum. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

4.1503332 - Fróðaþing 44. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju erindi TAG teiknistofu f.h. lóðarhafa dags. 10.3.2015 þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Fróðaþings 44. Á fundi skipulagsnefndar 16.2.2015 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Fróðaþings 29, 31, 36, 38 og 46.Kynningu lauk 30.4.2015. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

5.1502354 - Fífuhvammur 25. Kynning á byggingarleyfi.

Lögð fram að nýju tillaga Verkfræðistofunnar Hamraborg þar sem óskað er eftir að reisa 56,8m2 viðbyggingu ofan á þegar byggðan bílskúr við Fífuhvamm 25. Á fundi skipulagsnefndar 16.3.2015 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Fífuhvamms 21, 23, 27, 29, 31; Víðihvamms 14, 16, 18, 20, 22 og 24.

Kynningu lauk 4.5.2015. Athugasemd barst frá Lárentínusi Kristjánssyni, hrl., f.h. íbúa Fífuhvamms 27, dags. 30.4.2015.
Frestað. Vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar.

6.1502232 - Hamraborg 11. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju erindi Alark dags. 3.2.2015 þar sem óskað er eftir að breyta 2. og 3. hæð hússins í gistiheimili sbr. uppdráttum dags. 3.2.2015. Á fundi skipulagsnefndar 16.2.2015 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Hamraborgar 9, 22 og 24; Álfhólsvegar 2, 2A, 4, 4A og 15A.

Kynningu lauk 27.4.2015. Athugasemd barst frá Lárentsínusi Kristjánssyni, hrl., f.h. eigenda Hamraborgar 11, dags. 18.3.2015 ásamt fylgiskjölum; frá Ahmed El Bedawey og Iwona Zofia Lempicka, Hamraborg 24, dags. 21.4.2015; frá íbúum Hamraborgar 24, dags. 13.4.2015 frá Björgvin Þór Björgvinssyni og Öldu Sveinsdóttur, Álfhólsvegi 2, dags. 27.4.2015.
Frestað. Vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar.

7.1409240 - Hlíðarvegur 57. Kynning á byggingarleyfi.

Lögð fram breytt tillaga Arkþings, f.h. lóðarhafa, dags. í apríl vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á lóðinni við Hlíðarveg 57.

Lagt fram ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 4.5.2015, minnisblöðum frá samráðsfundum sem haldnir voru 11.3.2015 og 29.4.2015. Þá lögð fram bókun íbúa við Hlíðarveg 55 dags. 11.3.2015.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu dags. í apríl 2015, ásamt umsögn dags. 4.5.2015, með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

8.1409123 - Ásbraut 1 og 1a. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju erindi THG arkitekta f.h. lóðarhafa. Á fundi skipulagsnefndar var málinu frestað og skipulags- og byggingardeild falið að vinna áfram að málinu.
Hafnað. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Kristinn Dagur Gissurarson sat hjá við afgreiðslu málsins.

9.1501561 - Urðarhvarf 4. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju erindi ASK arkitekta dags. 15.1.2015, f.h. lóðarhafa, þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Urðarhvarfs 4. Á fundi skipulagsnefndar 23.3.2015 var málinu frestað og skipulags- og byggingardeild falið að vinna áfram að málinu.

Lagt fram ásamt umsögn um framkomnar athugasemdir dags. 4.5.2015
Skipulagsnefnd hafnaði kynntri tillögu þar sem óskað var eftir hækkun um tvær hæðir. Skipulagsnefnd samþykkti umsögn skipulags- og byggingardeildar þar sem komið er til móts við innsendar athugasasemdir og samþykkti því hækkun um eina hæð. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

10.1405260 - Sunnubraut 30. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju erindi Péturs Björnssonar, arkitekts, dags. 26.4.2014 f.h. lóðarhafa að uppbyggingu við Sunnubraut 30. Á fundi skipulagsnefndar 20.10.2014 var málinu frestað.
Hafnað á grundvelli innsendra athugasemda. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Kristinn Dagur Gissurarson sat hjá við afgreiðslu málsins.

11.1501299 - Sæbólsbraut 34. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga Studio Strik dags. 29.10.2014 f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Sæbólsbrautar 34. Í breytingunni felst að svalir fara 1,8m út fyrir byggingarreit til vesturs og 1,6m til suðurs sbr. uppdráttum dags. 29.10.2014.

Lagt fram ásamt samþykki aðliggjandi lóðarhafa dags. 15.1.2015.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

12.1504561 - Vegtenging milli Vatnsendavegar og Kórsins. Heiti á nýrri götu.

Lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar dags. 4.5.2015 að götuheiti nýrrar vegtengingar frá Vatnsendavegi að Kórnum.
Skipulagsnefnd samþykkti að heiti götunnar verði Kórinn. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

13.1504560 - Funahvarf 3/Breiðahvarf 4. Heiti á nýrri götu.

Lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar að nýju götuheiti fyrir Húsagötu A sbr. nýtt deiliskipulag fyrir Breiðahvarf 4 og Funahvarf 3 sem samþykkt var í bæjarstjórn 24.3.2015.
Skipulagsnefnd samþykkti að heiti á nýrri götu verði Faldarhvarf. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

14.1504013 - Bæjarráð - 2772. Fundur haldinn 22. apríl 2015.

1503025F - Skipulagsnefnd, dags. 20. apríl 2015.
1257. fundur skipulagsnefndar í 26. liðum.
Lagt fram.

15.1410079 - Þverbrekka 8. Breyting á aðalskipulagi

Lögð fram að nýju tillaga skipulags- og byggingardeildar Umhverfissviðs að breyttu Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024. Breytingin nær til reits VÞ-7 (Þverbrekka 8) þar sem breyta á verslun og þjónustu í íbúðarbyggð. Breyta á núverandi húsnæði að Þverbrekku 8 þannig að einni hæð verður bætt ofan á núverandi hús og í því verði 12 íbúðir, hver um 70m2 að stærð. Bílastæði verða að hluta í bílakjallara. Uppdráttur í mkv. 1:10.000 ásamt greinargerð dags. í mars 2015.

Forkynningu á tillögunni lauk 20.4.2015. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartíma.

Þá greint frá fundi með húsfélagi Þverbrekku 6 sem fór fram 16.4.2015.
Forkynningu á tillögunni skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 lauk 20. apríl 2015. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartíma.

Skipulagsnefnd samþykkti að ofangreind tillaga að breyttu Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024, Þverbrekka 8, verði kynnt í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

16.1504653 - Dimmuhvarf 7a. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi THG arkitekta f.h. lóðarhafa dags. 29.4.2015 þar sem óskað er eftir að breyta deiliskipulagi Dimmuhvarfs 7a. Í breytingunni felst að byggt verði u.þ.b. 480m2 parhús á tveimur hæðum í stað einbýlishúss á tveimur hæðum, hámarkshæð fer ekki upp fyrir samþykkta hámarkshæð sem er 7 metrar. Nýtingarhlutfall hækkar úr 0,3 í 0,39 sbr. uppdrætti dags. 29.4.2015.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Dimmuhvarfs 1, 2, 3, 4, 5, 7, 8, 9, 9a, 9b og 12

17.1504032 - Borgarholtsbraut 48. Kynning á byggingarleyfi.

Frá byggingarfulltrúa:
Lagt fram erindi Jóns Hrafns Hlöðverssonar, dags. 27.2.2015. f.h. lóðarhafa. Óskað er eftir að hús frá 1950 sem stendur á lóðinni í dag verði rifið og þess í stað reist 500m2 fjórbýli á tveimur hæðum. Íbúðir verða 115 og 130m2 að stærð, nýtingarhlutfall er í dag 0,11 en verður 0,55 og á lóð verða 8 bílastæði sbr. uppdráttum dags. 9.3.2015.
Framlögð tillaga samræmist ekki rammaákvæðum í kafla 7 í Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 hvað varðar byggirmagn á lóð, nýtingarhlutfall eða legu og form byggingarreits á lóð í þegar byggðu hverfi.

Hafnað. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Kristinn Dagur Gissurarson sat hjá við afgreiðslu málsins.

18.1504558 - Nýbýlavegur 28. Kynning á byggingarleyfi.

Frá byggingarfulltrúa:
Lögð fram tillaga frá Hús og skipulag f.h. lóðarhafa dags. 27.3.2015. Óskað er eftir að breyta tveimur vinnustofum á 2. hæð Nýbýlavegs 28 í tvær íbúðir sbr. uppdrætti dags. 27.3.2015.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Nýbýlavegar 26, 28 og 30; Laufbrekku 8 og 10.

19.1504274 - Auðbrekka 20. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Guðmunds Möller, arkitekts, f.h. lóðarhafa dags. 13.4.2015. Óskað er eftir að breyta 1. hæð Auðbrekku 20 í íbúð sbr. uppdráttum og skýringarmyndum dags. 13.4.2015.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Auðbrekku 16, 18, 20, 22, 24, 26, 28, 30 og 32: Löngubrekku 43, 45 og 47.

20.1410366 - Glaðheimar, úthlutun lóða.

Greint frá stöðu mála.

21.1504555 - Smiðjuhverfi. Gegnumakstur (gul gata)

Lagt fram erindi frá Hagsmunasamtökum Smiðjuhverfis dags. 13.4.2015. Óskað er eftir að opnað verði fyrir gegnumakstur á Smiðjuvegi, gulri götu, sem liggur næst Reykjanesbraut.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu tillögunnar og felur starfsmönnum skipulags- og byggingardeildar að funda með lóðarhöfum við Smiðjuveg 30-74.

22.1504610 - Smiðjuhverfi. Götuheiti

Lagt fram erindi frá Hagsmunasamtökum Smiðjuhverfis dags. 13.4.2015 þar sem óskað er eftir að Kópavogsbær beiti sér fyrir úrbótum á götuheitum í Smiðjuhverfinu.
Skipulagsnefnd samþykkti að fela starfsmönnum skipulags- og byggingardeildar að efna til hugmyndasamkeppni um ný götuheiti í Smiðjuhverfi í samræmi við niðurstöðu B í skoðunarkönnun hagsmunasamtaka Smiðjuhverfis dags. 23. mars 2015.

23.1312123 - Hverfisskipulag

Greint frá stöðu mála.
Skipulagsnefnd samþykkti að boðað verði til íbúafundar vegna vinnu við hverfisáætlun Fífuhvamms, fimmtudaginn 21. maí kl. 17:00.

24.1411143 - Auðbrekka þróunarsvæði

Lögð fram skipulagslýsing fyrir þróunarsvæði Auðbrekku dags. 4.5.2015.

Lögð fram drög að nýju deiliskipulagi fyrir reit 1, 2 og 3 dags. 4.5.2015.
Greint frá stöðu mála.

Skipulagsnefnd samþykkti í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 framlagða skipulagslýsingu fyrir þróunarsvæði Auðbrekku dags. 4.5.2015. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

25.1504015 - Bæjarstjórn - 1115. Fundur haldinn 28. apríl 2015

1503576 - Austurkór 12. Breytt deiliskipulag.

Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1502233 - Breiðahvarf 3. Breytt deiliskipulag.Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1502426 - Fannborg 7-9. Kynning á byggingarleyfi.

Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1412485 - Fornahvarf 3. Settjörn, Skipulagsnefnd samþykkti framkvæmdaleyfi fyrir gerð settjarna við Fornahvarf 3. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1403302 - Furugrund 3. Breyting á aðalskipulagi.
Skipulagsnefnd samþykkti að ofangreind tillaga að breyttu Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 Furugrund 3 verði kynnt í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Ása Richardsdóttir og Pétur Hrafn Sigurðsson lögðu fram eftirfarandi tillögu:
"Lagt er til að liður 29 í dagskrá fundar bæjarstjórnar Kópavogs verði frestað og leitað álits innanríkisráðuneytisins á því hvort varafulltrúi Samfylkingarinnar í skipulagsnefnd hafi verið vanhæfur á fundi nefndarinnar 20. apríl 2015 þar sem fjallað var um málefni Furugrundar 3. Þetta er lagt til þar sem mikilvægt er að fá úr því skorið hvort málsmeðferð nefndarinnar hafi verið rétt og í takt við góða stjórnsýsluhætti.
Ása Richardsdóttir, Pétur Hrafn Sigurðsson"

Bæjarstjórn hafnar tillögu um frestun með sjö atkvæðum þeirra Ármanns Kr. Ólafssonar, Margrétar Friðriksdóttur, Sverris Óskarssonar, Theódóru Þorsteindsóttur, Karenar Halldórsdóttur, Hjördísar Johnson og Guðmundar Geirdal en tillöguna samþykktu Pétur Hrafn Sigurðsson, Ása Richardsdóttir, Margrét Júlía Rafnsdóttir og Sigurjón Jónsson. Tillagan var því felld með sjö atkvæðum en fjórir greiddu atkvæði með henni.

Hlé var gert á fundi kl. 21.08. Fundi var fram haldið kl. 21.18.

Pétur Hrafn Sigurðsson lagði fram eftirfarandi bókun:
"Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknarflokks og VG og félagshyggjufólks lýsa vonbrigðum með að meirihluti Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar vilji ekki fresta málinu.
Við munum leita eftir áliti innanríkisráðuneytisins til að fá úr þessu skorið og áskiljum okkur rétt til að taka málið upp að nýju.
Ása Richardsdóttir, Pétur Hrafn Sigurðsson, Margrét Júlía Rafnsdóttir, Sigurjón Jónsson"

Hlé var gert á fundi kl. 21.19. Fundi var fram haldið kl. 21.26.

Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Ákvörðun skipulagsnefndar liggur fyrir og byggir á 20. gr. sveitastjórnarlaga og verður ekki hnekkt af bæjarstjórn. Ef bæjarfulltrúar Samfylkingar, Framsóknarflokks og Vinstri grænna eru ósáttir er það sjálfsagður réttur þeirra að leita til innanríkisráðuneytisins.
Hins vegar vegar eru undirritaðir bæjarfulltrúar ósammála því að slík málsmeðferð réttlæti töf á meðferð málsins. Ennfremur er tekið fram að skýrlega verður að skilja á milli álitaefnisins um sérstakt hæfi nefndarmanns og efnisumræðu um hið tiltekna málefni. Bent er á að tilgangur hæfisreglnanna er að tryggja réttaröryggi borgarans og málefnalega stjórnsýslu.
Ármann Kr. Ólafsson, Margrét Friðriksdóttir, Karen Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson, Guðmundur Geirdal, Theódóra Þorsteinsdóttir og Sverrir Óskarsson"

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með sjö atkvæðum gegn þremur. Einn bæjarfulltrúi greiddi ekki atkvæði. Atkvæði féllu þannig að atkvæði með tillögunni greiddu Ármann Kr. Ólafsson, Margrét Friðriksdóttir, Karen Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson, Guðmundur Geirdal, Theódóra Þorsteinsdóttir og Sverrir Óskarsson en atkvæði gegn tillögunni greiddu Pétur Hrafn Sigurðsson, Ása Richardsdóttir og Margrét Júlía Rafnsdóttir. Sigurjón Jónsson greiddi ekki atkvæði.

1504225 - Galtalind 5-7. Breytt deiliskipulag.Skipulagsnefnd taldi umdrædda breytingu ekki varða hagsmuni annara en sveitarfélagsins og umsækjanda og samþykkti tillöguna með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1312123 - Hverfisskipulag.

Skipulagsnefnd fól skipulags- og byggingardeild umhverfissviðs að auglýsa "Tillögu að Hverfisáætlun Smárans" í bæjarblöðum og á heimasíðu bæjarins. Bæjarbúar og aðrir hagsmunaaðilar fá þannig tækifæri til að koma með athugasemdir og ábendingar við tillöguna. Kynningartími standi til 31. maí 2015. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1503337 - Kríunes. Breytt deiliskipulag.

Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1501295 - Krossalind 1. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1504278 - Sæbólsbraut 14-24. Bílastæði.

Skipulagsnefnd hafnaði framlagðri umsókn. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum og hafnar framlagðri umsókn.

Fundi slitið.