Skipulagsnefnd

1237. fundur 18. mars 2014 kl. 16:30 - 18:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Kristinn D Gissurarson aðalfulltrúi
  • Jóhann Ísberg aðalfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Vilhjálmur Einarsson aðalfulltrúi
  • Hreggviður Norðdahl aðalfulltrúi
  • Einar Ingvarsson aðalfulltrúi
  • Helga Elínborg Jónsdóttir aðalfulltrúi
  • Smári Magnús Smárason starfsmaður nefndar
  • Steingrímur Hauksson starfsmaður nefndar
  • Gísli Norðdahl byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Þóra Kjarval arkitekt
Dagskrá

1.1312175 - Melahvarf 5. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju erindi Sveins Ívarssonar, arkitekts, dags. 5.12.2013 f.h. lóðarhafa. Óskað er eftir að breyta hesthúsi í tvö gistirými sbr. uppdráttum dags. 5.12.2013 í mkv. 1:100 og 1:500. Erindinu var frestað á fundi skipulagsnefndar 10.12.2013.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna tillöguna fyrir lóðarhöfum við Melahvarf 1, 2, 4, 5, 6, 7 og 8 ásamt Grundarhvarf 6, 8 og 10.

2.1312123 - Hverfisskipulag

Kynnt áframhaldandi vinna við hverfisskipulag Kópavogs.







Frestað.

3.1311393 - Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013-2024

Lagt fram bréf frá skipulags- og byggingarsviði Hafnarfjarðarbæjar dags. 28.2.2014 ásamt samantekt umsagna og svör skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar við þeim. Athugasemdafrestur við auglýst aðalskipulag Hafnarfjarðar er til 7. apríl 2014.

Lagt fram. Skipulags- og byggingardeild falið að fara yfir málið og senda inn athugasemdir við kynnt Aðalskipulag Hafnarfjarðar fyrir tilsettan tíma ef þörf er á.

4.1401070 - Sölustæði við Salalaug.

Lagt fram erindi Guðmundar Ingvarssonar dags. 30. desember 2013 þar sem óskað er eftir sölustæði fyrir grillbíl við Salalaug. Einnig lagt fram bréf frá íþróttaráði dags. 19.2.2014 þar sem alfarið er lagst gegn því að heimilað verði sölusvæði fyrir grillbíl við Salalaug.

Skipulagsnefnd tekur ekki afstöðu til málsins og vísar því bæjarráðs og bæjarstjórnar.

5.1403171 - Settjörn við Fornahvarf

Lögð fram drög að greinargerð um staðsetningu settjarna við Fornahvarf dags. í nóvember 2013 og greinargerð um jarðgrunnsathugun dags. í nóvember 2013.

Skipulagsnefnd felur skipulags- og byggingardeild að vinna áfram að málinu.

6.1401966 - Fjölgun bílastæða á miðbæjarplani

Lögð fram ósk Húsfélagsins Hamraborg 10 að breyttu fyrirkomulagi bílastæða á miðbæjarplani við Hambraborg og Fannborg.

Skipulagsnefnd tekur undir afgreiðslu umhverfis- og samgöngunefndar dags. 17. mars 2014 um fjölgun bílastæða sunnan Hamraborgar nr. 10. Einn nefndarmaður var á móti tillögunni. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

7.1403031 - Álfhólsvegur 22a og b, Stjórsýslukæra vegna synjunar á breytingu á deiliskipulagi

Gert er grein fyrir ákæru Hjalta Steinþórssonar, hrl,. f.h. Mótanda ehf. dags. 28.2.2014 vegna ákvörðunar bæjarstjórnar að hafna umsókn lóðarhafa um deiliskipulagsbreytingu á fundi nr. 1089, 28.1.2014, málsnr. 1307076.

Lagt fram.

8.903113 - Glaðheimar. Endurskoðun deiliskipulags.

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga skipulags- og byggingardeildar dags. 6. desember 2013 um breytt deiliskipulag fyrir Glaðheima - Austurhluta. Á fundi skipulagsnefndar 10. desember 2013 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Á fundi bæjarstjórnar 14. janúar 2014 var afgreiðsla skipulagsnefndar staðfest. Tillagan var auglýst frá 20. janúar til 3. mars 2014. Auglýsing birtist í Fréttablaðinu 18. janúar 2014 og í Lögbirtingarblaðinu 20. janúar 2014. Tillagan var ásamt fylgigögnum til sýnis á Umhverfissviði Kópavogsbæjar auk þess sem tillagan var birt á heimasíðu Kópavogsbæjar.

Lagt fram að nýju með greinargerð ásamt skipulagsskilmálum dags. 14.1.2014, minnisblöðum frá verkfræðistofunni Mannvit dags. 17. desember 2013 og 3. mars 2014 og viðauka við skipulagsskilmála "Viðmið um hönnun, frágang húsa og lóða í Glaðheimum austurhluta" dags. 6. desember 2013. Þá lagðar fram athugsemdir við kynnta tillögu frá Þorsteini Jónssyni, dags. 1.3.2014 og frá Árna Davíðssyni dags. 3.3.2014 ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 18. mars 2014 um innsendar athugasemdir.

Frestað.

9.1402602 - Sundlaug Kópavogs - Vesturbær - Aðgengi og bílastæðamál

Lagðar fram tillögur Landmótunar f.h. Kópavogsbæjar að bættu aðgengi og bílastæðamálum við Sundlaug Kópavogs. Lagðar eru fram þrjár tillögur dags. 17.2.2014.

Skipulagsnefnd tekur undir afgreiðslu umhverfis- og samgöngunefndar dags. 17. mars 2014 um gerð bílastæða austan Vallagerðisvallar.

10.1403264 - Langabrekka 2. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Fagsmíðar ehf., dags. 13.3.2014, að breyttu deiliskipulagi Löngubrekku 2. Í breytingunni felst að íbúðum er fjölgað um tvær frá samþykktu deiliskipulagi og verða fimm í heildina. Á lóð verða 10 bílastæði, tvö þeirra með aðkomu frá Löngubrekku en átta frá Laufbrekku. Nýtingarhlutfall lóðar verður 0,7

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Löngubrekku 1, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 11 og 13; Laufbrekku 1, 1a og 3; Lyngbrekku 1, 1a og 2

11.1312114 - Hlíðarvegur 43-45. Breytt deiliskipulag.

Frá byggingarfulltrúa:
Lagt fram að nýju erindi Kristins Ragnarssonar, arkitekts, dags. 13.3.2014, f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Hlíðarvegar 43 og 45. Í breytingunni felst að lóðirnar tvær verða sameinaðar og á nýrri lóð verður reist tveggja hæða hús með sex íbúðum. Bílakjallari fyrir 12 bíla verður undir húsinu sbr. uppdráttum dags. 13.3.2014.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna tillöguna fyrir lóðarhöfum við Hlíðarveg 37, 39, 41, 44, 46, 48, 49, 50, 52, 54 og 56 ásamt Hrauntungu 60, 62, 64, 66, 77 og 85. Einn nefndarmaður sat hjá.

12.1307121 - Dalsmári 13. Stækkun Tennishallar og nýr rekstrarsamningur.

Lagt fram að nýju erindi Tennisfélags Kópavogs og Tennishallarinnar að stækkun tennishallarinnar til austurs. Viðbygging verður 36,7 x 39 metrar að stærð eða 1432m2. Hæsti punktur hennar verður 10m en vegghæð 6m. Einnig lögð fram umsögn sviðsstjóra umverfissviðs dags. 3.2.2014

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Samþykkt með fjórum atkvæðum gegn þremur.

13.1402013 - Bæjarráð - 2720. Fundur haldinn 20. febrúar 2014.

1402006F - Skipulagsnefnd, 18. febrúar, 1236. Fundur í 23 liðum. Lagt fram.

1311395 - Hávegur 15. Viðbygging.
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1402522 - Þrymsalir 1. Breytt deiliskipulag
Hafnað. Ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1310506 - Langabrekka 2. Breytt deiliskipulag.
Hafnað. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1204112 - Álfhólsvegur 111. Nýbygging. Deiliskipulag
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1310511 - Álmakór 19. Breytt deiliskipulag
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1205205 - Heimalind 24. Viðbygging
Samþykkt með tilvísan í ofangreinda umsögn skipulags- og byggingardeildar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1311005 - Markavegur 2-3. Breytt deiliskipulag
Samþykkt með þeim breytingum að gólfkóti fyrirhugaðrar byggingar verði 101,8 og hámarkshæð mænis 106,13 og fyrir liggi samkomulag milli aðliggjandi lóðarhafa um frágang á lóðamörkum. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1309370 - Lundur 22. Breytt deiliskipulag
Hafnað. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

14.1403204 - Melahvarf 3. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar að breyttu deiliskipulagi Melahvarfs 3. Í breytingunni felst að fjarlægja núverandi hús á lóðinni og breyta lóðinni í tvær sjálfstæðar lóðir, Melahvarf 3a og 3b, með einu parhúsi á einni hæð. Þrjú bílastæði verða á hvorri lóð. Hámarksbyggingarmagn á hvorri lóð verður 225m2. Lóð nr. 3a verður 780m2 og nýtingarhlutfall hennar 0,29 eftir breytingu. Lóð nr. 3b verður 787m2 og nýtingarhlutfall hennar 0,29 eftir breytingu sbr. uppdrætti dags. 11.3.2014.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna tillöguna fyrir lóðarhöfum við Melahvarf 1, 2, 4, 5, og 6 ásamt Grundarhvarf 2, 4 og 6.

15.1403337 - Austurkór 2. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Kristins Ragnarssonar, arkitekts. dags. 13. mars 2014 f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Austurkórs 2. Í breytingunni felst að byggja við sorpgeymslu á lóð, vagna og hjólageymslu sem er um 18 m2 að stærð.

Skipulagsnefnd telur framlagða breytingu ekki hafa grenndaráhrif og samþykkir hana með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

16.1403263 - Kópavogsgerði 5-7. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Kristins Ragnarssonar, arkitekts, dags. 14.3.2014, f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Kópavogsgerðis 5-7. Í breytingunni felst að íbúðum er fjölgað um fjórar í kjallara hússins, eða úr 18 í 22, bílastæðum fjölgar úr 36 í 44, þar af 20 í bílageymslu. Byggingarreitur bílageymslu er breikkaður úr 17,5 metrum í 19,5 metra og færður til norðurs um 0,5 metra. Byggingarreit fyrir geymslur, hjól og vagna er komið fyrir í framhaldi af austurenda bílageymslu og rampur felldur út. Innkeyrsla í bílageymslu er flutt frá suðri og verður þess í stað milli Kópavogsgerðis 1-3 og 5-7. Staðsetning byggingarreits færist 3m til suðurs og 3m til austurs. Auk þess stækkar byggingarreitur um 2,5 x 5,6m vegna anddyris á fyrstu hæð og um 3 x 6 metra til vestur og 3 x 6 metra til austur og 1 meter til norðurs á fjórðu hæð. Svalir fara út fyrir byggingarreit til suðurs um 3 metra á allri húshliðinni. Til austurs stækkar byggingarreitur um x metra. Heildarbyggingarmagn eykst um 320m2 og verður 3900m2 eftir breytingu. Lóðarmörk breytast. Nýtingarhlutfall verður í samræmi við gildandi skipulag sbr. uppdráttum dags. 18.3.2014.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Kópavogsgerðis 1-3,  Kópavogstúns 10-12 og Líknardeild Landspítalans. Einn nefndarmaður sat hjá.

17.1403302 - Furugrund 3. Nýbygging

Frá byggingarfulltrúa:
Lagt fram erindi Kristins Ragnarssonar, arkitekts, f.h. lóðarhfa, dags. 23.2.2014 að nýbyggingu við Furugrund 3. Í breytingunni felst að einni hæð verður bætt við núverandi verslunarhúsnæði sem í dag er ein hæð og kjallari og verður bygingu breytt í íbúðarhúsnæði með 18 íbúðum alls. Heildarbyggingarmagn er áætlað 1624m2 og nýtingarhlutfall um 0,64 sbr. uppdráttum dags. 23.2.2014. Umrætt svæði er skilgreint verslunar- og þjónustusvæði samk. gildandi aðalskipulagi.

Frestað.

18.1403255 - Kópavogsbrún 2-4. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Jóns Guðmundssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa dags. 12.3.2014, að breyttu deiliskipulagi Kópavogsbrúnar 2-4. Í breytingunni felst að 1. og 2. hæð stækkar um 36m2 hvor. Svalir á vesturhliðum húsanna og á suðurhlið fari 1,6m út fyrir byggingarreit. Jafnframt munu útitröppur ganga út fyrir byggingarreit. Sameiginleg 520 m2 bílageymsla verður undir húsunum. Hæðarkóti aðkomuhæðar Kópavogsbrúnar nr. 2 er óbreyttur en hæðarkóti aðkomuhæðar Kópavogsbrúnar nr. 4 hækkar um 1,1 metra. Þakbrún hússins nr. 2 er 0,4 metrum undir leyfilegri hæð hússins en þakbrún hússins nr. 4 fer 0,7 metra upp úr byggingarreit. Nýtingarhlutfall er innan marka gildandi deiliskipulags sbr. uppdráttum dags. 5.1.2014.

Frestað. 

19.1312013 - Álfhólsvegur 64. Nýbygging.

Lögð fram breytt tillaga Jóns Hrafns Hlöðverssonar, f.h. lóðarhafa að nýbyggingu við Álfhólsveg 64. Á fundi skipulagsnefndar 18.2.2014 var málinu frestað og skipulags- og byggingardeild falið að vinna áfram að málinu. Greint frá samráðsfundi sem haldinn var með þeim aðilum sem gerðu athugasemd við kynnta tillögu. Breytt tillaga sem nú er lögð fram gerir ráð fyrir parhúsi á lóðinni sbr. uppdráttum dags. 19.2.2013.

Þá lagt fram minnisblað skipulags- og byggingardeildar frá samráðsfundi sem haldinn var þann 6. mars 2014 .

Frestað. Skipulags- og byggingardeild falið að taka saman umsögn um framkomnar athugasemdir.

20.1401539 - Kópavogsgerði 1-3. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju erindi Valdimars Harðarsonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa dags. 7.1.2014, að breyttu deiliskipulagi Kópavogsgerðis 1-3. Í breytingunni felst að íbúðum er fjölgað um fjórar á jarðhæð hússins, byggingarreitur stækkar á suðvestur hlið hússins og lítillega á norðaustur horni þess, heildarbyggingarmagn eykst úr 4405m2 í 4601m2 og nýtingarhlutfall hækkar úr 1,52 í 1,6. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er hámarksnýtingarhlutfall lóðarinnar 1,8. Bílastæði á lóð verða 46 sbr. uppdrætti í mkv. 1:200 dags. 7.1.2014. Á fundi skipulagsnefndar 18.2.2014 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Kópavogstúns 10-12; Kópavogsgerðis 5-7 ásamt Líknardeild Landspítalans. Kynningartími er til 4.4.2014.

Lagt fram að nýju ásamt samþykki lóðarhafa sem grenndarkynning var send til dags. 6.3.2014.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagt erindi með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

21.1401078 - Digranesheiði 1. Bílskúr og ris.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Arkitektur.is, dags. 5.12.2013, f.h. lóðarhafa að breytingum á íbúðarhúsi við Digranesheiði 1. Í breytingunni felst að byggja 26m2 bílskúr á austurhluta lóðarinnar, opna svalahurð út í garð á suðurhlið og bæta þar við 24m2 timburpalli. Einnig er óskað eftir að stækka rishæð um 3m2 á norðurhlið hússins. Nýtingarhlutfall eftir breytingu verður 0,19 sbr. uppdrætti í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 5.12.2013. Á fundi skipulagsnefndar 21.1.2014 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Digranesheiði 3; Víghólastíg 14, 16, 18 ásamt Digranesvegi 77. Kynningu lauk 18.3.2014. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartíma.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagt erindi. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

22.1311396 - Auðbrekka 3. Viðbygging.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Onyx ehf., dags. 27.11.2013, f.h. lóðarhafa Auðbrekku 3. Sótt er um að stækka við jarðhæð hússins sem nemur 3,5m x 14,8m eða 51,8m2 sbr. uppdráttum dags. í október 2013 í mkv. 1:100 og 1:500. Á fundi skipulagsnefndar 21. janúar 2014 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða breytingartillögu fyrir lóðarhöfum Auðbrekku 1, 5 og Skeljabrekku 4. Samþykkt með fjórum atkvæðum, þrír fundarmenn sátu hjá. Kynningu lauk 27. febrúar 2014. Athugasemd barst á kynningartíma frá Svell ehf. dags. 1.2.2014.

Frestað. Skipulags- og byggingardeild falið að taka saman umsögn um innsendar athugasemdir.

23.1403199 - Laxalind 15. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Tómasar Þorvaldsonar hdl. dags. 17. mars 2014 f.h. lóðarhafa Laxalindar 15 að breyttu deiliskipulagi Laxalindar 15. Einnig lagður fram lóðaruppdráttur fyrir Laxalind 15 dags. 10. mars þar sem kemur fram girðing á lóðarmörkum, opin grillskáli og hjólageymlsa á lóðarmörkum. Með erindinu fylgir uppdráttur dags. 2. jan. 2014 með árituðu samþykki lóðarhafa Laxalindar 8, 12 og 13, vottorð Matthíasar Péturssonar og Matthíasar Matthíassonar auk bréf Péturs Guðmundssonar, hrl., dags. 16. nóvember 2012 f.h. lóðarhafa Laxalindar 17. Meðfylgjandi uppdrættir dags. 10. mars 2014.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Laxalindar 6, 8, 13, 17 og 19 ásamt Mánalind 12.

 

Pálmi Þór Másson, bæjarlögmaður, sat fundinn undir þessum lið.

24.1402016 - Bæjarstjórn - 1091. Fundur haldinn 25. febrúar 2014.

1402845 - Fundargerðir nefnda. Afgreiðsla bæjarstjórnar 25. febrúar 2014.
Lagðar fram fundargerðir bæjarráðs frá 13. og 20. febrúar, afgreiðslna byggingarfulltrúa frá 11. febrúar, félagsmálaráðs frá 18. febrúar, forsætisnefndar frá 20. febrúar, íþróttaráðs frá 13. febrúar, leikskólanefndar frá 18. febrúar, skipulagsnefndar frá 18. febrúar, skólanefndar MK frá 12. febrúar, svæðisskipulagsnefndar hbsv. frá 14. febrúar, og umhverfis- og samgöngunefndar frá 17. febrúar.
Lagt fram.

1311395 - Hávegur 15. Viðbygging.
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir erindið með tíu samhljóða atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi sat hjá við afgreiðslu málsins.

1402522 - Þrymsalir 1. Breytt deiliskipulag.
Hafnað. Ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og hafnar erindinu með tíu atkvæðum gegn einu.

1310506 - Langabrekka 2. Breytt deiliskipulag.
Hafnað. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og hafnar erindinu með tíu atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi sat hjá við afgreiðslu málsins.

1204112 - Álfhólsvegur 111. Nýbygging. Deiliskipulag.
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir erindið með níu atkvæðum. Tveir bæjarfulltrúar sátu hjá við afgreiðslu málsins.

1310511 - Álmakór 19. Breytt deiliskipulag.
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir erindið með tíu atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi sat hjá við afgreiðslu málsins.

1205205 - Heimalind 24 - Viðbygging.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir erindið einróma með ellefu atkvæðum.

1311005 - Markavegur 2-3. Breytt deiliskipulag.
Samþykkt með þeim breytingum að gólfkóti fyrirhugaðrar byggingar verði 101,8 og hámarkshæð mænis 106,13 og fyrir liggi samkomulag milli aðliggjandi lóðarhafa um frágang á lóðamörkum. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir erindið einróma með ellefu greiddum atkvæðum.

1309370 - Lundur 22. Breytt deiliskipulag
Hafnað. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og hafnar erindinu með ellefu atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 18:30.