1404024F - Skipulagsnefnd, 20. maí<br />1239. fundargerð í 30 liðum. Lagt fram. <br /><br />1403263 - Kópavogsgerði 5-7. Breytt deiliskipulag.<br />Skipulagsnefnd samþykkti framlagða breytingartillögu með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.<br />Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. <br /><br />1404286 - Vogatunga 15. Kynning á byggingarleyfi.<br />Lagt fram erindi Sigurðar Hafsteinssonar, byggingatæknifræðings fh. lóðarhafa þar sem óskað er eftir heimild skipulagsnefndar til að reisa sólskála við Vogatungu 15, sbr. uppdrætti í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 3. apríl 2014. Samþykkt með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.<br />Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. <br /><br />1312175 - Melahvarf 5. Breytt deiliskipulag.<br />Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Sveins Ívarssonar, arkitekts, dags. 5.12.2013 f.h. lóðarhafa. Óskað er eftir að breyta hesthúsi í tvö gistirými sbr. uppdráttum dags. 5.12.2013 í mkv. 1:100 og 1:500. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. <br /><br />1309369 - Lundur 8-18. Breytt deiliskipulag.<br />Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Guðmundar Gunnlaugssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Lundar 8-18. Samþykkt með fyrirvara um lóðamörk. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.<br /> <br />1402453 - Nýbýlavegur 26. Ný íbúð.<br />Lagt fram að nýju erindi Jakobs Líndal, arkitekts, dags. 4.2.2014, f.h. lóðarhafa. Óskað er eftir að breyta vinnusal á eystri helming 2. hæðar hússins í íbúð. Samþykkt. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. <br /><br />1405359 - Hlégerði 8. Kynning á byggingarleyfi.<br />Lagt fram erindi Sigurðar Hafsteinssonar, byggingartæknifræðings, dags. 6.5.2014 f.h. lóðarhafa Hlégerðis 8. Samþykkt með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulaglagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. <br /><br />1403171 - Settjörn við Fornahvarf<br />Lögð fram tillaga að breyttri staðsetningu settjarnar við Fornahvarf sbr. uppdrætti dags. 20.5.2014 í mkv. 1:2000 ásamt skýringarmyndum og greinargerð. Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. <br /><br />1405381 - Skíðasvæði. Bláfjöll. Færsla á dómarahúsi.<br />Lögð fram tillaga Landslags ehf., f.h. Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins að færslu dómarahúss í Kóngsgili í Bláfjöllum. Uppdrættir í mkv. 1:50.000 ásamt skýringarmyndum og greinargerð dags. 9.5.2014. Samþykkt með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. <br /><br />1402210 - Gulaþing 2. Breytt deiliskipulag.<br />Lagt fram að nýju erindi Jakobs Líndal dags. 4.2.2014 f.h. Kópavogsbæjar að breyttu deiliskipulagi Gulaþings 2. Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.<br />Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. <br /><br />1402401 - Sæbólsbraut 34. Breytt deiliskipulag.<br />Lagt fram að nýju erindi frá Studio Strik arkitektum, f.h. lóðarhafa dags. 12.2.2014. Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. <br /><br />1311396 - Auðbrekka 3. Viðbygging.<br />Lagt fram að nýju erindi Onyx ehf., dags. 27.11.2013, f.h. lóðarhafa Auðbrekku 3. Á fundi skipulagsnefndar 15.4.2014 var málinu hafnað og því vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar var samþykkt að vísa málinu aftur til skipulagsnefndar. Við nánari skoðun er það mat skipulagsnefndar að fyrirhuguð viðbygging rýrir ekki aðkomu eða sameiginlega nýtingu bílastæða á lóð. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. <br /><br />1405034 - Þrymsalir 1. Breytt deiliskipulag. Breyta einbýli í tvíbýli.<br />Lagt fram að nýju erindi lóðarhafa þar sem óskað er eftir að breyta þegar byggðu einbýlishúsi að Þrymsölum 1 í tvíbýli sbr. uppdráttum dags. 3.2.2014. Skipulagsnefnd staðfestir bókun sína frá 18. febrúar 2014 um að hafna tillögu þess efnis að breyta Þrymsölum 1 úr einbýli í tvíbýli. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar, hafnar tillögunni og vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. <br /><br />1308322 - Þinghólsbraut 63. Viðbygging.<br />Lagt fram að nýju erindi arkitektastofunnar Kurt og Pí f.h. lóðarhafa Skipulagsnefnd samþykkir tillögu dags. 20.5.2014 þar sem komið er til móts við framkomnar athugasemdir. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. <br /><br />1404312 - Markavegur 2, 3 og 4. Breytt deiliskipulag.<br />Lagt fram erindi Kristins Valdemarssonar, lóðarhafa Markavegar 2-3 og 4, dags. 10.4.2014. Einnig samþykkir lóðarhafi að deiliskipulag fyrir Markaveg 2-3, samþykkt í bæjarstjórn 25.5.2014 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda 5.3.2014, verði afturkallað. Skipulagsnefnd samþykkir ofangreinda afturköllun og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar og með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Markarvegi 1, Heimsenda 4, 6 og 8. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. <br /><br />1401073 - Vesturvör 12. Kynning á byggingarleyfi.<br />Lagt fram að nýju erindi Einars V. Tryggvasonar, arkitekts, dags. 16.12.2013, f.h. lóðarhafa að breytingum að Vesturvör 12. Hafnað. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. <br />Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar, hafnar erindinu og vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Skipulagsstjóri sat fundinn undir þessum lið. <br /><br />1403264 - Langabrekka 2. Breytt deiliskipulag.<br />Lagt fram að nýju erindi Fagsmíðar ehf., dags. 13.3.2014, að breyttu deiliskipulagi Löngubrekku 2. Hafnað. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð frestar afgreiðslu erindisins. Skipulagsstjóri sat fundinn undir þessum lið. <br /><br />1402523 - Grænatún 20. Byggingarleyfi. Grenndarkynning.<br />Skipulagsnefnd leggur til við bæjarráð og bæjarstjórn að samþykkja tillögu dags. 20. maí 2014 þar sem dregið hefur verið úr byggingarmagni og byggingarreitir færðir til á lóð miðað við kynnta tillögu sem afgreidd var í skipulagsnefnd 15. apríl 2014. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.<br />Bæjarráð frestar afgreiðslu erindisins. Skipulagsstjóri sat fundinn undir þessum lið.
Með vísan í umsögn bæjarlögmanns samþykkir skipulagsnefnd framlagt erindi. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.