Skipulagsnefnd

1220. fundur 18. desember 2012 kl. 16:30 - 18:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Kristinn D Gissurarson aðalfulltrúi
  • Jóhann Ísberg aðalfulltrúi
  • Vilhjálmur Einarsson aðalfulltrúi
  • Guðmundur Örn Jónsson aðalfulltrúi
  • Hreggviður Norðdahl aðalfulltrúi
  • Einar Ingvarsson aðalfulltrúi
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Smári Magnús Smárason starfsmaður nefndar
  • Steingrímur Hauksson starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Birgir H. Sigurðsson skipulagsstjóri
Dagskrá

1.1212179 - Þorrasalir 27, breytt deiliskipulag

Lögð fram tillaga Sigurðar Hafsteinssonar, byggingartæknifræðings dags. 6. október 2012 þar sem óskað er eftir heimild skipulagsnefndar til að setja auka íbúð á 1. hæð hússins að Þorrasölum 27 sbr. uppdrætti í mkv. 1:100 dags. 1. desember 2012.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslagan nr. 123/2010 að kynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Þorrasala 2-10 og 21-37.

2.1212180 - Kópavogbraut 41, breytt noktkun húsnæðis

Frá byggingarfulltrúa:
Lagt fram erindi Jóns Inga Guðmundssonar, verkefnastjóra Umhverfissviðs, dags. 12. desember 2012 þar sem óskað er heimildar til að breyta húsnæðinu að Kópavogsbraut 41 þannig að í stað tveggja íbúða verði gert ráð fyrir fjórum íbúðum fyrir fatlaða einstaklinga sbr. uppdrætti ALARK arkitekta í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 23. nóvember 2012.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslagan nr. 123/2010 að kynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Kópavogsbrautar 43 og 45, Þinghólsbrautar 2 og 4 og Kópavogsbrúnar 1 og 2.

3.1212038 - Þinghólsbraut 17, byggingarleyfi.

Frá byggingarfulltrúa:
Lagt fram erindi Árna Kjartanssonar, atkitekts Gláma-Kím þar sem óskað er eftir heimild til að byggja við húsið um 40 m að grunnfelti á tveimur hæðum og um 70 m2 að samanlögðum gólffleti. Nýtingarhlutfall lóðar hækkar úr 0,2 í 0,29. Uppdrætti í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 23. nóvember 2012.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslagan nr. 123/2010 að kynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Þinghólsbrautar 15, 18, 19, 20, 22 Sunnubraut 16, 18 og 22.

4.1212210 - Austurkór 84-86, breytt deiliskipulag

Lagt fram erindi Sigurðar Hallgrímssonar fh. lóðarhafa dags. 14. desember 2012 þar sem óskað er heimildar skipulagsnefndar til að reisa einnar hæðar parhús á lóðunum Austurkór 84-86. Grunnflötur hússins verður 356 m2 í stað 340 m2 og heildarflatarmál minnkar um 284 m2.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslagan nr. 123/2010 að kynna tillöguna fyrir lóðarhöfum við Austurkór 66, 68, 88, 82, 88, 105, 107, 127, 129 og 131.

5.1212232 - Austurkór 49 til 61, breytt deiliskipulag

Lögð fram tillaga Aðalsteins V. Júlíussonar fh. Sóltúns ehf dags. 14. desember 2012 þar sem óskað er eftir breyta skipulagi við Austurkór 49-61. Í breytingunni felst að fyrirhuguð raðhús á lóðunum verða einnar hæðar í stað tveggja hæða, byggingarreitir dýptka, byggingarreitum við Austurkór 55-61 er snúið þannig að þeir verða eins og við Austurkór 49-53 og mörk lóða milli 55-61 breytast jafnframt. Þá breytist grunnflötur húsa úr 132,0 m2 í 185,0 m2 og hámarks flatarmál hverrar lóðar lækkar úr 264,0 m2 í 185,0 m2. Nýtingarhlutfall lækkar úr 0,6 í 4,5 og hámarks hæð lækkar úr 7,5 í 4,8 m.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Austurkór 47, 63, Arakór 1, Auðnukór 1 og 2.

6.911897 - Langabrekka 5, umsókn um byggingarleyfi.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Vilhjálms Þorlákssonar f.h. lóðarhafa þar sem óskað er heimildar skipulagsnefndar til að byggja geymslu og svalir að Löngubrekku 5 sbr. uppdrætti í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 10. febrúar 2012. Á fundi skipulagsnefndar 21. febrúar 2012 var samþykkt með tilvísan í gr. 44. skipulagslaga nr. 123/2012 að kynna erindið fyrir lóðarhöfum Löngubrekku 3, 7 og Álfhólsvegi 59, 61.

Lagt hefur verið inn til byggingarfulltrúa erindi Vilhjálms Þorkelssonar f.h. lóðarhafa samanber bréf dags. 22. mars 2012 þar sem óskað er heimildar að byggja við bílskúr til suðurs að lóðinni Álfhólsvegur 61. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. í mars 2012.

Þá lagt fram erindi lóðarhafa Kristjáns Kristjánssonar dags. 22. mars 2012 þar sem m.a. er óskað eftir að ofangreindar breytingar verði kynntar samtímis svo framalega að skipulagsnefnd heimili kynningu á lengingu á bílskúr lóðarinnar.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í gr. 44. skipulagslaga nr. 123/2012 að kynna erindið fyrir lóðarhöfum Löngubrekku 3, 7 og Álfhólsvegi 59, 61. Kynningu lauk 20. júlí 2012. Athugsemd barst frá Jóni Guðmundssyni og Ernu Jónsdóttur, Álfhólsvegi 61 dags. 18. júlí 2012, mótt. 19. júlí 2012.

Á fundi nefndarinnar 18. september 2012 var farið í vettvangsferð þar sem m.a. var rætt við lóðarhafa Lögnubrekku 5 og Álfhólsvegi 61.

Lagt fram að nýju ásamt umsögn lögmanns umhverfissviðs dags. 17. desember 2012.

Með tilvísan til 1. mgr. 24. gr. stjórnsýslulaga hafnar skipulagsnefnd að endurupptaka mál er varðar heimild til að byggja við bílskúr þar sem ekki liggur fyrir samþykki þeirra er málið varðar.

Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt að  fela skipulagsstjóra að vinna umsögn þar sem kannað verði nánar hvort framkvæmdir við svalir og kalda geymslu séu í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar í þegar byggðu hverfi og hvort framkvæmdirnar hafi áhrif á nýtingarmöguleika nágrannalóða svo sem vegna hljóðvistar, skuggavarps eða útsýnisskerðingar.

 

Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

7.1011337 - Ennishvarf 9, breytt deiliskipulag

Á fundi skipulagsnefndar 20. nóvember 2012 var lagt fram erindi Jóhannesar Alberts Sævarsonar, hrl., f.h. lóðarhafa Ennishvarfs 9. Með erindinu er beiðni frá 25. janúar 2012 um upptöku eldra erindis frá 17.11.2010 afturkölluð. Lóðarhafar óska eftir því að skráningu á húsinu við Ennishvarf 9 verði breytt úr einbýli í tvíbýli s.br. umsókn dags. 5.10.2012.

Skipulagsnefnd frestaði afgreiðslu erindisins og óskaði eftir umsögn lögmanns Umhverfissviðs. Lögmaður umhverfissviðs sat fundinn undir þessum lið.

Lagt fram að nýju ásamt umsögn lögmanns Umhverfissviðs dags. 17. desember 2012.

Beiðni um breytingu á deiliskipulagi fyrir Ennishvarf 9 hefur áður verið til meðferðar hjá skipulagsnefnd og var vísað frá nefndinni á fundi dags. 14. desember 2011. Ný beiðni hefur borist um breytingu á deiliskipulagi fyrir Ennishvarf 9. Varðar hún efnislega endurupptöku málsins. Samkvæmt 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 er skilyrði endurupptöku máls að þremur mánuðum liðnum frá því ákvörðun var tekin, að samþykki allra aðila máls fyrir endurupptöku þess liggi fyrir. Skipulagsnefnd hefur einungis borist samþykki óverulegs hluta þeirra sem teljast aðilar málsins og því ekki skilyrði til að fallast á endurupptöku.

Beiðni um endurupptöku er hafnað. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

8.1212211 - Hagasmári 1, Smáralind, auglýsingarskilti

Lagt fram fyrirspurn G. Odds Víðissonar, arkitekts fh. Eignarhaldsfélags Smáralindar ehf. dags. 13. desember 2012 þar óskað er álits skipulagsnefndar á áformum eiganda um að staðsetja flettiskilti á lóð Smáralindar. Meðfylgjandi uppdráttur og ljósmyndir.

Frestað. Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn Vegagerðarinnar.

Bókun: Guðmundur Örn Jónsson ítrekar að lokið verði við almenna stefnumótun um auglýsingarskilti í bænum.

9.1212182 - Nýbýlavegur 1, breytt deiliskipulag

Lagt fram erindi Einar Benediktssonar, fh. Olíuverslunar Íslands dags. 29. nóvember 2012 um áform félagsins af byggja þjónustumiðstöð við Nýbýlaveg.

Lagt fram.

10.1212238 - Oddfellowblettur við Hólmsárbrú, deiliskipulag.

Lagt fram erindi Konráðs Adolphssonar, fh. Miklabæjar ehf. dags. 4. desember 2012 þar sem óskað er heimildar til reisa tvær skemmur á sk. Oddfellowbletti við Hólmsárbrú.

Afgreiðslu frestað. Skipulagsnefnd óskar umsögn skipulagsstjóra, Vegargerðarinnar og Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis.

11.1206159 - Selbrekka 8 - breyting á deiliskipulagi

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga ARGOS ehf. arkitekta fh. lóðarhafa að byggingu sólstofu 33 m2 að flatarmáli á tveimur hæðum og 14,8 m2 svölum á þaki núverandi íbúðarhúss. Uppdrætti í kv. 1:100 dags. í október 2011. Tillagan var grenndarkynnt lóðarhöfum Selbrekku 6, 10 Álfhólsvegi 85, 87, 89, 91 og 93 í samræmi við 44 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Laðgaðar fram athugasemdir og ábendingar Hreggviðs Norðdahl, Svövu H. Guðmundsdóttur, Óttari Snædal Gyðmundssyni, Vigdísi S. Fjeldsted, Álfhólsvegi 93; Sigurði Sigurðbjörnssyni, Henný Árnadóttur, Guðnjóni Elí Sturlusyni, Hrefnu Rósinbergsdóttur, Álfhólsvegi 91 sbr. bréf dags. 9. september 2012; bréf Hjördísar Rósu Daníelsdóttur Selbrekku 6 dags. 21. ágúst 2012 þar sem gerðar eru athugasemdir við fyrirhugaða framkvæmd og bréf Hjördísar Rósu Daníelsdóttur dags. 5. september 2012 þar sem fyrri athugasemdir og ábendingar eru dregnar til baka.

Þá lagður fram árituð kynningargögn þar sem Hjördís R. Daníelsdóttir, Selbrekku 6; Helgi Hallgrímsson, Selbrekku 10; Hildur Björg Ingibergsdóttir, Ólafur Sveinbjörnsson, Guðlaug Jakobsdóttir, Álfhólsvegi 85; Árni G. Vigfússon, Ragnheiður H. Sæmundsdóttir Álfhólsvegi 87; Jón Gunnar Kristinsson, Birgir Óttar Ríkharðsson, Monica Roismann Álfhólsvegi 89; Dagný Mjöll Hjálmsdóttir Álfhólsvegi 91 gera ekki athugasemdir eða ábendingar við kynnta tillögu.

Þá lagðar fram götumyndir frá Selbrekku og Álfhólsvegi með og án sólstofu að Selbrekku 8 uppdrættir í mkv. 1:200 (A2) dags. 29. nóvember 2012 og tölfupóstur frá Stefáni Erni Stefánssyni arkitekt dags. 6. desember 2012.

Skipulagsnefnd samþykkir umsögn skipulags- byggingardeildar dags. 18. desember 2012 og hafnar erindinu á grundvelli innsendra athugasemda frá íbúum að Álfhólsvegi 91 og 93. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

 

Hreggviður Norðdahl vék af fundi undir þessum lið.

12.1202610 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024

Lögð fram tillaga að Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024, greinargerð ásamt þéttbýlisuppdrætti og sveitarfélagsuppdrætti. Er tillagan dags. 12. desember 2012.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að fela skipulagsstjóra að kynna tillöguna, forsendur hennar og umhverfismat á almennum fundi svo og kynna hana fyrir lögboðnum hagsmunaaðilum.

Fundi slitið - kl. 18:30.