Á fundi skipulagsnefndar 20. maí 2008 er lagt fram erindi skipulagsstjóra varðandi sameiginlegan fund aðal- og varamanna skipulagsnefndar, umhverfisráðs og byggingarnefndar um endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs. Fundur verður haldinn miðvikudaginn 28. maí 2008 og hefst stundvíslega kl. 16.30. Ekið verður um byggðasvæði Kópavogs. Skipulagsstjóri kynnti fyrirhugaðan fund um endurskoðun Aðalskipulags 28. maí nk. Fundur skipulagsnefndar 28. maí 2008 og kynningarferð um byggðasvæði Kópavogs tókst í alla staði vel og fundarmenn voru hvattir til þess að koma ábendingum til bæjarskipulagsins um atriði er varðar stefnumótun aðalskipulags.Á fundi skipulagsnefndar 3. júní 2008 er erindið á dagskrá á ný. Farið yfir árangur fundarins 28. maí 2008 og næstu skref.Áfram verði unnið skv. tímaáætlun, m.a. með undirbúningi íbúafunda. Á fundi skipulagsnefndar 20. janúar 2009 er erindið lagt fram að nýju.Sviðstjóri skýrði málið og lagði m.a. fram yfirlit yfir stöðu verkefnisins, drög að stefnumörkun Aðalskipulagsins, matslýsingu og minnisblað um tímaáætlun. Áætlað er að tillaga að endurskoðuðu aðalskipulagi liggi fyrir til kynningar í lok mars 2009.Á fundi skipulagsnefndar 17. febrúar 2009 er erindið lagt fram að nýju.Sviðsstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins. Á fundi skipulagsnefndar 3. mars 2009 er erindið lagt fram að nýju.Sviðsstjóri og Rúnar Bjarnason Mannvit hf. kynna stöðu málsins. Á fundi skipulagsnefndar 17. mars 2009 er erindið lagt fram að nýju.Sviðsstjóri og Rúnar Bjarnason Mannvit hf. kynna stöðu málsins.Á fundi skipulagsnefndar 31. mars 2009 er erindið lagt fram að nýju.Sviðsstjóri og Rúnar Bjarnason Mannvit hf. kynna stöðu málsins og leggja fram drög að greinargerð Aðalskipulags dags. 31. mars 2009 ,,Forsendur og markmið."" Einnig eru lögð fram drög dags. 31. mars 2009 að ,,Umfjöllun um uppbyggingarkosti íbúðarhúsnæðis í Kópavogi.""Skipulagsnefnd stefnir að því að næsta umfjöllun um endurskoðun Aðalskipulagsins verði vinnufundur nefndarinnar.Á fundi skipulagsnefndar 5. maí 2009 er erindið lagt fram að nýju á vinnufundi. Sviðsstjóri og Rúnar Bjarnason Mannvit hf. kynna stöðu málsins.Á fundi skipulagsnefndar 10. júní 2009 er erindið lagt fram að nýju.
Sviðsstjóri og Rúnar Bjarnason Mannviti hf. kynna stöðu málsins og leggja fram minnisblað um stöðu mála og næstu skref. Lagt er til að kynningar fyrir íbúa Kópavogs verði haldnar í lok sumars eða byrjun hausts.