Lagt fram að nýju erindi Péturs Björnssonar, arkitekts, dags. 26.4.2014 f.h. lóðarhafa að breytingum að Sunnubraut 30. Á fundi skipulagsnefndar 28.7.2014 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum 25, 26, 27, 28, 29, 31, 32, 33, 34, 35, 36, Þinghólsbrautar 25, 27, 29, 31. Kynningu lauk 10.9.2014. Athugasemdir bárust á kynningartíma frá Kristjáni Orra Helgasyni og Ingibjörgu Jónu Guðmundsdóttur, Sunnubraut 35, dags. 28.8.2014; frá Guðjóni Ingjólfssyni og Huldu Jónsdóttur, Sunnubraut 31 dags. 9.9.2014; frá Ormari Skeggjasyni, Sunnubraut 32, dags. 9.9.2014. Á fundi skipulagsnefdnar 15.9.2014 var málinu frestað og skipulags- og byggingardeild falið að taka saman umsögn um innsendar athugasemdir.
Lögð fram breytt tillaga dags. 16.7.2014 þar sem komið er til móts við innsendar athugasemidir. Einnig lagt fram minnisblað frá samráðsfundi sem haldinn var 8.10.2014, erindi frá íbúum Sunnubrautar 31 vegna fyrirhugaðra framkvæmda dags. 8.10.2014 og greinargerð byggingaraðila og lóðarhafa Sunnubrautar 30 vegna innsendra athugasemda dags. 15.10.2014.