Lögð fram að að lokinni kynningu tillaga skipulags- og byggingardeildar Umhverfissviðs að breyttu Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024. Breytingin nær til reits VÞ-5 (Furugrund 3) þar sem breyta á verslun og þjónustu í íbúðarsvæði. Verslun- og þjónusta auk geymslna fyrir íbúðir verður í u.þ.b. 1/3 hluta húsnæðisins (kjallara) en íbúðir í u.þ.b. 2/3 hluta (1-2 hæð). Breyta á núverandi húsnæði að Furugrund 3 þannig að byggð verður hæð ofan á núverandi hús. Eftir breytingu verður húsið um 1.700 m2 að samanlögðum gólffleti með allt að 14 íbúðum. Tillagan, er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:10.000 ásamt greinargerð dags. 20. apríl 2015. Forkynningu á tillögunni skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 lauk 13. apríl 2015. Skipulagsnefnd samþykkti 20. apríl að ofangreind tillaga að breyttu Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 Furugrund 3 verði kynnt í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 28. apríl 2015 var ofangreind afgreiðsla skipulagsnefndar staðfest. Tillagan var kynnt frá og með 18. júní 2015 með athugasemdafrest til 18. ágúst 2015.
Athugasemdir bárust frá Viðari Snæ Sigurðssyni, Furugrund 60, dags. 13.8.2015; frá Óðni Þórissyni, Furugrund 71, dags. 17.8.2015; frá Maríu Guðmundsdóttur, Furugrund 71, dags. 17.8.2015; frá Hulda Herjólfsdóttur Skogland og Maximilian Conrad, Birkigrund 29, dags. 17.8.2015; frá Jónu Bjarnadóttur, Reynigrund 39, dags. 17.8.2015; frá Sigdísi Þóru Sigþórsdóttur, Furugrund 73, dags. 18.7.2015; frá Söndru Fairbairnd, Birkigrund 3, dags. 18.8.2015; frá Elínu Þórðardóttur, Reynigrund 69, dags. 18.8.2015.