Lögð fram að nýju tillaga Verkfræðistofunnar Hamraborg þar sem óskað er eftir að reisa 56,8m2 viðbyggingu ofan á þegar byggðan bílskúr við Fífuhvamm 25. Viðbygging skiptist í tvö herbergi og gang og er tengd innbyrðis við 2. hæð íbúðarhússins. Hámarkshæð viðbyggingar og bílskúrs verður 5,9 metrar, þar af er vegghæð viðbyggingar á 2. hæð 3 metrar. Bílskúr og viðbygging eru 0,4m frá lóðamörkum við Fífuhvamm 27 sbr. uppdráttum dags. Á fundi skipulagsnefndar 16.2.2015 var málinu frestað.