Frá byggingarfulltrúa:
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga Kristins Ragnarssonar fyrir hönd þinglýstra lóðarhafa dags. 13. júlí 2016 um heimild til að fjarlægja einbýlishús ásamt bílskúr byggt 1946 samtals 131,1 m2 að flatarmáli og reisa tvílyft fjórbýlishús á lóðinni með 8 bílastæðum. Lóðarstærð er 778 m2, fyrirhugað byggingarmagn er 412 m2. Nýtingarhlutfall lóðar verður 0,53 í stað 0,17 sbr. uppdrætti dags. 23.3.2016. Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Borgarholtsbrautar 63, 63a, 65, 66,68, 69, 70, 72 og Hlégerði 2, 4. Kynningartíma lauk 5. desember 2016. Athugasemdir og ábendingar bárust frá Helga Gunnari Guðlaugssyni og Ágústu Jóhönnu Sigurjónsdóttur, Borgarholtsbraut 69 sbr. erindi dags. 26. nóvember 2016; frá Þóru Hlín Friðriksdóttur, sbr. erindi dags. 21. nóvember 2016; frá Magnúsi Guðbrandssyni, Borgarholtsbraut 65 sbr. erindi dags. 2. desember 2016; frá Vigni Hreinssyni og Ingibjörgu G. Brynleifsdóttur, Borgarholtsbraut 70 sbr. erindi dags. 5. desember 2016.