Skipulagsnefnd

1168. fundur 14. júlí 2009 kl. 16:30 - 18:30 Fannborg 6, 2.hæð
Fundargerð ritaði: Hólmfríður Þorsteinsdóttir Umhverfisfulltrúi
Dagskrá

1.903113 - Glaðheimar, breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 28. júní 2006 var lögð fram til kynningar drög að deiliskipulagi Glaðheimasvæðisins. Á fundi skipulagsnefndar 1. ágúst 2006 var lögð fram tillaga KRark. að deiliskipulagi verslunar- og þjónustusvæðis á Glaðheimasvæðinu. Á fundi skipulagsnefndar 7. nóvember 2006 er tillagan samþykkt ásamt umsögn bæjarskipulags dags. 30. október 2006 og vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi skipulagsnefndar 17. mars 2009 er fallið frá tillögunni vegna breytinga á Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001 ? 2024.Á fundi skipulagsnefndar 17. mars 2009 eru lögð fram til kynningar drög bæjarskipulags Kópavogs að deiliskipulagi Glaðheimasvæðisins, sem byggir á hugmyndum lóðarhafa norðursvæðis reitsins um útfærslur sem unnar hafa verið af teiknistofunni Arkís og lagðar eru til grundvallar skipulags norðursvæðisins. Tillaga suðursvæðis er unnin af Bæjarskipulagi Kópavogs. Deiliskipulagstillagan nær til suður- og norðursvæðisins. Deiliskipulagssvæðið nær til um 12,5 ha lands og afmarkast af Reykjanesbraut til vesturs, Bæjarlind í norður, Bæjarlind 1-3 og athafnasvæði við Akra- og Askalind til austurs og fyrirhuguðum Arnarnesvegi til suðurs. Innan marka þess er nú athafnasvæði Hestamannafélagsins Gusts; hesthús og gerði, skeiðvöllur og reiðskemma. Samkvæmt fasteignamatsskrá eru á svæðinu um 12,500 m² í sérhæfðu húsnæði. Í tillögunni felst að opið svæði til sérstakra nota (hesthúsahverfi) er breytt í svæði fyrir verslun, þjónustu og íbúðir. Aðkoma verður að svæðinu frá Bæjarlind, Lindarvegi og frá Arnarnesvegi. Einnig er gert ráð fyrir nýjum undirgöngum undir Reykjanesbraut fyrir bæði gangandi og akandi umferð frá Hæðasmára. Um svæðið liggur ný tengibraut frá Arnarnesvegi að Bæjarlind. Áætlað er að á svæðinu verði byggðir um 130.000 m² í húsnæði sem verður 2ja hæða og allt að 32 hæðir. Einnig er áætlað að byggðar verði um 245 íbúðir í austurhluta norðursvæðis. Áætluð nýting svæðisins er 1,25 en nýting einstakra reita eða lóða innan þess verður á bilinu 1,0 til 2,3. Áætlað er að á svæðinu verði um 4,200 bílastæði eða 1 stæði á hverja 35 m² í húsnæði. Miðað er við að stór hluti bílastæða verði í bílgeymslum neðanjarðar. Tillagan er sett fram á uppdráttum í mkv. 1:1000 ásamt skýringarmyndum dags. 10 mars 2009.Vísað er jafnframt í áfangaskýrslu um umferðarsköpun og áhrif á gatnakerfi dags. desember 2007 frá Almennu verkfræðistofunni, minnisblað um umferð dags. 6. október 2008 um deiliskipulag Reykjanesbrautar og greinargerð með breytingu á Svæðisskiplagi höfuðborgarsvæðisins 2001 ? 2024. Tillagan byggir á Aðalskipulagi Kópavogs 2000 ? 2012 með síðari breytingum samþykkt í B ? deild Stjórnartíðinda 16. febrúar 2009. Þar er gert ráð fyrir því að opið svæði til sérstakra nota er breytt í svæði fyrir verslun og þjónustu og áætlað að á svæðinu verði byggt í heildina um 130.000 m² verslunar og þjónustuhúsnæðis, sem verður að hluta háreist. Gert er ráð fyrir um 28.000 m² í íbúðarhúsnæði eða um 245 íbúðum. Tillagan er lögð fram og kynnt. Á fundi skipulagsnefndar 21. apríl 2009 er málið lagt fram á ný. Lögð fram greinargerð Eflu verkfræðistofu dags. mars 2009 ,,Mat á loftgæðum og vöktunaráætlun."" Lögð fram tillaga Mannvits verkfræðistofu að ,,Matslýsingu vegna umhverfismats deiliskipulagstillögu Glaðheimasvæðis"" dags. apríl 2009.Helga Jóhanna Bjarnadóttir frá verkfræðistofunni Eflu skýrði skýrsluna ,,Mat á loftgæðum og vöktunaráætlun."" Frestað. Á fundi skipulagsnefndar 5. maí er lagt erindið lagt fram að nýju ásamt umhverfisskýrslu Mannvits hf. dags. í febrúar 2009 og skuggamyndum. Áætlað er að á skipulagssvæðinu verði byggðir um 126.000 m² þar af um 102.000 m2 á norðursvæði Glaðheima og um 24.000 m² á suðursvæði. Áætlað er að byggðar verði 245 íbúðir á norðursvæði og heildar fermetrafjöldi íbúða verði um 24.500 m². Fjöldi bílastæða er áætlaður um 3400 þar af um 2900 stæði í niðurgröfnum bílakjöllurum. Áætluð nýting svæðisins er um 1 en meðaltals lóðanýting er um 1.6 og nýting einstakra lóða liggur á bilinu 0,3 til 8,6.Ennfremur lagðar fram eftirfarandi greinargerðir:A - ,,Tall buildings in Kópavogur close to Reykjavík Airport safety case."" Integra A/S október 2007.B - Glaðheimar - Kópavogi, deiliskipulag. ,,Umhverfisskýrsla"" Mannvit hf. verkfræðistofa dags. maí 2009.C - Deiliskipulag Glaðheima ,,Mat á loftgæðum og vöktunaráætlun."" Efla verkfræðistofa dags. 28. apríl 2009.D - ,,Deiliskipulag Glaðheima. Hljóðvist á deiliskipulagssvæði."" Efla verkfræðistofa dags. 30. apríl 2009.Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan ásamt umhverfisskýrslu verði auglýst í samræmi við 25. gr. skipulags- og bygggingarlaga nr. 73/1997 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs. Samþykkt af fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Bókun fulltrúa Samfylkingar og áheyrnarfulltrúa Vinstri grænna:,,Fulltrúar Samfylkingarinnar leggjast gegn fyrirhugaðri skipulagstillögu. Skipulag Smárans og nánasta umhverfis hefur verið unnið svo til algerlega af lóðareigendum og hefur frumkvæði Kópavogsbæjar verið lítið sem ekkert. Það hefur því miður leitt til þess að skipulagið hefur ekki tekið mið af heildarhagsmunum svæðisins og þar með bæjarfélagsins og hver reitur verið skipulagður einangrað frá nærliggjandi byggð. Skipulag svæðisins tekur því of mikið mið af því að verið sé að skipuleggja einhvers konar bílamiðbæ sem virðist vera af amerískri fyrirmynd, og er lítið ráð gert fyrir umferð gangandi vegfaranda. Þannig er t.d. jafnvel erfitt fyrir fólk sem heima á í nánasta nágrenni að nýta sér þjónustu á svæðinu án þess að fara akandi. Aðstæður í þjóðfélaginu eru einnig gjörbreyttar og lítil ástæða til að ætla að um mikla uppbyggingu verði að ræða á svæðinu á næstu misserum og gefst því nægt svigrúm til að vanda til verka. Samfylkingin vill að Smárinn og Glaðheimasvæðið verði skipulagt sem ein heild og fari fram samkeppni um skipulag svæðisins. Byggð verði blanda af verslunar, þjónustu og íbúðarbyggð þar sem umferð gangandi vegfarenda verði gert hátt undir höfði eins og tíðkast í miðbæjum af evrópskri fyrirmynd. Þannig verði svæðið miðstöð verslunar ásamt því að bjóða upp á búsetu sem ekki er jafn háð einkabílnum.""Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks bóka:,,Við mótmælum fullyrðingum, sem fram koma í bókuninni og teljum að bókunin eigi ekki við rök að styðjast.""Á fundi bæjarstjórnar 12. maí 2009 var samþykkt að tillagan væri auglýst í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/97.Tillagan var auglýst 19. maí til 16. júní 2009, með athugasemdafresti til 7. júlí 2009. Athugasemdir bárust. Á fundi skipulagsnefndar 14. júlí 2009 er tillagan lögð fram að nýju ásamt athugasemdum og ábendingum er bárust á kynningartíma.

Frestað. Skipulagsnefnd felur bæjarskipulagi að taka saman umsögn um framkomnar athugasemdir og ábendingar.

2.904162 - Langabrekka 37, kynning sbr.7.mgr.43.gr.laga73/97.

Á fundi skipulagsnefndar 21. apríl 2009 er lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 21. apríl 2009. Erindið varðar leyfi til að byggja bílskúr 34,5 m² á austurhluta lóðarinnar við lóðarmörk nr. 35. Einnig verði byggð sólstofa 19,3 m² út frá suðurhlið hússins. Meðfylgjandi: Skýringaruppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 20. feb. ´09.Skipulagsnefnd samþykkir að senda málið í kynningu til lóðarhafa Löngubrekku 28, 30, 32, 35 og 39. Álfhólsveg 33, 35 og 37. Kynning fór fram 11. maí til 11. júní 2009. Athugasemdir bárust. Á fundi skipulagsnefndar 23. júní 2009 er erindið lagt fram að nýju ásamt athugasemdum. Frestað. Skipulagsnefnd samþykkir að fela bæjarskipulagi að taka saman umsögn um innsendar athugasemdir. Á fundi skipulagsnefndar 14. júlí 2009 er erindið lagt fram á ný ásamt umsögn dags. 14. júlí 2009.

Hafnað á grundvelli innsendra athugasemda. Skipulagsnefnd vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

3.903116 - Kríunes, breytt deiliskipulag

Á fundi skipulagsnefndar 17. mars 2009 er lögð fram tillaga Ívars Arnar Guðmundssonar arkitekts, dags 13. febrúar 2009. Í tillögunni er óskað eftir að byggja við núverandi byggingar á Kríunesi til suðvesturs. Byggja á við kjallara hússins alls um 131,6 m2, viðbygging er því að hluta niðurgrafin. Í tillögunni er einnig gert ráð fyrir að byggingarreitur á vesturhluta lóðarinnar þar sem ráðgert var að byggja hesthús verði breytt í íbúðarhús, byggingarreitur áætlaður um 122 m2 að grunnfleti. Einnig er gert ráð fyrir 10 nýjum bílastæðum. Skipulagsnefnd samþykkir að lóðarhafi vinni deiliskipulagstillögu og jafnframt er þeim hluta erindis, sem gerir ráð fyrir að byggingarreitur á vesturhluta lóðarinnar verði nýttur fyrir íbúðarhús í stað hesthúss, vísað til endurskoðunar Aðalskipulags Kópavogs. Á fundi skipulagsnefndar 31. mars 2009 er erindið lagt fram á ný. Skipulagsnefnd samþykkir að senda málið til kynningar lóðarhafa Vatnsendabletts nr. 1a, V19,V20, V740, V714, V715, V716, V717, V718, V719, V235, V237a, V237, 247, 510 og Fagraness. Kynning fór fram 11. maí til 11. júní 2009. Athugasemdir bárust. Á fundi skipulagsnefndar 23. júní 2009 er erindið lagt fram að nýju ásamt athugasemdum. Frestað. Skipulagsnefnd samþykkir að fela bæjarskipulagi að taka saman umsögn um innsendar athugasemdir. Á fundi skipulagsnefndar 14. júlí 2009 er erindið lagt fram á ný ásamt umsögn dags. 14. júlí 2009.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi Kríuness og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

4.904269 - Leikskólinn Kjarrið Dalsmára 21, laus kennslustofa.Breytt deiliskipulag

Á fundi skipulagsnefndar 5. maí 2009 er lagt fram erindi Framkvæmda- og tæknisviðs dags. 30. apríl 2009. Erindið varðar staðsetningu á lausri kennslustofu á austur hluta lóðar leikskólans. Meðfylgjandi: Skýringargögn. Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs. Á fundi bæjarráðs 7. maí 2009 er staðfest afgreiðsla skipulagsnefndar. Tillagan er auglýst 19. maí til 16. júní 2009, með athugasemdafresti til 7. júlí 2009. Engar athugasemdir bárust. Á fundi skipulagsnefndar 14. júlí 2009 er erindið lagt fram á ný.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs.

5.808119 - Breiðahvarf 5, breytt aðalskipulag

Á fundi skipulagsnefndar 12. ágúst 2008 er lagt fram erindi Sigurðar Guðmundssonar og Halldóru Halldórsdóttur, lóðarhafa að lóð nr. 5 við Breiðahvarf. Í erindinu felst ósk um að breyta einbýlishúsinu Breiðahvarfi 5 tímabundið í ungbarnaleikskóla fyrir 25 börn. Gert er ráð fyrir að starfsmenn verði 5 og 10 bílastæði á lóð. Lóðarhafar hafa fengið samþykki leikskólanefndar og bæjarráðs fyrir breytingunni svo framarlega sem skilyrði bæjarins um starfsemi leikskóla séu uppfyllt. Meðfylgjandi: Fundargerð leikskólanefndar dags. 20. maí 2008 og fundargerð bæjarráðs dags. 22. maí 2008. Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn sviðstjóra Fræðslu- og menningarsviðs. Á fundi skipulagsnefndar 26. ágúst 2008 er erindið lagt fram að nýju ásamt umsögn sviðstjóra Fræðslu- og menningarsviðs. Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 25 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs. Skipulagsnefnd óskar jafnframt eftir því við lóðarhafa að sýnd verði lausn bílastæða og aðkomu bifreiða. Á fundi bæjarráðs 28. Ágúst 2008 er afgreiðslu tillögunnar frestað. Á fundi skipulagsnefndar 16. desember 2008 er erindið lagt fram að nýju. Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 25 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs. Á fundi bæjarstjórnar 19. desember 2009 var samþykkt að tillagan verði auglýst í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/97. Tillagan var auglýst 19. maí til 16. júní 2009, með athugasemdafresti til 7. júlí 2009. Athugasemdir bárust. Á fundi skipulagsnefndar 14. júlí 2009 er erindið lagt fram á ný ásamt athugasemdum.

Með tilvísan í athugasemdir og ábendingar er bárust á kynningartíma hafnar skipulagsnefnd framlagðri tillögu að breyttu aðalskipulagi fyrir Breiðahvarf 5. Málinu vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

6.808001 - Breiðahvarf 5. Breytt deiliskipulag

Á fundi skipulagsnefndar 12. ágúst 2008 er lagt fram erindi Sigurðar Guðmundssonar og Halldóru Halldórsdóttur, lóðarhafa að lóð nr. 5 við Breiðahvarf. Í erindinu felst ósk um að breyta einbýlishúsinu Breiðahvarfi 5 tímabundið í ungbarnaleikskóla fyrir 25 börn. Gert er ráð fyrir að starfsmenn verði 5 og 10 bílastæði á lóð. Lóðarhafar hafa fengið samþykki leikskólanefndar og bæjarráðs fyrir breytingunni svo framarlega sem skilyrði bæjarins um starfsemi leikskóla séu uppfyllt.Meðfylgjandi: Fundargerð leikskólanefndar dags. 20. maí 2008 og fundargerð bæjarráðs dags. 22. maí 2008. Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn sviðstjóra Fræðslu- og menningarsviðs.Á fundi skipulagsnefndar 26. ágúst 2008 er erindið lagt fram að nýju ásamt umsögn sviðstjóra Fræðslu- og menningarsviðs.Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 25 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs.Skipulagsnefnd óskar jafnframt eftir því við lóðarhafa að sýnd verði lausn bílastæða og aðkomu bifreiða.Á fundi bæjarráðs 28. ágúst 2008 er afgreiðslu tillögunnar frestað. Á fundi skipulagsnefndar 16. desember 2008 er erindið lagt fram að nýju. Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 25 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs.Á fundi bæjarráðs 18. desember 2008 var erindinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 19. desember 2008 var tillaga um auglýsingu samþykkt.Tillagan var auglýst 19. maí til 16. júní 2009, með athugasemdafresti til 7. júlí 2009. Athugasemdir bárust. Á fundi skipulagsnefndar 14. júlí 2009 er erindið lagt fram á ný ásamt athugasemdum.

Með tilvísan í athugasemdir og ábendingar er bárust á kynningartíma hafnar skipulagsnefnd framlagðri tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir Breiðahvarf 5. Málinu vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

7.810032 - Fjallalind 93, breytt deiliskipulag

Á fundi skipulagsnefndar 7. október 2008 er lagt fram erindi lóðarhafa nr. 93 við Fjallalind dags. 2. október 2008. Erindið varðar tillögu um stækkun byggingarreits til suðurs og norðurs. Tillagan gerir ráð fyrir stækkun Fjallalind 93 um 60,0 m² og verður heildarstærð hússins 232,0 m² og nýtingarhlutfall eykst úr 0,36 í 0,48. Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur. Skipulagsnefnd samþykkir að lóðarhafi vinni deiliskipulagstillögu að nefndri breytingu, enda liggi fyrir samþykki nágranna. Á fundi skipulagsnefndar 16. desember 2008 er erindið lagt fram að nýju ásamt samþykki nágranna og deiliskipulagstillögu. Skipulagsnefnd samþykkir að senda málið í kynningu til lóðarhafa Fjallalindar 49, 51, 53, 55, 57, 59, 60, 63, 85, 87, 89, 91, 97, 99, 101, 103, 105, 107, 109, og 111. Kynning stóð frá 8. janúar til 10. febrúar 2009. Athugasemdir bárust.Á fundi skipulagsnefndar 17. febrúar 2009 er erindið lagt fram að nýju ásamt athugasemdum. Frestað. Bæjarskipulagi falið að taka saman umsögn varðandi innsendar athugasemdir. Á fundi skipulagsnefndar 17. mars 2009 er erindið lagt fram á ný ásamt umsögn dags. 17. mars 2009. Hafnað á grundvelli umsagnar. Á fundi skipulagsnefndar 21. apríl 2009 er lagt fram nýtt erindi.Skipulagsnefnd samþykkir að senda málið í kynningu til lóðarhafa Fjallalindar 49, 51, 53, 55, 57, 59, 60, 63, 85, 87, 89, 91, 97, 99, 101, 103, 105, 107, 109, og 111, 101, 103, 105, 107, 109, og 111.Kynning fór fram 12. maí til 12. júní 2009. Athugasemdir bárust. Á fundi skipulagsnefndar 23. júní 2009 er erindið lagt fram á ný ásamt athugasemdum.Frestað. Skipulagsnefnd samþykkir að fela bæjarskipulagi að taka saman umsögn um innsendar athugasemdir. Á fundi skipulagsnefndar 14. júlí 2009 er erindið lagt fram á ný ásamt umsögn dags. 14. júlí 2009.

Frestað.

8.905240 - Öldusalir 3, breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 19. maí 2009 er lagt fram erindi K.Rark arkitekta fh. lóðarhafa nr. 3 við Öldusali dags. 15. maí 2009. Erindið varðar leyfi til að breyta deiliskipulagi lóðarinnar með því að stækka byggingarreit um 1 meter á austurhlið og um 1 m á suðurhlið. Heildargólfflötur verði alls um 251 m². Meðfylgjandi: Skýringaruppdrættir í mkv. 1:500 og 1:2000 dags. 15. maí 2009.Skipulagsnefnd samþykkir að senda erindið til kynningar til lóðarhafa Öldusölum 1, 2, 4, 5, 6, 7, 8 og 9. Kynning fór fram 10. júní til 10. júlí 2009. Engar athugasemdir bárust. Á fundi skipulagsnefndar 14. júlí 2009 er erindið lagt fram á ný.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi við Öldusali 3. Málinu vísað til afgreiðslu bæjaráðs.

9.812063 - Skíðasvæðið í Bláfjöllum, breytt deiliskipulag

Á fundi skipulagsnefndar 16. desember 2008 er lagt er fram erindi stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins dags. 25. nóvember 2008. Lögð eru fram drög að breytingum á deiliskipulagi á skíðasvæðinu í Bláfjöllum. Á fundi skipulagsnefndar 14. júlí er lögð fram tillaga að deiliskipulagi, greinargerð, uppdráttur í mkv 1:5000, skilmálar og matslýsing. Dags. í júlí 2009.

Frestað. Skipulagsnefnd vísar erindinu til umsagnar umhverfisráðs og Heilbrigðiseftirlits og felur skipulagsstjóra að hafa samráð við Skipulagsstofnun um feril málsins. 

10.903073 - Auðbrekka 16 til 32, breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 31. mars 2009 er lagt fram erindi lóðarhafa 3.hæð nr. 20 við Auðbrekku. Í erindi felst að óskað eftir að skilgreiningu húsnæðis verði breytt úr atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði. Skipulagnefnd samþykkir að bæjarskipulag vinni tillögu að deiliskipulagi fyrir Auðbrekku 16 til 20 og 22 til 32.Á fundi skipulagsnefndar 19. maí 2009 er erindið lagt fram að nýju ásamt deiliskipulagstillögu og samþykki hlutaðeigandi. Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst sbr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs. Á fundi bæjarráðs 22. maí 2009 var tillaga um auglýsingu samþykkt. Tillagan var auglýst frá 2. júní til 30. júní 2009 með athugasemdafresti til 14. júlí 2009. Athugasemdir bárust. Á fundi skipulagsnefndar 14. júlí 2009 er erindið lagt fram að nýju ásamt athugasemdum.

Frestað. Skipulagsnefnd felur bæjarskipulagi að taka saman umsögn um framkomnar athugasemdir og ábendingar.

11.905148 - Ástún 6, breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 10. júní 2009 er lagt fram erindi S.H. hönnunar hf. f.h. lóðarhafa að Ástúni 6. Í erindinu er óskað eftir að fá að byggja 14 íbúða hús á fjórum hæðum með bílageymslukjallara í stað 12 íbúða. Byggingarreitur breytist og fer 116,4 m2 út fyrir (innri) byggingarreit. Nýtingarhlutfall á lóð verður 0,66. Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur í mkv 1:500 og 1:1000 dags. 15. maí 2009.Skipulagsnefnd óskar eftir ítarlegri gögnum þ.á.m. tölvugerðum þrívíddar myndum sem sýnir ásýnd byggðar í úr öllum áttum fyrir og eftir fyrirhugaða breytingu. Á fundi skipulagsnefndar 14. júlí 2009 er erindið lagt fram að nýju ásamt ítarlegri gögnum.

Frestað.

12.907099 - Kjóavellir-Hæðarendi 1, breytt deiliskipulag

Lagt er fram erindi Sveins Ívarssonar f.h. lóðarhafa að Hæðarenda 1-3 á Kjóavöllum, dags. 8. júlí 2009. Í erindinu er óskað eftir því að fá að fylla út í byggingarreit húsa að Hæðarenda 1 sem er 12 metrar en skilmálar segja til um að heildarbreidd húsa verði 10,5 m. Einnig er óskað eftir 45 sm hækkun mænisáss. Meðfylgjandi: Grunnmyndir í mkv 1:100.

Skipulagsnefnd samþykkir að breytingin verði kynnt lóðarhöfum við Markarveg 1, 3, 5, 7og Hæðarenda 2, 4, 5, 6, 7, 8.

13.907100 - Fundargerðir framsetning

Lagt fram erindi sviðsstjóra Skipulags- og umhverfissviðs um breytta framsetningu á fundargerðum.

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 18:30.