Skipulagsnefnd

1178. fundur 18. maí 2010 kl. 16:30 - 18:30 Fannborg 6, 2.hæð
Fundargerð ritaði: Guðmundur G. Gunnarsson
Dagskrá
Stefán Gunnar Thors skipulagshagfræðingur VSÓ Ráðgjöf kom til fundar við umfjöllun um mál 12.

1.1005061 - Vesturvör 26, tímabundin afnot lands.

Á fundi skipulagsnefndar 18. maí 2010 er lagt fram erindi Járn og blikk ehf. dags. 24. mars 2010, lóðarhafa nr. 26 við Vesturvör. Erindið varðar ósk um afnot af landi norðan lóðarinnar til skamms tíma.

Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins og óskar eftir umsögn Framkvæmda- og tæknisvið.

2.1005096 - Víghólastígur 24, kynning sbr.7.mgr. 43.gr.laga 73/97.

Á fundi skipulagsnefndar 18. maí 2010 er lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 14. maí 2010. Erindið varðar leyfi til stækkunar húsnæðis nr. 24 við Víghólastíg, stofu og að breyta bílskýli í bílskúr.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdrættir dags. 14. maí 2010.

Skipulagsnefnd samþykkir að senda erindið í kynningu til lóðarhafa Víghólastíg 15, 15a, 16, 17, 18, 19, 20, 21 og 22. Digranesheiði 5, 7, 9, 11 og 13.

3.1003003 - Arnarsmári 36, breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 16. mars 2010 var lagt fram erindi lóðarhafa nr. 36 við Arnarsmára dags. 3. mars 2010. Erindið varðaði tillögu að breyttu skipulagi Nónhæðar. Einnig var lagt fram bréf lóðarhafans dags.
8. mars 2010.
Meðfylgjandi: skýringaruppdráttur dags. 15. febrúar 2010 í mkv. 1:500.
Erindið kynnt, skipulagsnefnd óskaði eftir umsögn Skipulags- og umhverfissviðs.
Á fundi skipulagsnefndar 20. apríl 2010 er erindið lagt fram að nýju.
Lagt fram og rætt.
Á fundi skipulagsnefndar 18. maí 2010 er erindið lagt fram á ný ásamt bréfi íbúasamtakanna Betri Nónhæð dags. 10. maí 2010.

Skipulagsnefnd felur Skipulags- og umhverfissviði að taka saman umbeðnar upplýsingar íbúasamtakanna Betri Nónhæð, sbr. bréf dags. 10. maí 2010.

4.1005066 - Tunguheiði 8, þakhýsi-fyrirspurn.

Á fundi skipulagsnefndar 18. maí 2010 er lagt fram erindi eiganda nr. 8 við Tunguheiði dags. 27. apríl 2010. Í erindi felst að óskað er eftir leyfi til að byggja þakhýsi.
Ennfremur lagt fram bréf íbúa Skálaheiði 5 dags. 21. apríl 2010, sem gera ekki athugasemdir við erindið.

Skipulagsnefnd leggst gegn erindinu, vísar til fyrri umfjöllunar og afgreiðslu skipulagsnefndar 21. október 2008 og vísar erindinu til bæjarráðs.

5.1003032 - Verklag við staðfestingu ákvarðana skipulagsnefnda

Á fundi skipulagsnefndar 18. maí 2010 er lagt fram erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 20. apríl 2010 varðandi staðfestingu ákvarðana skipulagsnefnda.
Erindið var til umfjöllunar á fundi bæjarráðs 23. apríl 2010 og vísað til úrvinnslu skipulagsnefndar.
Samhljóða erindi frá Skipulagsstofnun var til umfjöllunar á fundi skipulagsnefndar 16. mars 2010.

Lagt fram.

6.1005018 - Fyrirspurn um skipulag í landi Gunnarshólma

Á fundi skipulagsnefndar 18. maí 2010 er lagt fram erindi Magna ehf. verktökum dags. 30. apríl 2010. Í erindinu er óskað upplýsinga varðandi skipulag á landspildu úr landi Gunnarshólma, vegna mögulegra framkvæmda á svæðinu.
Erindið var til umfjöllunar á fundi bæjarráðs 6. maí 2010 og er vísað til umsagnar sviðsstjóra Skipulags- og umhverfissviðs.
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra dags. 11. maí 2010.

Skipulagsnefnd tekur undir mat sviðsstjóra í minnisblaði dags. 11. maí 2010, hafnar erindinu og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs.

7.1005063 - Þríhnúkagígur

Á fundi skipulagsnefndar 18. maí 2010 er lagt fram erindi Skipulags- og umhverfissviðs varðandi Þríhnúkagíg, framvindu undirbúningsvinnu fyrir skilgreiningu og mótun friðlýsingar, breytingar á skipulagi og gerð umhverfisskýrslu.
Stefán Gunnar Thors, umhverfishagfræðingur VSÓ Ráðgjöf gerir grein fyrir málinu.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarráð að fela Skipulags- og umhverfissviði í samvinnu við Þríhnúka ehf. að hefja vinnu við friðlýsingu Þríhnúkagígs, breytingar á skipulagi og gerð umhverfisskýrslu.

8.1005068 - Aspargrund 9, kynning sbr.7.mgr.43.gr.laga 73/97.

Á fundi skipulagsnefndar 18. maí 2010 er lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 20. apríl 2010. Erindið varðar leyfi til að staðsetja þegar byggðar garðskúr á lóðinni nr. 9 við Aspargrund.

Skipulagsnefnd samþykkir að vísa erindinu til byggingarfulltrúa til úrvinnslu.

9.1005062 - Ásakór 13 - 15, aðkeyrsla slökkviliðs, breytt lóðarmörk.

Á fundi skipulagsnefndar 18. maí 2010 er lagt fram erindi lóðarhafa nr. 13 - 15 við Ásakór. Erindið varðar heimild til stækkunar suðausturhluta lóðarinnar. Lóðarstækkun 230 m². Eftir stækkun yrði lóðin 4.207 m². Gert til að auðvelda aðkomu slökkviliðs með körfubíl að suðurhluta lóðarinnar.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur dags. 12. maí ´10 í mkv. 1:200

Það er mat skipulagsnefndar að nefnd breyting á lóð feli ekki í sér grenndaráhrif. Skipulagsnefnd samþykkir umbeðna lóðarstækkun og vísar erindinu til afgreiðslu bæjarráðs. Við endurgerð mæliblaðs lóðarinnar Ásakór 13 - 15 komi fram á umræddu svæði, kvöð um umferð og graftarrétt. Skipulagsnefnd vekur athygli á samningum um lóðagjöld.

10.1004019 - Bæjarráð 15. og 23. apríl 2010, bæjarstjórn 27. apríl 2010.

Bæjarráð 15. apríl 2010.

0911381 - Fornahvarf 1.

Bæjarráð hafnar erindinu.

Bæjarráð 23. apríl 2010.

0812063 - Skíðasvæðið í Bláfjöllum, breytt deiliskipulag.

Bæjarráð samþykkir að tillagan verði auglýst.

0812081 - Kársnesbraut 106, deiliskipulag.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar.

1002114 - Ögurhvarf 6, fyrirspurn.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar.

 

Bæjarstjórn 27. apríl 2010.

0911381 - Fornahvarf 1, breytt deiliskipulag.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs 15. apríl 2010.

1002114 - Ögurhvarf 6, breytt nýting lóðar.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs 23. apríl 2010.

0912691 - Akurhvarf 16, breytt deiliskipulag.

Bæjarstjórn samþykkir erindið dags. 27. jan.10, breytt 20. apríl ´10 ásamt umsögn skipulags- og umhverfissviðs dags. 20. apríl ´10.

 

11.1004260 - Elliðahvammur, starfsleyfi eggja- og kjúklingaframleiðslu

Á fundi skipulagsnefndar 20. apríl 2010 er lagt fram erindi Heilbrigðiseftirlits dags. 14. apríl 2010. Erindið varðar umsókn Hvamms ehf. um endurnýjun á starfsleyfi fyrir eggja- og kjúklingaframleiðslu í Elliðahvammi í landi Vatnsenda. Óskað er ""umsagnar Skipulags- og umhverfissviðs Kópavogs um forsendur skipulags vegna starfseminnar og nálægð hennar við íbúðasvæði.""
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins og felur Skipulags- og umhverfissviði að taka saman umsögn um stöðu máls í samráði við Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis.
Á fundi skipulagsnefndar 18. maí 2010 er erindið lagt fram að nýju ásamt umsögn sviðstjóra Skipulags- og umhverfissviðs dags. 6. maí 2010. Einnig eru lagðar fram ábendingar og athugasemdir frá íbúum og öðrum hagsmunaaðilum í Þingum og Hvörfum varðandi endurnýjun starfsleyfis. Þá lagt fram erindi Sigurbjörns Þorbergsson hrl. fh. eiganda Vatnsenda, varðandi starfsleyfi fyrir hænsnabúið Elliðahvammi dags. 15. maí 2010.

Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins og óskar umsagnar lögmanns Skipulags- og umhverfissviðs um efnisatriði erindis lögmanns eiganda Vatnsenda dags. 15. maí 2010.

12.910430 - Skipulag vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu, breyting.

Á fundi skipulagsnefndar 3. nóvember 2009 er lögð fram tillaga Skipulags- og umhverfissviðs að breytingu á skipulagi vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu. Tillagan nær til svæðisins sunnan Vatnsvíkur sbr. uppdrátt 1:50.000 og greinargerð dags. í október 2009.
Frestað. Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn aðliggjandi sveitarfélaga og Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis.
GÖJ vék af fundi eftir afgreiðslu skipulagsnefndar.
Á fundi skipulagsnefndar 16. febrúar 2010 er tillagan til umræðu á ný, ásamt bréfi Heilbrigðiseftirlits dags. 28. janúar 2010.
Ennfremur lagt fram minnisblað sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs dags. 3. febrúar 2010.
Lagt fram.
Á fundi skipulagsnefndar 18. maí 2010 er tillagan til umræðu að nýju ásamt fundargerð stjórnar SSH dags. 3. maí 2010 og minnisblaði sviðsstjóra dags. 10. maí 2010.

Lagt fram.

Bókun fulltrúa Samfylkingarinnar og áheyrnarfulltrúa Vinstri grænna: "Lýsum andstöðu við flutning vatnsverndarlínu og gjöldum varhug við öllum framkvæmdum sem stofnað gætu vatnsbólum og grunnvatni á höfuðuborgarsvæðinu og Elliðavatni í hættu."

 

 

13.1002067 - Asparhvarf 12, breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 16. febrúar 2010 var lagt fram erindi lóðarhafa nr. 12 við Asparhvarf dags. 5. febrúar 2010. Í erindinu var óskað eftir að lóðarmörkum á milli Asparhvarfs 12 og 12a verði breytt og byggingarreitur á nr. 12 stækki. Sami eigandi er að lóðunum báðum.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur.
Skipulagsnefnd samþykkti að senda erindið í kynningu til lóðarhafa Asparhvarfi 6, 8, 10, 14, 16, 18 og 20.
Erindið var kynnt frá 18. mars 2010 til 21. apríl 2010. Athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 20. apríl 2010 er erindið lagt fram að nýju ásamt athugasemdum.
Skipulagsnefnd felur Skipulags- og umhverfissviði að taka saman umsögn um innsendar athugasemdir.
Á fundi skipulagsnefndar 18. maí 2010 er erindið lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulags- og umhverfissviðs dags. 18. maí 2010.

Skipulagsnefnd hafnar erindinu á grundvelli umsagnar dags. 18. maí 2010 og vísar erindinu til afgreiðslu bæjarráðs.

14.1003112 - Þrymsalir 13, breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 16. mars 2010 var lagt fram erindi lóðarhafa nr. 13 við Þrymsali dags. 11. mars 2010. Byggt verði hús á lóðinni 12,4 m² umfram grunnflöt skv. skipulagsskilmálum, sem er 200 m². Leyft verði að hækka húsið um 0,825 m á 6,315 m kafla á austurhlið hússins, sem nemur lengd bílageymslu.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdrættir dags. mars 2010 í mkv. 1:100.
Skipulagsnefnd samþykkti að senda málið í kynningu til lóðarhafa Þrymsölum 6, 8, 9, 10, 11, 12, 14, 15, 16 og 17. Einnig verði Garðabæ sent erindið til kynningar.
Fulltrúar Samfylkingar sátu hjá við afgreiðsluna og óskuðu eftir ítarlegri gögnum um breytingar deiliskipulags lóða í hverfinu.
Erindið var kynnt frá 18. mars 2010 til 21. apríl 2010. Athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 20. apríl 2010 er erindið lagt fram að nýju ásamt athugasemdum.
Skipulagsnefnd felur Skipulags- og umhverfissviði að taka saman umsögn um innsendar athugasemdir.
Á fundi skipulagsnefndar 18. maí 2010 er erindið lagt fram að nýju ásamt umsögn Skipulags- og umhverfissviðs dags. 18. maí 2010.

Skipulagsnefnd hafnar erindinu á grundvelli umsagnar dags. 18. maí 2010 og vísar erindinu til afgreiðslu bæjarráðs.

15.903151 - Kársnesbraut 78-84, Vesturvör 7 og göng undir Vesturvör að bryggjuhverfi, deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 17. mars 2009 er lagt fram erindi byggingarfulltrúa varðandi nr. 78 við Kársnesbraut dags. 17. mars 2009. Erindið varðar leyfi til þess að byggja bílskúr á norðurhluta lóðarinnar.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur í mkv. 1:100 dags. 10. feb. ´09.
Skipulagsnefnd samþykkir að vísa erindinu til umsagnar bæjarskipulags.
Á fundi skipulagsnefndar 15. september 2009 er erindið lagt fram á ný ásamt umsögn bæjarskipulags dags. 15. september 2009.
Frestað. Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að vinna að gerð deiliskipulags fyrir Kárnesbraut 78, bæjarland við Kárnesbraut 76-80 og undirgöng undir Vesturvör að Bryggjuhverfi.
Á fundi skipulagsnefndar 19. janúar 2010 er erindið lagt fram á ný og staða málsins kynnt.
Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að kynna framlagða hugmynd lóðarhöfum Kársnesbraut 76, 78, 80, 82, 82a, 84 og Vesturvör 7.
Haldinn var kynningarfundur með hlutaðeigandi um skipulagsvinnuna 10. febrúar 2010. Í bréfi dags. 11. febrúar 2010 er gefinn frestur til að koma að ábendingum eða tillögum til 12. apríl 2010. Engar ábendingar eða tillögur bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 16. mars 2010 er erindið lagt fram á ný ásamt tillögu að deiliskipulagi reitsins dags. 12. mars 2010.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs.
Á fundi bæjarráðs 18. mars 2010 er samþykkt að tillagan verði auglýst.
Tillagan var auglýst 30. mars til 4. maí 2010, með athugasemdafresti til 18. maí 2010. Ábendingar og athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 18. maí 2010 er tillagan til umfjöllunar á ný ásamt ábendingum og athugasemdum.

Skipulagsnefnd felur Skipulags- og umhverfissviði að taka saman umsögn um innsendar athugasemdir.

16.910464 - Götureitur Kópavogsbraut, Kópavör, Þinghólsbraut, Suðurvör.

Á fundi skipulagsnefndar 3. nóvember 2009 er lagt fram erindi Ingibjargar Baldursdóttur fh. eigenda nr. 69 við Kópavogsbraut. Í erindi felst að óskað er eftir heimild til að skipta lóðinni í tvær lóðir, með annað hvort parhúsi eða tveimur einbýlishúsum.
Meðfylgjandi: Skýringarmyndir.
Skipulagsnefnd samþykkir að fela Skipulags- og umhverfissviði að vinna deiliskipulagstillögu fyrir götureitinn milli Kópavarar, Kópavogsbrautar, Þinghólsbrautar og Suðurvarar.
á fundi skipulagsnefndar 15. desember 2009 er tillaga varðandi götureitinn lögð fram. Í tillögu skipulags- og umhverfissviðs dags. 4. desember 2009, kemur fram m.a. umfang skráðra bygginga í götureitnum, fjöldi íbúða, hæð byggingar og stærð lóða. Einnig eru sýndar hugmyndir að nýjum og breyttum byggingarreitum ásamt nýtingarhlutfalli hverrar lóðar.
Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að leita eftir áliti hlutaðeigandi lóðarhafa á skipulagssvæðinu sbr. framlagða hugmynd.
Haldinn var kynningarfundur með hlutaðeigandi 28. janúar 2010, þar sem óskað var eftir hugmyndum lóðarhafa í götureitnum.
Í bréfi dags. 29. janúar 2010 til viðkomandi lóðarhafa er gefinn frestur til að skila erindum til 15. febrúar 2010.
Á fundi skipulagsnefndar 16. mars 2010 er erindið lagt fram á ný ásamt tillögu að deiliskipulagi reitsins dags. 12. mars 2010.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs.
Fulltrúar Samfylkingarinnar bóka: "Fögnum því að barátta okkar í skipulagsnefnd fyrir bættum vinnubrögðum hafi borið árangur og hér eftir verði götureitir í ódeiliskipulögðum hverfum að jafnaði skipulagðir sem ein heild."
Fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks ""mótmælum því harðlega að ekki hafi verið ástunduð góð vinnubrögð við vinnu að skipulagsmálum í Kópavogi, hvort sem er í skipulagsnefnd eða á Skipulags- og umhverfissviði.""
Áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna ""fagnar því skrefi sem nú hefur verið stigið í átt til þess að deiliskipuleggja heila götureiti í stað einstakra lóða í ódeiliskipulögðum hverfum bæjarins.""
Fulltrúar Samfylkingar bóka: ""Samfylkingin harmar að meirihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna skuli velja að snúa út úr okkar orðum með því að draga starfsmenn Skipulags- og umhverfissviðs inn í umræðuna. Við erum á engan hátt að saka starfsmenn Skipulags- og umhverfissviðs um ófagleg vinnubrögð. Hér er um að ræða pólitískan ágreining um framkvæmd skipulags, og hefur m.a. Úrskurðarnefnd skipulagsmála fellt úrskurð í samræmi við okkar sjónarmið.""
Á fundi bæjarráðs 18. mars 2010 var samþykkt að tillagan væri auglýst.
Tillagan var auglýst 30. mars til 4. maí 2010, með athugasemdafresti til 18. maí 2010. Athugasemdir og ábendingar bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 18. maí 2010 er tillagan lögð fram á ný ásamt athugasemdum og ábendingum.

Skipulagsnefnd felur Skipulags- og umhverfissviði að taka saman umsögn um innsendar athugasemdir.

17.1002115 - Fífuhvammsland vesturhluti, breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 16. febrúar 2010 er lögð fram tillaga Skipulags- og umhverfissviðs að breyttu deiliskipulagi Fífuhvammslands, vesturhluta. Atvinnu-og íbúarsvæði sunnan Fífuhvammsvegar sem samþykkt var í bæjarstjórn 21. desember 1994 m.s.br. samþykkt í bæjarstjórn 11. apríl 1995. Í tillögunni felst að Lindarvegur breikkar um eina akrein við gatnamót Fífuhvammsvegar og Lindarvegar. Lega göngustíga og mana/ hljóðveggja breytist. Lögð fram drög að umhverfisskýrslu og matslýsingu.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs.
Á fundi skipulagsnefndar 16. mars 2010 er lögð fram umhverfismatsskýrsla dags. mars 2010.
Skipulagsnefnd samþykkir umhverfismatsskýrslu dags. mars 2010 og vísar til afgreiðslu bæjarráðs.
Á fundi bæjarráðs 18. febrúar 2010 er samþykkt að tillagan verði auglýst.
Tillagan var auglýst 30. mars til 4. maí 2010, með athugasemdafresti til 18. maí 2010. Athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 18. maí 2010 er tillagan lögð fram á ný ásamt athugasemdum.

Skipulagsnefnd felur Skipulags- og umhverfissviði að taka saman umsögn um innsendar athugasemdir.

Fundi slitið - kl. 18:30.