Skipulagsnefnd

1202. fundur 17. janúar 2012 kl. 16:30 - 18:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Birgir Hlynur Sigurðsson sviðsstjóri
  • Smári Magnús Smárason skipulagsstjóri
  • Guðný Dóra Gestsdóttir formaður
  • Guðmundur Örn Jónsson aðalfulltrúi
  • Vilhjálmur Einarsson aðalfulltrúi
  • Jóhann Ísberg aðalfulltrúi
  • Kristinn D Gissurarson áheyrnarfulltrúi
  • Steingrímur Hauksson embættismaður
  • Margrét Björnsdóttir aðalfulltrúi
Fundargerð ritaði: Birgir H. Sigurðsson skipulagsstjóri
Dagskrá

1.1201109 - Austurkór 74, breytt deiliskipulag

Lagt fram erindi Gunnars Páls Kristinssonar, arkitekts f.h. lóðarhafa þar sem óskað er heimildar skipulagsnefndar til að hækka gólfkóta fyrirhugaðs húss að Austurkór 74 um 0,6 m þannig að aðkomukótinn verði 106,1. Enn fremur er óskað eftir hækkun útveggja á framhlið og bakhlið hússins. Uppdrættir í mkv. 1:200 ásamt greinargerð dags. 10. janúar 2012.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Austurkórs 54, 56, 58, 60, 62, 64, 72, 76 og 78.

2.701100 - Endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs 2000-2012

Farið yfir stöðu mála.

Skipulagsstjóri lagði fram endurskoðaða tímaáætlun.

3.1004032 - Endurskoðun Aðalskipulags Grindavíkur 2010-2030.

Lagt fram erindi Ingvars Þórs Gunnlaugssonar, sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs Grindavíkurbæjar dags. 13. desember 2011 þar sem m.a. kemur fram svör vegna umsagna um endurskoðun aðalskipulags Grindavíkur 2010-2030.

Lagt fram.

4.1201223 - Austurkór 94. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Kristins Ragnarssonar, arkitekts f.h. lóðarhafa Austurkórs 94 dags. 16. janúar 2012 hvort heimilt verði að falla frá bílgeymslum á lóðinni.

Hafnað.

Skipulagsnefnd bendir á að hönnuðum sé heimilt  gera tillögu að annarri staðsetningu bílastæða og bílgeymslna á lóðinni en fram kemur í gildandi deiliskipulagi.

Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

5.1201105 - Hellisheiðarvirkjun, ylrækarver, breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Sigurðar Jónssonar, skipulags- og byggingarfulltrúa Sveitarfélagsins Ölfuss dags. 5. janúar 2012. Erindinu fylgir skipulagslýsing og kynningargögn vegna deiliskipulags ylræktarvers við Hellisheiðavirkjun.

Frestað.

Vegna nálægðar fyrirhugaðs framkvæmdasvæðis við vatnsverndarsvæða höfuðborgarsvæðisins óskar skipulagsnefnd eftir umsögn heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis um tillöguna.

6.1201110 - Þyrluþjónustan hf. Starfsaðstaða við Gunnarshólma.

Lagt fram erindi Sigurðar Pálmasonar f.h. Þyrluþjónustunnar hf. dags. 14. nóvember 2011 varðandi mögulega starfsstöð Þyrluþjónustunnar við Gunnarshólma.

Frestað.

Skipulagsnefnd óskar eftir ítarlegri gögnum m.a. varðandi fyrirhugaða aðstöðu (skilgreiningar) og staðsetningu henna í landi Gunnarshólma; mögulega hávaðamengun m.a. með tilvísan í 3. mgr. 9. reglugerðar um kortlagningu hávaða; varðandi lausnir um fráveitu með tilvísan í lög nr. 9/2009 og nálægð við vatnasvæði Hólmsár; varðandi lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 lið 10a í viðauka 2 þar sem m.a. kemur fram að tilgreindar framkvæmdir á verndarsvæðum eru tilkynningarskyldar til Skipulagsstofnunar, en Gunnarshólmi er innan vatnsverndar (fjarsvæði B); varðandi skilgreiningar á fyrirhugaðri aðstöðu með tilvísan í reglugerð nr. 464/2007 m.a gr. 42 - 48 um skráningu, gögn, öryggissvæði, búnað, hindranafleti, umferð og öryggi.

7.1010057 - Tjaldsvæði í Kópavogi. Aðgerðir í atvinnumálum.

Lögð fram umsögn íþróttaráðs dags. 14. desember 2011 um staðsetningu tjaldstæðis á Kópavogstúni og í Kópavogsdal.

Vísað til menningar- og þróunarráðs vegna mótunar stefnu í menningar- og ferðamálum.

8.1201100 - Hundaleikvöllur í Kópavogi

Lögð fram tillaga Kristins Dags Gissurarsonar dags. 14.desember 2011 þess efnis að skipulagsnefnd hlutist til um að kannað verði útisvæði fyrir hundaeigendur í Kópavogi; hvaða svæði gætu hentað og hver hugsanleg þörf er á aðstöðu sem þessari í Kópavogi.

Frestað. Skipulagsnefnd óskar eftir tillögu frá skipulags- og byggingardeild.

9.1201099 - Bakkasmári 16, breytt deiliskipulag

Lagt fram erindi Sigurþórs Aðalsteinssonar, arkitekts f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir að byggja við sökkulrými við norðausturgafl hússins að Bakkasmára 16 og reisa þar á garðskála. Uppdráttur í mkv. 1:200 og 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 6. desember 2011.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Bakkasmára 14, 18, 21, 23 og Bergsmára 7 og 9.

10.1201003 - Bæjarstjórn - 1050

Bæjarstjórn 10. janúar 2012.

1112013F - Skipulagsnefnd 12/12
1198. fundur. Fundargerðin afgreidd án umræðu.

1112003F - Skipulagsnefnd 14/12
1199. fundur.

Vesturvör 32b, breytt deiliskipulag
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir erindið með 10 samhljóða atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

Þinghólsbraut 76, viðbygging
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir erindið með 10 samhljóða atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

Litlavör 11, umsókn um byggingarleyfi.
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir erindið með 10 samhljóða atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

Gnitaheiði 3, umsókn um byggingarleyfi.
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir erindið með 8 samhljóða atkvæðum. Þrír bæjarfulltrúar sátu hjá.

Nýbýlavegur 28, umsókn um byggingarleyfi.
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir erindið með 10 samhljóða atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

Akrakór 6, breytt deiliskipulag
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir erindið með 10 samhljóða atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

Þrúðsalir 1, heimild fyrir hús á einni hæð
Með tilvísan í 5. gr. skipulags- og byggingarskilmála fyrir Þrúðsali 1, 3, 5 og 7 samþykkir skipulagsnefnd að fyrirhugað einbýlishús að Þrúðsölum 1 verði byggt á einni hæð án kjallara. Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir erindið með 9 samhljóða atkvæðum. Tveir bæjarfulltrúar sátu hjá.

Austurkór 104 (áður 92), breytt deiliskipulag
Hafnað. Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 9 atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi var á móti og einn sat hjá. Bæjarstjórn hafnar því erindinu.

Digranesvegur 1, skipulag bílastæða á lóð
Samþykkt. Framkvæmdin verði unnin í samráði við umhverfissvið og verði bænum að kostnaðarlausu.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir erindið með 10 samhljóða atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

1112016F - Skipulagsnefnd 19/12
1200. fundur
Til máls tóku Ómar Stefánsson um lið 1, Guðríður Arnardóttir um lið 1, Margrét Björnsdóttir um lið 1, Ómar Stefánsson um lið 1, Gunnar Ingi Birgisson um lið 1, Guðríður Arnardóttir um lið 1, Margrét Júlía Rafnsdóttir um lið 1, Ómar Stefánsson , sem óskaði eftir að bera af sér sakir, og Ármann Kr. Ólafsson um lið 1.
Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

11.1201098 - Strætóbiðstöð við Kópavogsskóla

Lagt fram erindi Guðmundar Ó. Ásmundssonar, skólastjóra Kópavogsskóla dags. 9. desember 2011 og varðar biðstöð Strætó við Kópavogsskóla.

Vísað til umhverfis- og samgöngunefndar.

12.1201091 - Betri Nónhæð, ábending til bæjaryfirvalda um skipulagsmál á Nónhæð

Lagt fram erindi Guðrúnar Benediktsdóttur og Ásmundar Hilmarssonar f.h. stjórnar Betri Nónhæðar dags. 9. desember 2011 og varðar skipulag á kolli Nónhæðar.

Vísað í vinnu við endurskoðun aðalskipulags.

13.1201090 - Þorrasalir 37, breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Júlíusar Sigurjónssonar, lóðarhafa Þorrasala 37, fags. 7. janúar 2012 þar sem óskað er breytinga á skilmálum lóðarinnar hvað varðar hámarkshæð útveggja. Uppdrættir Vilhjálms Hjálmarssonar, arkitekts dags. í mkv. 1:100 dags. í nóvember 2011.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Þorrasala 4, 6, 8, 10, 35, Þrúðsala 14, 16 og 18.

14.1104204 - Jórsalir 2, breytt deiliskipulag

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi lóðarhafa Jórsala 2 þar sem óskað er heimildar skipulagsnefndar til að setja skyggni yfir bílastæði við húsið sbr. uppdrætti Krark dags. 15. apríl 2011.
Athugasemdir og ábendingar bárust frá Óskari H. Valtýssyni og G. Rannveigu Jónsdóttur Jórsölum 18, sbr. bréf 5. október 2011 og Önnu Maríu Guðmundsdóttur og Þór Oddssyni, Jórsölum 12 sbr. bréf dags. 19. september 2011.
Lagðar fram myndir sem sýna fyrirhugaða breytingu. Greint frá samráðsfundum 9. og 12. desember 2011.
Enn fremur lögð fram greinargerð skipulags- og byggingardeildar dags. 14. desember 2011 þar sem fram koma m.a. athugasemdir og ábendingar ásamt umsögn og fylgiskjölum.

Frestað.

15.1112145 - Arakór 9, breytt deiliskipulag

Lagt fram erindi lóðarhafa Arakórs 9 dags. 8. desember 2011 þar sem óskað er eftir að bílgeymsla í fyrirhuguðu húsi verði í norðaustur hluta hússins sbr. uppdrætti ABS teiknistofu í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 11. nóvember 2011.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Arakórs 6, 7, 8, Auðnukór 10 og Álmakór 17, 19 og 23.

16.1101196 - Fjallalind 108, breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 18. janúar 2011 var lagt fram erindi lóðarhafa nr. 108 við Fjallalind dags. 7. janúar 2011. Í erindi felst að óskað er eftir því að lóðarmörk verði færð 0,42 m til norðausturs. Á lóðarmörkum er stoðveggur, sem aðhald vegna göngustígs meðfram lóðinni. Auk þessa óskar lóðarhafi eftir því að fá leyfi til að reisa bílskúr eða bílskýli á lóðinni.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur dags. 14. jan. 2011.
Á fundi skipulagsnefndar 17. maí 2011 var erindi frestað.
Á fundi skipulagsnefndar 14. júní 2011 er erindi lagt fram að nýju ásamt samantekt skipulagsstjóra.

Eftirfarandi fært til bókar:
Ljóst er að framkvæmd við byggingu hússins að Fjallalind 108 er í nokkrum veigamiklum atriðum í ósamræmi við samþykktar byggingarnefndarteikningar frá 25. júlí 1997. Nefna má eftirtalin atriði:
a) stoðveggur á norðvestur mörkum lóðarinnar nær út fyrir lóðarmörk við stíg.
b) steypt mannvirki, veggir og plata norðvestan við húsið bendir til þess að verið sé að byggja geymslu við þá hlið hússins (bílskúr),- framkvæmd sem ekki er heimild fyrir.
c) gluggar hafa verið gerðir á ""óútgrafið"" rými undir suðausturhluta hússins sem bendir til þess að rýmið eða hluti þess hafi verið tekið í notkun.
d) svalir eru ekki í samræmi við samþykktar teikningar hvað varðar umfang og súlur.
e) skúr efst í lóðinni og ""framkvæmd"" við suðausturhorn hússins eru ekki á samþykktum teikningum.

Skipulagsnefnd samþykkti að áður en málið verður tekið fyrir til afgreiðslu í nefndinni þá liggi fyrir úttekt byggingarfulltrúa m.a. á ofangreindum atriðum eða þar sem fram koma frávik hvað varðar framkvæmdir við Fjallalind 108 frá samþykktum byggingarnefndarteikningum frá 25. júlí 1997, 13. janúar og 26. maí 1998. Enn fremur óskar nefndin eftir greinargerð lóðarhafa hússins um málið.

Lögð fram greinargerð lóðarhafa Fjallalindar 108 dags. 5. ágúst 2011 ásamt greinargerð byggingarfulltrúa 11. ágúst 2011 um ólöglegar byggingarframkvæmdir við húsið að Fjallalind 108.

Þá lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 17. ágúst 2011 þar sem fram koma upplýsingar um að ekki hafa verið lagðar fram teikningar af nýtingu á óútgröfnu rými í kjallara eða af stækkun svala við Fjallalind 108.

Á fundi skipulagsnefndar 23. ágúst 2011 var óskað eftir umsögn lögmanns Umhverfissviðs meðal annars með tilliti til fordæmis. Lögð fram umsögn lögmanns Umhverfissviðs dags í 17.janúar 2012.

Á grundvelli umsagnar lögmanns umhverfissviðs samþykkir skipulagsnefnd með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Fjallalindar 104, 106, 147, 149 og 151.

Skipulagsnefnd óskar jafnframt eftir upplýsingum um kostnað vegna skemmda á umræddum göngustíg.

17.1110361 - Borgarholtsbraut 37, umsókn um byggingarleyfi.

Frá byggingarfulltrúa:
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga Sigþórs Aðalsteinssonar, arkitekts fh. lóðarhafa að byggingu svala að Borgarholtsbraut 37. Uppdrætti í mkv. 1:100 og 1:500 dags. dags. 25. ágúst 2011.

Tillagan var kynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Borgarholtsbrautar 35 og 39 og Melgerði 18, 20, 22 og 24. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.

Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 18:30.