Skipulagsnefnd

1166. fundur 10. júní 2009 kl. 12:00 - 13:00 Fannborg 6, 2.hæð
Fundargerð ritaði: Hólmfríður Þorsteinsdóttir Umhverfisfulltrúi
Dagskrá

1.903007 - Bæjarráð - 2505

Skipulagsnefnd 19. maí 20090712080 - Vallakór 10, breytt deiliskipulagBæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu0812078 - Skjólbraut 18, deiliskipulagBæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar0903248 - Sæbólsbraut 40, breytt deiliskipulag.Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.0903073 - Auðbrekka 20, breytt deiliskipulag.Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.0904081 - Skemmuvegur 2a, breytt deiliskipulag.Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.0902198 - Gulaþing 1, breytt deiliskipulag.Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.0710027 - Hátröð 8, breytt deiliskipulagBæjarráð hafnar erindinu.0802152 - Aksturstenging Gnípuheiðar og Gnitaheiðar. Breytt deiliskipulag.Bæjarráð hafnar erindinu.0801295 - Hafnarfjarðarvegur. AuglýsingaskiltiBæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

2.904166 - Fundargerðir bæjarstjórnar

0710027 ? Hátröð 8. Breytt deiliskipulag.Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs0802152 ? Aksturstenging Gnípuheiðar og Gnitaheiðar. Breytt deiliskipulag. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs0712080 - Vallakór 10, breytt deiliskipulag.Bæjarstjórn hafnar framlagðri tillögu.0904081 - Skemmuvegur 2 ? 4, Breytt deiliskipulag.Bæjarstjórn samþykkir að fela skipulagsstjóra að auglýsa framlagða tillögu skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

3.701100 - Endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs 2008-2020

Á fundi skipulagsnefndar 20. maí 2008 er lagt fram erindi skipulagsstjóra varðandi sameiginlegan fund aðal- og varamanna skipulagsnefndar, umhverfisráðs og byggingarnefndar um endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs. Fundur verður haldinn miðvikudaginn 28. maí 2008 og hefst stundvíslega kl. 16.30. Ekið verður um byggðasvæði Kópavogs. Skipulagsstjóri kynnti fyrirhugaðan fund um endurskoðun Aðalskipulags 28. maí nk. Fundur skipulagsnefndar 28. maí 2008 og kynningarferð um byggðasvæði Kópavogs tókst í alla staði vel og fundarmenn voru hvattir til þess að koma ábendingum til bæjarskipulagsins um atriði er varðar stefnumótun aðalskipulags.Á fundi skipulagsnefndar 3. júní 2008 er erindið á dagskrá á ný. Farið yfir árangur fundarins 28. maí 2008 og næstu skref.Áfram verði unnið skv. tímaáætlun, m.a. með undirbúningi íbúafunda. Á fundi skipulagsnefndar 20. janúar 2009 er erindið lagt fram að nýju.Sviðstjóri skýrði málið og lagði m.a. fram yfirlit yfir stöðu verkefnisins, drög að stefnumörkun Aðalskipulagsins, matslýsingu og minnisblað um tímaáætlun. Áætlað er að tillaga að endurskoðuðu aðalskipulagi liggi fyrir til kynningar í lok mars 2009.Á fundi skipulagsnefndar 17. febrúar 2009 er erindið lagt fram að nýju.Sviðsstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins. Á fundi skipulagsnefndar 3. mars 2009 er erindið lagt fram að nýju.Sviðsstjóri og Rúnar Bjarnason Mannvit hf. kynna stöðu málsins. Á fundi skipulagsnefndar 17. mars 2009 er erindið lagt fram að nýju.Sviðsstjóri og Rúnar Bjarnason Mannvit hf. kynna stöðu málsins.Á fundi skipulagsnefndar 31. mars 2009 er erindið lagt fram að nýju.Sviðsstjóri og Rúnar Bjarnason Mannvit hf. kynna stöðu málsins og leggja fram drög að greinargerð Aðalskipulags dags. 31. mars 2009 ,,Forsendur og markmið."" Einnig eru lögð fram drög dags. 31. mars 2009 að ,,Umfjöllun um uppbyggingarkosti íbúðarhúsnæðis í Kópavogi.""Skipulagsnefnd stefnir að því að næsta umfjöllun um endurskoðun Aðalskipulagsins verði vinnufundur nefndarinnar.Á fundi skipulagsnefndar 5. maí 2009 er erindið lagt fram að nýju á vinnufundi. Sviðsstjóri og Rúnar Bjarnason Mannvit hf. kynna stöðu málsins.Á fundi skipulagsnefndar 10. júní 2009 er erindið lagt fram að nýju.

Sviðsstjóri og Rúnar Bjarnason Mannviti hf. kynna stöðu málsins og leggja fram minnisblað um stöðu mála og næstu skref. Lagt er til að kynningar fyrir íbúa Kópavogs verði haldnar í lok sumars eða byrjun hausts.

 

4.804133 - Suðurlandsvegur. Tvöföldun frá Hólmsá að Hveragerði

Á fundi skipulagsnefndar 17. mars 2009 er erindið lagt fram ásamt skýrslu um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar dags. 26. febrúar 2009. Kynning á skýrslunni fer fram 3. mars til 15. apríl 2009.Lagt fram.Á fundi skipulagsnefndar 21. apríl 2009 er erindið lagt fram að nýju.Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við skýrslu um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar dags. 26. febrúar 2009.Á fundi skipulagsnefndar 10. júní 2009 er erindið lagt fram að nýju ásamt ábendingum.

Frestað. Bæjarskipulagi falið að taka saman umsögn um innsendar ábendingar.

5.905202 - Kópavogsgerði 1, 3, 5 og 7, breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 19. maí 2009 er lagt fram erindi Krark og ARK þing arkitekta f.h. lóðarhafa nr. 1, 3, 5 og 7 við Kópavogsgerði. Erindið varðar breytingu á deiliskipulagi lóðanna 1, 3, 5 og 7 við Kópavogsgerði. Í breytingunni felst:1) Sameiginlegri lóð skipt niður í þrjár lóðir, þar sem lóðirnar fyrir nr. 3 og 5 verði sérlóðir og lóð fyrir hús nr. 1 og 7 verði sameiginleg. Gert verði ráð fyrir bílageymslum á lóðunum nr. 1, 5 og 7.2) Aðkoma að húsunum verði tvískipt. Annars vegar að nr. 1 og 7 og hins vegar að nr. 3 og 5, sem þjónar jafnframt aðkomu að nr. 9 og bílageymslum nr 1 og 7.3) Farið er fram á fjölgun íbúða nr. 5 um tvær íbúðir í því augnamiði að fella húsin betur að landi. 4) Byggingarreitir húsanna verða einfaldaðir og leyft verði að byggja hluta svala út fyrir byggingarreit.5) Afmörkun lóða breytist.Gögn lögð fram, frestað.Á fundi skipulagsnefndar 10. júní 2009 er erindið dags. 19. maí 2009 lagt fram ásamt tölvugerðum þrívíddar myndum sem sýna ásýnd húsa úr suðri.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst sbr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs.

6.708071 - Kársnesbraut 95, breytt deiliskipulag

Á fundi skipulagsnefndar 18. mars 2008 er lagt fram erindi Kvarða dags. 5. mars 2008 f.h. lóðarhafa að lóð nr. 95 við Kársnesbraut. Í erindinu felst að núverandi bygging á lóðinni verður rifin og byggt á lóðinni parhús á tveimur hæðum að grunnfleti 211.4 m². Hámarkshæð húss verði 6,3 m.Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 25 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs.Á fundi bæjarráðs 19. mars 2008 er tillagan samþykkt og að hún verði auglýst í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.Tillagan var auglýst frá 1. apríl til 29. apríl, með athugasemdafresti til 13. maí 2008. Athugasemdir bárust.Á fundi skipulagsnefndar 20. maí 2008 er erindið lagt fram að nýju ásamt athugasemdum.
Frestað. Bæjarskipulagi falið að taka saman umsögn varðandi innsendar athugasemdir. Á fundi skipulagsnefndar 3. júní 2008 er erindið lagt fram að nýju ásamt umsögn bæjarskipulags dags. 3. júní 2008.
Frestað. Skipulagsstjóra falið að vinna að málinu eins og fram kom á fundinum.Á fundi skipulagsnefndar 16. júní 2008 er erindið lagt fram að nýju.
Skipulagsnefnd samþykkir að senda þeim sem gerðu athugasemdir erindið á ný, með leiðréttum gögnum og gefa 30 daga skilafrest á athugasemdum.Á fundi skipulagsnefndar 18. nóvember 2008 er erindið lagt fram að nýju ásamt bréfi lóðarhafa dags. 14. nóvember 2008.Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 25 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs.Á fundi bæjarráðs 20. nóvember 2008 er samþykkt að tillagan verði auglýst. Tillagan var auglýst 2. desember 2008 til 6. janúar 2009 með athugasemdafresti til 20. janúar 2009. Athugasemdir bárust.Á fundi skipulagsnefndar 20. janúar 2009 er erindið lagt fram að nýju ásamt athugasemdum.Frestað. Bæjarskipulagi falið að taka saman umsögn varðandi innsenda athugasemd.Á fundi skipulagsnefndar 10. júní 2009 er erindið lagt fram að nýju ásamt umsögn bæjarskipulags dags. 10. júní 2009 og tölvugerðum þrívíddarmyndum sem sýna ásýnd svæðisins frá fyrstu og annari hæð hússins að Holtagerði 46
Skipulagsnefnd hafnar erindinu á grundvelli umsagnar bæjarskipualgs dags. 10. júní 2009 um innsendar athugasemdir og vísar erindinu til afgreiðslu bæjarráðs.

7.902148 - Langabrekka 5,stoðveggur kynning sbr.7 mgr. 43.gr.laga 73/97.

Á fundi skipulagsnefndar 17. febrúar 2009 er lagt fram afrit bréfs byggingarfulltrúa dags. 20. janúar 2009. Bréfið er sent lóðarhafa Álfhólsvegi 61, í bréfinu er bent á úrskurð úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 16/2006, þar sem felld er úr gildi ákvörðun skipulagsnefndar frá 17. janúar 2006 um að veita leyfi fyrir byggingu stoðveggjar á lóðinni. Ástæða er að ekki var gætt réttrar málsmeðferðar. Í ljósi þessa úrskurðar vísar byggingarnefnd málinu til skipulagsnefndar til afgreiðslu á ný.Frestað. Skipulagsnefnd samþykkir að senda málið aftur í kynningu til lóðarhafa Löngubrekku 1, 3 og 7 og Álfhólsvegi 59, 61 og 63.Kynning fór fram 19. mars til 20. apríl 2009. Athugasemdir bárust.Á fundi skipulagsnefndar 21. apríl 2009 er erindið lagt fram að nýju ásamt athugasemdum.Frestað, bæjarskipulagi falið að taka saman umsögn um innsendar athugasemdir.Á fundi skipulagsnefndar 10. júní 2009 er erindið lagt fram að nýju ásamt umsögn bæjarskipulagsins dags. 10. júní 2009.

Skipulagsnefnd hafnar erindinu og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs og byggingarnefndar.

8.902149 - Langabrekka 5,kynning sbr.7.mgr. 43.gr.laga 73/97.

Á fundi skipulagsnefndar 17. febrúar 2009 er lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 16. desember 2008 varðandi nr. 5 við Löngubrekku. Erindið varðar leyfi til að byggja viðbyggingu við suðurhlið húss. Stærð viðbyggingar er 19.4 m2 og Grunnflötur húss stækkar ekki. Nýtingarflutfall breytist úr 0.4 í 0.42Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur í mkv. 1:100 og 1:500 dags. í des. 2008. Frestað. Skipulagsnefnd samþykkir að senda málið í kynningu til lóðarhafa Löngubrekku 3 og 7 og Álfhólsvegi 59, 61 og 63.Kynning fór fram 19. mars til 20. apríl 2009. Athugasemdir bárust.Á fundi skipulagsnefndar 21. apríl 2009 var erindið lagt fram að nýju ásamt athugasemdum.Frestað, bæjarskipulagi falið að taka saman umsögn um innsendar athugasemdir.Á fundi skipulagsnefndar 10. júní 2009 er erindið lagt fram að nýju ásamt umsögn bæjarskipulags dags. 10. júní 2009

Skipulagsnefnd hefur grenndarkynnt erindið og samþykkir umsögn bæjarskipulags dags. 10. júní 2009 og vísar erindinu til afgreiðslu byggingarnefndar.

9.803107 - Hlíðarvegur 58. Breytt deiliskipulag

Á fundi skipulagsnefndar 16. ágúst 2005 var lagt fram erindi lóðahafa varðandi stækkun á lóðinni nr. 58 við Hlíðarveg.Meðfylgjandi: Mæliblað dags. 12. janúar 1993.Skipulagsnefnd samþykkti að senda erindið í kynningu til lóðarhafa Hlíðarvegar 60. Kynningatíma lauk 27. september 2005. Athugasemd barst frá lóðarhöfum Hlíðarvegar 60. dags. 21. sept. 2005.Á fundi skipulagsnefndar 4. október 2005 var erindið lagt fram að nýju ásamt áður nefndri athugasemd.Frestað. Bæjarskipulagi falið að taka saman umsögn varðandi innsenda athugasemd.Á fundi skipulagsnefndar 6. desember 2005 var erindið lagt fram að nýju. Greint frá fundi sem haldinn var með lóðarhöfum Hlíðarvegar 58 og 60.Afgreiðslu frestað. Skipulagsstjóra falið að vinna að málinu eins og rætt var á fundinum. Á fundi skipulagsnefndar 5. september 2006 er erindið lagt fram að nýju. Skipulagsstjóri gerði grein fyrir málinu. Á fundi skipulagsnefndar 6. maí 2008 er erindið lagt fram að nýju.Frestað. Skipulagsnefnd vísar erindinu til lögmanns Skipulags- og umhverfissviðs og felur honum að vinna að því sem fram kom á fundinum.Á fundi skipulagsnefndar 10. júní 2009 er erindið lagt fram að nýju ásamt umsögn lögmanns Skipulags- og umhverfissviðs.

Skipulagsnefnd hafnar erindinu og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs.

10.801254 - Sandskeið, nýtt deiliskipulag

Á fundi skipulagsnefndar 5. febrúar 2008 er lagt fram erindi Kristjáns Sveinbjörnssonar f.h. Svifflugfélags Íslands dags. 23. janúar 2008varðandi deiliskipulag á Sandskeiði. Í erindinu kemur fram að óskað er eftir heimild til byggingar nýs flugskýlis 1000 til 1500 m2 og að byggt verði við klúbbhús, 30 til 60 m2.Skipulagsnefnd mælir með að samráð verði haft við Skipulagsstofnun um feril málsins og felur skipulagsstjóra að vinna að málinu eins og fram kom á fundinum.Á fundi skipulagsnefndar 15. apríl 2008 var vísað til erindis Skipulagsstofnunnar og samþykkir skipulagsnefnd að leggja málið fyrir Samvinnunefnd um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins. Lagt verði fram erindi þess efnis að bæjarskipulag Kópavogs vinni fyrir hönd Svifflugfélags Íslands tillögu að ofangreindu deiliskipulagi. Það verði auglýst í samræmi við 25 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar erindinu til afgreiðslu bæjarráðs. Á fundi bæjarráðs 17. apríl 2008 var erindið samþykkt í auglýsingu.Á fundi skipulagsnefndar 10. júní 2009 er erindið lagt fram að nýju. Með tilvísan í 13. fund Samvinnunefndar um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins haldinn 11. ágúst 2008 óskar skipulagsstjóri Kópavogs eftir því að leita meðmæla Skipulagsstofnunar til að beita 3. tölulið bráðabirgðaákvæða skipulags- og byggingarlaga nr. 97/1997 til að hægt verði að samþykkja núverandi mannvirki Svifflugfélags Íslands á Sandskeiði og byggja viðbyggingu við núverandi hús fyrir félagsaðstöðu samk teikningu Luigi Bartolozzi dags. 31. 12. 2007 og byggingarreiti fyrir flugskýli skv. tillögu bæjarskipulags dags. 10. júní 2009.
Skipulagsnefnd samþykkir að heimila skipulagsstjóra að leita meðmæla Skipulagsstofnunar um ofangreindar breytingar og vísar málinu til staðfestingar bæjarráðs.

11.905148 - Ástún 6, breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 10. júní 2009 er lagt fram erindi S.H. hönnunar hf. f.h. lóðarhafa að Ástúni 6. Í erindinu er óskað eftir að fá að byggja 14 íbúða hús á fjórum hæðum með bílageymslukjallara í stað 12 íbúða. Byggingarreitur breytist og fer 116,4 m2 út fyrir (innri) byggingarreit. Nýtingarhlutfall á lóð verður 0,66. Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur í mkv 1:500 og 1:1000 dags. 15. maí 2009.

Skipulagsnefnd óskar eftir ítarlegri gögnum þ.á.m. tölvugerðum þrívíddar myndum sem sýnir ásýnd byggðar í úr öllum áttum fyrir og eftir fyrirhugaða breytingu.

12.906001 - Auðnukór 5, breytt deiliskipulag

Á fundi skipulagsnefndar 10. júní 2009 er lagt fram erindi Verkstæðis Arkitekta ehf dags. 15. maí 2009 f.h. lóðarhafa að lóð nr. 5 við Auðnukór. Í erindinu er óskað eftir að fá að skilmálum á lóð fyrir hús á einni hæð með kjallara verði breytt í hús á einni hæð án kjallara. Hæð á aðkomugólfi lækkar og landhæð á lóðarmörkum helst óbreytt.Meðfylgjandi: Skýringaruppdrættir dags. 12. maí 2009.

Skipulagsnefnd samþykkir senda málið í kynningu til lóðarhafa Auðnukórs 1, 2, 3, 4, 6, 7, 8, 9 og 10 og Austurkórs 2, 4, 6, 8 og 10.

Fundi slitið - kl. 13:00.