Skipulagsnefnd

1161. fundur 17. mars 2009 kl. 16:30 - 18:50 Fannborg 6, 2.hæð
Fundargerð ritaði: Guðmundur G. Gunnarsson
Dagskrá

1.902152 - Birkigrund 32 - 36, lóðaskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 17. febrúar 2009 er lagt fram erindi lóðarhafa nr. 32, 34 og 36 við Birkigrund dags. í janúar 2009. Erindið varðar sameignarlóð og göngustígur norðan við bílageymslu nr. 36 og göngustíg austan lóðar nr, 36. tilheyri húsi nr. 36.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur .
Skipulagsnefnd samþykkir að senda málið í kynningu til lóðarhafa Birkigrundar 2, 4, 6, 8, 10, 12, 30, 32 og 34.
Á fundi skipulagsnefndar 17. mars 2009 er erindið lagt fram á ný.
Skipulagsnefnd fellst á erindið. Ekki er þörf á grenndarkynningu, en lóðarhafar þurfa að gera eignaskiptasamning til að ljúka málinu formlega.

2.903152 - Birkihvammur 4-kynning sbr.7.mgr.43.gr.laga 73/97.

Á fundi skipulagsnefndar 17. mars 2009 er lagt fram erindi byggingarfulltrúa varðandi nr. 4 við Birkihvamm dags. 17. mars 2009. Erindið varðar leyfi til að stækka hús til vesturs og byggja bílskúr á vesturhluta lóðarinnar.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 13. feb. ´09.

Skipulagsnefnd samþykkir að senda málið í kynningu til lóðarhafa Birkihvammi 1, 2, 3, 5 og 6. Víðihvammur 1, 3 og 5.

3.903151 - Kársnesbraut 78-kynning sbr.7.mgr.43.gr.laga 73/97.

Á fundi skipulagsnefndar 17. mars 2009 er lagt fram erindi byggingarfulltrúa varðandi nr. 78 við Kársnesbraut dags. 17. mars 2009. Erindið varðar leyfi til þess að byggja bílskúr á norðurhluta lóðarinnar.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur í mkv. 1:100 dags. 10. feb. ´09.

Skipulagsnefnd samþykkir að vísa erindinu til umsagnar bæjarskipulags.

4.903150 - Kópavogsbraut 84-kynning sbr. 7.mgr.43.gr.laga 73/97.

Á fundi skipulagsnefndar 17. mars 2009 er lagt fram erindi byggingarfulltrúa varðandi nr. 82 við Kópavogsbraut dags. 17. mars 2009. Erindið varðar beiðni um að byggja viðbyggingu, fjarlægja bílskúr og byggja nýjan og breyta húsinu úr einbýli í tvíbýli.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 9. mars 2009.


Skipulagsnefnd samþykkir að senda málið til kynningar til lóðarhafa Kópavogsbraut 82, 85, 86, 87 og 89. Hlégerði 13, 15, 17 og 19.

5.903149 - Vatnsendablettur 39, breytt deiliskipulag.

Á fundi Skipulagsnefndar 17. mars 2009 er lagt fram erindi byggingarfulltrúa varðandi nr. 39 við Vatnsendablett dags. 17. mars 2009. Erindið varðar leyfi til að byggja geymslu á suðurhluta lóðarinnar, 21 m².
Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur í mkv. 1:50 og 1:500 deags. 25. feb. ´09.




Skipulagsnefnd samþykkir að senda málið í kynningu til lóðarhafa Vatnsenda. Fellahvarfi 25, 27, 34 og 36. Vatnsendablettur 18, 20 og 723. Fákahvarfi 2, 4, 6, 8, 10 og 12.

6.903148 - Grundarsmári 16, breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 17. mars 2009 er lagt fram erindi Gunnars P. Kristinssonar arkitekt dags. 16. mars 2009fh. lóðarhafa nr. 16 við Grundarsmára. Erindi varðar beiðni lóðarhafa um að byggja viðbyggingu á tveimur hæðum á vesturhlið og útbyggðan glugga á norðurhlið, ásamt því að byggja skyggni yfir svalir og framlengja svalir á norðurhlið.
Viðbygging yrði 24,8 m² á efri hæð og 17,2 m² á neðri hæð, alls 42,0 m² Útbyggður gluggi 8,6 m² stækkun á svölum 1,2 m til norðurs. Hús er nú 256,8 m² og verður eftir breytingar 307,4 m².
Meðfylgjandi: Skýringaruppdrættir í mkv. 1:°100 dags. 13. mars 2009.

Skipulagsnefnd samþykkir að senda málið í kynningu til lóðarhafa Grundarsmára 11, 13, 14, 15, 17, 18 og 20. Grófarsmára 21, 23, 25, 27, 29, 31, 33 og 35.

7.903133 - Ásaþing 1 - 11, breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 17.mars 2009 er lagt fram erindi Teiknistofunnar ehf. arkitektar f.h. lóðarhafa nr. 1 - 11 við Ásaþing, dags. 2. mars 2009. Erindið varðar breytingu á deiliskipulagi, að hverju raðhúsi verði breytt í tvær íbúðir, hver íbúð 120 m² Umfang byggingar er óbreytt og innan gildandi deiliskipulags.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdrættir í mkv. 1:400 og 1:200 dags. 3.mars 2009.

Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs.

8.803263 - Vatnsendablettur 730-739. Breytt deiliskipulag

Á fundi skipulagsnefndar 1. apríl 2008 er lagt fram tillaga Björgvins Snæbjörnssonar arkitekts dags. 25. mars 2008 f.h. lóðarhafa Vatnsendabletta 730-739 að breyttu deiliskipulagi á svæðinu Milli vatns og vegar. Vísað er í skipulagsskilmála fyrir umrætt svæði sem samþykkt var í bæjarstjórn 9. apríl 2002.

Nánar tiltekið nær breytingin til Vatnsendablettar 730-739 og afmarkast af Elliðahvammsvegi í vestur, Lindarhvammi (Vbl. 5) í norður, Gilsbakkalandi til austurs og Elliðahvammi til suðurs. Í tillögunni felst að:
• Norðurmörk fyrirhugaðra byggðar eru færð um 3 m til suðurs til að rýma fyrir lögnum.
• Sex einbýlishúsalóðum norðan til á svæðinu er breytt í sex parhúsalóðir. • Einbýlishúsalóðum á suðurjaðri svæðisins er fjölgað um eina, verða fjórar í stað þriggja.
• Gert er ráð fyrir tveimur aðkomum frá Elliðahvammsvegi í stað einnar. Er það gert til að minnka umferð ökutækja norðan til á svæðinu þar sem ökutæki og reiðleið skerast.
Byggingarreitur einbýlishúsalóða við húsagötu B verði minnkaður þannig að sérkenni í landslagi svæðisins geti notið sín betur. Hámarksgrunnflötur einbýlishúsa verði 250 m² í stað 220 m².
Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 25. mars 2008.
Birgir H. Sigurðsson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs víkur af fundi við umfjöllun um málið.
Á fundi skipulagsnefndar 15. apríl 2008 er erindið lagt fram að nýju.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 25 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs.
Fulltrúar Samfylkingarinnar greiða atkvæði gegn tillögunni.
Á fundi bæjarráðs 17. apríl 2008 er tillögunni vísað til bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 22. apríl 2008 er samþykkt að tillagan verði auglýst. Tillagan var auglýst 29. apríl til 27. maí 2008 með athugasemdafresti til 10. júní 2008. Athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 12. ágúst 2008 er erindið lagt fram að nýju ásamt athugasemdum.
Birgir H. Sigurðsson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs víkur af fundi við umfjöllun um málið.

Frestað. Bæjarskipulagi falið að taka saman umsögn varðandi

innsendar athugasemdir.

Lagt fram minnisblað með atriðum athugasemda.

Á fundi skipulagsnefndar 20. janúar 2009 er erindið lagt fram að nýju ásamt drögum að umsögn dags. 20. janúar 2009.
Frestað.
Á fundi skipulagsnefndar 17. mars 2009 er erindið lagt fram á ný.

Sviðsstjóri vék af fundinum við umfjöllun og afgreiðslu erindis.


Skipulagsnefnd hafnar erindinu. GS, GÖJ og JJ greiða atkvæði á móti, EKJ samþykkir erindið, HR situr hjá. 

9.701100 - Endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs 2008-2020

Á fundi skipulagsnefndar 20. maí 2008 er lagt fram erindi skipulagsstjóra varðandi sameiginlegan fund aðal- og varamanna skipulagsnefndar, umhverfisráðs og byggingarnefndar um endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs. Fundur verður haldinn miðvikudaginn 28. maí 2008 og hefst stundvíslega kl. 16.30. Ekið verður um byggðasvæði Kópavogs.
Skipulagsstjóri kynnti fyrirhugaðan fund um endurskoðun Aðalskipulags 28. maí nk.
Fundur skipulagsnefndar 28. maí 2008 og kynningarferð um byggðasvæði Kópavogs tókst í alla staði vel og fundarmenn voru hvattir til þess að koma ábendingum til bæjarskipulagsins um atriði er varðar stefnumótun aðalskipulags.
Á fundi skipulagsnefndar 3. júní 2008 er erindið á dagskrá á ný. Farið yfir árangur fundarins 28. maí 2008 og næstu skref.
Áfram verði unnið skv. tímaáætlun, m.a. með undirbúningi íbúafunda.
Á fundi skipulagsnefndar 20. janúar 2009 er erindið lagt fram að nýju.
Sviðstjóri skýrði málið og lagði m.a. fram yfirlit yfir stöðu verkefnisins, drög að stefnumörkun Aðalskipulagsins, matslýsingu og minnisblað um tímaáætlun. Áætlað er að tillaga að endurskoðuðu aðalskipulagi liggi fyrir til kynningar í lok mars 2009.
Á fundi skipulagsnefndar 17. febrúar 2009 er erindið lagt fram að nýju.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins.
Á fundi skipulagsnefndar 3. mars 2009 er erindið lagt fram að nýju.
Sviðsstjóri og Rúnar Bjarnason Mannvit hf. kynna stöðu málsins.
Á fundi skipulagsnefndar 17. mars 2009 er erindið lagt fram að nýju.
Sviðsstjóri og Rúnar Bjarnason Mannvit hf. kynna stöðu málsins.

10.903116 - Kríunes, breytt deiliskipulag

Á fundi skipulagsnefndar 17. mars 2009 er lögð fram tillaga Ívars Arnar Guðmundssonar arkitekts, dags 13. febrúar 2009. Í tillögunni er óskað eftir að byggja við núverandi byggingar á Kríunesi til suðvesturs. Byggja á við kjallara hússins alls um 131,6 m2, viðbygging er því að hluta niðurgrafin. Í tillögunni er einnig gert ráð fyrir að byggingarreitur á vesturhluta lóðarinnar þar sem ráðgert var að byggja hesthús verði breytt í íbúðarhús, byggingarreitur áætlaður um 122 m2 að grunnfleti. Einnig er gert ráð fyrir 10 nýjum bílastæðum.
Skipulagsnefnd samþykkir að lóðarhafi vinni deiliskipulagstillögu og jafnframt er þeim hluta erindis, sem gerir ráð fyrir að byggingarreitur á vesturhluta lóðarinnar verði nýttur fyrir íbúðarhús í stað hesthúss, vísað til endurskoðunar Aðalskipulags Kópavogs.

11.812063 - Skíðasvæðið í Bláfjöllum, breytt deiliskipulag

Á fundi skipulagsnefndar 16. desember 2008 er lagt er fram erindi stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins dags. 25. nóvember 2008. Lögð eru fram drög að breytingum á deiliskipulagi á skíðasvæðinu í Bláfjöllum.
Meðfylgjandi: Tillaga að deiliskipulagi, greinargerð og skilmálar.
Frestað. Skipulagsnefnd vísar erindinu til umsagnar umhverfisráðs og Heilbrigðiseftirlits og felur skipulagsstjóra að hafa samráð við Skipulagsstofnun um feril málsins.
Á fundi skipulagsnefndar 17. mars 2009 er erindið lagt fram að nýju ásamt tillögu að breyttu deiliskipulagi skíðasvæðis í Bláfjöllum ásamt greinargerð, skilmálum og matslýsingu dags. mars 2009.
Frestað. Skipulagsnefnd samþykkir að kynna tillögu að breyttu deiliskipulagi skíðasvæðis Bláfjöllum hagsmunaaðilum og óska jafnframt eftir athugasemdum um matslýsingu dags. í mars 2009.

12.701098 - Vindakór 2-8, breytt deiliskipulag

Á fundi skipulagsnefndar 6. febrúar 2007 var lagt fram erindi lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi lóðar nr. 2 - 8 við Vindakór, dags. 23. janúar 2007. Í breytingunni felst að nýta rými í kjallara sem bílastæði og aka niður austan hússins.
Meðfylgjandi: Teikningar í mkv. 1:100 dags. 17. janúar 2007.
Skipulagsnefnd samþykkir að senda málið í kynningu til lóðarhafa Vindakórs 10-12, Vallakór 1-3. Kynningartíma lauk 27. apríl 2007. Engar athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 30. apríl 2007 var erindið lagt fram að nýju.
Frestað. Skipulagsstjóra falið að vinna að málinu eins og fram kom á fundinum.
Lagt fram að nýju ásamt tillögu um nýtingu bílastæða með Íþróttamiðstöð.
Frestað.
Á fundi skipulagsnefndar 17. mars 2009 er erindið lagt fram á ný.
Skipulagsnefnd samþykkir að senda málið í kynningu til lóðarhafa Vindakórs 10 - 12 og Vallakórs 1 - 3.

13.902157 - Kastalagerði 4, kynning sbr.7. mgr.43. gr. laga 73/97.

Á fundi skipulagsnefndar 17. mars 2009 er lagt fram erindi byggingarfulltrúa varðandi nr. 4 við Kastalagerði dags. 21. janúar 2009. Í erindinu er óskað leyfis til að byggja viðbyggingu u.þ.b. 60 m². Kjallararými við suðvesturhluta hússins og verönd ofan á, auk þess glerbygging á aðalhæð út á verönd um 3 m² og tröppur vestan megin um 6 m².
Meðfylgjandi: Skýringaruppdrættir í mkv. 1:100 dags.23. desember 2008 .
Skipulagsnefnd samþykkir að senda málið í kynningu til lóðarhafa Kastalagerði 1, 3, 5, 6 og 8. Urðarbraut 3, 5, 7 og 9. Borgarholtsbraut 16 og 18. Jafnframt að gerð verði húsakönnun.

14.812078 - Skjólbraut 18, deiliskipulag

Á fundi skipulagsnefndar 16. desember 2008 er lagt fram erindi byggingarfulltrúa varðandi nr. 18 við Skjólbraut dags. 19. nóvember 2008. Erindið varðar beiðni lóðarhafa um leyfi til að byggja bílskúr með kjallara, sem tengdur væri húsinu, um 70 m². Aðkoma frá Skjólbraut. Með bílskúr austan megin kæmu nýjar tröppur að íbúðarhúsinu. Ofan á bílskúr er gert ráð fyrir þakgarði.
Meðfylgjandi: Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500, dags. 1. nóv.´08.
Frestað. Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að leita eftir áliti lóðarhafa nærliggjandi lóða um breytt heildarskipulag götureits samanber ofangreint.
Á fundi skipulagsnefndar 17. mars 2009 er erindið lagt fram á ný.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs.

15.903020 - Vatnsendablettur 9, trjálundur

Á fundi skipulagsnefndar 17. mars 2009 er lagt fram erindi dags. 24. febrúar 2009. Í erindinu kemur fram hvatning til Kópavogsbæjar um að vernda skógarlundinn á svæðinu og tengja öðrum útivistarsvæðum í Kópavogi. Bréfritarar segja frá því að verið sé að taka saman ljósmyndir síðustu 35 ára af svæðinu og að þær myndir verði afhentar Kópavogsbæ.
Skipulagsnefnd vísar erindinu til umsagnar umhverfisráðs og endurskoðunar Aðalskipulags Kópavogs.

16.903007 - Bæjarráð, bæjarstjórn, afgreiðslur.

Bæjarráð 2492 fundur dags. 19. febrúar 2009.
Skipulagsnefnd 17. febrúar 2009.

09.031 - 0901386-Háspennulínur, Landsnet. Aðalskipulag Reykjavíkur. Bæjarráð samþykkir erindið.
09.032 - 0701193-Háspennulínur frá Hellisheiði til Reykjaness. Bæjarráð samþykkir erindið.
09.037 - 0808065-Arnarnesvegur. Reykjanesbraut-Fífuhvammsvegur. Bæjarráð samþykkir erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarstjórnar.
09.038 - 0811090-Dalvegur 24. Breytt aðalskipulag. Bæjarráð vísar aðalskipulagstillögu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
09.039 - 0811090-Dalvegur 24. Breytt deiliskipulag. Frestað.
09.042 - 0806258-Austurkór 76-92. Breytt deiliskipulag. Bæjarráð samþykkir erindið.
09.043 - 0810312-Smáratorg 1, bónstöð. Bæjarráð samþykkir erindið.
09.045 - 0812081-Kársnesbraut 106. Deiliskipulag. Bæjarráð samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
09.052 - 0902151-Smiðjuvegur 68-72. Breytt deiliskipulag. Bæjarráð samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
09.061 - 0902197-Kópavogsbrún 1. Breytt deiliskipulag. Samþykkt.

Bæjarráð 2494 fundur dags. 5. mars 2009.
Skipulagsnefnd 3. mars 2009.
Mál nr. 0811125. Austurkór 7-13. Bæjarráð samþykkir erindið.
Mál nr. 0701193. Háspennulínur frá Hellisheiði út á Reykjanes, breytt Aðalskipulag. Bæjarráð samþykkir erindið.

Bæjarstjórn 24. febrúar 2009.
Arnarnesvegur, Reykjanesbraut - Fífuhvammsvegur.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu að deiliskipulagi Arnarnesvegar dags. 28. október 2008 og breytt 17. febrúar 2009 ásamt umhverfisskýrslu, greinargerð með endanlegri áætlun og umsögn bæjarskipulags dags. 17. febrúar 2009.

Dalvegur 24, breytt aðalskipulag.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu að breyttu aðalskipulagi Dalvegar 24 dags. í nóvember 2008 ásamt umsögn dags. 17. febrúar 2009.



17.812080 - Holtagerði 26, kynning sbr.7.mgr.43.gr.laga 73/97.

Á fundi skipulagsnefndar 16. desember 2008 er lagt fram erindi byggingarfulltrúa varðandi nr. 26 við Holtagerði dags. 18. nóvember 2008. Erindið varðar beiðni lóðarhafa um leyfi til að byggja viðbyggingu ofan á bílskúr og setja hurð í stað þvottahúsglugga og setja nýjar svalir á vestur hlið hússins. Viðbygging verður um 48,7 m².
Meðfylgjandi: Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:200, dags. 11. ág.´08.
Frestað. Skipulagsnefnd óskar samþykki meðeiganda, afstöðumynd sem geri grein fyrir aðkomu, legu nærliggjandi húsa og húsakönnun.

Á fundi skipulagsnefndar 20. janúar 2009 er erindið lagt fram að nýju.
Skipulagsnefnd samþykkir að senda málið í kynningu til lóðarhafa Holtagerði 13, 15, 16, 17, 20, 22, 28, 30, 32, 34, 35, 36 og 37. Kársnesbraut 69, 71, 75, 75a og 77.
Kynning fór fram 2. febrúar til 6. mars 2009. Engar athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 17. mars 2009 er erindið lagt fram á ný.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu byggingarnefndar.

18.902198 - Gulaþing 1, breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 17. febrúar 2009 er lagt fram erindi Úti – Inni arkitektar f.h. lóðarhafa nr. 1 við Gulaþing dags. 13. febrúar 2009. Erindið varðar innra skipulag hússins.
Óskað er eftir leyfi til þess að skipta eigninni í tvær íbúðir í stað einnar. Að aukaíbúð verði leyfð á neðri hæð hússins.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur í mkv. 1:100 dags. 12. feb. 2009.
Frestað. Skipulagsnefnd samþykkir að lóðarhafi vinni deiliskipulagstillögu fyrir umrædda lóð.
Á fundi skipulagsnefndar 17. mars 2009 er lögð fram deiliskipulagstillaga Úti og Inni arkitekta dags. 13. mars 2009.
Skipulagsnefnd samþykkir að senda málið í kynningu til lóðarhafa Gulaþingi 1, 3, 5, 7, 9, 11, 13, 46, 48, 50, 52, 54, 56, 58 og 60. Hólmaþingi 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10, 11, 12, 13, 14, 15 og 16. Heiðaþingi 1, 2, 3, 4, 5, 6 og 8.

19.712080 - Vallakór 10. Breytt deiliskipulag

Á fundi skipulagsnefndar 19. desember 2007 er lagt fram erindi Gláma Kím arkitekta f.h. lóðarhafa nr. 10 við Vallakór, dags. 12. desember 2007. Í erindinu felst að óskað er eftir að hámarksflatarmál turns verði aukið úr 4800 m² í 6480 m² og að hámarksflatarmál húss án bílakjallara verði aukið úr 8200 m² í 9000 m².
Gert er ráð fyrir að íbúðum fjölgi úr 36 í 70 íbúðir í byggingunni.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs.


Á fundi bæjarráðs 28. desember 2007 er afgreiðslu frestað.
Á fundi skipulagsnefndar 19. febrúar 2008 er erindið lagt fram að nýju, frestað og óskað eftir umsögn tæknideildar.
Jón Júlíusson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Á fundi skipulagsnefndar 4. mars 2008 er erindið lagt fram að nýju ásamt umsögn tæknideildar.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs.


Helga Jónsdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins.
Á fundi bæjarráðs 6. mars 2008 er málinu vísað á ný til skipulagsnefndar og óskaði bæjarráð eftir umsögn sviðsstjóra Framkvæmda- og tæknisviðs.
Á fundi skipulagsnefndar 12. ágúst 2008 er málið lagt fram að nýju ásamt umsögn sviðsstjóra Framkvæmda- og tæknisviðs og umferðar skýrslu frá Almennu verkfræðistofunni.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 25 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs.
Jón Júlíusson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Á fundi bæjarráðs 14. ágúst 2008 er samþykkt að tillagan verði auglýst.
Tillagan var auglýst 26. ágúst til 23. september 2008, með athugasemdafresti 7. október 2008. Athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 7. október 2008 er erindið lagt fram að nýju ásamt athugasemdum.
Jón Júlíusson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Frestað. Skipulagsnefnd samþykkir að fela bæjarskipulagi að taka saman umsögn um innsendar athugasemdir.
Á fundi skipulagsnefndar 21. október 2008 er erindið lagt fram að nýju ásamt umsögn dags. 21. október 2008.
Jón Júlíusson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagt erindi, ásamt umsögn dags. 21. október 2008 og vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Á fundi bæjarstjórnar 28. október 2008 er samþykkt að vísa tillögunni til skipulagsnefndar að nýju, til frekari úrvinnslu.

Á fundi skipulagsnefndar 17. febrúar 2009 er erindið lagt fram að nýju ásamt mæliblaðsgrunni.
Skipulagsnefnd óskar eftir gögnum sem sýna ásýnd Vallakórs 10 séða frá Hörðukór 1, 3 og 5 fellda inní ljósmynd af svæðinu.
Á fundi skipulagsnefndar 17. mars 2009 er erindið lagt fram á ný.
Frestað.

20.810390 - Vatnsendablettur 134, breytt deiliskipulag

Á fundi skipulagsnefndar 21. október 2008 er lagt fram erindi skipulags og umhverfissviðs dags. 21. október 2008 varðandi breytt deiliskipulag á lóð nr. 134 við Vatnsendablett. Í tillögunni felst að lóðinni að Vatnsendabletti 134 er skipt í fjórar lóðir. Landnotkun verður í samræmi við gildandi aðalskipulag staðfest að umhverfisráðherra 16. apríl 2008. Aðkoma verður að hverri lóð frá Elliðahvammsvegi. Gönguleiðir liggja um deiliskipulagssvæðið og eru þær hluti af stærra heildarskipulagi stíga í Vatnsenda. Kvaðir um gönguleiðir eru sýndar á deiliskipulagsuppdrætti.
Meðfylgjandi: Deiliskipulagsuppdráttur í mkv 1:100 og 1:500 dags. 21. október 2008.
Frestað. Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að vinna að því sem fram kom á fundinum hvað varðar uppdeilingu á landinu í skika.
Á fundi skipulagsnefndar 18. nóvember 2008 er erindið lagt fram að nýju.
Vinna vegna erindisins verði það fellt að vinnu við Elliðavatn - umhverfi (sjá síðar í fundargerðinni). Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 25 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs.
Á fundi bæjarráðs 18. desember 2008 var samþykkt að tillagan væri auglýst.
Tillagan var auglýst 13. janúar til 10. febrúar 2009 með athugasemdafresti til 24. febrúar 2009. Athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 3. mars 2009 er erindið lagt fram að nýju ásamt athugasemdum.

Frestað. Bæjarskipulagi falið að taka saman umsögn varðandi innsendar athugasemdir.
Á fundi skipulagsnefndar 17. mars 2009 er erindið lagt fram að nýju ásamt umsögn dags. 17. mars 2009.

Sviðsstjóri víkur af fundi við umfjöllun um erindið.

Skipulagsnefnd samþykkir að fresta afgreiðslu erindisins og vísa því til umsagnar eftirtaldra aðila: Heilbrigðiseftirlits, Umhverfisstofnunar, Fiskistofu, handhafa veiðiréttar í Elliðavatni og annarra hagsmunaaðila, sem málið varða.



21.901162 - Fákahvarf 8, breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 20. janúar 2009 er lagt fram erindi lóðarhafa nr. 8 við Fákahvarf. Í erindinu felst ósk um byggingu glerskála á suðurhlið hússins. Skálinn er 23 m² og fer 0,5 m út fyrir byggingarreit til suðurs.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur dags. 14. jan. 2009.
Skipulagsnefnd samþykkir að senda málið í kynningu til lóðarhafa Fákahvarfs 3, 4, 5, 6, 7, 10 og 12 og Fellahvarf 27 og 29.
Kynning stóð frá 5. febrúar til 2. mars 2009. Athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 3. mars 2009 er erindið lagt fram að nýju ásamt athugasemdum.
Frestað. Bæjarskipulagi falið að taka saman umsögn varðandi innsendar athugasemdir.
Á fundi skipulagsnefndar 17. mars 2009 er erindið lagt fram á ný ásamt umsögn dags. 17. mars 2009. Lagt er fram breytt erindi lóðarhafa, þar sem vesturendi glerskála er færður 1 m til austurs. Lóðarhafar Fákahvarfi 5 hafa fallist á breytt erindi, sbr. skeyti dags. 17. mars 2009.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið og umsögn dags. 17. mars 2009 og vísar afgreiðslu til bæjarráðs.

22.810032 - Fjallalind 93, breytt deiliskipulag

Á fundi skipulagsnefndar 7. október 2008 er lagt fram erindi lóðarhafa nr. 93 við Fjallalind dags. 2. október 2008. Erindið varðar tillögu um stækkun byggingarreits til suðurs og norðurs. Tillagan gerir ráð fyrir stækkun Fjallalind 93 um 60,0 m² og verður heildarstærð hússins 232,0 m² og nýtingarhlutfall eykst úr 0,36 í 0,48.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur .
Skipulagsnefnd samþykkir að lóðarhafi vinni deiliskipulagstillögu að nefndri breytingu, enda liggi fyrir samþykki nágranna.
Á fundi skipulagsnefndar 16. desember 2008 er erindið lagt fram að nýju ásamt samþykki nágranna og deiliskipulagstillögu.
Skipulagsnefnd samþykkir að senda málið í kynningu til lóðarhafa Fjallalindar 49, 51, 53, 55, 57, 59, 60, 63, 85, 87, 89, 91, 97, 99, 101, 103, 105, 107, 109, og 111.
Kynning stóð frá 8. janúar til 10. febrúar 2009. Athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 17. febrúar 2009 er erindið lagt fram að nýju ásamt athugasemdum.
Frestað. Bæjarskipulagi falið að taka saman umsögn varðandi innsendar athugasemdir.
Á fundi skipulagsnefndar 17. mars 2009 er erindið lagt fram á ný ásamt umsögn dags. 17. mars 2009.
Hafnað á grundvelli umsagnar.

23.812120 - Fróðaþing 25, breytt deiliskipulag.

6
0812120 - Fróðaþing 25, breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 16. desember 2008 er lagt er fram erindi lóðarhafa nr. 25 við Fróðaþing dags. 12. desember 2008. Erindið varðar ósk um að breyta einbýlishúsinu í tvíbýli, þ.e. einbýli með aukaíbúð.
Skipulagsnefnd hafnar erindinu þar sem það samræmist ekki deiliskipulagi og heildaryfirbragði hverfisins.
Á fundi skipulagsnefndar 20. janúar 2009 er erindið lagt fram að nýju ásamt bréfi lóðarhafa dags. 13. janúar 2009.
Frestað. Skipulagsnefnd samþykkir að senda málið í kynningu til lóðarhafa Fróðaþingi 1 til 48 og Frostaþingi 1 til 15.
Kynning stóð frá 2. febrúar til 3. mars 2009. Athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 3. mars 2009 er erindið lagt fram að nýju ásamt athugasemdum.
Frestað. Bæjarskipulagi falið að taka saman umsögn varðandi innsendar athugasemdir.
á fundi skipulagsnefndar 17. mars 2009 er erindið lagt fram á ný ásamt umsögn dags. 17. mars 2009.
Hafnað á grundvelli umsagnar.

24.701106 - Vatnsendablettur 241a, aðal- og deiliskipulag breyting

Á fundi skipulagsnefndar 7. febrúar 2006 var lagt fram erindi Sigurbjörns Þorbergssonar hdl. dags. 6. janúar 2006 fh. landeiganda varðandi leyfi til að skipta lóðinni nr. 241a við Vatnsendablett upp í tvær lóðir.
Meðfylgjandi: Hnit settur uppdráttur dags. 5. apríl 2005.
Afgreiðslu frestað. Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn bæjarlögmanns.
Á fundi skipulagsnefndar 5. september 2006 var erindið lagt fram að nýju ásamt umsögn bæjarlögmanns dags. 30. ágúst 2006. Þá lögð fram tillaga bæjarskipulags að breyttu deiliskipulagi Vatnsendabletts 241 a. Í tillögunni felst að íbúðarlóð sem skilgreind er innan leigulandsins er stækkuð úr 1,477 m2 í um 2,200 m2. Í tillögunni er enn fremur gert ráð fyrir að í stað einbýlishúss á einni hæð og risi verði byggt tveggja hæða einbýlishús með mögulegum kjallara. Hámarksgrunnflötur hússins er fyrirhugaður 250 m2 og hámarks gólfflötur allt að 750 m2. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:500 ásamt greinargerð dags. 4. ágúst 2006. Skipulagsnefnd samþykkti framlagað tillögu, hún verði auglýst í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarráðs Kópavogs 7. september 2006 var erindið samþykkt og vísað til bæjarstjórar. Á fundi bæjarstjórnar Kópavogs 12. september 2006 var skipulagsstjóra falið að auglýsa tillögunar í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Tillagan var auglýst frá 19. september 2006 til 17. október 2006 með athugasemdafresti til fimmtudagsins 31. október 2006. Athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 7. nóvember 2006 er erindið lagt fram að nýju ásamt áður nefndum athugasemdum. Frestað. Bæjarskipulagi falið að taka saman umsögn varðandi innsendar athugasemdir.
Á fundi skipulagsnefndar 5. desember 2006 er erindið lagt fram að nýju ásamt umsögn bæjarskipulags dags. 1. des. 2006. Hafnað á grundvelli umsagnar bæjarskipulags dags. 29. nóvember 2006 og innsendra athugasemda.
Á fundi skipulagsnefndar 16. janúar 2007 er erindið lagt fram að nýju.
Skipulagsnefnd samþykkir að fela bæjarskipulagi að gera tillögu að aðalskipulagi að umræddri lóð. Tillagan verði í samræmi við yfirstandandi skipulagsvinnu um græn svæði við Elliðavatn.


Á fundi skipulagsnefndar 6. febrúar 2007 er erindið lagt fram á ný.


Frestað.
Á fundi skipulagsnefndar 21. október 2008 er erindið lagt fram að nýju.
Frestað. Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að vinna að því sem fram kom á fundinum.
Á fundi skipulagsnefndar 18. nóvember 2008 er erindið lagt fram að nýju.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 25 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs.
Á fundi bæjarráðs 20. nóvember 2008 var afgreiðslu tillögunnar frestað.
Á fundi skipulagsnefndar 16. desember 2008 er erindið lagt fram að nýju
þar sem fram kemur fjarlægð frá vatni að íbúðarlóð verður að jafnaði 50 m.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 25 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs.
Á fundi bæjarráðs 18. desember 2008 er samþykkt að tillagan verði auglýst.
Tillagan var auglýst 27. janúar til 24. febrúar 2009, með athugasemdafresti til 10. mars 2009. Athugasemdir bárust.
á fundi skipulagsnefndar 17. mars 2009 er erindið lagt fram ásamt athugasemdum.
Frestað. Bæjarskipulagi falið að taka saman umsögn varðandi innsenndar athugasemdir.

25.803127 - Vallargerði 31. Breytt deiliskipulag

Á fundi skipulagsnefndar 15. apríl 2008 er lagt fram erindi Davíðs Karls Karlssonar byggingafræðings dags. 10. janúar 2008 f.h. lóðarhafa lóðar nr. 31 við Vallargerði. Í erindinu felst ósk um stækkun á íbúðarhúsi um 81 m². Fyrirhugað er að byggja við húsið til vesturs um 4,8 m, til suðurs um 5,0 m og til austurs um 4,0 m. Núverandi stærð er húss er 160,4 m² en verður eftir stækkun 241,4 m². Lóðarstærð er 794 m².
Meðfylgjandi: Uppdráttur í mkv. 1:500 dags. 10. mars 2008
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 25 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs.
Á fundi bæjarráðs 17. apríl 2008 er samþykkt að tillagan verði auglýst.
Tillagan var auglýst 29. apríl til 27. maí 2008 með athugasemdafresti til 10. júní 2008. Athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 16. júní 2008 er erindið lagt fram að nýju ásamt athugasemdum.

Frestað. Bæjarskipulagi falið að taka saman umsögn varðandi

innsendar athugasemdir.
Á fundi skipulagsnefndar 1. júlí 2008 er erindið lagt fram að nýju ásamt drögum að umsögn dags. 1. júlí 2008.
Frestað. Skipulagsstjóra falið að ræða við lóðarhafa um það sem fram kom á fundinum.
á fundi skipulagsnefndar 17. mars 2009 er erindið lagt fram á ný ásamt uppdrætti og samþykki lóðarhafa Vallargerði 33 dags. 10. febrúar 2009. á uppdrættinum kemur fram að lóðarhafi hafi komið til móts við athugasemd, byggingarreitur er færður 1 meter fjær Vallargerði 33.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið með áorðnum breytingum á grundvelli samþykkis lóðarhafa Vallargerði 33 og vísar til afgreiðslu bæjarráðs.

Fulltrúar Samfylkingar sitja hjá og vísa til fyrri bókana, sem lúta að deiliskipulagi einstakra lóða í óskipulögðum hverfum bæjarins.

26.806145 - Smiðjuvegur 7. Breytt deiliskipulag

fundi skipulagsnefndar 16. júní 2008 er lagt fram erindi Gunnars Páls Kristinssonar dags. 6. júní 2008 f.h. lóðarhafa nr. 7 við Smiðjuveg. Í erindinu felst ósk um stækkun lóðar og leyfi til stækkunar núverandi byggingar.
Meðfylgjandi: Uppdráttur í mkv. 1:100 dags. 8. júní 2008.
Skipulagsnefnd samþykkir að óska eftir umsögn framkvæmda- og tæknisviðs og skipulagsstjóra er falið að ræða við lóðarhafa um það sem fram kom á fundinum.
Guðmundur Örn Jónsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Á fundi skipulagsnefndar 16. september 2008 er erindið lagt fram að nýju ásamt nýrri og breyttri tillögu að viðbyggingu við Smiðjuveg 7.
Frestað. Skipulagsnefnd samþykkir að lóðarhafi láti vinna tillögu að deiliskipulagi fyrir umrædda breytingu og leggi fram þrívíddarteikningar sem sýna ásýnd hús úr vestri.
Á fundi skipulagsnefndar 21. október 2008 er erindið lagt fram að nýju,


ásamt deiliskipulagsuppdrætti.
Guðmundur Örn Jónsson víkur af fundi við afgreiðslu erindisins.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 25 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs.
Á fundi bæjarráðs 23. október 2008 er samþykkt að tillagan verði auglýst.
Tillagan var auglýst 4. nóvember til 2. desember með athugasemdafresti til 16. desember 2008. Athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 16. desember 2008 er erindið lagt fram að nýju ásamt athugasemdum. Einnig er lagt fram bréf lóðarhafa í nágrenni dags. 15. desember 2008, þar sem farið er fram að frestur til athugasemda verði framlengdur.
Guðmundur Örn Jónsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Skipulagsnefnd telur ekki ástæðu til þess að framlengja frest til athugasemda, enda var auglýsing og dreifibréf vegna hennar með venjubundnum hætti.

Frestað. Bæjarskipulagi falið að taka saman umsögn varðandi

innsendar athugasemdir.
Á fundi skipulagsnefndar 17. febrúar 2009 er lögð fram að nýju breytt útfærsla erindis. Í breyttri tillögu er komið til móts við innsendar athugasemdir og dregið úr byggingarmagni og hæð viðbyggingar.
Guðmundur Örn Jónsson vék af fundi við umfjöllun um erindið.
Frestað. Bæjarskipulagi falið að taka saman umsögn varðandi innsendar athugasemdir.
á fundi skipulagsnefndar 17. mars 2009 er erindið lagt fram á ný ásamt umsögn dags. 17. mars 2009.

Guðmundur Örn Jónsson víkur af fundi við umfjöllun um erindið og afgreiðslu.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið ásamt umsögn dags. 17. mars 2009 og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

27.804133 - Suðurlandsvegur. Tvöföldun frá Hólmsá að Hveragerði

Á fundi skipulagsnefndar 17. mars 2009 er erindið lagt fram ásamt skýrslu um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar dags. 26. febrúar 2009. Kynning á skýrslunni fer fram 3. mars til 15. apríl 2009.

Lagt fram.

28.903114 - Reykjanesbraut frá miðslægum gatnamótum við Arnarnesveg að Fífuhvammsvegi og Hæðarsmára 2, 4 og 6 ás

á fundi skipulagsnefndar 17. mars 2009 er lögð fram tillaga bæjarskipulags og Arkis dags. mars 2009, að deiliskipulagi fyrir Reykjanesbraut frá mislægum gatnamótum við Arnarnesveg að Fífuhvammsvegi og breytingu á deiliskipulagi fyrir Bæjarlind 18 og Hæðarsmára 2, 4 og 6.
Gert er ráð fyrir breikkun Reykjanesbrautar í áföngum í samræmi við skýrslu Almennu verfræðistofunnar dags. í desember 2007 og minnisblað dags. 6. október 2008. Ekki eru ráðgerðar breytingar á húsnæði fyrir Bæjarlind 18 eða Hæðarsmára 2, 4 og 6 en lóðarmörk og hæðarmörk lóða geta breyst við breytta áfanga í deiliskipulagi Reykjanesbrautar. Gert er ráð fyrir nýjum undirgöngum undir Reykjanesbraut fyrir bæði gangandi og akandi umferð frá Hæðarsmára sem tengist nýrri safnbraut í suður og norður svæði Glaðheima. Tillagan tengist fyrirhuguðu breyttu deiliskipulagi Glaðheima og er í samræmi við gildandi Aðalskipulags Kópavogs 2000 – 2012 m.s.br samþykkt í B- deild Stjórnartíðinda 16. febrúar 2009 >Þar er gert ráð fyrir því að opið svæði til sérstakra nota er breytt í svæði fyrir verslun- og þjónustu og áætlað að á svæðinu verði byggt í heildina um 130.000 m2 verslunar- og þjónustuhúsnæði og 245 íbúðum.
Tillagan er lögð fram og kynnt.

29.903113 - Glaðheimar, breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 28. júní 2006 var lögð fram til kynningar drög að deiliskipulagi Glaðheimasvæðisins.
Á fundi skipulagsnefndar 1. ágúst 2006 var lögð fram tillaga KRark. að deiliskipulagi verslunar- og þjónustusvæðis á Glaðheimasvæðinu.
Á fundi skipulagsnefndar 7. nóvember 2006 er tillagan samþykkt ásamt umsögn bæjarskipulags dags. 30. október 2006 og vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Á fundi skipulagsnefndar 17. mars 2009 er fallið frá tillögunni vegna breytinga á Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001 – 2024.
Á fundi skipulagsnefndar 17. mars 2009 eru lögð fram til kynningar drög bæjarskipulags Kópavogs að deiliskipulagi Glaðheimasvæðisins, sem byggir á hugmyndum lóðarhafa norðursvæðis reitsins um útfærslur sem unnar hafa verið af teiknistofunni Arkís og lagðar eru til grundvallar skipulags norðursvæðisins. Deiliskipulagstillagan nær til suður- og norðursvæðisins.
Deiliskipulagssvæðið nær til 12,5 ha lands og afmarkast af Reykjanesbraut til vesturs, Bæjarlind í norður, Bæjarlind 1-3 og athafnasvæði við Akra- og Askalind til austurs og fyrirhuguðum Arnarnesvegi til suðurs. Innan marka þess er nú athafnasvæði Hestamannafélagsins Gusts; hesthús og gerði, skeiðvöllur og reiðskemma. Samkvæmt fasteignamatsskrá eru á svæðinu um 12,500 m2 í sérhæfðu húsnæði. Í tillögunni felst að opið svæði til sérstakra nota (hesthúsahverfi) er breytt í svæði fyrir verslun og þjónustu.
Aðkoma verður að svæðinu frá Bæjarlind, Lindarvegi og frá Arnarnesvegi. Einnig er gert ráð fyrir nýjum undirgöngum undir Reykjanesbraut fyrir bæði gangandi og akandi umferð frá Hæðasmára. Um svæðið liggur ný tengibraut frá Arnarnesvegi að Bæjarlind.
Áætlað er að á svæðinu verði byggðir um 100.000 m2 í húsnæði sem verður 2ja hæða og allt að 32 hæðir. Einnig er áætlað að byggðar verði um 245 íbúðir í austurhluta norðursvæðis. Áætluð nýting svæðisins er 1,25 en nýting einstakra reita eða lóða innan þess verður á bilinu 1,0 til 2,3. Áætlað er að á svæðinu verði um 4,200 bílastæði eða 1 stæði á hverja 35 m2 í húsnæði. Miðað er við að stór hluti bílastæða verði í bílgeymslum neðanjarðar.
Tillagan er sett fram á uppdráttum í mkv. 1:1000 ásamt skýringarmyndum dags. 10 mars 2009.
Vísað er jafnframt í áfangaskýrslu um umferðarsköpun og áhrif á gatnakerfi dags. desember 2007 frá Almennu verkfræðistofunni, minnisblað um umferð dags. 6. október 2008 um deiliskipulag Reykjanesbrautar og greinargerð með breytingu á Svæðisskiplagi höfuðborgarsvæðisins 2001 – 2024.
Tillagan byggir á Aðalskipulagi Kópavogs 2000 – 2012 með síðari breytingum samþykkt í B – deild Stjórnartíðinda 16. febrúar 2009. Þar er gert ráð fyrir því að opið svæði til sérstakra nota er breytt í svæði fyrir verslun og þjónustu og áætlað að á svæðinu verði byggt í heildina um 130.000 m2 verslunar og þjónustuhúsnæðis, sem verður að hluta háreist. Gert er ráð fyrir um 28.000 m2 í íbúðarhúsnæði eða um 245 íbúðum.

Tillagan er lögð fram og kynnt.

Fundi slitið - kl. 18:50.