Á fundi skipulagsnefndar 4. desember 2007 er lagt fram erindi Gunnars Páls Kristinssonar arkitekts dags. 27. nóvember 2007 fh. lóðarhafa nr. 6 við Austurkór. Í erindi felst að óskað er eftir breyttri aðkomu að bílageymslu. Heildarflatarmál húss aukist um 95 m2. Bygging fer að verulegu leiti út fyrir byggingarreit á suður, vestur, norður og austurhlið. Einnig fer bygging upp úr byggingarreit vestan og austan megin. Sótt er um stækkun lóðar.Meðfylgjandi: Uppdráttur í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 22. nóvember 2007 .Frestað. Skipulagsstjóra falið að ræða við lóðarhafa um það sem fram kom á fundinum. Á fundi skipulagsnefndar er erindið lagt fram að nýju og samþykkt að senda það í kynningu til lóðarhafa Austurkórs 56, 58, 60, 62, 66, 68 og 70. Kynningartími stóð frá 14. janúar til 15. febrúar 2008. Á fundi skipulagsnefndar 19. febrúar 2008 er erindið lagt fram að nýju ásamt innsendum athugasemdum. Frestað og bæjarskipulagi falið að taka saman umsögn varðandi innsendar athugasemdir.Á fundi skipulagsnefndar 4. mars 2008 er erindið lagt fram að nýju ásamt umsögn bæjarskipulags dags. 4. mars 2008.Frestað. Skipulagsstjóra falið að halda fund með aðilum málsins.Á fundi skipulagsnefndar 20. janúar 2009 er erindið lagt fram að nýju ásamt breyttri tillögu dags. 19. janúar 2009. Skipulagsnefnd samþykkir að senda málið í kynningu til lóðarhafa Austurkórs 56, 58, 60, 62, 66, 68 og 70.Kynnig fór fram 23. febrúar til 24. mars 2009. Athugasemdir bárust.Á fundi skipulagsnefndar 31. mars 2009 er erindið lagt fram að nýju ásamt athugasemdum.