Skipulagsnefnd

1255. fundur 16. mars 2015 kl. 16:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Sverrir Óskarsson aðalfulltrúi
  • Anna María Bjarnadóttir aðalfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Sigríður Kristjánsdóttir aðalfulltrúi
  • Kristinn D Gissurarson aðalfulltrúi
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir aðalfulltrúi
  • Helga Elínborg Jónsdóttir varafulltrúi
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Smári Magnús Smárason starfsmaður nefndar
  • Þóra Jóhannesdóttir Kjarval starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Þóra Kjarval arkitekt
Dagskrá
Helga Elínborg Jónsdóttir sat fundinn í stað Sigríðar Ásu Richardsdóttur.

1.1502349 - Vatnsendaskóli - Íþróttahús

Lögð fram tillaga umhverfissviðs að útfærslu deiliskipulags við Vatnsendaskóla hvað varðar íþróttahús, fyrirkomulag bílastæða, leiksvæða og staðsetningu færanlegra kennslustofa. Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:250 dags. 5.1.2015.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

2.1503485 - Borgarhönnun

Sigríður Kristjánsdóttir færði skipulags- og byggingardeild bókina Borgarhönnun sem er útgefin er af Landbúnaðarháskóla Íslands 2015.

3.1501702 - Langabrekka 2, kæra v. byggingarleyfi.

Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 7/2015 dags. 5.3.2015.
Kynnt.

4.1107140 - Rjúpnahæð, vesturhluti. Kæra vegna breytinga á skipulagi

Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 44/2014 dags. 6.3.2015.
Kynnt.

5.1502353 - Landspítalinn Kópavogstúni, húsnúmer.

Lögð fram tillaga skipulag- og bygggingardeildar að nýjum húsnúmerum fyrir Landspítala á Kópavogstúni.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu að húsnúmerum Landspítalans á Kópavogstúni. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

6.1403302 - Furugrund 3. Tillaga að breyttu aðalskipulagi.

Lögð fram að nýju lýsing fyrir breytingu á verslunar- og þjónustusvæði við Furugrund 3, dags. 20.10.2014. Kynningu lauk 18.12.2014.

Greint frá samráðsfundum sem haldnir voru 5.2.2015 og 5.3.2015.

Lagt fram minnisblað samráðshóps íbúa dags. 12.2.2015 og umsögn menntasviðs dags. 17.2.2015.

Lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar Umhverfissviðs að breyttu Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024. Breytingin nær til reits VÞ-5 (Furugrund 3) þar sem breyta á verslun og þjónustu í íbúðarbyggð. Breyta á núverandi húsnæði að Furugrund 3 þannig að risþak verður fjarlægt og í staðinn bætt við nýrri hæð fyrir íbúðir. Í kjallara verður áfram gert ráð fyrir verslun og þjónustu þannig að hlutföll verða 1/3 verslun- og þjónustu og 2/3 íbúðir. Uppdráttur í mkv. 1:10.000 ásamt greinargerð dags. í mars 2015.
Skipulagsnefnd samþykkti að ofangreind tillaga að breyttu Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 verði kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ef ekki berast verulegar athugasemdir við efni kynningarinnar verður tillagan í framhaldinu send bæjarstjórn til afgreiðslu sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga, og síðan send til Skipulagsstofnunar til athugunar fyrir auglýsingu.

Nú fer í hönd forkynning á tillögu að breyttu Aðalskipulagi Kópavogs í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd leggur til að frestur til athugasemda við efni tillögunnar verði til kl. 15:00 mánudaginn 13. apríl 2015. Að forkynningu lokinni verður tillagan lögð fram að nýju í skipulagsnefnd svo fremi sem efnislegar athugasemdir verði verulegar. Að því loknu er tillagan lögð til afgreiðslu bæjarstjórnar sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þá mun tillögunni verða vísað til Skipulagsstofnunar. Bæjaryfirvöld munu í kjölfar þess kynna tillöguna skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sverrir Óskarsson, Anna María Bjarnadóttir, Sigríður Kristjánsdóttir, Kristinn Dagur Gissurarson og Guðmundur Geirdal samþykktu tillöguna.

Margrét Júlía Rafnsdóttir og Helga Elínborg Jónsdóttir höfnuðu tillögunni.

"Mikil óánægja er meðal íbúa í nágrenni Furugrundar 3 vegna fyrirhugaðra breytinga á húsinu og hafa þeir sent inn fjölda undirskrifta og mótmæla. Íbúar hafa jafnfram sent inn fjölmargar tillögur og hugmyndir að nýtingu hússins. Íbúar voru boðaðir til samráðsfundar og skipuðu samráðshóp, sem átti að fá aðstoð frá starfsmönnum bæjarins við að reikna út kostnað við mismunandi möguleika á nýtingu hússins. Ekki varð af því. Því er hér um algjört sýndarsamráð að ræða. Við leggjum til að málinu verði frestað og unnið úr tillögum og athugasemdum íbúa."
Helga Elínborg Jónsdóttir og Margrét Júlía Rafnsdóttir.

"Lóðarhafar að Furugrund 3 hafa óskað eftir að breyta verslunarhúsnæði í íbúðir að hluta. Verslun hefur ekki þrifist í húsinu síðustu ár og nokkrar áhyggjur eru að því hvað verður um húsnæðið. Farsælast þykir að leyfa eigendum að breyta húsnæðinu í sambland af íbúðum og verslun/þjónustu, frekar en aðra starfsemi sem gæti hentað illa fyrir gróið hverfi.

Búið er að fara yfir ýmsa möguleika innan bæjarfélagsins og verið haldnir samráðsfundir með íbúum. Að breyta húsnæðinu í rými fyrir grunnskóla eða leikskóla er bæði dýrt og óhentugt, auk þess sem fyrir liggur álit menntasviðs sem segir að húsnæðið henti ekki sem slíkt. Eftir ábendingar íbúa í ferlinu hafa bæjaryfirvöld einsett sér að bæta aðstöðu í grunnskólanum og leikskólanum, t.d. varðandi mötuneyti, endurbætur og aðgang að öðru húsnæði á svæðinu.
Eftir samráð og ábendingar íbúa verður reynt að koma til móts við íbúa varðandi ýmsar ábendingar, s.s. útlit, fjölda íbúða, kvaðir um sameiginlegan aðgang að bílastæðum norðan megin við húsið."
Sverrir Óskarsson, Anna María Bjarnadóttir, Sigríður Kristjánsdóttir og Guðmundur Geirdal.

7.1503359 - Lundur. Framkvæmdaleyfi fyrir lagningu holræsislagnar.

Lagt fram erindi Konráðs Jóns Sigurðssonar tæknifræðings f.h. Byggingarfélags Gylfa og Gunnars hf. dags. 10.3.2015 þar sem óskað er eftir heimild skipulagsnefndar til að hefja framkvæmd við lagningu skólplagnar undir Hafnarfjarðarveg sbr. uppdráttum dags. 2.10.2014.
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

8.1501305 - Vallakór gatnagerð 2015. Framkvæmdaleyfi.

Óskað eftir að heimild skipulagsnefndar fyrir gatnagerð við Vallakór.
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

9.1503327 - Bryggjuhverfi á Kársnesi. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Archus f.h. lóðarhafa dags. 16.3.2015 þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi bryggjuhverfisins á Kársnesi. Í breytingunni felst að byggingarreitur við Naustavör 22-30 færist um 1,5m til suðurs og að íbúðir í húsinu verði 23 í stað 30. Í Naustavör 7 verði íbúðum fjölgað um 5 og verði því 17 í stað 12 sbr. uppdráttum dags. 4.3.2015.
Frestað.

10.1503265 - Boðaþing 14-16 og 18-20. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi THG arkitekta dags. 19.3.2015 f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Boðaþings 14-16 og 18-20. Í breytingunni felst að grunnflötur íbúðahæða stækkar úr 850m2 í 905m2. Heildarstækkun er því 220m2 fyrir hvort hús en að öðru leyti eru skilmálar óbreyttir sbr. uppdráttum dags. 19.3.2015.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Boðaþings 7, 10, 10a, 12 og 22.

11.1312426 - Austurkór 63, símahús og mastur.

Lagt fram erindi Fjarskipta hf, Skútuvogi 2, 104 Reykjavík dags. 26.2.2015 þar sem óksað er eftir heimild skipulagsnefndar til uppsetningar fjarskiptabúnaðar á húsinu Austurkór 63. Jafnfram lagt fram erind Víglundar Þorsteinssonar fh. húsfélags Austurkórs 63 dags. 3.2.2015.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

12.1503332 - Fróðaþing 44. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi TAG teiknistofu f.h. lóðarhafa dags. 10.3.2015 þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Fróðaþings 44. Í breytingunni felst að farið er 74cm út fyrir byggingarreit á norðausturhlið hússins sbr. uppdráttum dags. 9.2.2015.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Fróðaþings 29, 31, 36, 38 og 46.

13.1502354 - Fífuhvammur 25. Kynning á byggingarleyfi.

Lögð fram að nýju tillaga Verkfræðistofunnar Hamraborg þar sem óskað er eftir að reisa 56,8m2 viðbyggingu ofan á þegar byggðan bílskúr við Fífuhvamm 25. Viðbygging skiptist í tvö herbergi og gang og er tengd innbyrðis við 2. hæð íbúðarhússins. Hámarkshæð viðbyggingar og bílskúrs verður 5,9 metrar, þar af er vegghæð viðbyggingar á 2. hæð 3 metrar. Bílskúr og viðbygging eru 0,4m frá lóðamörkum við Fífuhvamm 27 sbr. uppdráttum dags. Á fundi skipulagsnefndar 16.2.2015 var málinu frestað.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Fífuhvamms 21, 23, 27, 29, 31; fyrir lóðarhöfum Víðihvamms 14, 16, 18, 20, 22 og 24.

14.1403171 - Fornahvarf 3, settjörn

Á fundi skipulagsnefndar 15.12.2014 var erindi um breytta staðsetningu settjarna við Fornahvarf samþykkt og vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Erindið sem kemur til móts við innsendar athugasemdir lóðarhafa Fornahvarfs 3 er lagt fram að nýju til samþykktar ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildardags. 15.12.2014, samkomulagi milli lóðarhafa Fornahvarfs 3 og bæjaryfirvalda dags. 15.12.2014, minnisblaði verkfræðistofunnar Mannvits dags. 3. mars 2015 um flóðahættu , umsögn Fiskistofu dags. 3.3.2015 og breyttum deiliskipulagsuppdrætti "Vatnsendi - breytt deiliskipulag" dags. 19.5.1994 m.s.br. lagfærðum uppdrætti dags. 16.3.2015.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu "Vatnsendi - Settjörn við Elliðavatsstíflu" ásamt fylgigögnum og umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 15.12.2014 og deiliskipulaguppdráttinn "Vatnsendi - breytt deiliskipulag" dags. 19.5.1994 m.s.br. dags. 16.3.2015. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

15.1502014 - Bæjarráð - 2763. Fundur haldinn 19. febrúar 2015.

1501018F - Skipulagsnefnd, dags. 16. febrúar 2015.
1254. fundur skipulagsnefndar í 20. liðum. Lagt fram.

1412151 - Austurkór 64. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd samþykkti erindið með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði erindinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1411115 - Álfhólsvegur 111. Fjölgun íbúða.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða breytingartillögu dags. 16.2.2015 með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði erindinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1502355 - Gulaþing 25. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd hafnaði erindinu og vísaði því til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1412240 - Hlíðarvegur 29. Fyrirkomulag bílastæða.
Skipulagsnefnd hafnaði erindinu og vísaði því til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1409240 - Hlíðarvegur 57. Kynning á
Skipulagsnefnd samþykkti að afturkalla fyrri samþykkt sína frá 19.1.2015 og vísar erindinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1410421 - Lundur 14-18. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt umsögn dags. 16.2.2015 og vísaði erindinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

16.1503347 - Fífuhvammur 20. Vinnuskólinn - aðkoma.

Lögð fram tillaga umhverfissviðs að breyttri aðkomu að Vinnuskólanum við Fífuhvamm 20. Gerð verður ný tenging við malarbílastæði við Dalsmára til að minnka umferð vinnutækja Vinnuskólans um Hvammana. Tengingu verður lokað utan vinnutíma Vinnuskólans.
Frestað.

17.1502167 - Rjúpnahæð. Opin svæði, stígar og sparkvöllur.

Lögð fram og kynnt tillaga umhverfissviðs að stígakerfi og staðsetningu leiksvæða í Rjúpnahæð dags. 16.1.2015.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

18.1410344 - Smalaholt, leiksvæði.

Lögð fram tillaga umhverfissviðs að breyttri staðsetningu leiksvæðis í Smalaholti. Í gildandi deiliskipulagi er leiksvæði staðsett milli Örvasala 28 og Öldusala 8. Í tillögu er gert ráð fyrir að leiksvæði verði í skóglendi suðvestanmegin við byggðina. Göngustígur verður milli Örvasala 4 og 6 sbr. teikningum dags. 6.2.2015.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

19.1306637 - Borgarholt, bílastæði.

Lögð fram tillaga umhverfissviðs að breyttri aðkomu að bílastæðum við Menningartorfuna og Kópavogskirkju.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

20.1503247 - Sæbólsbraut 40. Kynning á byggingarleyfi.

Frá byggingarfulltrúa:
Lagt fram erindi Guðrúnar Stefánsdóttur arkitekts f.h. lóðarhafa dags. 9.3.2015 þar sem óskað er eftir breytingum á Sæbólsbraut 40. Í breytingunni felst að núverandi íbúðarhús á lóðinni verður endurgert og stækkað til austurs. Viðbygging er um 78m2 að stærð á einni hæð. Að auki verði byggð 55,2m2 stakstæð bílgeymsla á suðvesturhorni lóðarinnar sbr. uppdráttum dags. 12.2.2015. Við breytingu hækkar nýtingarhlutfall lóðar úr 0,11 í 0,25 en skv. meðfylgjandi húsakönnun er meðaltalsnýtingarhlutfall hverfisins 0,29.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Sæbólsbrautar 38, 41, 42, 43, 45, 47, 49, 51, 53, 55, 57, 59,

21.1411225 - Huldubraut 7. Kynning á byggingarleyfi.

Frá byggingarfulltrúa.
Lagt fram erindi Einars Tryggvasonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa dags. 24.11.2014. Óskað er eftir að rífa núverandi hús og byggja þess í stað fjórbýli á tveimur hæðum ásamt 34,5m2 sérbílskúrum og geymslum í kjallara. Íbúðirnar verða 125m2 að stærð með sérinngangi og svölum til suðurs og norðurs. Heildarbyggingarmagn verður um 712m2 og nýtingarhlutfall eftir breytingu verður 0,59 sbr. uppdráttum dags. 22.12.2014.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Huldubrautar 1, 2, 3, 4, 5, 6, 9, 10, 11, 12, 13, 14, 16, 18 og 20.

22.1503263 - Kópavogsbakki 2. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi GlámuKím f.h. lóðarhafa dags. 23.2.2015 þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Kópavogsbakka 2. Í breytingunni felst að byggð verði 27,1m2 útigeymslu á vestur lóðamörkum. Hæðarmunar á lóð verður nýttur til að útbúa geymsluna inn undir efri hluta lóðarinnar. Núverandi stoðveggur til suðurs yrði nýttur sem ytri afmörkun geymslunnar. Heildarbyggingarmagn á lóð yrði 487,9 og við það hækkar nýtingarhlutfall lóðar úr 0,593 í 0,627 sbr erindi dags. 26.2.2015.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Kópavogsbakka 1, 3 og 4; Mánbraut 1 og Sunnubraut 2.

23.1503043 - Digranesvegur 18. Ný íbúð.

Frá byggingarfulltrúa:
Lagt fram erindi Apparat teiknistofu f.h. lóðarhafa. Óskað er eftir að breyta eign nr. 0102 úr tannlæknastofu í íbúð sbr. uppdráttum dags. 12.12.2014.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Digranesvegar 1, 16, 16a, 18a og 20.

24.1210126 - Breiðahvarf 4 og Funahvarf 3. Breytt deiliskipulag

Lögð fram breytt tillaga skipulags- og byggingardeildar að breyttu deiliskipulagi Breiðahvarfs 4 og Funahvarfs 3 dags. 16.3.2015. Á fundi skipulagsnefndar 19.1.2015 var málinu frestað. Breytingar sem hafa verið gerðar frá kynntri tillögu dags. 5.11.2014 eru:
1. Aðkoma verður frá Funahvarfi í stað Faxahvarfs áður.
2. Raðhús á suðvesturhorni lóðar verða á einni hæð í stað tveggja hæða áður. Byggingarreitir þeirra breytast og færast til, lóðamörk innan skipulagssvæðis breytast.
3. Ný lóð fyrir Breiðahvarf 4a er stækkuð og verður um 1000m2 í stað 650m2 áður. Einnig færist byggingarreitur Breiðahvarfs 4a um 1,5m til vesturs, fjær Breiðahvarfi 6.
4. Settar eru kvaðir um gróður á suðausturhluta Breiðahvarfs 4a og norðausturhluta húss nr. 17 við Húsagötu A.

Lagt fram minnisblað frá samráðsfundi sem haldinn var 12.3.2015 með þeim íbúum sem gerðu athugasemdir við kynnta tillögu.

Lagður fram uppfærður deiliskipulagsuppdráttur fyrir Breiðahvarf 4 og Funahvarf 3 sbr. ofangreint. Uppdráttur ásamt greinargerð og skýringarmyndum í mkv. 1:2000 og 1:500 dags. 16.3.2015. Þá lögð fram greinargerð með athugasemdum og ábendingum ásamt umsögnum um athugasemdir og ábendingar er bárust á kynningartíma og fylgiskjölum dags. 16. mars 2015.
Skipulagsnefnd samþykkti tillöguna með áorðnum breytingum ásamt umsögn dags. 16.3.2015 með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

25.1412225 - Austurkór 89. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju erindi Steinars Jónssonar dags. 9.12.2014 þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Austurkórs 89. Á fundi skipulagsnefndar 16.2.2015 var málinu frestað og vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar.

Lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 16.3.2015.
Skipulagsnefnd samþykkti tillöguna ásamt umsögn dags. 16.3.2015 með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

26.1501297 - Vallhólmi 12. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju erindi Vektors ehf., f.h. lóðarhafa dags. 10.12.2014. Í erindi er óskað eftir að byggja 27,1m2 sólskála á suðurhlið hússins og 38,9m2 svalir við vestur- og norðurhliðina sbr. uppdráttum dags. 10.12.2014. Á fundi skipulagsnefndar var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Vallhólma 10 og 14.

Lagt fram að nýju ásamt samþykki lóðarhafa Vallhólma 12 og 14 fyrir kynntum breytingum dags. 24. og 25.2.2015.
Skipulagsnefnd taldi framlagða tillögu ekki varða hagsmuni annara en lóðarhafa, sveitarfélagsins og þeirra er veita samþykki sitt. Skipulagsnefnd samþykkti því tillöguna með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

27.1502015 - Bæjarstjórn - 1111. Fundur haldinn 24. febrúar 2015.

1502014F - Bæjarráð, dags. 19. febrúar 2015. 2763. fundur bæjarráðs í 34. liðum. Lagt fram.

1412151 - Austurkór 64. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd samþykkti erindið með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað erindinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísaði erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1411115 - Álfhólsvegur 111. Fjölgun íbúða.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða breytingartillögu dags. 16.2.2015 með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísaði erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1502355 - Gulaþing 25. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd hafnaði erindinu og vísaði því til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísaði erindi til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum og hafnar erindinu.

1412240 - Hlíðarvegur 29. Fyrirkomulag bílastæða.
Skipulagsnefnd hafnaði erindinu og vísaði því til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísaði erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum og hafnar erindinu.

1409240 - Hlíðarvegur 57. Kynning á byggingarleyfi.
Skipulagsnefnd samþykkti að afturkalla fyrri samþykkt sína frá 19.1.2015. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum og afturkallar sömuleiðis sína samþykkt frá 27.1.2015.

1410421 - Lundur 14-18. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt umsögn dags. 16.2.2015. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagnefndar með 11 atkvæðum.

Fundi slitið.