- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Sviðsstjóri og Rúnar Bjarnason Mannvit hf. kynna stöðu málsins.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs.
Skipulagsnefnd samþykkir framkvæmdaleyfi vegna ,,Skógræktar og uppgræðslu í Selfjalli í Lækjarbotnalandi" sbr. 27. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.b. og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Lagt fram bréf sviðsstjóra dags. 5. maí 2009 með athugasemdum við auglýsta breytingu á Aðalskipulagi Álftaness. Skipulagsnefnd samþykkir bréfið og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs.
Skipulagsnefnd samþykkir að senda málið í kynningu til lóðarhafa Hófgerði 1, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9 og 10. Hraunbraut 44 og 47. Holtagerði 1, 3, 5 og 7 og að jafnframt verði gerð húsakönnun fyrir svæðið.
Skipulagsnefnd hefur kynnt erindið í grenndarkynningu og vísar því til afgreiðslu byggingarnefndar.
Frestað. Bæjarskipulagi falið að taka saman umsögn varðandi innsenndar athugasemdir.
Jón Júlíusson víkur sæti við umfjöllun og afgreiðslu tillögunnar.
Frestað.
Tillaga Gunnsteins Sigurðssonar:
,,Undirritaður leggur til að tillaga að breyttu Aðalskipulagi Kópavogs, sem tekur til lóðarinnar nr. 241a við Vatnsenda og lögð var fyrir skipulagsnefnd 21. október 2008 sem og breyting á deiliskipulagi Vatnsendabletts 241a sem lögð var fyrir skipulagsnefnd 7. febrúar 2009, verði hafnað. Í framhaldi af því verði teknar upp viðræður við landeiganda með það að markmiði að Kópavogsbær eignist umrætt land sem og Vatnsendablett 134. Undirritaður telur afar mikilvægt að Kópavogsbær eignist umrætt land til að tryggja sem best aðgengi bæjarbúa að vatninu, sem og gönguleið umhverfis vatnið."
Skipulagsnefnd samþykkir tillögu Gunnsteins og hafnar erindinu.
Tillaga Gunnsteins Sigurðssonar:
,,Undirritaður leggur til að tillaga að breyttu Aðalskipulagi Kópavogs, sem tekur til lóðarinnar nr. 241a við Vatnsenda og lögð var fyrir skipulagsnefnd 21. október 2008 sem og breyting á deiliskipulagi Vatnsendabletts 241a sem lögð var fyrir skipulagsnefnd 7. febrúar 2009, verði hafnað. Í framhaldi af því verði teknar upp viðræður við landeiganda með það að markmiði að Kópavogsbær eignist umrætt land sem og Vatnsendablett 134. Undirritaður telur afar mikilvægt að Kópavogsbær eignist umrætt land til að tryggja sem best aðgengi bæjarbúa að vatninu, sem og gönguleið umhverfis vatnið."
Skipulagsnefnd samþykkir tillögu Gunnsteins og hafnar erindinu.
Tillaga Gunnsteins Sigurðssonar:
,,Undirritaður leggur til að tillaga að breyttu Aðalskipulagi Kópavogs, sem tekur til lóðarinnar nr. 241a við Vatnsenda og lögð var fyrir skipulagsnefnd 21. október 2008 sem og breyting á deiliskipulagi Vatnsendabletts 241a sem lögð var fyrir skipulagsnefnd 7. febrúar 2009, verði hafnað. Í framhaldi af því verði teknar upp viðræður við landeiganda með það að markmiði að Kópavogsbær eignist umrætt land sem og Vatnsendablett 134. Undirritaður telur afar mikilvægt að Kópavogsbær eignist umrætt land til að tryggja sem best aðgengi bæjarbúa að vatninu, sem og gönguleið umhverfis vatnið."
Skipulagsnefnd samþykkir tillögu Gunnsteins og hafnar erindinu.
Frestað. Bæjarskipulagi falið að gera matslýsingu og drög að umhverfisskýrslu í samráði við Vegagerðina og Skipulagsstofnun.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan ásamt umhverfisskýrslu verði auglýst í samræmi við 25. gr. skipulags- og bygggingarlaga nr. 73/1997 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs.
Samþykkt af fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.
Bókun fulltrúa Samfylkingar og áheyrnarfulltrúa Vinstri grænna:
,,Fulltrúar Samfylkingarinnar leggjast gegn fyrirhugaðri skipulagstillögu. Skipulag Smárans og nánasta umhverfis hefur verið unnið svo til algerlega af lóðareigendum og hefur frumkvæði Kópavogsbæjar verið lítið sem ekkert. Það hefur því miður leitt til þess að skipulagið hefur ekki tekið mið af heildarhagsmunum svæðisins og þar með bæjarfélagsins og hver reitur verið skipulagður einangrað frá nærliggjandi byggð. Skipulag svæðisins tekur því of mikið mið af því að verið sé að skipuleggja einhvers konar bíla-miðbæ
sem virðist vera af amerískri fyrirmynd, og er lítið ráð gert fyrir umferð gangandi vegfaranda. Þannig er t.d. jafnvel erfitt fyrir fólk sem heima á í nánasta nágrenni að nýta sér þjónustu á svæðinu án þess að fara akandi.
Aðstæður í þjóðfélaginu eru einnig gjörbreyttar og lítil ástæða til að ætla að um mikla uppbyggingu verði að ræða á svæðinu á næstu misserum og gefst því nægt svigrúm til að vanda til verka.
Samfylkingin vill að Smárinn og Glaðheimasvæðið verði skipulagt sem ein heild og fari fram samkeppni um skipulag svæðisins. Byggð verði blanda af verslunar, þjónustu og íbúðarbyggð þar sem umferð gangandi vegfarenda verði gert hátt undir höfði eins og tíðkast í miðbæjum af evrópskri fyrirmynd. Þannig verði svæðið miðstöð verslunar ásamt því að bjóða upp á búsetu sem ekki er jafn háð einkabílnum."
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks bóka:
,,Við mótmælum fullyrðingum, sem fram koma í bókuninni og teljum að bókunin eigi ekki við rök að styðjast."
Fundi slitið - kl. 18:00.