Lagt fram að nýju erindi Stefáns Þ. Ingólfssonar, arkitekts, dags. 13.2.2014 f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Dalaþings 4. Þak hússins er í dag 70cm hærra en skilmálar leyfa. Í breytingunni felst að þak lækkar um 48cm og fer því 22cm upp fyrir samþykktan byggingarreit sbr. uppdrætti dags. 13.2.2014. Á fundi skipulagsnefndar 18.2.2014 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Dalaþings 1, 2, 3, 5, 6, 7, 8, 9, Hafnaþing 5, 6, 8, 7, 8, 9, 10, 11, 12. Kynningu lauk 5.5.2014. Athugsemd barst frá Ófeigi Fanndal Birkissyni, Dalaþingi 2 dags. 5.5.2014. Á fundi skipulagsnefndar 20.5.2014 var málinu frestað og vísað til umsagnar bæjarlögmanns.
Lagt fram ásamt minnisblaði bæjarlögmanns dags. 27.8.2014. Enn fremur lagt fram erindi Ívars Pálssonar, hl. f.h. lóðarhafa Dalaþingi 4 dags. 15. desember 2014.
Sigurbjörn T. Vilhjálmsson sat fundinn í stað Kristins Dags Gissurarsonar.